Þjóðviljinn - 21.03.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.03.1957, Blaðsíða 4
4); — ÞJÓÐVILJINN — Fimxatudagur 21. marz 1957 Starísamt átthagafélag — Mánaðarlegir skemmti- fundir — Rifjuð upp gömul kynni -— Tryggða- böndin við átthagana STRANDAMAÐUR skrifar: — „Póstur sæll! Mig minnir endilega, að þú værir einhvern tíma að nöldra um lítið og lélegt starf einhvers átthaga- félags hér í bænum, en slík félög eru nú orðin hýsna mörg. Þar sem ég er félags- maður í einu slíku félagi, langar mig að segja þér frá starfi þess, sem hefur verið mjög líflegt þessa þrjá eða fjóra vetur, sem félagið hefur starfað. Þetta félag er Átt- hagafélag Strandamanna. Starfi þess er þannig háttað, að allan veturinn gengst það fyrir skemmtifundum fyrir fé- lagsmenn, a.m.k. einu sinni í mánuði. Hafa þessir skemmti- fundir jafnan verið fjölsóttir mjög og fólk skemmt sér hið bezta, hæði yngri og eldri; og ég veit fyrir vist, að margir samsýslungar mínir hlakka jafnan til þessara skemmti- funda, þar sem þeir eiga alltaf von á að hitta gamla kunn- ingja heiman úr héraði, fólk, sem þeir hafa e.t.v. ekki séð í mörg ár. Hefur mér virzt það einkenna þessar samkomur, hve fólk hefur verið samtaka um að skemmta sér innilega með kunningjunum að heiman. Undirhúningur allur hefur frá hendi stjórnar og skemmti- nefnda jafnanverið með ágæt- um, og á það fólk miklar þakkir skyldar fj'rir sitt ó- eigingjarna starf. Þá hefur fé- lagið haldið árshátíð á hverj- um vetri, og hefur þar verið boðið upp á sameiginlegt horð- hald og ýmis skemmtiatriði, en verði aðgöngumiða mjög í hóf stillt. Og nú fyrir skömmu bauð félagið gömlum Strandamönnum, búsettum i Reykjavík og Kópavogi, til skemmtifundar. Hygg ég, að flestir eða allir, sem þar komu, hafi kunnað félaginu miklar þakkir fyrir þá kvöldstund. — Ég er ekki kunnugur starf- semi annarra átthagafélaga, en ég fullyrði að þessi félags- skapur Strandamanna hér í Reykjavík hefur rækt með ágætum það meginhlutverk sitt að veita gömlum sveitung- um og samsýslungum, kunn- ingjum og frændum, tækifæri til að koma öðru hvoru sam- an og gleðjast saman á góðri stund. Á þess.um kvöldstund- um hefur fólki gefizt kostur á að rifja upp gömul kynni og ræða sameiginleg áhugamál, Framhald á 11. síðu. Bretar selfa þjóðverjum Frá Vestur-Þýzkalandi hafa horizt pantanir á Rolls Royce- hreyflum fyrir rúmar 387 milljónir ísl. kr. Hreyflana á að nota í þágu hins nýja vestur-þýzka hers. Jafnframt á Rolls Royce að útvega vara- hluti og senda vélfræðinga til að kenna Þjóðverjum með- ferð hreyflanna. Þessir hreyfl- ar eru sérstaklega gerðir fyrir hernaðarleg farartæki og þannig úr garði gerðir að nota má sömu hreyflastærð í mörg ólík farartæki. Flestir eru hreyflarnir átta strokka, einnig f jögurra og sex strokka. ic Miðað við fólksfjölda 1952 pag Jcannast flestir við VolJcswagen sendiferðabílana, og bilafjölda 1954 er ol ibúi rý_gi>raUðin“ eins og peir eru oft nefndir. Þetta er ekki her a landi um hvern bil — T7 7I . . ., . .. T,, Noregi 37___ Volkswagen heldur Austin sendiferðabill sem er hkur í smíðum. Þeir komu á markaðinn í fyrra og pykjá _______ hentugir og góðir til vöruflutninga. Danmörku 28 Bandaríkjunum 3! Þetta er Renault Dauphin, fallegur bíll og sérstaklega pœgilegur í akstri. Gíra- skiptingin er auðveld og bíllinn lœtur vel að stjórn. Hann vegur ekki meira en 635 kg. Þetta er einn af allra vinsœlustu fjögurra manna bílum sem er á markaðnum. 158 met slegin á 20 dögum Ford Fairlane 1957 setti ný- lega undravert met er hann var reyndur á saltsléttunum i Utah-fylki í ’ Bandaríkjunum. Honum var ekið að heita mátti stanzlaust í 20 sólar- hringa og ók á þessum tima um 80.450 km. Þrátt fyrir þá töf sem varð af því að setja á benzín og skipta um olíu, ásamt eðlilegum viðgerðum, náðist 174,03 km meðalhraði á klst. Bíllinn fór yfir 200 km hraða á klst. í akstrinum. Þegar akstrinum var lokið hafði bíllinn slegið 458 met, innlend sem alþjóðleg. Brautin var 16 km hring- braut, merkt með svörtu á ljósa saltsléttuna. Þegar brautin var orðin slæm, skiptu þeir yfir á aðra jafnstóra. Vegalengdin sem ekin var ■•n samsvarar 250.000 km. rneðai- akstri og þessi 20 sólarhringa akstur samsvaraði nokkurra ára notkun hvað slit, benzín- notkun og fleira snertir. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA, AKUREYRI ásamt eítirföldum deildum þess eg íynrtækjum Ú. K. E., Ðalvík — Hauganesi ; — Hrísey — Grenivík — Grímsey Nýlenduvörudeild ásamt útibúi í Brekkugötu Glerárþorpi, Grænumýri 9 Hafnarstr. 20, Hamarsstíg 5 og Strandgötu 25 Járn- og glervörudeild Vefna'ðarvörudeild Skódeild Véla- og búsáhaldadeiíd Blómabúð Brauðgerð og útsölur henriar Kjörbúðín Kjötbúðin og útibú MjólkursamlagiÖ og íútsöiur Byggingavörudeild Miðstöðvadeild Rafmagnsdeild Kornvöruhús Skipasmíðastöð f. Kola- og saltsalan Sláturhús Frystihús Olíusöludeild Ú tgerðarf élagið Gúmíviðgerðin Stjörnuapótek Hóel K.E.A. Pylsugerðin Efnagerðin Flóra Smjörlíkisgerðin V átryggingadeild Teiknistofan Þvottahúsið Mjöll Gróðurhúsin Brúnahúsa- laugum Kartöflugeymslan Málmhúðunin Njörður h.f. Grána h.f. Oddi h.f. Blikksmiöjan Marz h.f. Alaska h.f. Kaffibrennsla Akureyrar Kaffibætisverksmiðjan Freyj a Sápuverksmiðjan Sjöfn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.