Þjóðviljinn - 21.03.1957, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.03.1957, Blaðsíða 3
Fknmtudagur 21. marz 1957 — ÞJÖÐVILJINN — (3 Þannig tryggir íhaldið Reykvíkingum nægl e§ ódý rt byggingareíni: Sandnám Reykjavíkur lagt niður Sandnámur bæjarins þrotnar — íhaldið svíkst um að afla nýrra og lætur einstaklinga ná yfirráðum yfir þeim VerBur hafin samvinna við rannsóknarróð rik- isins um leif að sandi i nógrenni Reykjavikur? „Bœjarstjórnin lítur mjög alvarlegum augum á það ástand, sem skapast hefur í byggingamálum bcejanns við þrot steypuefnis í sandnámi bæjarins við Elliðaárvog og nú Jiefur leitt til þess að leggja Jiefur orðið niður sandnámið þar. Er bæjarráði falið að leita allra tiltækra ráða til að tryggja bænum og bæjarbúum nothæft eíni til steypugerðar, og vill bæjarstjórnin í því sambandi vekja athygli á þeim möguleika að tekin verði upp samvinna við rannsóknarráð ríkisins um sem ná- kvæmasta leit að sandi hvarvetna - í nágrenni Reykjavíkur, sem leitt gæti til áraiigurs". Nei, þið megið ekki halda að þetta sé samþykkt bæjarstjórn- ar Reykjavikur. Þetta er tillaga sem Einar Ögmundsson flutti á bæjarstjórnarfundi 21. febr. S.I., og íhaldið fékk umhugsun- arfrest á, og frestað var til eigin framkvæmda, og jafnframl að auðvelda bæjarbúum almennt aðgang að slíku efni. Um nauðsyn þessarar starí- semi verður ekki deilt. í hrað- vaxandi bæ eins og Reykjavík hefur það geysilega þýðingu að ;■■■■«■■■■■■■■■■■«■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■«■■ ■■■■■■«■•! ■*■■■■■! Loforð og efndir íhaidsins Fyrir hverjar bæjarstjórn- arkosningar bregöur íhaldiö í Reykjavík um höfuð sér geislabaug og gefur út „Bláu bókina“, skraut- myndabók meö fallegum teikningum af því sem þaö ætli aö gera og fallegum myndum af því sem minni- hlutinn í bæjarstjórn hefur neytt það til aö gera. í „Bláu bókinni“ 1954 gat m.a. aö líta þessi loforö: ,,Aö bærinn hafi jafnan til sölu byggingarefni, sand og möl og reyni aö gera þá framleiðslu sem ódýrasta. Gerðar hafa verið ráð- stafanir til þess að auka af- köst sandnáms og grjót- náms, vegna yaxandi þarfa fyrir byggingarefni. Gerðar hafa verið tilraun- ir meö aö dæla sandi úr sjó. Ákveðiö hefur verið að afla þvottatækja fyrir sand- hörpunartækin til að auka afköst og bæta gæðin“. Efndir íhaldsins eru í stuttu máli: Sandnám Reykjavíkur- bæjar var lagt niður í vetur eftir 47 ára starfrækslu framhaldsumræðu. í dag er 21. marz. íhaldið hefur verið að hugsa sig um, og á bæjarstjórn- ■arfundinum í dag er þetta mál til umræðu. Tilgangur og nauðsyn sandnáms Sandnám Reykjavíkurbæjar var stofnað 1910 og hefur því verið starfrækt í 47 ár, eða þar til bæjarráð samþykkti um miðj- an febrúar s.l. að leggja það þegjandi og hljóðalaust niður! Tilgangurinn með starfrækslu sandnámsnins hefur vitanlega verið sá frá upphafi að sjá bæn- um fyrir nægum sandi og möl til sandnánisins — en engar ráð- stafanir gerðar til þess að bær- inn eignaðist nýjar sandnámur. Þvert á móti horfði bæjarstjórn- armeirihlutinn á það aðgerðar- laus, að einstaklingar keyptu upp malar- og sandnámur i ná- grenni þæjarins. Lagði blessun yfir það Og íhaldið horfði ekki aðeins aðgerðarlaust á það, heldur rök- studdi aðgerðarleysið með því að bærinn ætti ekki að vera aö keppa við einstaklingana. Eæru- Ieysi og vanþekking íhaldsmelrl-* hlutans í þessu máli er með fá- dæmum, því aðeins nokkruna vjkum eftir að bæjarstjóriiiœ samþykkti fjárhagsáætlun fyrir Sandnám Reykjavíkurbæjar á þessu ári, leggur íhaldið til fl bæjarráði að lcggja sandnámið niður — og samþykkir það þar! Fyrir mánuði lögðu sósialistaii til í bæjarstjórn að tekin værij upp samvinna við rannsóknar- ráð ríkisins, um leit að sand- námi. fhaldið hefur haft þá til-t lögu til umhugsunar í 4 vikur„ — og í dag kemur máiið aftusi til umræðu. Skortur á skipstjórnarmönnum Framhald af 12 síðu. 1956, um endurskoðun laga um atvinnu við siglingar á ís- lenzkum skipum og lögum um stýrimannaskólann í Reykja- yík, með sérstöku tilliti til þess, hverra breytinga á þessum lög- um sé þörf vegna þróunar síð- ari ára í siglinga- og fisk- veiðamálum landsmanna. Enn fremur verði athugað, hversu megi á hagkvæmastan hátt auðvelda mönnum aðgang að hæfilegu námi, er veiti réttindi til skipstjórnar á hinum stærri vélbátum. Er þess óskað, að niðurstöður umræddrar endur- skoðunar og tillögur til breyt- inga á lögum verið lagðar fyr- ir næsta reglulegt Alþingi.“ 5. júlí 1956 skipaði sam- göngumálaráðuneytið þriggja manna nefnd til þess að endur- skoða lög nr. 66 17. júlí 1946, um atvinnu við siglingar á ís- lenzkum skipum, að því er til skipstjórnarmanna tekur, og lög nr. 5 14. marz 1955, um stýrimannaskólann í Revkja- vík með sérstöku tilliti til þess hverra breytinga á lögunum sé þörf vegna þróunar síðari ára í siglinga- og fiskveiðamál- um landsmanna. Enn fremur skyldi nefndin athuga, hvernig unnt væri á sem hagkvæmastan hátt að auðvelda mönnum að- gang að hæfilegu námi, er veiti réttindi til skipstjórnar á stærri vélbátum. 1 nefndina voru skipaðir Friðrik. Ölafsson skólastjóri stýrimannaskólans, formaður, og með honum þeir Einar Thoroddsen hafnsögu- maður og Magnús Þ. Torfason prófessor. Menntamálaráðuneytið hafði 7. maí s.á. skipað aðra nefnd til að endurskoða lög og reglu- gerðir varðandi vélfræðikennslu hér á landi, og eru í þeirri nefnd þeir Þórður Runólfsson öryggismálastjóri, sem er for- maður, og með honum Davíð Ólafsson fiskimálastjóri og Steingrímur Jónsson rafmagns- stjóri. I skipunarbréfi nefndar þeirrar, er samgöngumálaráðu- neytið skipaði, var fram tekið, að æskilegt væri, að báðar nefndirnar gengju að lokum sameiginlega frá frumvarpi til laga um atvinnu við siglingar. í lok síðastliðins árs • hafði nefnd sú, er samgöngumála- ráðuneytið skipaði, nær lokið störfum, en upplýst var, meðal annars af fonnanni nefndar þeirrar, er menntamálaráðu- neytið skipaði og um getur hér að framan, að ekki væru líkur til, að sú nefnd mundi ljúka störfum það snemma, að niðurstöður hennar yrðu lagðar fyrir Alþingi það, er nú situr, og fór þá samgöngumálaráðu- neytið þess á leit við nefnd þá, er fjallaði um réttindi skipstjórnarmanna, að hún skilaði áliti, sem síðan yrði lagt fyrir það Alþingi er nú situr. Með bréfi, dags. 15. febrúar 1957, skilaði nefnd sú, er sam- göngumálaráðuneytið hafði skipað 5. júlí 1956, áliti. Enda þótt ráðuneytið sé til- lögum nefndarinnar sammála í grundvallaratriðum, getur það þó ekki fellt sig við þær ó- breyttar. Einkum sýnast ráðu- neytinu varhugaverðar tillöguy nefndarinnar um tilhögun prófa sem lagt er til að verði einung- is haldin hér við stýrimanna- skólann í Reykjavík, en ekki zí sama stað og námskeiðin að hverju námskeiði loknu. Ráðu- neytið telur, að þetta ákvæðii verði til þess að draga úr að- sókn að prófunum og þannig til þess að hindra, að það tak- ist að' leysa þann vanda, sens fyrst og fremst verður að horf- ast í augu við, að afla nægi- lega margra réttindamanna ti3 skipstjórnarstarfa á bátaflotan- um, ekki með undanþáguveit- ingum, eins og gert hefur verið nú um nokkurra ára skeið, ti| að firra vandræðum, helduf með því að færa þeim mörgu mönnum, sem lokið hafa skip- stjómarprófi fyrir allt að 30 rúmlesta báta, hentugt tækifærii til að afla sér aukinnar mennt- unar, sem nægi til skipstjórnae á allt að 100 rúmlesta bátum. Virðist ‘ ráðuneytinu heppi- legri sú leið, sem farin var með hið minna fiskimannapróf sam- kvæmt lögunum um atvimug við siglingar á islenzkum skip« um, nr. 104 23. júní 1936, eia samkvæmt 19. gr. laganna uM stýrimannaskólann í Reykjavik* nr. 100 23. júní 1936, skyldiS þessi próf haldin annað hverl ár, á sömu stöðum og hér etl lagt til og sama tíma. Þessi tilhögun var, eins og kunnugt er, lögð niður árið 1945. Að öðru leyti er frum- varp ráðuneytisins samhljóð® tillögum nefndarinnar. íbúamir geti fengið nóg af slíku byggingarefni. Fáhn og kæruleysi íhaldið hefur líka ætið fyrir hverjar kosningar auglýst skiln- ing sinn á þessu, — en frarn- kvæmdir hafa elcki orðið aðrar en kosningaloforðin. Vinnubrögð þess í máli þessu hafa einkennzt af fálmi og kæruleysi. Á sama tima og sýnt var að sandnámur bæjarins voru á þrotum voru keypt tæki til "\ CD H Ö IJTSALA á borðlömpum, skermum o Stórlækkað verð Lítið í gluggana ii. C5 H raftækjadeild — Skólavörðustíg 6 — Sími 6441 IR §Qnr&€MH44fðt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.