Þjóðviljinn - 15.11.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.11.1956, Blaðsíða 4
v</ g) — ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 15. nóvember 1956 9 Nýtt rit, Ársrit Sögufélags fs- firðinga, hefur borizt blaðinu eigi alls fyrir löngu; og skal þess að nokkru getið. Jóhann Gunnar Ólafsson, sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði, segir í formála að Sögufélagið hafi verið stofnað 18. janúar 1953. „Samkvæmt 2. grein félagslaganna er til- gangur þess 1) að safna og varðveita hverskonar fróðleik um fsa- fjarðarsýslu og kaupstað að fornu og nýju, héraðið og íbúa þess. 2) að gefa út rit um ísafjarð- arsýslu og kaupstað og fsfirð- inga. 3) að stuðla að vexti og við- gangi .Héraðsskjalasafns ísfirð- inga með því að safna gömlum skjölum og bókum, er varða héraðið og íbúa þess og koma þeim til varðveizlu í safnið. 4) að efla vöxt og viðgang Byggðasafns ísfirðinga.“ Síðar í formála segir svo: „Stjóm Sögufélagsins hefur nú horfið að því ráði að efna til ársrits fyrir félagið. Með því hyggst félagið standa bet- ur að vígi í starfi sínu og hafa betri aðstöðu til þess að ná þeim tilgangi, sem félagið hef- ur á stefnuskrá sinni. Áform- að er að birta í ritinu alls- konar sögulegan fróðleik úr héraðinu, skýra frá starfsemi félagsins, Byggðasafns ísfirð- inga og Héraðsskjalasafns . ísa- fjarðarsýslu og ísafjarðarkaup- Grímssonar Borgfirðings í mörgum bindum. Einnig eru þar myndir af fleiri gögnum. Það gefur nokkra hugmynd um míkrófilmusafnið, að það er yfir 72000 fet á lengd.“ Þessi myndataka lýsir mikl- um stórhug, sem ber að styðja Jóhann Gunnar Ólafsson formaður Sögufélags ísfirðinga með ráðum og dáð. Það er fjarska æskilegt fyrir alþýðlega fræðimennsku í landinu, að fræðahneigt fólk í erfiðisstétt- um, það sem ekki á heiman- gengt til Reykjavíkur, geti gengið að ýmsum höfuðritum víðar en hér syðra. Hafa for- ráðamenn skjalasafnsins unnið eftirbreytnisvert starf með myndatökunni. Kristján Jónsson frá Garðs- stöðum ritar þrátt af Þórði Magnússyni frá Hattardal, og hann skrifar einnig langa rit- gerð: Svipmyndir af búendum í Ögursveit um aldamótin 1900. Gísli Vagnsson segir frá Svaðil- för fyrir röskum 30 árum, og Bjarni Sigurðsson í Vigur skrif- ar stutta grein: Veðurfarslýs- ingar. En það sakar ekki þótt greinin sé stutt, því hún er hin merkasta: nefnir og skýrir sjaldgæf veðurlýsingarorð þar vestra: „Sperra. Tíðkast hér haft um austansperru eða inn- vindssperru að sumarlagi. Jafn vindur, er mun nálgast sem kallað er stinningskaldi. . .“ „Krakkaldi. Krakkaldi er víðast þar sem straumamæti eru, oft einnig kallaður typpingur. . .“ „Kjör. Algengt orð yfir stað- viðri og góðviðri, er lengi var- ir. . .“ „Fjarðagarður, Má segja að þetta sé sérheiti á aust-norð- an garði, sem leggur út úr Jökulfjörðum. . .“ Þetta er dæmalaust skemmtilegt. Margt fleira efni er í ritinu, sem er 162 bls. auk auglýsinga. Jóhann Gunnar Ólafsson skrif- ar um Byggðasafn ísfirðinga, birt eru tvö bréf frá Þorvaldi lækni Jónssyni (ritstjóra Guð- mundssonar) til Jóns Sigurðs- sonar; og að lokum er fyrsti hluti af sjálfsævisögu Hall- bjöms Oddssonar er síðast var á Akranesi. Sýnist þessi upp- hafsþáttur einkar skýrlega sam- inn. Nú skal þetta Ársrit ekki orðlengt frernur að sinni. Út- gáfa þess er ágætt framlag til íslenzkra alþýðufræða, og væri margur fullsæmdur að styðja hina vestfirzku menningarmenn að starfi. B. B. ■iimaimaniHuuiiiiiiiiHiiiiiHiiiiHmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiimiini> STRETCH' kvensokkar eru úrvals framleiösla hinna heimsþekktu Saxon sokkaverksmiðj a. ÞEIR FALLA FRÁBÆRLEGA VEL AÐ FÆTI Kvensokkar okkar, framleiddir úr fínustu gerð trefjarefnanna 51 gg, 54 gg, 57 gg, 99 gg, 60 gg, 75 gg, njóta almennra vinsælda um allan heim. Framleiddir af VEB Feinstrumpfwerke, Oberlungwitz/Sa. Vinsamlegast, leitið tilboM hjá okkar umboðsmönnum EDDA hJ. P. O. BOX 906 — REYKJAVÍK DEUTSCHER INNEN- UND AUSSENHANDEL 3X TEXTIL lýðveldinu BERLIN W 8 - BEHRENSTRASSE 46 Símnefni DIATEX Byggingabáknið við Kaplaskjólsveg — Þáttur bæj- aryfirvaldanna — Holræsin ókomin enn — Óþverr- inn dorgaður upp úr skurði staðar. . .“ Ritið hefst á skrá um fé- Jaga í Sögufélaginu, og eru þeir aðeins 38 að tölu. Jón Gríms- son skrifar alllanga ritgerð: ísafjörður fyrir 60 árum. Þá skrifar Jóhann Gunnar um Héraðsskjalasafnið, sem var „stofnað til þess að safna í það rituðum bókum, skjölum um efni, sem varða ísafjarðarkaup- Stað“ og ísafjarðarsýslur. Þeg- ar hafa nokkur gögn fengizt til safnsins. „En til þessa er ó- hætt að telja mesta feng safnsins míkrófilmur þær, sem keyptar voru til safnsins árið 1954 fyrir fjárframlög úr ríkis- sjóði, bæjarsjóði ísafjarðar og sýslusjóðum Vestur- og Norður- ísafjarðarsýslu. Kostuðu film- umar og eitt lestæki um 60 þúsund krónur. Á þessum film- um eru myndir af öllum kirkjubókum, sem til eru í Þjóðskjalasafni, fjölmörgum manntölum, skiptabókum, dómsmálabókum og öðrum rétt- arbókum. Þá eru þar myndir af þessum ættartölubókum: 'Jóns Espólíns, sýslumanns, Ól- afs Snókdalíns, verzlunarstjóra, Steingríms Jónssonar biskups, og Ættir Austfirðinga, eftir séra Einar Jónsson. Þessar ættar- tölubækur eru í mörgum bind- Um. Þá eru þar allar ævisög- ur lærðra manna eftir dr. Hannes Þorsteinsson, þjóð- skjalavörð, sem eru í 62 bind- am, og prestasögur Sighvats SIGURÐUR Guttormsson skrifar: — Byggingarbáknið mikla við Kaplaskjólsveg hefur nú öðlast þann vafa- sama heiður að komast í blöð- in, enda eru þar ýmsir aðiljar þegar frægir orðnir að endem- um. Þó mun þáttur bæjaryfir- valdanna vera einna merkast- ur, því þó að nú séu liðin um það bil 3 ár frá því að hafin var bygging þessara húsa er enn óráðið fram úr frumstæð- ustu þörfum íbúanna — lagn- ingu holræsanna. Svo virtist sem borgarlækn- ir væri eldci alls kostar á- nægður með það, að allur ó- þverri frá byggingunum rynni út við eitt húshornið þeim megin er að götunni vissi. En hans ráð var þó nokkuð á annan veg en við hefði mátt búast og fólst í því að lióta í- buunum að innsigluð yrðu klósett þeirra ef ekki væri allt komið í lag innan tiltekins tíma. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Og nú kom í ljós að fólk þetta átti sér hauk í horni þar sem forráða- menn bæjarins voru, enda brugðu þessir heiðursmenn nú skjótt við; og sjá, óþverrinh, sem áður rann í opinn skurð nokkrum metrum sunnan veg- arins flæðir nú í opinn skurð nokkrum metrum norðan veg- arins. Hér var mikil þraut af höndum leyst og borgarlæknir virtist ánægður. Þessi frumlega lausn varð þó ekki öllum til jafn óbland- innar ánægju því raðhúsin, sem þarna eru urðu nú mun ver sett en áður því eftir þetta jarðrask bæjarins brá svo við að varla mátti koma dropi úr lofti svo að ekki flæddi inn í kjallara þessara húsa þar sem geyma verður matvæli fólks- ins, búshluti þess og bygging- arefni, enda hefur það þegar orðið fyrir þungum búsifjum af þessum sökum. Um hríð leit svo út sem einnig þessi hús ættu að fá sína lausn á þessu vandamáli því nokkra daga voru verka- menn látnir róta þarna í mold- inni og íbúunum talin trú um að það væri gert í þeirra þágu. En nú eru þessir verkamenn fyrir löngu hættir og vand- kvæði íbúanna jafn óleyst. Vatnið flæðir inn í kjallarana svo að segja á hverjum degi og minnir menn átákanlega á. skörungsskap bæjaryfirvald- anna. Ekki alls fyrir löngu mátti skilja það á Morgunblaðinu, að borgarstjóri hefði orðið snort- inn af framfaraþrá og látið á sér skilja að hann teldi mjög skynsamlegt að tekinn yrði upp sá háttur að hugsa fyrir frárennsli frá húsum áður en bygging væri hafin. Er þetta mjög skarplega athugað af manni í hans stöðu. En því miður virðist svo, sem annað- hvort hafi önnur og brýnni verkefni en að ráða fram úr óþolandi vandræðum borgar- anna glapið árvekni borgar- stjórans, eða þá hitt að hon- um lízt vænlegra að halda á- fram þeirri aðferð, sem þarna var viðhöfð síðastliðið sumar og fólgin var í því, að eldri maður á vegum bæjarins var látinn halda skurðunum hrein- um með því að dorga óþverr- ann, sem safnaðist úr klóaki húsanna, og draga hann upp á bakkana þar sem hann fékk að þorna og gefa börnum og vegfarendum smjörþefinn af menningarlífi liöfuðborgarinn- ar og reisn bæjaryfirvaldanna. Nú er þessi eldri maður, að því er virðist, liættur störfum og eru menn að velta því fyr- ir sér hvort hér eigi nú að auka útgerð þessa og að einn góðan veðurdag muni kannske borgarstjórinn sjálfur taka sér stöðu á einhverjum skurð- barminum ásamt verkfræð- ingaliði sínu og ráðgjafa og hefja þessa bæjarútgerð sína til nýrrar vegsemdar. Vonandi er að allar þessar merku framkvæmdir bæjarins megi verða að nýjum og glæsi- legum kafla í næstu útgáfu af bláu bókinni. Getur nú ekki Bæjarpóstur- inn upplýst hvort hér má sín meira vesaldómur bæjaryfir- valdanna eða vahkunnátta verkfræðinga þeirra?"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.