Þjóðviljinn - 10.11.1956, Blaðsíða 12
tjérnarfrumvarp tryggir sjómanna-
éftinni fullan rétt til orlofsfjár
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á orlofs-
lögunum var til fyrstu umræðu í neðri de'ild Alþingis í
gær. Félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, fylgdi
frumvarpinu úr hlaði með ræðu, en að umræðum loknum
var frumvarpið samþykkt til annarrar umræðu og nefnd-
ar með samhljóða atkvæðum.
Félagsmálaráðherra skýrði í
ræðu sinni ýtarlega þær breyt-
ingar, sem frumvarpið gerir ráð
fyrir en þær eru þessar efnis-
lega:
I fyrsta lagi að orlofstíminn
verði lengdur úr 12 virkum
dögum í 18 virka daga- á ári.
Annað er að sérregla sú, sem
gilt hefur um orlof starfs-
manna á fiskiskipum verði af-
numin og að sömu ákvæði gildi
um þá, sem taka laun sín í
hluta af verðmæti eins og um
þá, sem taka laun sín í pen-
ingum.
Þriðja breytingin er sú að
fyrning orlofskrafna verði með
sama hætti og fyrning kaup-
krafna, þ.e.a.s. að fyrningar-
frestur verði 4 ár, en samkv.
gildandi lögum falla orlofs-
kröfur úr gildi, ef þær hafa
ekki verið viðurkenndar eða
lögsókn ekki verið hafin innan
loka nýliðins orlofsárs frá því
að kröfurnar voru stofnaðar.
Um það atriði að hlutarsjó-
menn njóti orlofsfjár sem aðr-
ir launþegar, sagði félagsmála-
ráðherra m.a.:
„Þetta ákvæði, ef aS lög-
um verður, veitir sjómönn-
um fiskiskipa, sem ráðnir
eru upp á hlut, sama rétt til
orlofs eins og öðrum laun-
þegum, og fæ ég ekki betur
séð en að það sé i alla staði
sanngjarnt.
Við þurfum fyrst og
fremst að nema úr gildi þau
lagaákvæði, sem gefa sjó-
mönnum okkar skarðan hlut
og mlklu fremur að innleiða
ný lagaákvæði, sem veiti
þeim fyílri rétt heldur en
öðrum í þjóðfélaginu, til
þess að tryggja að við fáum
fólk til þess að starfa við
undirstöðuatvinnuveg okkar,
sjávarútveginn."
þJðOVUJINN
Ungverjaland
Lögreglusveitir SÞ
formlega stofnaðar
Um fimmtán ríld hafa nú lýst yfir að þau
séu fús að leggja fram lið í þær
Allsherjarþing SÞ samþykkti á miðvikudag formlega
stofnun lögregluliðs samtakanna, sem á að hafa það
verkefni að sjá um að friður haldist með ísraelsmönn-
um og Egyptum.
Fyrstu sveitirnar í lög- þar bætast i hópinn sveitir frá
regluliðnu eru væntanlegar til Svíþjóð, Finnlandi, Indlandi,
Italíu í dag frá Danmörku Kanada og Kólumbíu og búist
og Noregi. Um helgina munu er við að lögregluliðið muni
vera komið til Egyptalands
Framhald iaf 1. síðu.
sáraumbúðir og ýms hjúkrunar-
gögn.
Þakkar og þiggur aðstoð
Búdapestútvarpið skýrði frá
því í gær, að ungverska stjórnin
hefði þegið með þökkum boð Al-
þjóðarauðakrossins um að senda
lyf og hjúkrunargögn til Ung-
verjalands, en fór þess á leit að
þessar sendingar yrðu látnar
fara um Júgóslavíu, en ekki
Austurríki.
Útvarpið sagði, að komið hefði
í ljós, að i matvælasendingum
sem komið hefðu um Austurríki
hefðu verið falin vopn handa
uppreisnarmönnum.
Umræður á allsherjarþinginu
Uinræðum um atburðina í
Ungverjalandi var haldið áfram
á allsherjarþingi SÞ i gær. Fyrir
þinginu liggja ályktunartillögur
um málið frá Bandaríkjunum og
Ítalíu.
Bandarisku tiilögurnar eru
tvær, í annarri er skorað á Sov-
étrikin að hætta þegar öllum að-
gerðum sem beint sé gegn ung-
versku þjóðinni og brjóti í bága
við venjur og grundvallarreglur
alþjóðaréttar, réttlæti og siðgæði.
í hinni tiliögu Bandaríkjanna er
skorað á ungversk stjómarvöld
að greiða fyrir og á Sovétrikin
að tálma ekki sendingu matvæla
og hjúkrunargagna til Ungverja-
iands og hafa fulla samvinnu við
hjálparsveitir SÞ og Alþjóða-
rauðakrossins.
Sovézki fulltrúinn
mótmælir
Sovézki fulltrúinn, Kúsnetsoff
aðstoðarutanrikisráðherra, ítrek-
aði þau mótmæli sem ungverski
fulltrúinn hafði í fyrradag fært
fram gegn umræðum um atburð-
ina í Ungverjalandi, á þeirri for-
sendu að þar væri um algert
innanríkismál Ungverja að ræða.
Kúsnetsoff sagði, að honum væri
vel kunnugt um að viss öfl á
vesturlöndum hefðu ekki gefið
þá fyrirætlun upp á bátinn að
koma aftur á lénsskipulagi góss-
eigenda og auðdrottna í Ung-
verjalandi.
Lodge, fulltrúi Bandaríkjanna,
talaði í iræðu sinni um hrylli-
lega grimmd sovézkra hersveita í
Ungverjalandi, en lagði um leið
áherzlu á að mikil nauðsyn bæri
til að Sameinuðu þjóðirnar öfl-
uðu sér áreiðanlegra upplýsinga
um það sem þar hefði gerzt með
því að senda þangað fulltrúa
sína.
Að loknum ræðum þeirra
Laugardagvir 10. nóvember 1956 — 21. árg. — 257. tölublað.
Leikfélagið sýnir leikrit Bernhard Shaw:
Það er aldrei að vita
Frumsýning verður n.k. miðvikudaginn
Leikfélag Reykjavíkur minnist 100 ára afmælis Bern-
hards Shaw með sýningu á leikriti hans: Það er aldrei
að vita. Frumsýningin verður í Iðnó á miðvikudaginn
kemur. Leikstjóri er Gunnar R. Hansen.
Leikfélag Reykjavikur hefur
sýnt þetta leikrit Shaws áður;
var það veturinn 1915-1916 og
var það þá sýnt í þýðingu Ein-
ars H. Kvarans. Nú er það
sýnt í nýrri þýðingu er Einar
Bragi Sigurðsson hefur gert.
Leikendur eru Helgi Skúla-
son, Kristín Anna Þórarins-
dóttir, Birgir Brynjólfsson —
sonur Brynjólfs Jóhannesson-
ar, er fær þama sitt fyrsta
stóra hlutverk — Helga Baeh-
mann, Guðbjörg Þorbjaraar-
dóttir, Þorsteinn Ö. Stephen-
sen, Brynjólfur Jóliannesson,
Guðjón Einarsson, Elín Guð-
jónsdóttir og Haraldur Jó-
hamisson.
Á sunnudaginn kemur sýmr
Leikfélagið leikrit Agnars
Þórðarsonar: Kjaraorka og
kvenhylli, í 66. sinn. Hefur
in»a» fjögurra sólarhringa og Aðalfundur LIÚ
tekið þar við ollum skyldu-
verkum eftir rúma viku. Aðalfundi L.I.Ú'. var haldið
Eden forsætisráðherra skýrði áfram í gær. Árdegis skilaði
brezka þinginu frá þvi í gær, J kjörbréfanefnd áliti en síðdegis
að brezkir hermenn myndu hófust umræður um skýrslu
ekld fluttir frá Egyptalandi
fyrr en allt lögregluliðið væri
komið þangað og gaf jafnframt
í skyn að þess yrði krafizt að
brezkar sveitir yrðu í því.
Stórveldunum hefur ekki
verið boðið að leggja til sveitir
í lögregluliðið, og vitað er að
Egyptar munu aldrei sætta sig
við að í því-verði brezkar eða
franskar sveitir.
Ótti við Sovétríkin?
Ben-Gurion, forsætisráðherra
fsraels, skýrði frá því í gær, að
ákveðið hefði verið að fallast
á brottflutning ísraelska hers-
Lodge og Kúsnetsoff v,ar gei't jns fr4 Sinaiskaga svo að Sovét-
en um 20 eru á mæl- ríkjunum gæfist ekki átylla til
Framhald á 2. síðu
r----------------------------
fundarhlé
endaskrá.
Mótmæli borin fram
Haldið er áfram víða um heim
að mótmæla íhlutun sovézku
herjanna í Ungverjalandi og
bera fram kröfur um að henni
verði tafarlaust hætt. Leiðtogar
brezka Verkamannaflokksins, al-
þýðusambandsins og samvinnu-
hreyfingarinnar gengu í gær á
fund Maliks, sendiherra Sovét-
ríkjanna í London og afhentu
honum mótmælaskjal.
Stjórn Alþjóðasambands flutn-
ingaverkamanna samþykkti á
fundi sínum í London í gær að
hvetja til þess að félagar í sam-
bandinu greiði á engan hátt
fyrir flutningi varnings sem frá
Sovétríkjunum kemur.
Meðal einstaklinga sem borið
hafa fram mótmæli er franski
rithöfundurinn -Jean-Paul Sartre,
sem lýsti yfir í gær að hann
myndi hætta öllu samneyti við
franska kommúnista, vegna
þeirrar afstöðu sem þeir hafa
tekið til atburðanna í Ungverja-
landi.
stjórnarinnar. Síðdegis flutti
Finnhogi Guðmundsson skýrslu
verðlagsráðs L.I.Ú. og síðan
Ingvar Vilhjálmsson skýrslu
um störf innkaupadeildar sam-
bandsins. Þá las Sigurður H.
Egilsson framkvæmdastjóri
reikninga L.I.Ú. og fulltrúar
fluttu erindi deilda sinna til
aðalfundarins.
Fundur hefst að nýju kl. 10
árdegis í dag og verða þá rædd
nefndarálit. Þá sitja fulltrúar
íundarins boð Lúðvíks Jóseps-
sonar sjávarútvegsmálaráð-
herra í Þjóðleikhúskjallaran-
um, en að því loknu mun fundi
verða haldið áfram og er búizt
við að kosningu stjórnar og
verðlagsráðs L.I.Ú. muni ljúka
í dag.
_____________________________
Ungverski sendiherrann á
Norðurlöndum styður Kadar
Jozef Hajdu, sendiherra Ung-
verja í Svíþjóð, Danmörku,
Noregi og á íslandi, sem lief-
ur aðsetur í Stokkhólmi, gaf út,
tilkynningu í gær uin, að hann
og allt starfslið hans hefðu á-
kveðið að styðja stjórn Kadars,
sem tók við af stjórn Nagy í
Ungverjalandi 1. nóvember sl.
Þegar uppreisnin varð í Ung-
verjalandi 24. október sl. lýsti
sendiherrann og starfslið hans
yfir stuðningi við þær kröfur
sem uppreisnarmenn báru fram
um breytta og betri stjórnar-
hætti og um óskorað fullveldi
og sjálfstæði Ungverjalands í
skiptum þess við öll önnur ríki.
I yfirlýsingu þeirri sem birt
var í gær segir sendiherrann
leikrit þetta nú verið sýnt á
annað ár og virðist enn ekkert
lát á aðsókninni.
60 ára afmælið.
Næsta leikrit sem Leikfélagið
sýnir verður enskur gamanleik-
ur. Leikfélagið er 60 ára 11.
janúar n.k. og mun þá verða
hátíðasýning í Iðnó í tilefni af-
mælisins. Hinsvegar mun ekki
fullráðið til frásagnar hvaða
leikrit verður fyrir valinu til
sýningar þá.
Söfnun til Ung-
verja framlengí
Ungverjalandssöfnun Rauða
krossins, sem ljúka átti í gær,
hefur verið framlengd til 15. þ.
m. í gær bárust söfnuninni
nokkrar ríf’egar upphæðir, m. a.
frá Vinnuveitendasambandinu;
og nam hún i gærkvöld 140 þús*
und krónum. Verður það að kall-
ast furðu lítil upphæð, og kann-
ski er samúð þeirra sönnust sem
hafa minnst fjárráð.
Heillaóskir til
Stefs
vegna dómsins yfir
bandaríska hernum
Vegna þess dóms, er nýlega
var kveðinn upp í bæjarþingi
Reykjavíkur í máli STEFs vegna
óleyfilegs tónflutnings hersins í
útvarpi á Keflavíkurflugvelli,
hafa félaginu borizt heillaóskir
frá ýmsum höfundum og sam-
bandsfélögum. Brezka „Stefið“
símaði:
Hjartanlegustu hamingjuóskir
með árangursríkar aðgerðir gegn
Bandaríkjaher.
Ræða Nassers
Framhald af 1. síðu.
myndu ekki fallast á að léyfa
Bretum og Frökkum að ryðja
Súezskurðinn og sýndi fram á
hræsni ráðamanna þeirra, sem
'jþóttust hafa lagt út í árásar-
og starfslið hans m.a., að sú stríðið í þeim tilgangi að
stjórn verkamanna og bænda,1 tryggja frjálsar siglingar um
sem Janos Kadar hafi myndað, skurðinn. Fyrir árásina hefðu
sé trygging fyrir því að kröfur siglingar um skurðinn verið al-
þær sem bornar voru fram í veg frjálsar, nú væri hann lok-
upphafi uppreisnarinnar nái aður og yrði langan tíma. Hann
fram að ganga og lýsir því yfir yrði ekki gerður skipgengur
fullum stuðningi við hana og aftur meðan nokkur erlendur
stefnuskrá hennar. hermaður væri á egypzkri
! Sendiherrann og starfslið grund.
hans segjast hafa fengið vit- Ráðamenn Breta, Frakka og
neskju um að þegar á leið upp- Israelsmanna hafa haft það
reisnina hafi gagnbyltingar- eitt upp úr árásarstríði sínu, að
menn náð tökum á stjórn henn- þeir eru nú fordæmdir frið-
ar. Komið hafi í ljós, að Nagy rofar af almenningsálitinu í
var búinn að missa stjórnina úr heiminum. Nehru, forseti Ind-
höndum sér, og bornar hafi ver- lands, Tító, forseti Júgóslavíu,
ið fram kröfur um ,,að öllu og Súkarno, forseti Indónesíu,
skyldi fargað sem við höfðum hafa fordæmt árásarmennina
barizt fyrir í 11 ár“, eins og og sama gera allar frjálsar
segir í yfirlýsingunni. I þjóðir heims, sagði Nasser.