Þjóðviljinn - 14.11.1956, Síða 11

Þjóðviljinn - 14.11.1956, Síða 11
Miðvikudagur 14. nóvember 1956— ÞJÓ.ÐVILJINN — (lf 29. dagur var eins sjálfsagt og ,aö eta og drekka. Þetta var því frámunalega kjánaleg spurning, álíka og spurt væri, Irvort nóttin kæmi á eftir kvölöinu. Suliivan vissi, aö þetta voru fyrstu merki þess, að taugarnar væru aö láta undan. Hann fann til óbeitar með’ sjálfum sér og hann beið stundarkorn meðan hún vax aö sjatna. Svo klappaði hann á öxlina á Dan. „Hvíldu þig svolítið, Dan. Ég skal taka við stýrinu á meöan“. Dan teygði handleggina eins hátt og hann gat, smellti með fingrunum og geispaði. „Allt í lagi. Ég gæti þegið aö fá mér blund‘‘. Hann losaði öryggisbeltið, og Sullivan kenndi í brjósti um hann, þegar hann sá hve erfiðlega honum gekk að smeygja sér úr sætinu. Bæklaði fóturinn hlaut að valda honum sársauka. Sullivan hafði séð, bvernig hann var útleikinn, þegar Dan fékk sér einu sinni steypibað í Honululu, og hann hafði langað til að spyrja hann nánar um orsökina — þaö hlaut aö hafa verið hræði- legt flugslys. En flugmenn meö báða fætur heila spyrja aldrei um slíkt. Hvernig hafði Dan getað fengið af‘ sér að byrja að fljúga á nýjan ieik? Það þurfti sterkar taugar til þess. Var hann kannski búinn að vera svo lengi í starfinu, að íionum stæði alveg á sama? „Það er undarlegt“, sagði Dan og brosti, og' Sullivan sá einhverja hlýju í augum hans, sem hann hafði ekki tekið eftir áður, „.... undarlegt, hvað maöur getur sofið vært þó fjórir stórir hreyflar gangi með dynjandi háv- aða rétt við höfuð manns. Hann hrekkur upp af svefni aðeins við það að drunurnar hætta. Að hugsa sér, ef þögnin gæti vakið mann heima. Nei, það ætti ekki að leggja svona brjálsemi á nokkra manneskju“. Hm leið og hann sneri sér við gaf hann Sullivan laust olnboga- skot 1 síðuna. Svo kveikti hann sér í sígarettu og starði önuglega á klukkuna á mælaborðinu. . ÞAÐ ER ALVEG sama, hvað Howard segir viö mig, ég ætla ekki að anza honum.... hugsaði Lydia Rice, og gaf sjálfri sér hátíðlegt loforð einu sinni enn. Það er vonlaust að reyna aö tala af nokkru viti við heimskt og vanmáttugt barn, sem var að káka viö rekstur á stóru auglýsingafyrirtæki, en ætti helzt ekki að koma nálægt ööru en hálsbindasölu. Ég hata hann. Bara að ég hefði hlustað á Helenu frænku fyrir átta árum, þegar hún sagði: „Sjáðu, Lydia, Howard Rice er mjög laglegur, sér- staklega þegar hann er í einkennisbúningnum, og ég er viss um að hann er ágætur samkvæmisfélagi fyrir flotaforingja .... en góða mín, gaztu ekki fundið mann, sem hæfir lífsvenjum þínum betur? Ég held, að heilinn úr honum kæmist vel fyrir á lítilli unöirskál". Ó, Helena frænka, hvað þú fórst nálægt sannleikanum. Howard var ennþá laglegur, þó hann væri kominn úr einkennis- búningnum, og svo var á þaö að líta, hve erfitt var að ná í eiginmann árið 1944. En bak við þessi gráu augu hans var auðn og tóm. Ég hata hann. Hún sneri sér í sætinu og færði til fæturna, svo að þeir yrðu sem allra lengst frá fótum Howards. Hún leit út um gluggann, en nú var loftiö orðið dökk- purpurarautt og hafið fyrir neðan var svart og dimm- móskulegt. Það var hvort tveggja jafn þreytandi og and- litið á manni hennar. Ég hef gert allt fyrir hann, hugsaði hún, svo hann gæti látizt vera mikill maöur. Hann hefur lifað á peningum mínum, en nú er þaö búið aö vera. Ó, hvað á ég aö gera? Ég héfði átt að'hátta hjá honum, gera stórkostlegt sprell, og láta hann svo eiga sig. RúmiÖ er eini staöurinn þar sem hann nær nokkrum veruleg- um árangri, og hann hefði gjarnan mátt keppa fyrir Ameríku á Olympíuleikunum í þeirri grein. Þar hefði hann ekki oröið sér til skammar. Þurftu menn endilega að vera bjánalegir til að fara vel 1 rúmi? Hvernig var þá með þessa gáfuðu? Ég skal komast að því, strax og ég er ekki lengur frú Rice .... kannski fyrr, ef lög- fræðingarnir verða mjög lengi að ganga fr-á skjölunum. Þó leitaö væri meö logandi ljósi í sál minni get ég ekki hugsað öðruvísi, úr því að ég hata manninn, minn.. Þjóðviljanum hefur boi'izt eftirfarandi yfirlýsing frá dr. Hafþóri Guðmundssyni: I tilefni af heiftarlegum ó- þægindum, aðdróttunum og stöðugum fyrirspurnum, er ég hefi orðið fyrir í tilefni þess, að ég kom í fáeinar mínútur í sendiráð Sovétríkjanna við lok móttökutíma hinn 7. nóv. sl. skal það tekið frarn, að ég hefi þekkt þar ritarann, síðan 1952, er ég — hríðtepptur í Englandi — kynntist honum á leið heim til Islands. Síðan hefi ég boðið þeim lijónum heim einu sinni eða tvisvar á ári eftir atvikum, enda eru þau einar hinar glæsilegustu og prúðustu manneskjur, er ég hefi þekkt af utanríkis- starfsfólki, og ekki hef ég heyrt annað en maður þessi, sem margir Islendingar hafa þurft að leita til, hafi aldrei mismunað mönnum eftir stjómmálaskoðunum þeirra. — Er ég tilbúinn að gefa upp nöfn þess fólks, er hefir verið viðstatt, er ég hefi tekið á móti þessum hjónum, og ekki veit ég annað en flest af því sé sjálfstæðisfólk. — Ekki mun ég þó gera þetta, ef það leyfir það ekki, eða álítur, að það verði fyrir ofsóknunr af þeim ástæðum. — Þess skal og getið, að ég tjáði vinnuveitandá mínum, að, ég þekkti mann í sovétsendi- ráðinu, er ég réði mig, enn- fremur, að fagnaðarfáni var uppi á sendiráðs- og öðrum opinberum byggingum. — Með tilliti til þess, sem op- inberlega kom þarna fram og þess, að ég hafði verið sann- færður um, að einkamál mín væru alveg frjáis, þá gerði ég mér Ijóst um seinan, að þessu var öðru vísi farið. — Morgunblaðsritstjórinn tók góðmótlega burtu stóra aug- lýsingamynd af mér, er hon- um var kunnugt um aðstæður og að ég er e.t.v. eini Islend- ingurinn, er hefi hjálpað ungversku flóttafólki — og í þróttir j Framhald af 9. síðu. bréfaskóla. Með því gætú áhúga« menn hvar sem eru á landinu verið með í námskeiði þessu. Þá lýsti þingið óánægju sinni yfir því að Ríkisútvarpið skyldi ekki senda f-réttamann til Danmerkur og Holiands þar sem um skemmtilega og tvísýna keppni var að ræða, eins og það sendi með knattspyrnumönnum fyrr um sumarið. I umráeðunum um þessa síð- ustu tillögu urðu nokkrar um- ræður og kom fram almenn óá- nægja yfir þessari mismununt Útvarpsins. get sannað það hvenær sem er fyrir þeim, sem vilja. Mér þykir það aðeins leið- ast, að annað saklaust og velviljað fólk skuli verða fyr- ir óþægindum af þessu atviki. Virðingarfyllst Hafþór Guðmundsson. væifttaitlegir eiiir nokkrai vorri Dráttarvélar Hafnarstræti 23 PlDWlílptWIN ÚtEctnndl: Sametnlnearflokltur alþfSu — Sóslallstatlokkurlnn. — Rltstjórar: Masnús KJartanssoi (.ób.i, Sicurður Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigur Aualvstna.atMrf Biaml Be”e<Jtjrtsson, Ouómundur ViBfússon, ívar H. Jónsson. Magnus Toríl ÓJaís.son. - AugJyslnEmstJórl. Jónstelnn HaraJdsson. - Ritst.iórn. aígretSsJa, augjfsingar, nrcntsmlðja: ekójavörðustig 19. - Sími 7500 G b?ó*vU‘»Bí hf* k 25 á n’áBUÍI 1 Beíkí*vik 08 n**r«ini; kr. 22 annarsstaíar. - Lausasöluverff kr. 1. - PreöumtSJi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.