Þjóðviljinn - 15.11.1956, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 15.11.1956, Qupperneq 12
Starfræksla nýju frystihúsanna varðar afkomu margra bæjarfélaga og f jölda verkafólks Það verður að skapa útgerðinni bætt starfsskilyrði og leysa hin fjölmörgu staðbundnu vandamál hennar Meðal dagskrármála á fundi sameinaðs Alþingis í gær var þingsályktunartillaga Björns Jónssonar o.fl. um að- stoð við byggingar frystihúsa og aukna ábyrgöarheimild ríkisstjórnarinnar til þeirra framkvæmda. Að umræðunni lokinni var tillagan samþykkt samhljóða til síðari um- ræðu og fjárveitingarnefndar. Björn Jónsson hafði fram- sögu af hálfu flutningsmanna og rökstuddi tillöguna i ýtar- ■legri ræðu. Hann lagði áherzlu á að það væri óumdeilanleg nauðsyn, bæði einstökum byggðarlögum og þjóðinni í heild, að skapa útgerðinni betri starfsskilyrði, ekki aðeins að því er viðkæmi hinum almennu erfiðleikum, eem væru sameiginlegir alli'i landsbyggðinni, heldur einnig að því er viðviki hinum mörgu staðbundnu vandamálum, sem við væri að etja víðs vegar um landið, en á því sviði væru fjölmörg verkefni, sem úrlausn- ar krefðust. Minnti hann í þessu sam- bandi á mismunun í útfærslu landhelginnar, sliort á drátt- arbrautum og aðstöðu til viðgerða, ófullnægjandi hafnarskilyrði og síðast en ekki sízt lélega og ófull- komna aðstöðu til að verka og vinna þann afla, sem að landi væri unnt að koma. Þá ræddi hann um frystihús- in, sem nú eru í byggingu og ætlað væri að tryggja útgerð- ina og bæta úr brýnum at- vinnuþörfum verkafólks í ýms- um kaupstöðum. Hann lýsti fjárhagsvandamálum þessara framkvæmda og færði rök að því að viðkomandi útgerðarfé- Kvenfélag sosíalista lögum og bæjarfélögum væri algerlega um megn að ljúka þessum þjóðnauðsynlegu fram- kvæmdum og yrði því að koma til röggsamleg fyrirgreiðsla Al- þingis og ríkisstjórnar. Hann kvað þess vænzt að slík aðstoð yrði veitt og það án mikilla tafa. Hér er um að tefla veiga- mesta atvinnumál margra kaupstaða og sjávarþorpa, sagði Björn. Það er óliætt að fullyrða að á flestum þessara staða, ef ekki öllum, mun atvinnuleysi og jafnvel fjárhagslegt hrun verða af- leiðingin, ef undan því verð- ur vikizt að bregða við tál hjálpar af stjórnarvöldum landsins. Fjöldi verka- fólks á möguleika sína til góðrar lífsbjargar undir því, að þessi fyrirtæki taki hið fyrsta til starfa. Færeyingi boðin tveggja vetra dvöi í Handíðaskólanum Handíða- og myndlistaskólinn hefur ákveðið að bjóða einum Færeyingi ókeypis skólavist í myndlista- eða list- iðnaðardeildum skólans í allt að tvo vetur. tuðmnuiNN Fimmtudagur 15. nóvember 1956 — 21. árgangur — 261. tölúbl. Bæta verður úr skorti a liæfu hjúkrunarliði Þurft hefur að loka hælum vegna ónógra starfskrafta Þingsályktunartillaga Alfreðs Gíslasonar um endur- skoðun hjúkrunarkvennalaga í þeim tilgangi að ráða bót á skorti á starfandi hjúkrunarkonum, var til umræðu í sameinuöu Alþingi í gær. Var umræðunni frestað að lokinni framsöguræðu Alfreðs og tillögunni vísað til alls- herjarnefndar. heldur félagsfund fimmtudag- inn 15. þ.m. kl. 8.30 síðdegis í Tjarnargötu 20. Dagskrá: 1. Karl Guðjónsson alþm. flyt- ur erindi. 2. Fréttir af aðalfundi banda- lags kvenna í Reykjavík. 3. Kaffi. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. árum. Ennfremur býður skólinn ein- um færeyskum barnakennara ó- keypis námsvist í teiknikenn- aradeildinni um jafnlangan tíma. Auk þessa veitir skólinn úr nemendasjóði námsmönnum þessum styrk að upphæð alls kr. 2360.00 hvort árið. Væntanlegum umsækjendum er í sjálfsvald sett, hvort þeir hefja námið hér nú á þessum vetri eða síðar. Tilboð þetta afhenti skólinn stjórn Færeyingafélagsins í Grótta leyst upp Á fundi fulltrúaráðs sjó- mannadagsins sl. sunnudag var skýrt frá því að skipstjóra- og stýrimannafélagið Grótta liefði verið leyst upp. I félaginu voru svokallaðir minnaprófsmenn og ástæðan fyrir því að félagið hefur nú verið leyst upp er sú að eftir breytingu á siglingalögunum er horfinn starfsgrundvöllur fé- lagsins og félagsmenn Gróttu því flestir gengnir í félög ann- arra skipstjórnarmanna. Fund- armenn þökkuðu fulltrúum Gróttu gott starf í þágu sjó- mannadagsins á undanförnum Nefíid ræði við utgerðarmenn um aukua þátttöku sjómanna Fundur í fulltrúai'áði sjómannadagsins, sem haldinn var s.l. sunnudag, kaus þriggja manna nefnd til að ræða við útgerðarmenn um aö sem flestir sjómenn geti veriö heima á sjómannadaginn. Undanfarna sjómannadaga ] tíðahöldum stendur“.— I nefnd hefur reyndin orðið sú að meg-, þessa voru kosnir Þorvarður inhluti sjómannastéttarinnar hefur verið víðs fjarri, svo 'há- tíðahöld þau er fram hafa farið í nafni sjómanna hafa af þeim sökum ekki orðið nema svipur hjá sjón. Fulltrúafundur sjó- mannadagsins hefur nú tekið rögg á sig til þess að fá út- gerðarmenn til að hafa sem flest skip sín í heimahöfn á sjómannadaginn og „að þau láti ekki úr höfn meðan á há- Björnsson, Steindór Árnason og Magnús Guðmundsson. Fundurinn ræddi ennfremur að efla sem mest samhug sjó- manna um hátíðahöld sín með því að velja^ þriggja manna trúnaðarráð um borð í hverju skipi og skipuleggja sem nán- ast samstarf bæði innan hverr- ar skipshafnar og milli skips- hafna. Reykjavík. Formaður félagsins, frú Signhild Konráðsson, Víf- ilsstöðum og Peter Wigelund, skipasmiður, sem um langt ára- bil hefur verið einn helzti for- ystumaður Færeyinga hér á landi, hafa tjáð skólanum þakkir félagsins fyrir boð þetta ,,er sé framrétt hendi íslend- inga, er mætti verða til efling- ar samstarfi með íslendingum og Færeyingum á fleiri svið- um“. Stjóru Færeyingafélagsins hefur sent þetta tilboð Hand- íða- og myndlistaskólans til Richard Long landstyresmand, Thorshavn til frekari fyrir- greiðslu. Aukinn sjúkrahúsakostur krefst aukins starfsliðs I mjög greinagóðri ræðu rök- studdi flutningsmaður tillögu sina og lýsti viðhorfum og vanda í þessum málum. Hann kvað vandkvæðin á að fá lærð- ar hjúkrunarkonur aukast með hverju ári. Ný sjúkrahús hefðu verið reist og væri verið að reisa, m.a. á Akureyri, Kefla- vík, Neskaupstað og á Blöndu- ósi. Nýr spítaíi væri tekinn til starfa í húsakynnum heilsu- verndarstöðvar Reykjavikur. Hjúkrunarspítali í Hafnarfirði hefði tekið til starfa fyrir fáum árum og elliheimilið Grund hefði stækkað mjög hjúkrunar- deild sína. Þá hefðu tvö fávita- hæli tekið til starfa fyrir eigi alllöngu. Verða að vera án hæfs hjúkrunarliðs Það er augljóst mál, sagði Alfreð, að slík aukning á sjúkrahúsrými hlýtur að krefj- ast aukins hjúkrunarliðs, ef vel á að fara. Þetta hefur ekki fylgzt að. Skortur á faglærðu hjúkrunarliði var fyrir, en hann Nasser sagður biðja um sovézka sjálfboðaliða Eisenhower hótar aðgerðum komi þeir á vettvang Erlendir fréttamenn í Moskva héldu því fram í gær að egypzka stjórnin hefði falið sendiherra sínum í Sovét- ríkjunum að fara þess á leit við Sovétstjórnina að hún leyfi sovézkum borgurum að gerast sjálfboðaliðar í Eg- yptalandi. 1 síðustu viku hafði sovézka fréttastofan Tass eftir forustu- mönnum Sovétríkjanna, að sov- étstjórnin myndi ekki meina sov- étborgurum .að gerast sjálfboða- liðar í Egyptalandi ef Bretland, Frakkland og ísrael svikjust um að kalla innrásaheri sína heim og vopnaviðskipti hæfust á ný. Egypzka sendiráðið í Moskva hefur skýrt frá því að um 50.000 sovétborgarar hafi boðið sig fram til að berjast með Egypt- um. Eisenhower Bandaríkjaforseti sagði fréttamönnum í gær, að Bandaríkjastjórn myndi krefjast þess að SÞ létu það til sin taka ef sovézkir sjálfboðaliðar færu til Egyptaiands. Ekki væri vist að við það yrði látið sitja að samþykkja ályktanir. Ágreining-ur um lið SI* Lið SÞ sem fara á til Egypta- lands er ekki lagt af stað enn. Framkvæmdastjórn SÞ segir að því standi að flugvellir á Súez- svæðinu verði lendingarhæfir fyrir stórar flutningaflugvélar. Fréttaritari Reuters í aðal- stöðvum SÞ heldur því fram að drátturinn á för liðsins stafi af því að stjórnir Bretlands, Frakk- lands og ísraels séu mótfallnar skilyrðunum sem egypzka stjórn- in setur fyrir því að taka við liðinu. Að sögn fréttaritarans krefjast þessar þrjár ríkisstjórn- ir þess að þeim sé veitt trygg- ing fyrir að liðið verði um kyrr.t við Súezskurð þangað til þúið sé að taka ákvörðun um framtíðar- stjórn á siglingum um skurðinn, ella muni þær rifta lot'orðum sínum um að verða á brott með her sinn úr Egyptalandi. Dag Hammarskjöld, fram kvæmdastjóri SÞ, “aetlar að leggja af stað til Egyptalands í dag að hitta Nassaer forseta. hefur þó aukizt um allan helm- ing síðustu árin. Forráðainenu sjúkraliúsa og hæla eiga í stöðugu stríði vegna skorts á hæfu hjúkr- unarliði. Títt verða þeir að bjargast við ófaglært hjálp- arlið að einhverju leyti og þykir hátíð Jiegar tekst að fá erlendar hjúkmnarkonur, ókunnugar öllu hér og mál- lausar. Á einu sjúkrahúsi er nú sem stendur þriðjungur hjúkrunarliðsius útlendur, annar þriðjungur ófaglærður og þriðji hlutinn fullnuma íslenzkar lijúkrimarkonur. Fleiri dæmi tók ræðumaður, sem varpa ljósi á þennan vanda. M.a. kvað hann þesa dæmi að loka hefði orðið hæl- um vegna vöntunar á lijúkrun- arliði. Þörf skjótra úrræða Alfreð taldi erfiðleika þessa mundu enn fara vaxandi, nema gripið yrði til skjótra ráða. Verið væri að stækka Lands- spítalann, hafin væri bygging mikils og veglegs Bæjai’spítala í Reykjavík, elliheimili sjó- manna væri senn fullgert og stækkun ýmsra hæla væri að- kallandi. Vaxandi starfsemi heilsuverndar mundi og krefj- ast drjúgs starfsliðs. Reynsla annarra þjóða Þá benti Alfreð á að stækk- un 'hjúkrunarkvennaskólans hefði verið mikilsvert spor í rétta átt, en því færi fjarri að hún leysti allan vanda. Fleira þyrfti að gera og væri rétt í því efni að leita til reynslu annarra þjóða, sem við hlið- stæða erfiðleika hefðu átt að stríða. Ein þeirra leiða sem farnar hafa verið erlendis, sagði Al- freð, er sú að kenna konum frumatriði hjúkrunar og gera þær einskonar aðstoðar-hjúkr- unarkonur. Önnur hugsanleg leið væri og að skipta hjúkrun- arnáminu í tvo hluta, fyrri og síðari og 'hlytu þær sem aðeins lykju fyrrihlutanámi takmörk- uð réttindi til að starfa undir eftirliti fullnuma hjúkrunar- kvenna, en gætu síðar, ef þær staðnæmdust í starfi, átt þess kost að ljúka námi. Giftum konum verði gert mögulegt að starfa Á það má minna, sagði Alfreð, að meginorsökin til hjúkrunarkvennaskortsins er sú, að margar þeirra giftast og hverfa frá starfi að ný- loknu löngu og ströngu Framh. á 3. síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.