Þjóðviljinn - 15.11.1956, Blaðsíða 3
Fimmtudagur '15. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3»
„Bjcirgráð" sljórnar Ólafs
Thors reyndust haldlítil
L.I.Ú. vœntir nýrra ráSstafana ,,til jbess
oð /orða sföðvun úigerÖarinnar'
Aðalfundi Landssambands íslenzkra útvegsmanna lauk
á miðnætti s.l. þriðjudag. Þjóðviljanum hefur borizt eftir-
farandi frá L.Í.Ú.:
I umræðunum um rekstur út-
vegsins á komandi ári kom
glöggt fram, hversu erfiðar að-
stæður sjávarútvegurinn á nú
við að etja. Voru menn á einu
máli um, að brýna nauðsyn
bæri til að verulegar leiðrétting-
ar fengjust á rekstursgrund-
velli útgerðarinnar á komandi
ári frá því sem nú er. I til-
efni af þessum umræðum sam-
þykkti fundurinn svohljóðandi
tillögu:
„Hallarekstur bátaútvegsins
hefur farið mjög vaxandi á sl.
tveimur árum sökum kaup-
hækkana og verðbólguskriðu,
sem fylgdi í kjölfar verkfall-
anna miklu vorið 1955.
Aflabrestur í mörgum ver-
stöðvum hefur aukið taprekst-
urinn á yfirstandandi ári, svo
að þrátt fyrir tekjur þær, sem
Útvegurinn hefur af bátagjald-
eyriskerfinu og af útflutnings-
uppbótum úr framleiðslusjóði,
vantar nú mikið á, að um
ballalausan rekstur geti orðið
að ræða miðað við meðalafla-
brögð á skip.
Sökum vaxandi tapreksturs
á undanförnum árum er út-
gerðin þess ekki megnug að
mæta af eigin rammleik stór-
auknum útgerðarkostnaði.
Til þess að forðast stöðvun
útgerðarinnar verða því að
koma til ráðstafanir Alþingis
og ríkisstjórnar þannig, að
jafnhliða því, að þær ráðstaf-
anir, sem þegar hafa verið
gerðar með bátagjaldeyriskerf-
inu og uppbótargreiðslum úr
Framleiðslusjóði verði fram-
iengdar, þá séu gerðar nýjar
ráðstafanir til þess að tryggja
hallalausan rekstur útvegsins.
Leggur fundurinn mikla á-
herzlu á, að þessar ráðstafanir
verði gerðar svo snemma, að
viðunandi rekstrargrundvöllur
13. sinn sem hann er einróma
kjörinn til þessara starfa fyrir
útvegsmenn. Varaformaður var
kjörinn Loftur Bjarnason og
aðrir í stjóm: Kjartan Thors,
Ásgeir G. Stefánsson, Ólafur
Tr. Einarsson, Jón Axel Pét-
ursson, Sveinn Benediktsson,
Finnbogi Guðmundsson, Jón
Árnason og Jóhann Sigfússon.
Varastjórn: Hafsteinn Berg-
þórsson, Andrés Pétursson, Ól-
afur H. Jónsson, Guðmundur
Guðmundsson, Akureyri, Mar-
geir Jónsson, Keflavík, Ingvar
Viihjálmsson, Baldur Guð-
mundsson og Jón Halldórsson
Hafnarfirði.
Formaður Verðlagsráðs L.í.
Ú. var endurkjörinn Finnbogi
Guðmundsson, Gerðum, vara-
formaður Jón Halldórsson,
Hafnarfirði. Aðalráð: Baldur
Guðmundsson, Valtýr Þorsteins-
son, Akureyri, Ólafur Tr. Ein-
, arsson, Hafnarfirði og Jón Ax-
1 el Pétursson. Vararáð: Guð-
finnur Einarsson, Bolungai’vík,
Björn Guðmundsson, Vest-
mannaeyjum, Ólafur H. Jóns-
son og Ragnar Thorsteinsson.
Endurskoðandi var kjörinn
Beinteinn Bjarnason, Hafnar-
firði.
Að lokinni kosningu stjórnar
og Verðlagsráðs tók til máls
hinn nýkjömi formaður sam-
takanna, Sverrir Júlíusson, og
brýndi fyrir mönnum, að á-
stæðulaust væri að örvænta,
þótt íslenzkur sjávarútvegur
byggi við þröngan kost, þar
sem sýnt væri að útvegurinn
skilaði þjóðinni auknum gjald-
eyristekjum frá ári til árs, en
hins vegar ættu þeir erfiðleikar,
sem nú hrjá útveginn rót sína
að rekja til misskiptingar innan
sjálfs þjóðarbúsins. Slíka van-
kanta ætti með sameiginlegu
átaki að vera hægt að sníða af
og hét hann á útvegsmenn að
þeir stæðu fast á þeirri sann-
girniskröfu, að þessi misskipt-
ing yrði lagfærð frá því sem
nú er.
Hin nýkjörna stjórn hafi nú
ákveðnar tillögur frá aðalfund-
inum um leiðir að fara í vænt-
anlegum samningum við ríkis-
stjórnina um rekstursgrundvöll
og það væri von sín, að þeir
samningar mættu takast giftu-
samlega. Að öðrum kosti bæri
stjórninni að kalla saman full-
trúaráðsfund um miðjan des-
ember, til þess að taka ákvarð-
anir um hvað gera skyldi, ef þá
lægju eigi fyrir skýr svör um
hvernig búið skyldi að útgerð-
inni á komandi ári. Þetta væri
stjórninni mikill stuðningur,
þótt hins vegar hún vonaði að
til þess þyrfti eigi að koma. Að
lokum árnaði hann fulltrúum
allra heilla á komandi ári og
bað menn að gera sér ljósa þá
staðreynd við störf sín, að hag-
sæld íslenzku þjóðarinnar
byggðist að meginefni á þess-
ari þýðingarmestu atvinnugrein
landsmanna.
Sagði hann síðan fundi slitið.
Matreiðslukvikmyndir sýndar á
kvennafundi í Tjarnarbíói
Sænsk kona ætlar að kynna okkur síldar-
rétti 09 Svíum íslenzkt lambakjöt
Á búsmæðrafundi, sem haldinn verður í Tjarnarbíó á
laugardag kl. 2.30, mun frú Anna-Britt Agnsáter, for-
stöðukona tilraunaeldhúss sænsku samvinnufélaganna,
sýna matreiðslu síldarrétta, tala um síld og sýna auk þess
mjög athyglisverðar matreiðslukvikmyndir.
Frú Agnsáter er hingað kom-
in meðal annars til þess að
kynna sér íslenzka lambakjötið,
en samvinnufélögin eru að
reyna að skapa markað fyrir
það í Svíþjóð. Hefur hún notað
ferðina til að halda húsmæðra-
fundi og sýna síldarrétti í
Reykjavík og nágrenni.
Frú Agns'áter hélt fyrsta
fund sinn í Sambandshúsinu á
þriðjudagskvöld og voru boðn-
ar þangað formenn allra kven-
félaga í Reykjavík og fleiri
gestir. Vöktu síldarréttir frúar-
innar mikla athygli, svo og
ýmsar upplýsingar, sem hún
gaf um síldina.
Yfirlýsiiigar um landhelgismál íslands
Framhald af 1. síðu
stjórnarinnar er ákveðin voru
núverandi fiskveiðitakmörk.
3. Að því er varðar öryggi
„ , fiskiskipa, er leita inn fyrir fisk- „
fyrir komandi vertið verði fyrir , .. , . , „ , ,, . um londunarba'nmð 1 Bretlandi
, , J veiðitakmorkm, hefur utannkis-
hendi eigi siðar en fyrir mið j- . ± , , ,, , , , -.
. raðherra Islands lyst þvi yfir,
an desembermanuð. Se það ekki ... , *. . , ,
,, ... að somu reglum verði fylgt sem
Yfirlýsing Hans G.
Andersens
„íslenzka ríkisstjórnin mundi
fagna því, að núverandi deila
tryggt, að dónii stjórnar og
Verðlagsráðs L.Í.Ú. felur fund-
urinn stjórn L.Í.Ú. að kalla
saman fulltrúafund sambands-
ins síðari hluta desembermán-
aðar, til þess að taka ákvarðan-
ir um hvað gera skuli“.
Eftir að umræðum var lokið
um hin margvíslegu málefni,
sem f jallað var um á fundinum,
var gengið til stjórnarkjörs og
kosningar Verðlagsráðs L.I.Ú.
Formaður samtakanna fyrir
tiæsta starfsár var kjörinn
Sverrir Júlíusson og er þetta í
Regnföt
Regnföt karla fyrir-
liggjpndi við flestra hæfi.
Hagstætt verð
Gúmmífatagerðin
VÖPNL
Aðalstræti 16
hingað til, að lagaákvæðum um
búlkun veiðarfæra innan fisk-
veiðitakmarkanna og reglum er
banna sölu afla úr erlendum
skipum, verði ekki beitt um
skip er orðið hafa að leita vars
vegna illviðris eða annarra óvið-
ráðanlegra orsaka.
4. Viðræður þær, sem faidð
hafa fram milli íslenzkra og
brezkra togaraeigenda á vegum
hinnar óformlegu nefndar OEEC,
hafa leitt til að þeir hafa gert
með sér löndunarsamning. Samn-
ingurinn gerir ráð fyrir heildar-
magni af íslenzkum fiski er far-
ið geti á brezkan markað og
mælir fyrir um löndunarfyrir-
komulag íslenzkra skipa svipað
því er g'ildir um brezk skip.
Komi til ágreinings milli togara-
eigenda beggja landa um skiln-
ing á samningnum, er gert ráð
fyrir að ríkisstjómimar geti vís-
að þeim ágreiningi til OEEC,
sem eftir sem áður mun af á-
huga fylgjast með framgangi
málsins“.
yrði leyst. Hinsvegar hefur orð-
ið sú þróun síðan löndunarbann-
ið var sett, að fiskiðnaður hef-
ur stóraukizt, og verður því, af
eðlilegum atvinnuástæðum, að
vinna fiskaflann sem mest í
landinu áfram. Þess vegna er
þess ekki að vænta, að hægt
verði .að tryggja ákveðið magn
af ísvörðum fiski til sölu á er-
lendum mörkuðum. Er þetta tek-
ið fram í tilefni af uppkasti því
að löndunarsamningi, sem um
hefur verið rætt milli íslenzkra
og brezkra togaraeigenda.
Út af atriðum þeim, sem um
er spurt, hefur utanríkisráð-
herra íslands falið mér að lýsa
yfir því, að samkvæmt mati hans
sé það ætlun ríkisstjórnarinnar:
1. Að enda þótt núgildandi ís-
lenzk löggjöf mæli svo fyrir, að
veiðarfærum (en ekki afla) sé
búlkað innan fiskveiðitakmark-
anna, munu þau lagaákvæði hér
eftir sem hingað til ekki talin
ná til erlendra fiskiskipa, sem
orðið hafa að leita vars vegna
illviðris eða annarra óviðráðan-
ber að tilkynna íslenzku varð-
skipi eða landhelgisgæzlunni í
Reykjavík þegar í stað um stöðu
fiskiskipsins og fyrirhugaða sigl-
ingaleið, enda ber að búlka veið-
arfærin jafnskjótt og ástæður
leyfa. Erlendum fiskiskipum, sem
leita íslenzkra hafna vegna vél-
arbilunar eða annarra bilana
eða tjóns á skipinu, mun fram-
vegis svo sem hingað til leyft
að selja afla sinn þar, ef hætta
er á að aflinn skemmist að öðr-
um kosti á meðan viðgerðir fara
fram. .
2. Að engin ný skref verði stig-
in í sambandi við útfærslu fisk-
veiðitakmarka við ísland, fyrr en
umræðum sé lokið á næsta þingi
Sameinuðu þjóðanna um skýrslu
alþjóðalaganefndarinnar.
Þá hefur mér verið . falið að
votta ráðinu þakkir utanríkisráð-
herra íslands fyrir viðleitni ráðs-
ins til að leysa löndunardeiluna.
Utanríkisráðherra telur æskilegt,
með tilliti til framtíðarlausnar á
víðáttu fiskveiðitakmarkanna, iað
ríkisstjórnin tilkynni ráði OEEC
niðurstöður þær, sem hún hefur
komizt að, þegar hún hefur haft
aðstöðu til að endurskoða málið
er næsta þing Sameinuðu þjóð-
anna hefur afgreitt skýrslu al-
þjóðalaganefndarinnar“.
Mál þetta verður nánar rætt
Önnur kvikmyndin, sem frú
Agnaát.er sýnir, á alveg sér-
stakt erindi til íslendinga. Er
hún um hraðfryst matvæli, bæði
fisk, kjúklinga, grænmeti og
ávexti, og er sýnd í myndinni
matreiðsla fjölda rétta úr fryst-
um matvælum. Myndin er I
mjög fögrum litum og var tek-
in aðallega í tilraunaeldhúsinu
í Stokkhólmi.
Á fyrsta húsmæðrakvöldinu
flutti Erlendur Einarsson, for-
stjóri SlS, stutta ræðu og
skýrði frá því, að samvinnufé-
lögin hefðu mikinn áhuga á að
auka húsmæðrafræðslu sína og
væri heimsókn frúarinnar liður
í því starfi.
Frú Agnsáter mun halda
húsmæðrakvöld í Borgarnesi, á
Alcranesi og ef til vill víðar,
meðan hún dvelst hér á landi.
Hún heldur heimleiðis í næstu
viku.
legra orsaka. Þegar svo ber við, í Þjóðviljanum næstu daga.
Bæta verSurár...
Framnaló af 12. síðu.
námi. Er reiknað með að
tæpur helmingur hjúkrunar-
kvenna giftist xun þær
mundir er þær ljúka prófi,
eða stuttu síðar. Þess vegna
hefur sumsstaðar verið reynt
að breyta svo um starfs-
hætti á sjúkrahúsum, að
giftum konum sé mögulegt
að starfa þar einhvem hluta
dags.
Að lokum kvað Alfreð þessar
og aðrar ábendingar þurfa
gagngerðrar athugunar við og
því væri tillaga sín fram borin.
Nær 6þus. farþeg-
ar um Keflavík
Víðu pilsin geta hæft fleiri
en þeim sem kornungar eru. Á
myndinni sést, að tvær þver-
rákir hafa verið gerðar í piisið
með sérstakri aðferð, og fer vel
á þessu. Það er breitt belti á
kjólnum og situr í mittiss' eð,
en treyjan er einföld í sniði. og
er þessi samsetningur, plíserað
pils og slétt treyja, skemmti-
leg nýung.