Þjóðviljinn - 21.03.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.03.1957, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. marz 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (T t Misnotkun á veilánum sjálfsögð að dómi Bjarna Segir það í „samræmi við reglur þær, sem settar voru að tilhlutan fvrrverandi ríkisstjórnar66 að af- henda Helga Eyjólfssyni helming veðlánanna! Frásögn Þjóðviljans í fyrra- dag um að Sparisjóður Reyivjavíkur hafi veitt Helga Eyjólfssyni einum 24 lán af 49 sem sjóðurinn hefur út- hlutað' s.h tvö ár í samrasmi við samning sinn við fyrx*- verandi ríkisstjói’n hefur vak- ið mikla athygli og umtal. Hafa þessir starfshættir spari- sjóðsins mælzt mjög illa fyrir og eru almennt fordæmdir, • einnig af þeim fylgismönnum Sjálfstæðisfloksins sem ekki telja að opinherar lánastofn- anir eigi að veita fjármála- mönnum sérstaka og um- fangsmikla fyrirgreiðslu á sama tíma og þúsundir efna- lítilla einstaklinga fá engin lán til byggingar eigin íbúð- ar. Mönnum er eðlilega spum: Hvað veldur því að athafna- samur fjármálamaður á slíkan aðgang að lánsfé hjá Spari- sjóði Reykjavikur að hann fær umyrðalaust lán út á 24 íbúðir sem ekki eru byggðar til eigin afnota heldur í því skyni að leigja þær, en tugir ef eklti hundruð einstaklinga sem eru að basla við að hyggja yfir sjálfa sig fá að bíða, og óvíst með öllu hvort þeir fá umsóknir sínar nokk- urntima afgreiddar ? T*r í samræmi við ílokksstefnuna Svarið við þessu liggur í augum uppi. Meginstefna Sjálfstæðisflokksins er að hlaða undir braskarana og spekúlantana en ekki að að- stoða efnalítinn almenning við að byggja yfir sig. Þess vegna taldi íhaldið. sem stjóm- ar Sparisjóði Reykjavíkur sér rétt og skylt að greiða fyrir byggingastarfsemi Helga Eyj- ólfssonar með því að veita honum 24 lán af þeim 49' lán- um sem alls hafa verið látin af hendi á tveimur árum sam- kvæmt lögunum um húsnæðis- málastjóra og veðlán til íbúða- bygginga. Og þegar stjóm sparisjóðs- ins ráðstafaði þannig þessu lánsfé lágu fyrir fjölda marg- ar umsóknir frá félitlum ein- staklingum sem vom að byggja yfir sig og höfðu hvergi annars staðar aðgang . að nauðsynlegu lánsfé. Aðalráðamaður íhaldsklík- tuuiar í stjóm sparisjóðsins er Bjarni Benediktsson, rit- stjóri Morgunblaðsins. Hann ber því ekki sízt ábyrgðina á þessari furðulegu misnotkun á fé sparisjóðsins. '★ Rann bióðið til skyldimnar Morgunblaðinu, undir rit- stjóm Bjama Benediktssonar rann því að sjálfsögðu blóðið til skyldunnnar þegar Þjóð- viljinn afhjúpaði þetta hneyksli í fyrradag. 1 gær reynir Bjami að klóra yfir atferli sparisjóðsstjómar- innar í rammagrein á annarri útsíðu Morgunblaðsins. Og auðvitað verða útúr- snúningar og blekkingar helzta haldreipið þegar mál- staðurinn er slíkur sem hér hefur verið lýst. Bjami reynir að bjarga sér með þeiri fullyrðingu að 24 lánin til Helga Eyjólfssonar séu ekki nema lítið brot af því sem lánað hafi verið, og því ekki umtalsverð. Til þess að gera þetta senni- legra lætur Bjarni Morgun- blaðið skýra frá því að spari- sjóðurinn veiti árlega hundmð lána til nýbygginga. „S.I. ár voru t.d. veitt. um 250 fasteignaveðlán, að lang- mestu leyti til nýbygginga", segir Morgunblaðið. ★ Skýrsla sparisjóðsíns sjálfs Og síðan slær blaðið því föstu að upplýsingar Þjóðvilj- ans um 49 lánin, af hverjum Helgi Eyjólfsson fékk 24, „hvíli því á algerum misskiln- ingi“ . Þjóðviljinn hefur ekki sagt aukatekið orð um það, að Sparisjóður Reykjavikur liafi ekki veitt önnur fasteignaveð- lán en þau sem gerð vom að umtalsefni í tilefni lán- veitinganna til Helga Eyjólfs- sonar. Frásögn blaðsins byggðist á þvi einu að Spari- sjóður Reykjavíkur var aðili að iánveitingiun. þess veðlána- kerfís sem varð gjalaþrota í höndum íhaldsstjórnar Ólafs Thors og veitti samkvæmt því samkomulagi 49 veðlán til í- búðabygginga árin 1955 og 1956, samkvæmt skýrslu sem framkvæmdastjóri sparisjóðs- ins hefur afhent húsnæðis- málastjórn. Og það var helmingur þessa lánsfjár, sem tilheyrði sjálfú veðlánakerfinu, sem stjóm Sparisjóðs Reykjavíkur taldi sér sæmandi að ráðstafa til eins manns, til þess að auð- velda honum stórfellt bygg- ingabrask, á sama tíma og þeir sem minna máttu sin fengu enga úrlausn. Svo langt gengur Bjarni Benediktsson í ósvífninni að hann hælir sér beinlínis af því að hafa fengið þessu framgengt og fullyrðir að lán- in til Helga Eyjólfssonar séu i aigjöru „samræmi við reglur þær, sem settar voru að til- Mutun fyrnerandi rífeis- stjómar“ um lánveitingar. ★ Vildi haida möguleik- anum opnum Að vísu mun það rétt að íhaldið fékk því ráðið á sín- um tíma að ekki væri 'fyrir það girt við setningu laganna að slik misbeiting gæti átt sér stað. Það mundi eftir sín- um. Og enginn efast um að íhaldið hafði einmitt þessu Hlca misnotkun í huga þegar það krafðist þess að spari- sjóðir og tryggingafélög réðu sjálf úthlutun þess fjár er þau létu af hendi til veðlána- kerfisins. Með þvi skyldi haid- ið opnum möguleika til að hlynna á sérstakan hátt að vildarmönnum og gæðingum sem nota vildu veðlánakerfið til að auðvelda. braskstarfsemi sína. Fyrsta tilfellið af þessu tagi hefur nú verið afhjúpað. Og vitanlega gerðist Morgunblað- ið verjandi þess, úr þyí að sjálfur aðalritstjóri blaðsins stóð að „fyrirgreiðslunni“ og atferli hans studdi að fram- gangi flokksstefnunnar um að hlynna að athafnasömum fjármálamanni og flokksgasð- ingi. ★ Er von írekari upplýsinga En þar sem Bjami Bene- diktsson kýs að fara út í þá Framhald á 10. síðu. •' ’t. % - ú? . • • . • M‘***.v- . - '.'-•s'.xV"’ •• í nœstu viku eru liöin 10 ár frá síðasta Heklugosi. Mörg hafa eld- gosin oröið á landi hér frá pví ísland byggöist. Þetta gos haföi pá sérstöðu að í fyrsta sinn voru til staðar íslenzkir vísindamenn til aö fylgjast með gosinu og rann- saká pað frá pví strax er pað hófst og par til pví lauk. Hefur ekkert gos á landi hér verið rann- sakað jafn rækilega. Vísindafélag íslendinga hóf fyrir nokkrum ár- um útgáfu á niðurstöðum peirra rannsókna í ritinu Heklugosið 1947■—1948 (The Eruption of Hekla 1947—1948), undir ritstjórn þeirra Trausta Einarssonar, Guð- mundar Kjartanssonar og Sigurðar Þórarinssonw, á petta aö verða mikið rit, pegar því er íokið. Heklugosið 1947 var kvikmynd- að og voru ýmsir par að verki, en beztu kvikmyndina tóku pó peir Steinpór Sigurðsson magister og Árni Stefánsson bifvélavirki, en Steinpór fórst við kvikmyndatök- una haustið 1947. Kvikmynd pessi liefur verið sýnd víða um heim og hvarvetna hlotið verðskuldaða at- hygli. ^ Ferðafélag íslands minnist, á skemmtifundi sínum í Sjálfstæð- ishúsinu í kvöld, 10 ára afmœlis Heklugossins. Verður sýnd Heklu- kvikmynd peirra Steinpórs Sig- urðssonar og Árna Stefánssonar og mun dr. Sigurður Þórarinsson útskýra hana. — Ef aðgöngumiðar hafa ekki aUir selzt í gœr fást þeir í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssönar. Visur ortar tll minningar um ð’ínu Jónasdóttur frá Fremri Kotunx i Skagafirði. Fyrtr norðan fjöllin bredð frétti ég af brögum, þar sem ba45i heil og heið hugs.uu réði lögum. j I»egar lýður lék sér að Ijóðsins guilabrotum æðri heildir úr þeim kvað Ólína frá Kotum Spekilítil spáin mín 1 spyr því fram á veginn livort hún ltfi listin þín líka hinumegin. — — — Allri þögn ég una hlýt, engar leiðlr þekki; t.úngai-ð minn ég lágan lít, lengra sé ég ekki. — Gegnum þykkan þagnarntfe þessa nætur vöku sólarheimi sunimn úr sendu mér eina stöku. Sveinbjörn Benteinsson. Var vatnið lótið renna óhindrað af róðnum hug? Mönnum hefur orðið nokk- uð tíðrætt um vatnsleysið I rafstöðinni við Andakílsá nú undanfarið. Stjórn virkjunar* innar auglýsir rafmagns- skömmtun kvöld eftir kvöld og menn sitja í myrkri og kulda í Mýra- og Borgar- f jarðarsýslum og á Akraneai. 1 haust og fram eftir vetri var mjög mikið vatn í Skorra- dalsvatni, en þar á að vera einskonar vatnsmiðlun fyrir þetta orkuver. Sú miðlun hef- ur reynzt ónóg um skeið, og stjórn virkjunarinnar heftur sótt það af kappi að ’fá að hækka vatnsborð Skorradals- vatns svo mjög, að slík hækk- un mundi stórskemma margar jarðir og eyða nokkrum að mestu. Slík hækkun hefur mætt mjög mikilli mótstöðu bænda í Skorradal og margra ann- arra, er sjá eftir 250 hektör- um lands undir vatnið. Stjórn virkjunarinnar hefur hinsveg- ar sótt sitt mál af kappi, og virðist ekki mega á milli sjá hvomm aðilanum veiti nú bet- ur. Bóndi í Skorradal kom til bæjarins fyrir nokkru, og sagðist honum svo frá, að. ekkert hafi verið gert til þess að halda í vatnið meðan nægt vatn var fram eftir öllum vetri, heldur hafi það verið látið renna tálmunarlítið til sjávar. Af þeim sökum hlýtur sfi spurning að vakna hjá ýms* um, hvort stjórn rafstöðvar- innar við Andakílsá hafi hleypt vatninu fram af ráðil- um hug til þess að fá raf- magnsnotendur til þess að lieimta hækkun vatnsins. Virðist full ástæða til að ’iið rétta verði upplýst í xnáli þessu. 1 Fjölbreytt úrval af TRÚLOFUNARHRINGIR STEINHRINGUM 18 og 14 karata. — Póstsendum —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.