Þjóðviljinn - 15.11.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.11.1956, Blaðsíða 11
Fimmtudagúr 15. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (SS 30. dagur Hún tók púðurdós og spegil upp úr veski sínu og' fór að' snyrta sig til. Litla, fíngerða nefið' hennar hafði leiðinlega tilhneigingu til að glansa eins og nýburstaðir skór, og þaö þurfti þess vegna oft athugunar við. Hún var rétt að ljúka við snyrtinguna, þegar Howard ávarp- aði hana: „Lydia .... ef þú ert búin að púðra þig væri ekki úr vegi að við ræddum málin skynsamlega“. „Við höfum ekki um neitt að tala“. Hún skellti aftur púðurdósinni og stakk henni reiðilega í véskið sitt. Svo sneri hún sér að glugganum. „Jú, þaö er margt sem við þurfum að ræða um .... það er. að segja, ef þú kærir þig um að líta skynsamlega á málið“. „Skynsamlega? Þetta finnst mér nú koma úr hörö- ustu átt“. „Ég hef kannski verið of hvassyrtur við þig. En ég hef þá gamaldags skoðun, aö konan kunni aö verða hamingjusamari, ef hún fylgir manni sínu-m í hverju því sem hann tekst á hendur“. „Jafnvel þegar hann gerir sig aö fífli?“ „Já .... jafnvel þá. En það hefur ekki ennþá komið fyrir okkur“. „Sá, sem vill selja auglýsingaskrifstofu í New York fyrir hálfónýta námu í óbyggöum Kanada, er á góðum vegi með að verða sér til skammar. Og ég er handviss um, aö þannig hugsa allir okkar vinir“. „Mér er nákvæmlega sama, hvað þessir svokölluðu vinir okkar hugsa. Ég er reyndar efins um, hvort þeir hugsa nokkurn tíma“. „Þeir komast áreiðanlega að sömu niðurstöðu um þig, Howard“. „Þeir mega þaö .... Lydia, ég held aö þú hafir ekki kunnaö vel við þig í þess konar andrúmslofti. Þaö er spilltasti félagsskapur sem sézt hefur frá því á dögum Rómverja. Þú sérö sömu andlitin dag eftir dag og kvöld eftir kvöld .... nema hvaö þaö eru meiri drykkju- skaparandlit á kvöldin. Þeir gera ekki annað en segja kjaftasögur og dansa mjaömadans. Flestir þeirra eru meira að segja hræddir viö aö eignast börn. Þeir eta morgunverð, þegar komiö er fram undir hádegi, eyða tveim tímum í hádegisverð á einhverjum stað, sem þeir detta niöur á af einskærri tilviljun, fá sér risastóra kokkteila, kryddaða reykjarsvælu úr dísilvögnum, tala um kynferðismál og annað álíka heimskulegt. Ég vil losna við það“. „Þú ert laus við það og ég vona, aö þú sért ánægður“. „Alls ekki. Þaö er ótal margt, sem ég þarf aö gera. Ég samþykkti að taka aö mér þetta auglýsingafyrirtæki þitt, bara af því aö þetta var rétt eftir stríðiö og ég var ekki alveg búinn að ná mér. En þetta er ekkert starf fyrir mig, Lydia, og verður það aldrei. Ég vil vakna á morgnana meö þá tilfinningu, að þaö sem ég fram- kvæmi þann daginn verði til fyrir mína eigin vinnu, en ekki vegna þess aö konan mín erfði eitthvert fyrir- tæki-------“ „Sú staöreynd, að konan þín--átti þetta fyrirtæki, virtist ekki valda þér neinum heilabrotum, þegar jyú ákvaöst aö selja þaö .... án þess að spyrja mig ráða“. „ÞaÖ var enginn tími til þess. Ég er búinn að út- skýra þaö fyrir þér. Ég skal endurgreiða þér peningana strax og náman —-----“ „Já, en------“ „Eftir þrjú ár verö ég búinn aö borga þér hvern eyri“. „Hm. „Lydia, ég spyr þig í síöasta sinn .... ætlaröu að koma meö mér?“ „Ég er fegin, að þú ætlar ekki aö spyrja mig þessarar heimskulegu spurningar oftar, svo að ég þarf ekki aö neita þér nema einu sinni enn. Ég ætla aö fá skilnaö eins fljótt og ég get“. „Þér getur ekki verið alvara". „Mér hefur aldrei verið meiri alvara. Nú liggur þetta allt ljóst fyrir mér. Ég hef fengiö drengsnáða til að ■vsama karlmannsverk11. „Það hefur nú aldrei verið talið karlmannsverk að stjóma auglýsingafyrirtæki í New York“, „Það hélt faöir minn“. „Faðir þinn var brautryðjandi. Þaö var engin aug- lýsingastarfsemi til, þegar hann byrjaöi“. Hún sneri sér aö honum og leit beint framan í hann í fyrsta skipti frá því aö þau komu um borö í flugvél- ina. Lítill munnur henriar varö eins og mjótt strik, og hún kreppti hnefana svo að hnúarnir hvítnuöu. „Jæja þá, frumskógamaöur. Faröu til heimkynna þinna. Talaðu við dúfurnar, eða hvaö þeir nú heita þessir fuglar, sem þar eru. Vertu bara heimskur strák- ur meö skít undr nöglunum og sigggrónar hendur. Uppboö verður haldiö í G.T.-húsinu í Hafnarfiröi föstudaginn 16. þ.m. og hefst kl. 4 e.h. Boöinn veröur upp ýmiskonar upptækur varningur. — Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógelinn í Mafitarfirði Sai nkvæi msk jólaef m Bezta úrvaiið í bænum MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 Skortur á olíu Framhald af 5. síðu. skortur verði á olíu, liún mun einnig hækka í verði. Sænska verðlagseftirlitið gerir ráð fyr- ir að verð á olíu sem flutt er suður fyrir Afríku verði 11'ó hærra en þegar hægt var að flytja hana um Súezskurð. Auk þessarar hækkunar, seni stafar af því að siglingaleiðin iengist, er búizt við að farm- gjöld hækki vegna þess að skortur er á olíuskipum, Farmgjaldahækkunin mun einnig ná til annarra flutninga- skipa, því að nú verður að fþdja hráefni frá löndum aust- an Súezskurðar suður fyrir Afríku. Gúmmí og tin Helztu hráefnin sem svo er ástatt um eru hrágúmmí og tin. Óttast er að skortur kunni að verða á báðum vörutegund- unum i V-Evrópu vegna þess hversu flutningaleiðin lengist meðan Súezskurður er lokaður. Svipuðu máli gegnir að dómi sænska verðlagseftirlitsins um ýmsar olíur sem notaðar eru í málningu og lökk og margs- koríar kryddvörur. Búizt er við að hækkuð farmgjöld og vöruskortur muni hafa í för með sér verulega hækkun á verði ýrnissa vöru- tegunda á næstunni. NORS Blaðaturmiin. Laugavegi 30 B. Þegar börn hafa hægðatregðu Hægðatregða er mjög al- gengur kvilli bæði hjá börnum og fullorðnum, og mikið hef- ur verið reynt til að finna or- sakirnar til hans. Einkum hefur verið reynt að fá úr því skorið, hvort það geti valdið langvinnri hægða- tregðu síðar á ævinni, að barni sé gefið mikið af hægðalyfjum. Enn hefur ekki fengizt úr þessu skorið- til fulls, en rann- sóknir, sem hafa verið gerðar i Englandi, hafa leitt í ljós furðulega hluti. Af allstórum hóp skólabarna voru ekki færri en 80% sem fengu hægðalyf 'einn sinni i viku, og það þó að allt. væri í lagi. Marg-ar mæður gáfu börnum sínum fikjusafa eða önnur væg hægðalyf til þess að tryggja það að ekki kæmist ólag á og af því að þær héldu að þörf væri á rækilegri tæm- ingu vikulega. Mörg börn fengu laxerolíu eða parafínolíu, en parafínolian er álitin skaðleg- ust sé hún notuð að staðaldri. Hún hefur þann ókost, að gleypa í sig vítamínin, svo að mikil hætta er á víta.mínskorti sé hún tekin inn til lengdar, en þó er armað sem er miklu verra, en það er hættan á magakrabba af völdum hennar. Samkvæmt rannsóknum, sem voru gerðar árið 1954 hafa furðu margir menn sem vanir voru að taka parafínolíu, feng- ið krabbamein í maga. Þessar rannsóknir, sem nefndar voru, hafa leitt í Ijós, að mörg börn fá hægðalyf að óþörfu, og að mikil þörf sé á að veita almenningi hollari fræðslu um þetta, ef vera mætti að þessi ósiður legðist niður. Er þörf á að hafa hægðir á hverjum degi? Það hefur líka komið í ljós, að margir halda, að nauðsyn- legt sé að hafa hægðir á hverj- um degi. í skýrslunni stendur, að búast megi við að 5% af börnunum hafi ekki hægðir nema annan eða þriðja hvem dag, og að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af því, ef barnið þrífst vel og kvartar ekki undan óþœgindum af þessu. Börn, sem þjást af treg- um hægðum, læknast ekki með hægðarlyfjum. Það er miklu betra að breyta um mataræði. Niðurstaða rannsóknanna er-sú, að ekki skuli gefa börnum hægðalyf nema brýn þörf sé á, og að sjálfsagt sé að tala við lækni, ef hægðatregðan verður langvinn, og- leitast við að fylgja. rá.ðum hans, ef hann ræður til skynsamlegra breyt- inga á mataræði. PJO®lfBlrfl'NN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alÞfBu — 8óslallstaf]okkurlnn. - Rltstjórar: Magnús Kiartanssoa (4b.), SlgurSur OuSmundsson. - Préttarltstlórl: Jón Bjarnason. - BlaSamenn: Ásmunrtur Slsrur- . . .... ,, . . Wnsson. B.iaml Benedlktsson, OuSmundur Vigfússon, fvar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson - SuKlýslngastiórl: Jónstelnn Haraldsson. — Rltstjórn. afgrelðsla. auglýslngar. prentsmlðja: SkólavorSustlg 19. — Siml 7500 <a -- Áskrlftarverö kr. 25 4 múnuBi i Reýkjavik og nágrennl; kr. 22 annarsstaSar. - Lausasöluverö kr. 1. - Prentsm'Bja ojóQvU|anf n.t.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.