Þjóðviljinn - 21.03.1957, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.03.1957, Blaðsíða 1
INNI I BLAÐINU Erlend tíðindi 6. síðgt" Verkfallið í Bretlandi 5. —«| Veðlán Sparisjóðsins 7. — íþróttir 9. —■■ J Fimmtudagur 21. marz 1957 — 22. árgangur — 67. töiublað Mill|óxi brezkrcs vélsmtða fer x verkfall á laugardaginn SkœruhernaSur á 10 þungaiSnaðarsvæcSum Ein milljón manna í vélsmiöaiönaði Bretlands leggur nið'ur vinnu á laugardaginn, ef atvinnurekendur halda áfram að neita að ræða kauphækkunarkröfu verka- :manna. Stjórn sambands verkamanna . í vélsmíðaiðnaðinum ákvað í gær, hvernig heyja skyldi skæruhernaðinn gegn atvinnu- rekendum. Ákveðið var að láta verkfallið koma til framkvæmda á laugar- daginn á tíu svæðum, þar sem mest allur þungaiðnaður og flug- vélaiðnaður Bretlands er niður ikominn. Helztu svæðin eru: Bristol, Belfast, Liverpool og' aðrar borg- ir við Merseyósa, Manchester, Sheffield, Glasgow og aðrar borgir við ósa Clyde, Southampt- on og Newcastle og aðrar borgir við ósa Tyne. Þrjár milljónir eftir liálfan mánuð Á föstudaginn verður ákveðið, hversu mikið verkfallið verður fært út um aðra helgi ef ekki hefur þá samizt. Standi deilan enn 6. apríl verður verkfallið 5. sinvígisskákin: Skókin í bið Hvítt: H. Pilnik 1. e4 2. Rf3 3. d4 4. Rxd4 5. Rc3 C. Be2 7. Be3 8. Dd:» 9. Hdl 1«. 0—0 11. f4 12. Rb3 13. a3 14. Khl 15. Dxe2 1C. Rd5 17. exd5 18. Rxa5 19. c3 20. f5 21. Hf3 22. g3 23. Dc2 24. BhC 25. De2 2G. Bf4 27. Dxc4 28. h3 29. hxg4 30. Hd2 31. gxf 32. gi 33. Kg2 34. Hfl 35. Kf3 3G. Hgl 37. Hf2 38. Hhl 39. He2 40. Hdl Svart: Ólafsson c5 Rc6 cxd4 RfC dC gC Bg'7 0—0 Bd7 aC Hc8 b5 Bg4 Bxe2 Dc7 Rxd5 Ra5 Dxa5 Hc4 Be5 Hh4 He4 Hg4 Hb8 Da4 Dc4 • bxc4 Bxf4 Be5 gxf Kg7 hC KfC Hg8 hð Hg5 lv4 Bg3 Hg8 Be5 Framhald á 12. siðu. látið ná til alls vélsmíðaiðnað- arins, en i honurn vinna um þrjár milljónir manna. Verkfallið mun hafa mjög al- varlegar afleiðingar fyrir efnahag Bretlands, því að yfir 40% af útflutningi þaðan er framleiðslu- vörur vélsmíðaiðnaðarins. Jámbrautarverkfall? Verkfall 200.000 skipasmiða ér nú búið að standa í hálfa viku. Macleod verkalýðsmálaráðherra sagði á þingi í gær, að hann myndi ræða við fulltrúa aðila í dag. Stjórn sambands járnbrautar- starfsmanna hafnaði i gær til- lögu sáttanefndar um 3% kaup- Myndar stjérn í fjórða skipti Nýkjörið þing írlands kom saman til fundar í gær. De Valerá, hinn aldurhnigni for- ingi flokksins Fianna Fail, var kjörinn til að mynda nýja stjórn með 78 atkvæðum gegn 53. Þetta er í fjórða skipti sem De Val- era myndar stjóm á írlandi. hækkun til handa 370.000 sam- bandsmönnum. Þeir höfðu krafist 10% hækkunar. Forseti sambands- ins sagði að till. væri móðgun við járnbrautarstarfsmenn, sem höfðu áður hafnað sama boði frá stjóm járnbrautanna. Kvað hann horfurnar í deilunni al- varlegar. Maciillan vill fá að verzla við Kína Eitt af ágreiningsefnum Bret- lands og Bandaríkjanna, sem rædd verða á fundi Eisenhow- ers og Macmillans á Bermúda- eyjum, er viðskiptin við Kína. Utanríkismálafréttaritari brezka útvarpsins skýrði frá þessu í gær. Kvað hann Breta sækja fast að fá dregið úr hömlum á Viörusölu til Kína, svo að þeir gætu notað viðskiptamöguleika sem þar byðust. Bandaríkja- menn vildu hinsvegar hafa við- skiptabannið á Kína sem strangast. Macmillan og Eisenhower komu til Bermúdaeyja í gær ásamt utanríkisráðherrum sín- um og tugum annarra ráðu- nauta. Aftaka að Makarios erkibiskup fái að hverfa heím Brezka stjórnin hefur ákveðið að reyna að leysa Kýpur- deiluna með milligöngu framkvæmdastjórnar A-banda- lagsins. Lennox-Boyd nýlendumálaráð- herra skýrði brezka þinginu frá því í gær, að rikisstjórnin hefði ákveðið að taka boði Ismay lávarðar, framkvæmdastjóra A- bandalagsins, um að hann reyndi að miðla málum. Auk Bretlands eiga A-bandalagsríkin Grikkland og Tyrkland hlut að deilunni. Þá skýrði ráðherrann frá þvi, að ríkisstjórnin hefði ákveðið að vekja athygli Makaríosar erkibiskup á Kýpur, sem Bret- ar fluttu í útlegð til Seychelles- eyja í Indlandshafi. á boði EOKA-hreyfingarinnar um að hún skuii láta af árásum á Breta á Kýpur ef Makariosi verði sleppt úr haldi. Lennox-Boyd kvað brezku stjórnina fáanlega til að flytja erkibiskup af Seych- elleseyjum ef hann vildi lýsa andstöðu við valdbeitjngu EOKA. Ekki kæmi þó til mála *ð leyfa honum að liverfa heim til Kýpur að svo stöddu. Fréttaritari brezka útvarpsins á Kýpur sagðí í gær, að forusíu- mönnum grískumælandi eyjar- skeggja þætti lítið til boðs Breta koma. Þeim þætti g'engið fram- hjá sér með því að varpa deil- unni í kjöltu A-bandalagsins. Þannig var Alþýðuhúsið á Siglufirði á sig komið þegart búið var að moka af þakinu eftir fannfergið mikla. Lijósm. Hannes Baldvinsso® Auðveldaður aðgangur að skip-f- stjórnarrétdndum á hátum BráðabirgSaráðstöfun vegna vöntunar á réttmdamönnum | Frumvarp um breytingu á lögum um atvinnu við sigl- ingar kom til 1. umr. í efri deild Alþingis í gær, en sjávar- útvegsnefnd þeirrar deildar flytur frumvarpið að beiöni sj ávarútvegsmálaráðherra. j Bjöm Jónsson skýrði málið í framsöguræðu og lagði áherzlu á að tilgangur frumvarpsins væri sá, að auðvelda mönnum aðgang að námi, sem veiti rétt til skipstjórnar á hinum stærri vélbátum, en skortur á skip- stjórnarmönnum með lögmæt réttindi liefur verið vaxandi vandamál vélbátaútvegsins hin síðari ár. Efni frumvarpsins lýsti framsögumaður á þessa leið: „1 frumvarpi því sem hér er til umræðu er gert ráð fyrir að um tiltekið árabil verði nokkuð slakað á kröf- um um skólagöngu jæirra sem skipstjórn hafa með liöiidum á vélbátum allt að 100 rúmlestir, þannig að í stað gildandi lagakröfu um tveggja vetra nám komi á- kvæði um fjögurra mánaða námskeið til undirbúnings svonefndu minna fiskimanna- prófi ér þessi réttindi veiti í Lýsa óánægju yfir aðgerðarleysi Aiþingis í herstöðvamálimum Á fjölmennum félagsfundi MFÍK var gerö eftir- farandi samþykkt: ,,Fundur í Menningar- og friðarsamtökum ís- lenzkra kvenna, haldinn 11. marz 1957, lýsir óá- nœgju sinni yfir aðgerðaleysi Alþingis í herstöðva- málunum og telur stjórnarflokkana hafa brugðizt loforðum sínum við kjósendur fyrif síðustu kosn- ingar, um brottflutning varnarliðsins, og vœntir, þess að hafizt verði handa seni allra fyrst um uppsögn herstöðvasamningsins." .1 innanlandssiglingum. 1 annan stað er gert ráðl fyrir að bráðabirgðaákvæði núgildandi laga um skips- stjórnarréttindi á skipum allt að 75 rúmlestum verði rýmkuð frá 85 lestum í 100 lestir án undangengins náms. I þriðja lagi er gert ráð fyrir að nám þetta sé ekki bundið við stýrimannaskól- ann heldur verði liorfið að því ráði að halda auk ár- legra námskeiða við hann, tvö námskeið utan Reykja- víkur og verði þau til sldptisr á ísafirði, Akureyri, Nes- kaupstað og lrestmannaeyj- um, annað hvort ár á livcrj- um stað. Þessi námskcið öll verðí þó á vegum Stýrí- man naskólans". Fnimvarpið sjálft og greinar- gerð þess er birt á öðrum stað í blaðinu. Björn lauk máli sínu með því að undirstrika, að ákvæði frumvarpsins væru aðeins hugs- uð til bráðabirgða um næsta fimm ára skeið, til þess að ráða bót á vanda, sem von- andi yrði einungis tímabundinn. „Hefur ekki þótt hæfa að ákveða til frambúðar að slaka á knöfum til þekkingar skip- stjómarmanna, en hins vegar talið að sú millileið, sem hér er lögð til að farin verði, tryggi eins og á stendur meira öryggi mannslífa, verðmæta og at- vinnu en sú skipan, sem nú hef- ur um skeið viðgengizt", sagði framsögumaður. Umræðu lauk og var málimA vísað til 2. umræðu með sam* hljóða atkvæðum. w

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.