Þjóðviljinn - 15.11.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.11.1956, Blaðsíða 7
Vinur minn Pétur Hoffmann Salómonsson hefur sagt mér að hann megi aldrei sjá logn, þá fari sig strax að langa á sjó. En hvað ég skil hann vel. Við Pétur erum líka sammála um að fátt sé eins fallegt og að sjá fiska vaka í logni. Eg ímynda mér að það hafi svipuð áhrif á okkur eins og það hefur á músikk- alskt fólk að heyra tónverk eftir Dehussy leikið á píanó. Nú hef ég lesið í Tímanum að yfirvöld Reykjavíkur séu far- in að aka möl og grjóti út í Selsvör og verði bráðum bú- in að fylla hana upp. Þá fær Pétur aldrei framar að sjá smáfiskinn vaka þar i vör- inni þegar hann kemur út úr litla húsinu sínu á morgnana. Þar er nú lokið þeim debussy- hljómleikum sem verið hafa gleði Péturs í mörg ár, og gleði annarra reykvískra sjó- manna á undan honum í margar aldir. En músikk lífs- ins heldur áfram þó að eitt hljóðfæri þagni. Mér varð hugsað til Péturs í morgun þegar ég sat við gluggann minn og horfði á ufsaseiðin vaka í logninu rétt fyrir framan fjöruna. Eg á heima mjög nærri sjónum. í sumar kom stundum síldarhnýfill og blés fyrir utan gluggann minn. Eg óskaði þess að Pét- ur væri kominn hingað aust- ur til að njóta þess með mér að horfa á ufsaseiðin vaka í logninu. Því að þessi gleði er eins og músikkalskt fólk seg- ir um gleðina af klassískri tónlist: hún verður miklu meiri ef einhver er hjá manni sem líka kann að meta það verk sem verið er að flytja. Þessvegna gekk ég út. Þegar ég kom út sá ég hann Gretar nágranna minn. Gretar er fimm ára gamall og nýtur mikillar virðingar með- al jafnaldra sinna hér inni í bænum, því að hann hefur átt heima á Skagaströnd. Hann er að jafnaði brosleitur og það er mjög hressandi að horfa í augun á honum, en stundum verður hann alvar- legur og fær í augun það sem skáldlegir höfundar mundu kalla „fjarræna dul“, og þá safnast krakkarnir í kringum hann. Þá er hann að segja þeim frá Skagaströnd. Eg er nákunnugur einni af leik- systrum Gretars, og eitt ‘kvöldið er við vorum í landa- fræðileik og ég hafði sagt henni frá ýmsum merkum stöðum úti í heimi og spurt hvort hún vildi heldur fara til Ameríku, Frakklands, Rússlands, Ástralíu, Afríku eða Kína, þá sagðist hún vilja fara til Skagastrandar. í hugum krakkanna hér inni í bænum er Skagaströnd nefni- lega orðin það sama og París er í hagum betra fólks fyrir sunnan. Svo þið getið ímynd- að ykkur hvort Gretar hefur ekki sæmilega góðan hæfileika til að segja frá. Nú var hann á leið út á bryggjuna hans Jakobs Jakobssonar. Sú bryggja er frá þeim tímum Fimmtudagur 15. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN þegar bryggjur voru afskap- lega margar hér á Norðfirði og stóðu út í sjóinn með stuttu millibili eftir endi- langri ströndinni utan frá Eyri og inn undir Nausta- hvarnm, en það er um tveggja kílómetra leið. Þetta var vegna þess að þá sá hver út- gerðarmaður sjálfur um verk- un á afla sínum og hver bát- ur hafði sina sérstöku að- stcðu, sína sérstöku bryggju með beituskúr og saltfisk- geymslu. En tímarnir breytt- ust og það voru smíðaðar nokkrar stórar bryggjur, og bátamir fóm að nota þær sameiginlega, og verkun afl- ans varð líka sameiginleg, en gömlu bryggjunum var ekki haldið við, og þær fúnuðu og trjámaðkurinn smaug inn í staurana, og síðan komu hörð veður sem bmtu gömlu bryggjurnar niður smátt og smátt eða tóku þær stundum með sér í heilu lagi út á fjörð. Bryggjan hans Jakobs er hin eina af þessum gömlu bryggj- um sem enn stendur nokkum- komu þau hægt undir yfir- borðið aftur. Einu sinni komu þau upp þrjú í röð á sama stað og skutust svo hvert á eftir öðm niður í botn og lögðust þar þétt saman milli tveggja steina eins og strákar sem fela sig til að geta í næði notið ánægjunnar af dálítið áhættusömu prakkarastriki sem þeir hafa ráðizt í sam- eiginlega. Þá leit Gretar bros- andi á mig til að sjá hvort ég hefði tekið eftir þessu, og ég hafði tekið eftir þessu, og við litum brosandi hvor á annan. í annað skipti virtist eitt seiðið hafa gleypt loft í ógáti um leið og það vakti, því að það snerist við og synti nokkra sentímetra öfugt í yfirborðinu áður en það skauzt niður, og þá klúkkaði hláturinn í. Gretari og hann leit enn á mig til að sjá hvort ég hefði líka tekið eftir þessu, og ég hafði líka tekið eftir þessu, og hláturinn klúkkaði í okkur báðum. Svona héldu ufsaseiðin á- „Já,“ sagði ég. „Sá er stór“, sagði Gretar. „Já,“ sagði ég. „Alveg svaka golli,“ sagði Gretar. „Já,“ sagði ég. „Alveg svaka golli.“ „Og sérðu kallinn?" sagði Gretar. „Nei maður, sérðu kallinn! Það er eins og hann sé að tala við massadónann." „Já,“ sagði ég. „Hann er að halda ræðu.“ Eg sá það á fyrirsögn í blaðinu að myndin af Bjarna var birt þarna í tilefni merkra ummæla sem hann hafði við- haft á Alþingi íslendinga. „Ættum við að reyna að veiða massadónann ?“ sagði Gretar. „Nei,“ sagði ég. „Við skul- um ekki tmfla hann.“ JÖNAS ÁRNASON: Veturnóttiifcgrruv veginn óbrotin. Gretar gekk hálfa leið út á bryggjuna og stanzaði þar og fór að horfa á ufsaseiðin vaka í logninu, en frammi á bryggjuhausn- um hafði Jakob reist upp há- an rammbúkka og var þar við vinnu sína ásamt öðmm manni. Eg gekk út á bryggj- una til Gretars og fór að horfa á ufsaseiðin vaka í logninu með honum. Það var ekki gott að skilja hversvegna ufsaseiðin voru alltaf að vaka. í yfirborðinu var ekki sýnilegt neitt æti sem þau gætu verið að sækj- ast eftir. Yfirborðið var al- veg hreint og sjórinn alveg tær niður í botn. Samt vora ufsaseiðin alltaf að vaka. Kannski gerðu þau það bara af því veðrið var svo gott. Kannski vegna þess að þau vissu við Gretar vorum að horfa á þau. Þau vora mjög lítil, varla meira en 3-4 þuml- ungar á lengd. Þau komu hægt undir yfirborðið og hreyfðu varla sporðinn og döml- uðu aðeins með eyruggunum. Svo þegar hausinn á þeim nam við yfirborðið, tóku þau snöggt viðbragð og slettu stundum sporðinum uppúr um leið og þau þutu aftur niður í botn. Þau- lágu kyrr við botninn fáein augnablik eins og þau væra að rifja upp fyrir sér hvað þetta hefði allt verið spennandi. Síðan fram að vaka, og í hvert sinn rofnaði sléttur flötur yfir- borðsins og mynduðust hring- ir úr litlum gárum, og hring- irnir stækkuðu og stækkuðu og rákust hver á annan og gengu hver inn í annan, eins og hringirnir í ólympíumerk- inu, og stækkuðu og stækk- uðu og gengu hver út úr öðr- um og hurfu, og það mynd- uðust nýir hringir í staðinn. Morgunsólin skein af heiðum himni, og gárurnar sem ufsa- seiðin gerðu í yfirborðið brutu geisla hennar og þeir hlupu titrandi yfir blágrátt grjótið í botninum. Þeir hlupu líka yfir eitt eintak af ísafold og Verði sem lá í botninum, og yfir stóran marhnút sem lá með hausinn á þessu eintaki af ísafold og Verði. Marhnút- urinn var dökkgrænn með gular skellur og virtist vera að skoða mynd af Bjarna Benediktssyni, fyrrverandi ut- anríkis-, dóms- og mennta- málaráðherra, sem blasti við á blaðinu beint fyrir framan hausinn á honum. Þetta var forsíðan á blaðinu og efri hluti hennar hafði lagzt upp með allstórum hnullungi, þannig að myndin af Bjarna sneri á móti marhnútnum og endurgalt augnatillit hans. En gárurnar í yfirborðinu brutu einnig þá ljósgeisla sem end- urköstuðust frá botninum, og þessvegna var Bjarni alltaf að breyta um svip, stundum var hann alvarlegur, stundum liýr og glaðlegur, stundum sorglegur, og bærði varirnar í sífellu. Þetta var mjög ein- kennilegt. Þetta var svo skrít- ið að ég hætti að horfa á ufsaseiðin, en fór í staðinn að horfa á Bjama og marhnút- inn. Gretar hafði líka tekið eftir þessu. „Sérðu massadónann þarna? sagði hann. Og ég fór aftur að horfa á ufsaseiðin vaka í logninu. En Gretar hélt áfram að horfa á marhnútinn, þar sem hann lá þarna með hausinn á Isa- fold og Verði, og á Bjarna Benediktsson, og virtist hafa misst áhugann á að horfa á ufsaseiðin vaka í logninu. „Eg hef aldrei séð svona stóran massadóna," sagði Gretar. „Hefurðu nokkurn- tíma séð svona stóran massa- dóna?“ „Eg held bara ekki,“ sagði ég. „Eg held ég hafi bara aldrei séð svona stóran massadóna." „Alveg svaka golli,“ sagði Gretar. Og síðan eftir nokkra þögn: „Jú, við verðum að reyna að veiða hann.“ „Til hvers ?“ „Hann er svo stór.“ „Já, en við getum ekkert gert við hann. Til hvers eig- um við þá að vera að veiða hann?“ „Hann er svo stór,“ sagði Gretar og sneri sér frá mér og gekk af stað upp bryggj- una. „Hvert ertu að fara?“ „Sækja færi.“ „Eg verð ekki með í að veiða massadónann," sagði ég- „Jæja þá,“ sagði Gretar án þess að líta við. „Þú ræður því.“ Hann gekk upp af bryggj- unni og síðan inn fjöruna og ég sá að hann beygði sig öðru hverju og tók upp linu- tauma sem hann fann innan um annað drasl í fjörunni og hnýtti taumana saman. Eg sá það á því hvað sjórinn náði langt upp í fjöruna að nú var háflóð. Þvínæst horfði ég aftur nokkra stund á ufsa- seiðin vaka í logninu, en fór svo að horfa á Jakob og fé- laga hans þar sem þeir voru við vinnu sína frammi á bryggjuhausnum. Jakob hafði útvegað sér gildan rekaviðar- staur og höggvið annan end- ann á honum í odd og ætlaði að • styrkja með honum fcryggjuna. Félagi hans var að hjálpa honum til að koma staurnum fyrir undir hamr- inum í rammbúkkanum. Þeir settu ydda endann í sjóinn, og Jakob hafði neglt þunnar járnplötur utan um neðri helming staursins til að verja hann fyrir trjámaðkinum. Plöturnar mundu fljótlega ryðga, og það yrði gott, þvi að trjámaðkurinn getur ekki þolað ryð úr jámi. Fram á bryggjuna lágu brautarteinar sem Jakob hafði keypt af Norðmönnum þegar þeir höfðu lagt niður hvalstassjón sína í Hellisfirði í heims- styrjöldinni fyrri. Á teinunum stóð lítill tralli með trépalli, og Jakob hafði súrrað trall- ann fastan við teinana og neglt á pallinn litla hand- vindu, og frá vindunni lá upp- halari úr stálvír upp í hjólið efst í rammbúkkanum og frá hjólinu niður í hamarinn. Kerran með vindunni var um fimm metram ofan á bryggj- unni en rammbúkkinn, rétt þar hjá sem ég stóð, og þeg- ar þeir voru búnir að koma staurnum fyrir þannig að hann stóð lóðrétt niður í sjó- inn beint undir hamrinum með flata endann upp, kom Jakob og fór að snúa vind- unni. „Það eru blíðurnar þessa dagana,“ sagði ég. „Já,“ sagði Jakob. „Þetta köllum við gömlu mennirnir veturnóttakyrrur.“ Þungur hamarinn i ramm- búkkanum hófst hærra og hærra eftir því sem Jakób sneri vindunni fleiri hringi. „Þetta er ekki lítið mann- virki sem þú hefur smíðað þarna,“ sagði ég. „Læt ég það vera,“ sagði Jakob. „En mér finnst óvið- kunnanlegt að h'alda bryggj- unni ekki við. Þetta er orðin gömul bryggja. Það eru bráð- um fjörutíu ár síðan ég byggði. hana.“ „Ætlarðu að setja í hana marga nýja staura?“ „Nei,“ sagði Jakob. „Það verður held ég nóg að setja í hana þennan eina.“ „Það er mikil fyrirhöfn úb af einum staur,“ sagði ég. „Áreiðanlega mundi svona rammbúkki ekki hafa kostað minna en tvö þúsund krónur ef þú hefðir látið smíða hann fyrir þig. Það er dýr staur í gamla bryggju sem menn eru hættir að nota.“ „Eg hafði mikið gagn af þessari bryggju hér áður fyrr,“ sagði Jakob. Nú var hamarinn farinn að nálgast hjólið efst í ramm- búkkanum, og Gretar kom fram á bryggjuna með færið: sjö eða átta línutaurr.a hnytta saman og línukrók á endan- Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.