Þjóðviljinn - 15.11.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.11.1956, Blaðsíða 9
ÍÞRÚTTIR RITSTJÓRI:; FRtMANN HELGASON Frá ársþéngi FRÍ: 21 nýtf met sett á árinu - Mikið útbreiðslustarf — Norrœnar fréttir — Koma Bandan'kiamenn nœsta sumar? Þing Fi-jálsíþróttasambands ís- lands var haldið um síðustu helgi í fundasal ÍSÍ á Grundar- Stíg 2. Forsetar þingsins voru kjörnir Axel Jónsson og Benedikt Jak- obsson, en ritarar Jón Guð- mundsson og Bragi Friðriksson. Um 20 fuíltrúar frá sex sam- böndum komu til þingsins: Reykjavík, UMS Kjalnesþings,: Héraðssambandi Snæfellsness- og Hnáppadalssýslu, Keflavík, Hafnarfirði og UMS-Skarphéðni.' í byrjun fundarins ávarpaði forseti ISÍ fundarmenn og bar þeim kveðju íþróttasambandsins. Hann þakkaði FRÍ ánægjulegt' samst.arf á íiðnu ári og kvað það vera fyrsta sérsambandið sem flytti í þessi nýju húsakynni f- þróttasambands íslands. Hann kvað það vera ósk sína að öll sérsamböndin hefðu aðsetur hér í þessum húsakynnum. Hann lýsti ánægju sinni yfir velgengni frjálsiþrótta á liðnu sumri og þá ekki sízt sigrinum yfir Dönum. Árnaði hann þinginu heilla í starfi. Síðan flutti formaður sam- bandsins, Brynjólfur Ingólfsson, skýrslu stjórnarinnar sem var hin ýtarlegasta, og verður vikið að nokkru í skýrslunni. t sambandinu eru 25 héraðasambönd Um sambandið við sambands- aðila segir orðrétt í skýrslu stjómarinnar: „Stjórn FRÍ hefur enn sem fyrr leitazt við að hafa sem greiðast samband við sam- bandsaðllana en þeir hafa hins- vegar reynzt mjög mismunandi árvakrir. Verður að gera þá kröfu til þeirra rnanna, sem taka að sér Vilhjálmur Einarsson Ixúnaðarstörf í stjórnum félaga, sérráða eða héraðasambanda, að þeir ræki störfin sæmilega. Hitt er hreint ábyrgðarleysi af for- ustumönnum héraðasambands að taka við endurkosningu ár eftir ár, ef þeir hafa ekki tíma, vilja, né nægan áhuga til að vinna þessi störf af meiri alúð en sum- ir þeirra virðast hafa gert. Reglusemi í bréfaskriftum og skýrslugerð er síður en svo auka- atriði í íþróttahreyfingunni frem- ur en annarri félagsstarfsemi. Auðvitað eru undantekningar, sum héraðasambönd svara vel og greiðlega og senda lögboðnar skýrslur, en því miður of fá.“ Formaður sagði í ræðu sinni að þetta væri ekki nógu sterk- lega orðað í skýrslunni. Hann sagði að það væru þrein svik við æskulýðinn um byggðir landsins. Það væri næstum eins erfitt að ná sambandi við suma af þessum mönnum og að ná til karlsins í tunglinu. Til væru forustumenn í heilum landsfjórð- ungum sem stjómin hefði ekki fengið staf l'rá á öllu árinu. Útbreiðslusíarfift Skýrslan ber með sér að mikið hefur verið unnið að útbreiðslu- starfinu á árinu og má þar fyrst nefna íþróttadaginn, og hefur verið sagt írá úrslitum hans hér áður. Þátttökufjöldinn stórjókst eða úr 658 1955 í 1540 1956, og þó vantaði alveg þátttakendur frá nokkrum héraðasamböndum sem hafa verið með áður, t. d. Akureyri og Hafnarfirði. Svo virðist sem forystumenn og al- menningur séu nú farnir að skilja gildi þessa útbreiðsludags. eins og það er orðað í skýrsl- unni. Brynjólfur gat þess að stjórn FRI legði fram á þingi þessu til- lögu sem miðaði að því að koma á keppni milli félaganna í svip- uðu formi og t. d. Norðmenn hafa, þar sem stig eru reiknuð eftir afrekum félaganna yfir sumarið og úrslitum lýst a. m. k. þrisvar á súmri. 21 met sett á árinu Á árinu var sett 21 met og vitað er um tvö afrek sem eru betri en gildandi met, en ekki hafa borizt skýrslur um þau. 100 m hlanp: Hilmar Þorbjörns- son A, 10,5 sek. Frechen, Þýzkalandi, 29. júlí 1956. 200 m hlaup: Hilmar Þorbjöms- son Á, 21,3 sek. Rotterdam, Hollándí, 24. júlí 1956. 1000 m hlawp: Svavar Markússon KR, 2:26,8 mín, Reykjavík 2. júlí 1956. Svavar Markússon KR, 2:26,4 mín. Dresden 29. sept. 1956. 1500 m hlaup: Svavar Markússon KR, 3:53,2 mín. Rotferdam 24. júlí 1956. Svavar Markússon KR, 3:51,2 mín. Kaupmanna- höfn 27. sept. 1956. 1 míla (160-9 m): Svavar Markús- son KR, 4:15,8 mín. Reykjavík 13. júlí 1956. 2000 m hlanp: Svavar Markússon KR, 5:29,2 mín. Reykjavík 9. júlí 1956. 3000 m hlaup: Sigurður Guðna- son ÍR, 8:45,2 mín. Reykjavík 27. júní 1956. 3000 m hindr.hl.: Stefán Árnason Ums. E. 9:38,0 min. Kaup- mannahöfn 20. júlí 1956. 4x200 m bofthlaup: Ármann 1:30,2 mín. Reykjavík 17'. ágúst 1956. 4x400 m bofthlaup: Ármann 3:19,0 mín. Reykjavík 14. ágúst 1956. 4x.400 m bofthlaup: Landslið 3:17,2 mín. Kaupmannahöfn 20. júlí 1956. 4x800 m bofthlaup: KR 8:04,8 mín. Reykjavík 8. sept. 1956. 4x1500 m boðhlaup: KR 16:55,6 mín. Reykjavík 5. sept. 1956. Hilmar Þorbjövnsson Þrístökk: Vilhjálmur Einarsson ÍR, 15,32 m. Búkarest 15. sept. 1956. Vilhjálmur Einarsson ÍR, 15,83 m. Karlstad 6. okt. 1956. Innanhússmet: Stangai-stökk: Valbjörn Þorláks- son ÍR, 3,55 m. Reykjavík 4. jan’ 1956. Valbjörn Þorláks- son ÍR, 3,70 m. Reykjavík 25. febrúar 1956. Valbjöm Þor- láksson ÍR, 3,75 m. Reykjavík 22. marz 1956. Valbjörn Þor- láksson ÍR, 3,80 m. Reykjavík 7. apríl 1956. Norrænar fréttir. Formaðurinn gat þess að hann hefði verið á þingi með öðrum norrænum forystumönnum frjáls- íþrótta, en það var haldið í Osló i lok október s.l. Sagði hann að staðfest hefði verið Norðurlandamet Vilhjálms Einarssönat- í þrístökki ,15,83 og metjöfnún Hilmars Þorbjörns- sonar á 200 m. Síðan hefur Sví- inn Jan Carlsson bætt metið um 1/10, í 21,2 sek. Gamla metið áttu 5 menn. Þá hefur Finninn Thorbjörn Lassenius bætt tugþrautarmet Arnar Clausen i 6.991 (6886). Ákveðið var að staðfesta ungl- ----Fimmtudagnr 15. nóvembe ingamet Norðurlanda. Þá var ákveðið að breyta tveim greinum í samnorrænu unglinga- keppninni, taka stangarstökk og spjótkast, en fella niður hástökk og kringlukast. Tugþrautarmeistaramót Norð- urlanda verður væntanlega háð 14. og 15. sept. n.k. Ráðgert er að norrænt meist- aramót í frjálsum íþróttum verði í Helsingfors 1959. Brynjólfur kvaðst hafa rætt það við fulltrúana á þinginu í sambandi við samvinnu um al- þjóðamót, að það yrði þegar næsta ár tekið til dthugunar, að þegar fenginn væri flokkur í- þróttamanna frá Bandaríkjun- um til keppni á Norðurlöndum, kæmi hann við á fslandi á vest- ur- eða austurleið. Var þessu vel tekið og hét fulltrúi Oslófélág- anna sem hafa með þessi mál að gera, að ræða þetta mál við fulltrúa hinna landanna, er þeir hittast í byrjun janúar. Verftur keppni milli Vestur-Noregs og íslands efta Ðana n. á.? Það leikur vart á því vafi, segir í skýrslunni, að lands- keppnirnar 1955 og ’56 hafa átt drjúgan þátt í að þoka frjáls- íþróttum á íslandi upp úr öldu- dalnum, sem þær voru í næstu þrjú ár á undan, 1952 til ’54. Rætt hefur verið við Dani um að koma til íslands n. á. en þeir geta ekkert, hvað fegnir sem þeir vildu, sakir féleysis. Þó varð að ráði að fastsetja daga, fyrst um sinn 10.—12. júlí fyrir 1-ands- keppni í Reykjavík. Engu hefur þó verið slegið föstu um það ennþá. Brynjólfur gat þess að undir- tektir Norðmanna hefðu verið já- kvæðastar og stakk formaður NFF upp á því að hann beitti sér fyrir því að koma á keppni milli Vestur-Noregs og íslands eða þá bæjakeppni milli Reykja- víkur annarsvegar og Björgvinj- ar, Haugasunds, Stafangurs hins- vegar. Var talað um keppni í Björgvin. 1957 og í Reykjavík 1958. Hafði hann trú á að íjárhags- þátttaka af Norðmanna hálfu þar mundi verða sæmileg og að þar mundi vera rnikill álmgi. Engu var þó hægt að síá föstu .um þetta að svo stöddu. Starfift inn á vift. Skýrsla stjórnar FRÍ endar á þessa leið: „Tekizt hefúr að byggja upp sterkt landslið og vinna íslenzk- um frjálsíþróttamönnum aftur á- lit erlendis. Starfið innávið hefur, því mið- ur, ekki tekizt jafn vel og er þar ýmsu um að kenna. Ef nægi- legt fé væri fyrir hendi, væri vitaskuld hægt að komast lengra í útbreiðslustarfinu, með því að hafa fastan umferðakenn- ara og erindreka og með því að halda þjálfunarnámskeið á heppi- legum stöðum víða um land og greiða ferða- og' dvalarkostnað þátttakenda að einhverju eða öllu leyti. En jafnvel þótt allt þetta væri kleift, verður þó grundvöllurinn undir öllu starf- iriu að vera hið ahnenna félags- lega framtak. Vinnan í félögum og héraðsstjórnum verður það sem ræður úrslitum um það, hvort nokkur teljandi árangur næst eða ekki. Þessum sannindum vill stjórn FRÍ beina til aðila sinna, ekki sér til afsökunar, heldur þeim 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (f Svavar Markússon til hvatningar. Vinnið hver og einn að út- breiðslu og eflingu íþróttagrein- ar okkar. Hér er þörf fyri? hvern mann, sem vinna vill í- þróttahreyfingunni, annað hvort sem virkur þátttakandi i keppni, sem starfsmaður eða sem stuðn- ingsmaður á annan hátt.“ Um þessa löngu skýrslu og reikninga sambandsins kvað sér enginn hljóðs og mun það eins- dæmi, þegar tekið er tillit tii þess hve starfið hefur Verið margþætt og við hverja fjárhags- örðugleika var að etja. Geir Gígja heiðraður á fundinum. Stjórn sambandsins bauð Geir Gígja á fundinn seinni daginn og afhenti formaður FRÍ honum eirmerki sambandsins. Arsþingið 1954 hafði samþykkt reglur ura að heiðra menn sem á einhvera hátt hafa komið við sögu frjáisí- þrótta á íslandi. Geir var á sín- um tíma snjail hlaupari og varð í nokkur skipti meistari og m'et- hafi. Páll Þorláksson úr Reykja- vík átti að' koma í sömu erindum á fund þenna en gat það ekki. Áður hafði stjómin heiðrað eftirtalda menn á árinu: Helga Eiríksson Reykjavík, Stefáa Bjarnason Reykjavík, Þorgeir Jónsson, Gufunesi, Jón F. Hjart- ar, Flateyri og Friðrik Jesson Vestmannaeyjum. Ætlunin var að afhenda Guð- mundi Hermannssyni afreksbik- arinn fyrir bezta afrek 17. júní. Úr því gat ekki orðið og var sú skýring gefin á því að það væri vegna hins ótrygga ástands í alþjóðamálum, en Guðmundur er sem kunnugt er lögregluþjónn og á sunnudag'inn hafði allt lög- reglulið Reykjavíkur verið kaLað út, og engirin gat fengið frí. Lokaorð f lok fundarins þakkaði B=n~ G. Wáge allt það mikla starf sem FRÍ hefði innt af höndi m,, og kvaðst vilja láta i Ijós á- nægju sína yfir þessu skemmti- lega, þingi. Þá þakkaði Axel Jónsson, for- seti þingsins, FRÍ fyrir góða. skýrslu, góðan undirbúning l þinginu. Hann kvað allar umræð- ur hafa verið mjög jákvæðar og fluttar af rökvísi, drenglyndi o'g velvilja til frjálsra íþrótía, Hann þakkaði fréttamönnum!. fyrir þeirra þátt í vexti og við- gangi íþrótta í landinu. Það sem þó skiptir mestu?. máli í öllu þessu er e. t. v, hið innra starf. Ef það er ekkfi í lagi eða vanrækt, er þýðingar- mikill hlekkur, brostinn, sagðE þingforsetinn að lokum. Auglýsið í Þfóðviljanwm f-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.