Þjóðviljinn - 15.11.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.11.1956, Blaðsíða 6
 JB) _ ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 15. nóvember 1956 EUÓÐVnJlNN! Útgefandi: Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn \ „Að gefa óþokka á kjaftinn” "f öllum þeim fyrirgangi sem * íhaldið hefur reynt að vekja í sambandi við erlenda 1 atburði síðustu vikna hefur það að sjálfsögðu vakið feikna athygii hve samúð þess hefur takmarkazt við Ungverja eina. I ræðum íhaldsforkólfanna og ályktunum sem þeir hafa stað- ið að hefur það ekki komið fyrir að ástæða þætti til að fordæma þá svívirðilegu of- beldisárás sem Egyptaland, vopnlítið og varnarvana, hef- | ur orðið fyrir af hálfu Bret- lands og Fraklðands. Þvert á móti hefur íhaldið oftsinnis . látið orð liggja að því að Eg- ' yptum hafi verið innrásin og loftárásirnar mátulegar, þeir hafi til þeirrar framkomu unn- ið með því að vilja sjálfir ráða hinum mikilvæga Súez- skurði i stað þess að hlíta þar fyrirmælum og yfirráðum hinna vestrænu stórvelda. leggja á nokkurn hátt að jöfnu atburðina í Ungverja- landi og Egyptalandi. Gunn- ari Thoroddsen er vel Ijóst að íhaldið stendur höllum fæti ; og að yfirdrepsskapur þess er svo Ijós heilskyggnum al- menningi sem verða má. Og ráðið gegn því er fundið. í- hlutun Sovétríkjanna í Ung- verjalandi er glæpur en árás- in á Egyptaland sjálfsagður hlutur sem sízt ber að fárast yfir! Um þetta segir hinn sléttmáli borgarstjóri orðrétt í ræðunni sem flutt var á undan gamanvísnasöng og dansi á Hellu laugardaginn 10. nóv. 1956: „Það er hættulegt og f jarri sanni að rugla þessu tvennu saman og leggja það að jöfnu. 1 rauninni er það svipað eins og það væri lagt að jöfnu að myrða saklaust fólk unnvörpum og gefa óþokka á kjaftinn." ¥»ESSI afstaða íhaldsins hef- * ur flett hræsnisgrímunni frá andlitum íhaldsforsprakk- anna. Hún hefur sannað að þeir hafa ekki minnstu sam- úð með þeim þjóðum sem verða fyrir ofbeldi og yfir- gangi, ekki heldur Ungverjum. Harmleikurinn sem þar hefur gerzt hefur aðeins orðið valdasjúkum auðstéttarbrösk- urum tilefni til að reyna að efna til æsinga hér innan- lands í því augnamiði að tor- velda starf núverandi ríkis- stjórnar og auðvelda yfirlýst- iim landssölumönnum og ó- svífnum gróðabröskurum leið- ina til áhrifa og valda. Al- vöruleysi og yfirdrepsskapur íhaldsins birtist einna skýrast og ótvíræðast í skrílslátunum og götuuupþotinu fyrir fram- an sendiráð Sovétríkjanna 7. nóvember þegar trylltum hvít- liða'skríl og bandóðum Heim- dellingum var stefnt þar sam- an til ofbeldisverka undir for- ustu Péturs Benediktssonar bankastjóra og fyrrverandi ambassadors. Þessi atburður ■ opnaði augu margra fyrir því rauuverulega hugarfari sem býr að baki grátklökkum sam- úðoryfirlýsingum íhaldsfor- sprakkanna og áhangfenda ‘ þeirra. ÞÁ vakti það ekki síður at- hygli á vinnubrögðum í- haldsins þegar efnt var til í- haldssamkomu austur á Hellu á Rangárvöllum og tilkynnt að Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri ætlaði að ræða þar um ,,frelsisbaráttu austan járntjalds" en síðan væru gamanvísur og dans. >Siðgæð- isalvara íhaldsforingjanna stóð hér í einkar skýru ljósi og óumdeilanlegu. Samúðin laug ekki til sín! Og nú hef- ur ræða Gunnars Thoroddsen birzt í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni „Stöndum tiú- an vörð um þjóðfrelsi, mann- rcttindi og mannhelgi“. En hver er boðskapurinn ? Sá helztur að vara við því að ¥1Í!R skal ekki gert að um- ^ * talsefni það viðhorf Gunn- ars Thoroddsen til frelsis- og sjálfstæðisbaráttu egypzku þjóðarinnar sem fram kemur í þessum ummælum hans. Eg- yptar eru „óþokkinn“, var- mennið sem á ekkert annað betra skilið en fá ,,á kjaftinn" eins og þetta „prúðmenni" í- haldsins orðar það svo smekk- lega í ræðunni sem haldin var á undan dansinum og gaman- vísunum. En það sem mesta athygli vekur er matið á inn- rás og ofbeldisverkum auð- valdsstórveldanna tveggja sem létu eldi og brennisteini rigna yfir borgir og mann- virki Egyptalands og ollu með þvi óumræðilegum hörmung- um. Gunnari Thoroddsen finnst tilhlýðilegt að líkja þessari vopnuðu ofbeldisárás tveggja stórvelda á varnarlít- ið smáríki við atferli götu- stráka eða óróaseggja sem sinnast svo að reikningarnir þykja bezt jafnaðir með því að „gefa á hann“. Ungir Sjálfstæðismenn í kjördæmi Ingólfs á Hellu og gestir þeirra úr skrilsfélaginu Heim- dalli gátu svo sem verið á- hyggjulausir og þurftu síður en svo að skammast sín fyrir afstöðuna til árásarinnar á Egypta. SÆNSKUR blaðamaður, Per Olaf Anderson hefur í viðtali við fréttastofuna United Press lýsti hvernig umhorfs var í Port Said eft- ir níðingsverkin sem Bretar og Frakkar unnu á íbúum borgarínnar: Hann sagði orð- rétt: „Eg taldi yfir 2000 lík óbreyttra egypzkra borgara á götunum í Port Said á göngu um borgina skömmu eftir að vopnaviðskiptum var hætt. Líkin lágu í lirönnum á götun- um þar sem fólkið hafði verið brytjað niður með vélbyssu- skothríð innrásarhersins eða orðið fyrir sprengjum flugvél- anna sem undirbjuggu innrás- í síðasta mánuði var haldin ítölsk kvikmyndavika í Moskva og sótti hana margt ítalskt kvikmyndafólk. Flugvél ítalanna kom viö í Kawpmannahöfn á leiðinni og par voru pessar myndir teknar. Af eðlilegum ástæðum beindu Ijósmyndararnir vélum sín- um einkum að kvikmyndaleikkonunum. Héx sjást frá vinstri: Silvana Pampanini, Maria Martiali (ásamt kvikmyndatökustjóranum Ettore Giannini) og Maria Canale. JÓHANN J. E. KÚIJ); Saltfisksalan til Brasilíu Á undangengnum árum hef- ur Brasilíumarkaðurinn á- samt markaðnum á Kúba tek- við öllum þeim saltfiski sem vér íslendingar höfum getað selt til annarra markaðs- landa. Eins og flestir vita, þá hefur íslenzkur saltfiskur að mestum hluta verið seldur ó- verkaður úr landi nú um margra ára skeið, aðallega til Italíu, Portúgals, Grikklands o.fl. landa. Flestar þessar söl- ur hafa verið bundnar við á- kveðin gæðahlutföll. III. gæða- flokkur hefur ekki selzt þannig nema að litlu leyti og því verið verkaður og þurrk- aður ásamt IV. gæðaflokki fyrir Brasilíu og Kúbamarkað. ina. Grátandi börn á ýmsuiV ’ aldri reikuðu um göturnar og leituðu foreldra sinna. Heita má að heil hverfi séu í rúst- um svo að þar standi ekki steinn yfir steini. Ibúðarhverfi araba I borginni er að heita má rústir einar og óttast er að fjöldi líka sé grafinn þar undir braki hruninna húsa.“ JÁ, þeir „gáfu óþokkanum á kjaftinn" brezku og frönsku lýðræðissinnarnir og friðarvinirnir samkvæmt frá- sögn borgarstjórans austur á Hellu, og það var tæpast um- talsvert þegar ungir Sjálf- stæðismenn voru saman komn- ir til að votta Ungverjum samúð með gamanvísum og dansi. Hefur íhaldið nokkru sinni sýnt þjóðinni eins greini- lega inn í það hyldýpi hræsni, haturs og valdagræðgi sem á, bak við býr þegar það notar hörmulega erlenda atburði sem vopn í hamslausri valda- baráttu hér heima undir yfir- skyni vandlætingar og samúð- ar sem ekki ristir dýpra en svo að fjöldamorð Breta og Frakka í Egyptalandi eru talin sjálfsögð og hið mesta fagnaðarefni. Til Spánar hefur verið selt nokkurt magn af linþurrum saltfiski á undanförnum ár- um. Hér er eingöngu um góð- an fisk að ræða í I. og II. gæðaflokki, og þó takmarka Spánverjar mjög kaupin á II. fl. fiskinum og miða þau við ákveðin hlutföll af heildar- magninu. Að enduðu mati fyr- ir Spánarmarkað verður því talsvert magn eftirliggjandi af II. fl. fiski, sem þá er þurrkað áfram fyrir Brasil- íumarkað. Þetta er eini góði fiskurinn sem fer; héðan á Brasilíumarkað, miðað við þorsk. Reynslan er því sú, að aðrar þjóðir, og þá aðal- lega Norðmenn, hafa setið að Brasilíumarkaðnum þar sem hann hefur verið beztur, það er að segja þeir hafa selt þangað hlutfallslega meira af fiski í verðhærri gæðaflokk- um heldur en vér íslendingar Sökum hins mikla hita og óvenjumikla loftraka víða í Brasilíu, verður að þurrka allan saltfisk mjög mikið sem þangað fer, því annars verður hann ónýtur á skömmum tíma. Á máli fiskimatsins er talað um grjótharðan fisk, þegar þurrkað er fyrir Bras- ilíumarkað. Að þurrka og meta saltfisk, fyrir þennan markað, er því mikill vandi og krefst margra ára, lærdóms og þjálfunar í starfi, ef vel á að fara. En það verður að segjast íslenzkum fiskimats- mönnum til verðugs hróss, að viðvíkjandi þessu vandasama þurrkstigi hafa hér orðið minni mistök en hjá öðrum þjóðum er hafa selt saltfisk til Brasilíu. Fyrir fáum árum urðu stórskemmdir á saltfiski í Brasiliu sökum þess að hann var fluttur þangað á of linu þurrkstigi, en sá fiskur var ekki héðan. Þá fékk íslenzki fiskurinn hrós fyrir rétt og heppilegt þurrkstig. Enda hygg ég, að það sé mála sann- ast, að vér hefðum ekki náð þeirri fótfestu á Brasiliumark- aðnum, sem vér höfum náð, ef minna hefði verið vandað til þurrksins á fiskinum, því eins og áður er sagt, þá flytj- um vér þangað meira en aðr- ir af fiski í lægri gæðaflokk- ■“Cn- . um. Því verður ekki neitað að ýmsir fiskframleiðendur hér á landi skilja ekki til fullnustu nauðsyn þess að þurrka fisk- inn svona mikið; þeir líta að- eins á málið frá einni hlið, þeirri að grjótharður saltfisk- ur er léttari en sá sem er á lægra þurrkstigi. En málið er mjög einfalt: Á meðan Bras- ilíumenn hafa ekki kæli- geymslur til þess að geyma fiskinn í, og tilsvarandi dreif- ingarkerfi, þá verður fram- leiðandinn, hvort sem hann er á íslandi, Noregi, eða annars staðar, að senda fiskinn tíl Brasilíu á því þurrkstigi að hann þoli hita og rakastig loftslagsins þar, annars getur ekki orðið um trygg viðskipti að ræða til frambúðar. Þetta skilja líka þeir sem með söl- una hafa að gera, og allur fjöldinn af framleiðendum. En það er önnur hlið á málinu sem ég vil gera hér að um- talsefni, ef það mætti verða til þess að upplýsa framleið- endur Brasilíu-saltfisks um atriði sem nauðsynlegt er að þeir viti. Það er gert ráð fyrir því, að óhætt sé að vatns- innihald í saltfiski fyrir Bras- ilíumarkað megi vera allt að 30%. Hér er miðað við fisk, sem saltaður hefur verið al- gjörlega ferskur og haft skil- yrði til að fullmettast af salti. Sé hinsvegar um fisk að ræða sem legið hefur ísvar- inn fyrir söltun, eða orðið fyrir of miklum þrýstingi fyrst eftir söltun, þó að hann hafi verið saltaður ferskur, svo og beinlínis vansaltaður fiskur, allur þessi fiskur er óhæfur til þess að flytjast á Brasilíu- markað innihaldi hann 30% af vatni. Slíkur fiskur er ó- hjákvæmilega dæmdur til þess að vera með mjög lágt vatns- innihald þegar hann nær þvi herzlustigi í þurrkuninni að ^ramhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.