Þjóðviljinn - 07.02.1957, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 07.02.1957, Qupperneq 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. íebrúar 1957 íimmtudaginn 7. febrúar, kl. 1.30 Sameinað þing: Rannsókn kjörbréfs og kosning- ar varaþingmanns. Efri deiltl: að loknum fundi í sam.þingi Söfnunarsjóður íslands, frv. — Frh. 3. umr. Dagskrá Rlþingis ★ í dag er fimmtudagurinn 7. febrúar. — Ríkharður — 38 .dagur ársins. — Tungl í fyrsta kvartili; í hásuðri kl. 18.13. — Árdegishá- flæði kl. 9.43. Síðdegishá- flæði kl. 22.06. Fimmtudagur 7. febrúar ■ v/ Fastir liðir eins 0g veníuleSa- KI. * / 12.50—14.00 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 18.30 Framburðarkennsla í dönsku, ensku og esperanto. 19.00 Harm- onikulög. 19.10 Þingfréttir — Tónleikar. 20.30 íslenzkar haf- rannsóknir; 4. erindi: Dýrasvif (Ingvar Hallgrímsson fiskifræð- ingur). 20.55 Tónskáldakvöld: Lög eftir Sigfús Einarsson (plöt- ur). 21.30 Útvarpssagan: Gerpla eftir Halldór Kiljan laxness; 23. lestuí. (Höfundur les). ,22'.10 Sinfónískir tónleikar: Tvö tón- vei'k eftir Beethoven (plötur). a) Píanókonsert nr. 5 í Es-dúr op. 73 (Keisarakonsertinn). (Valdimir Horowitz og RCA- Victor sinfóníuhljómsveitin leika; Fritz Reiner stjómar). b) Sinfónía nr. 5 í c-moll op .67 (Fílharmoníska hljómsveitin í Vínarborg leikur; Herbert von Karajan stjórnar). 2.315 Dag- skráriok. Sameinaða M/S Dronning Alexandrine er væntanieg tiJ Reykjavíkur í dag síðaegis og fer til Fær- eyja og Kaupmannahafnar á laugardaginn. Eimskip Brúarfoss kom til Reykjavík- ur 2. þm frá Kaupmannahöfn. Dettifoss fór frá Boulogne i gær áleiðis til Hamborgar. Fjallfoss er í Reykjavik. Goða- foss fer frá Reykjavík í dag til Hafnarfjarðar, Akraness og Stykkishólms. Gullfoss fór frá Leith 5. þm til Þórshafnar í Færeyjum og Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá New York 30. fm áleiðis til Reykjavíkur. Reykjafoss fór frá Keflavik 5. þm áleiðis tiJ Rotterdam. Tröllafoss fer frá Reykjavík í kvöld til Akureyrar og það'm til baka til Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Reykjavík 2. þm áleiðis til London, Ant- verpen og Hull. Mæðrafélagið Félagsvist* verður á föstudags- kvöldið 8. febrúar kl. 8.30 Grófinni 1. Mætið veJ og stund- visJega. — Stjórnin. Næturvarzla er í Ingólfsapóteki, Fischersundi, sími 1330. Nýir húsasmiðir Eftirtaldir menn hafa nýlega fengið leyfi byggingarnefndar til að standa fyrir byggingum í Reykjavík sem húsasmiðir: Jón Jakobsson Drápuhlíð 8, Þorgrím- ur G. Guðjónsson Kleppsveg 108 og Gunnar Jósepsson Framnes- veg 30. Breiðdælingafélagið í Reykjavík hel.dur- árshátíð . sína„ föstudaginn, 8. febrúar i Skátaheimilinu við Snorrabraut og hefst kl. 8.30 stundvíslega. Dagskrá: 1. Formaður setur samkomupm. 2. Sigriður Hannesdóttir, gaman- vísur, 3. Leikþáttur: Emelia Jón asdóttir og Áróra Halldórsdóttir. 4. Ýms skemmtiatriði. 5. Dansað til kl. 2 „Rúmenska stjórnin hefur þó gengið skelegg- legast til verks. Hún hefur rekið 1500 stúdenta úr háskólanum í Sofía, en látið senda 200 í fanga- búðir“. Þetta segir Alþýðublaðið í gær og verður ekki ofsögum sagt af röggsemi „rúmensku stjórnarinnar“ að hún láetur sig ekki muna um að seilast yfir í annað land til að framkvæma misgerðir sínar. TiJ þess að eng- inn skyldi halda að hér væri um afsakanleg pennaglöp að ræða var fákunnáttan ítrekuð og kennd norsku fréttastofunni NTB. Ja, það er erfitt að átta sig á þessum Balkanlöndum. Félagsheimili ÆFR Mæiið ykkur mót í fé- lagsheimili ÆFR og drekkið kvöldkaffið þar. Krossgátan ORION—kviiitettirai Lárétt: 2 harðfenni 7 ás 9 mælamir 10 straúmur 12 fag 13 sjór 14 mylsna 16 ekki 18 fætt 20 rá 21 óma. Lóðrétt: 1 hrossið 3 nautpening 4 eld- stæði 5 skemmd 6 skelfisk 8 hvílt 11 ópið 15 fæði 17 fanga- mark 19 ósamstæðir. Hljómleikar þessa víðreista kvintetts vöktu mikla ánægju unga fólksins í Austurbæjar- bíói s.l. þriðjudagskvöld. — Hljómsveitin lék fvrstu lögin án söngvara og vakti sérstaka athygli altosaxóphone-einleik- ur Andrésar Ingólfssonar í laginu Flamingo. Söngvari með hljómsveitinni var Ellý Vilhjálms. Hún er örugg á sviðinu og þorir að syngja, en það hefur margar af okkar dægurlagasöngkonum vantað. Það er með Hauk Morthens eins og fyrri daginn, það er eins og vinsældir hans aukist með hverjum hljómleikum, sem hann kemur fram á; en hann söng með hljómsveitinni nokkur lög og gerði að vanda vel. Eftir hlé kom fram nýr maður, sem ekki hefur víða komið fram opinberlega, hann heitir Guðmundur Ágústsson og sagði nokkra góða brand- ara, en hann þyrfti að venja sig á að tala skýrar og ekki eins hratt og hann gerir. Eyþór Þorláksson gítarleik- ari og hljómsveitarstjóri sýndi* greinilega hvað hægt er að gera með gítarnum í lögunum Brasil og Stígamaðurinn frá Brasih'u, en ég er á því að bæði þessi lög hefðu notið sín betur ef þau hefðu verið hægar spiluð. I laginu kom svo trommusóló kvöldsins og r r • m framdi Guðjón Ingi hana I laginu Caravan, en mér er ekki grunlaust um að temp- óið hafi verið dálítið úr skorð- um. Guðjón Ingi er mjög ungur, svo að hann hefur góð- an tíma til að æfa sig. Að lokum var svo Rock and roll lög sungin af Ellý Vil- hjálms og virðist henni láta vel að syngja þau. En hafi einhverjir búist við, að reyk- vískt æskufólk myndi fylgja tízkunni og öskra, æpa og dansa eins og við heyrum í fréttum að sé gert erlendis, þá get ég glatt þá sömu menn með því að með prúðara fólki hefi ég sjaldan verið á hljóm- leikum sem þessum. Hljómsveitin er prýðilega samæfð og hefur margar skemmtilegar útsetningar á takteinum, held ég að hverju samkomuhúsi væri mikill sómi að henni. Ólafur Stephensen var kynn- ir og tókst það slysalaust, en heldur voru brandararnir í þynnra lagi. Þ. Þ. Framfarasjóður B. H. B.jarna- sonar kaupmanns. Hinn 14. febrúar verður út- hlutað styrk úr framfarasjóði B. H. Bjarnasonar kaupmanns handa karli eða konu, sem lokið hefur prófi í gagnlegri náms- grein, og- stundar framhaldsnám. Upphæð styrksins er um kr. 2000,—. Umsóknir sendist formanni sjóðsins, Hákoni Bjamasyni skógræktarstjóra, Snorrabraut 65, Reykjavík fyrir 12. febrúar. Æskulýðsfélag La ugar ncssókna r Fundur í kirkjukjallaranum í kvöld kl. 8.30. Fjölbreytt fund- arefni. Síra Garðar Svavarsson. . r Piparmyntuleyndarmálið Gestaþraut tzzt 1 f g & f í® Si é & & r ^ 4 & ^3? X ^ : t ' l í kringum húsið í miðjunni eru 8 perutré, í kringum þau eru 8 lítil liús og í kringum húsin eru 10 eplatré. Nú er þrautin sú að girða (draga línu) þannig að hin 10 eplatré og ln'isið í miðj- unni verði innan girðingar en hitt fyrir utan. Lausn á morgun. Hér er svo ráðning á síðustu þraut. Neðri deild: að Joknum fundi í sam. þingi Embættisbústaður héraðsdýra- Jækna, frv. 3. umr. Lykillinn aO auknum viðskiptum er auglýsing i Þjóöviljanum. Innan stundarfjórðungs er Ríkka komin á Lögreglustöð- ina. „I þetta skipti hafði þessi dularfulli náungi ekki umbúða- pappír, og þess vegna hefur hann stungið sælgætinu í gamla, hálfónýta ko!afötu“, sagði Ríkka vlð Bjálkabjór, með ákefð. „Og alltaf kemur hann á síðustu stundu. Veiztu, hvers vegna ?Hann er lirædd- ur um að sorptiumurnar séu rannsakaðar“. Bjálkabjór liorfði undrandi á Ríkku. „Lausnin getur vei-ið fólgin i því“. sagði hann, „en hvað hefur maðurinn að fela?“ „Eg skal komast að raun um það!“, sagði Ríkka borgin- mannlega. í sarna mund kom Pálsen, fulltrúi inn. „Um hvað eruð þið að stinga saman nefjum?" sagði hann. „Ríkka. . . . Frú Fyglis“, byrjaði Bjálkabjór, „Þér vitíð að á hverjum fimmtudegi þá. .• . .“ „I guðs- bæmim", hrópaði fulltrúinn, „nefndu það ekki á nafn, ég vil ekki heyra neitt uni það — Bjálkabjór þagnaði. „Hlustið nú á“, sagði fulltrúinn, ögn ró- lcgri. „Það skeður alltaf eitt- hvað nýtt“. Eins og við höfúm nú ekki nóg á okkar könnu. Eim á ný eru falsaðir 5 marka seðlar komnir í umfcrð.“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.