Þjóðviljinn - 22.12.1956, Qupperneq 1
Það var logn og 20 stiga hiti,
þó að ekki nyti sólar. Ég aetlaði
að fá mér bað í sundlauginni
rétt fyrir hádegið og var kom-
inn upp á Efri götu og að hlið-
inu á sundlaugargirðingunni
þegar ég heyrði að eitthvað
merkilegt var að gerast í krik-
anum hjá gula húsinu þarna
nokkru innar við götuna. Ég
gekk þangað og hitti þar fyrir
leikbræðurna Óla og Stebba,
sjö ára gamla. Þeir sátu undir
graskantinum fyrir neðan
biómagarðinn, og hjá þeim sat
strákur með stór augu sem ég
hafði ekki séð fyrr. En í ribs-
áunnunum uppi á kantinum
sióð Stefanía sem er níu ára.
Þau voru að ræða trúmál.
Stefanía hafði orðið og var að'
predika yfir strákunum. Hún
var mjög harðorð og sakaði
strákana um trúleysi. Hún tal-
aði við þá um Guð á himnum
eins og sá sem valdið hefur,
enda stóð hún þarna uppi á
kantinum um það bil tveim
metrum nær Guði en strákarnir
sem sátu undir kantinum.
..Þið trúið ekki á neitt nema
drauga,“ sagði Stefanía. „Þið
eruð eins og maðurinn sem
sagði ljótt um Guð og fékk svo
mikinn hixta að hann dó.“
..Við höfum aldrei sagt ljótt
um Guð,“ sagði Óli.
„Hefurðu aldrei fengið
hixta? sagði Stefanía.
„Jú, en ég hef aldrei sagt ljótt
um Guð.“
..Af hverju fékkstu þá hixta?“
..Það veit ég ekki.“
,,Nei, þú veizt það ekki,“
m-
sagði Stefanía. „En ætli það
hafi ekki verið af því þú varst
búinn að segja eitthvað ljótt
um Guð.“
„Heldurðu maður geti ekki
fengið hixta af öðru en segja
ljótt um Guð?“
„Jú, maður getur líka fengið
hixta af að hugsa ljótt um
Guð.“
„Ég hef aldrei hugsað ljótt
um Guð.“
„Af hverju fékkstu þá
hixta?“
„Ég gleypti svo stóran bita.“
„Hvernig bita?“
„Kjötbita?"
„Stóð hann í þér?“
„Já.“
„Þarna sérðu.“
,.Sé hvað?“
„Hann hefur staðið í þér af
því þú varst búinn að segja eitt-
hvað ljótt um Guð.“
„Ég var ekki búinn að segja
neitt ljótt um Guð.“
„Af hverju stóð bitinn þá í
þér?“
„Hann var svo stór.“
„Varstu ekki búinn að tyggja
hann?“
„Jú.“
„Af hverju stóð hann þá í
þér?“
„Æ, ég veit það ekki.“
„Nei, þú veizt það ekki,“ sagði
Stefanía. „En ætli það hafi ekki
verið af því þú varst búinn að
segja eitthvað ljótt um Guð.“
„Ég var ekki búinn að segja
neitt ljótt um Guð.“
„Ætli þú hafir ekki að
minnsta kosti verið búinn að
hugsa eitthvað ljótt um Guð,“
sagði Stefanía.
Strákarnir höfðu verið svo
önnum kafnir við að verja sitt
kristilega mannorð, að þeir
verið búinn að segja neitt ljótt
um Guð.“
„Af hverju ekki?“
„Af hverju ekki,“ sögðu
strákarnir og litu til mín í
beiðni um hjálp. „Segðu henni
það, Jónas.“
„Páfinn er svoleiðis maður,“
sagði ég.
„Þarna sérðu,“ sögðu strák-
arnir. „Páfinn er svoleiðis mað-
„Jú,“ sagði ég. „Okkur er
held ég óhætt að ganga út frá
því sem vísu að páfinn trúi á
Guð.“
„Og hann talar aldrei neitt
ljótt um Guð?“
„Nei. Areiðanlega ekki.“
„Af hverju fékk hann þá
hixta?“
„Æ, það veit ég ekki,“ sagði
ég og var nú farinn að iðrast
■
cJónas /Jruiason:
Forstnndí ss'
Teikning eftir Atla Má
tóku ekki eftir mér fyrr en ég
hafði staðið þarna drykklanga
stund. En mér sýndist þeir verða
mjög fegnir þegar þeir tóku
loks eftir mér.
„Við skulum bara spyrja
Jónas,“ sögðu þeir. „Getur
maður kannski ekki fengið
hixta þó maður hafi ekki sagt
ljótt um Guð?“
„Páfinn fékk hixta í fyrra,“
sagði ég.
Strákarnir sóttu mjög í sig
veðrið við þessa frétt.
„Þarná sérðu,“ sögðu þeir við
Stefaníu. „Páfinn fékk hixta
í fyrra.“
„Páfinn," sagði Stefanía, og
það sljákkaði dalítið í henni.
„Já, páfinn,“ sögðu strákarn-
ir. „Páfinn fékk hixta í fyrra,
og hann hefur ábyggilega ekki
ur sem aldrei segir ljótt um
Guð. Af hverju fékk hann þá
hixta?“
„Páfinn er katólskur," sagði
Stefanía af meiri trúarbragða-
þekkingu en ég hafði búizt við
hjá svo ungri stúlku, og var
nú aftur komin í sókn.
„Katólskur hvernig?" sögðu
strákarnir og litu enn til mín
í beiðni um hjálp.
„Hann er katólskrar trúar“
sagði ég og komsf í vandræði
með að svara svona stórri
spurningu. „Sko eins og þið er-
uð til dæmis lúterstrúar."
„Þeir eru ekki lúterstrúar,"
sagði Stefania. „Þeir eru ekki
neinnar trúar.“
„Trúir páfinn þá ekki á
Guð?“ sögðu strákarnir.
þess að hafa blandað mér í
málið.
„Af því að hann er katólskrar
trúar,“ sagði Stefanía. „Hann
fékk hixtann bara hreint og
beint af því að hann er kat-
ólskrar trúar.“
„Er það Jónas?“ sögðu strák-
arnir. „Fékk hann hixtann af
því? Fá allir hixta af því að
vera katólskrar trúar? “
„Nei, sem betur fer. Það
mundi verða meiri hixtinn. Þeir
sem eru katólskrar trúar fá
ekki hixta af því frekar en til
dæmis þið fáið hixta af því að
vera lúterstrúar."
„Þeir eru ekki lúterstrúar,"
sagði Stefanía. „Þeir eru ekki
neinnar trúar.“ Og bætti svo
við: „Nema draugatrúar.“
Ókunni strákurinn með stóru
augun hafði setið þegjandi all-
an tímann og' horft út á spegil-
sléttan fjörðinn, eins og horium
kærni ekkert við hvort þessi eða
hinn væri lúterstrúar, katólskr-
ar trúar, draugatrúar eða engr-
ar trúar.
„Hverrar trúar ert þú?“
spurði ég.
Hann leit á mig spyrjandi og
hristi höfuðið.
„Hvort ert þú heldur kat-
ólskrar trúar eða lúterstrúar?**1’
„Hann er Færingur," sögðua
Óli og Stebbi.
„Hvar áttu heima í Færeyj—
um?“' spurð: ég.
En strákurinn hristi aftur
höfuðið og sagði:
„Forstand ikke.“
„Hann sagði „ikke“ með þvf
íssj-hljóði sem Færeyingar frá
vissum byggðarlögum hafa £
þessu orði.
„Hann á heima í kjallaranum
þarna,“ sögðu Óli og Stebbi og
bentu á gula húsið.
, „Hvoð heitii ó. .' spurði ég.
„Forstand ikke“, sagði stráto*-
urinn.
„Hann heit r Sí:non,“ sögðu
Óli og Stebbi. „Pabbi hans vinn-
ur í Slippnum. Hann er nýkom-
inn hingað. Hann skilur ekki
íslenzku. Hann segir eiginlega
aldrei ne tt nema þetta for-
standíss."
„Leikið þið ykkur stundum
við hann?“
„Við erum alltaf að leika okk-
ur við hann.“
„Og hvernig farið þið að því
að skilja hann?“
„Við skiljum hann.“
„Skiljið þið færeysku?“
„Já, við skiljum færeysku."'
„Hah! Þykjast skilja fær-
eysku,“ sagði Stefanía. ..Þessir
bjánar. Hvað þýðir þá þegar
hann segir forstandíss?“
„Forstandíss,“ sagði Óli of
hugsaði sig um andartak. Svo
hé't hann áfram: „Forstandíss
þýðir það sem forvitinn má
ekki vita,“ — og hló á eftir
sigri hrósandi Stebb' hló líka
af ánægju yfir því hvað vinur
hans hafði farið illa með Stef-
aníu.
„En sniðugir," sagði Stefanía,
„hjólbeinóttir og liðugir."
Þá hætti Óli að hlæja og varð
nú allt í einu mjög alvarlegur.
„Skammastu þín,“ sagði.
hann. „Þú ert að gera grín að
fólki sem er hjólbeinótt.“
„Þó ég segi að þið séuð snið-
ugir, hjólbeinóttir og liðugir?“
sagði Stefanía.
„Já,“ sagði Stebbi og var nú
líka orðinn alvarlegur. „Þú ert
að gera grín að fólki sem á
bágt.
Það kom dálítið flatt upp á
mig hvað strákarnir tóku nærri
sér þessa athugasemd Stefaníu,
því að þeir voru síður en svo
hjólbeinóttir, þó þeir væru
kannski liðugir. En það var
áuðheyrt að þeir álitu það
skyldu sína að taka upp hanzk-
ann fyrir hjólbeinótt fólk bara
yfirleitt.
Þeir horfðu báðir á Stefaníu,
þar sem hún stóð uppi í ribs-
runnunum, og augnaráð þeirrar
lýsti mikilli hryggð, samfai’3
heilagri vandlætingu.
„Þú ættir sjálf að vera hjól-*
beinótt,“ sagði Óli. „Þá feng-
irðu að vita hvernig það er.“
„Forstandiss" \
Framhald á 29. síðu.
ÞJÓÐVILJINN
32 síður
II
L------------------------ rz/j