Þjóðviljinn - 17.05.1957, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.05.1957, Blaðsíða 6
$&£* ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17. taaá íSMf PIOÐVIUINN Útgefandi: Semeiningarflokkur alpýðu — Sósialistaflökkurinn Kveinstáfir hinna vonsvikne Morgunblaðið skýrir frá því í gær að íhaldsstjórnin í Iðju hafi samþykkt vítur á aiiðstjórn og efnahagsmála- nefnd Alþýðusambands Is- lands út af því að þessir for- wstuaðilar í heildarsamtökum verkalýðsins töldu ekki að Jbessu sinni rétt að verkalýðs- félögin legðu út í almennar samningsuppsagnir. Er Morg- unblaðið ákaflega fagnandi ' yfir því að geta greint frá þessu framtaki Iðjustjórnar- innar og telur sýnilega að það 1 sé mikið áfall fyrir forustu feeiidarsamtakanna! ! \ Vítur sendimanna íhaldsins í Iðju eru ekkert undrunar- ' efni eða neitt sem Morgun- ' Maðið þarf að miklast af. Öll- um almenningi er ljóst hvern- ig núverandi stjórn Iðju er til orðin. Hún er ávöxtur af ná- ¦ inni samvinnu íhaldsins, í- haldskratanna og iðnrekenda : sjálfra. Baráttan fyrir kosn- ; ihgu hennar var ein af ofsa- ' fullum tilraunum auðstéttar- ; flokksins til að brjóta verka- : lýðshreyfinguna niður innan f rá og torvelda núverandi ! stjórnarflokkum uppbygging- '• arstarfið. Hvatir íhaldsins ! voru fullkomlega eðlilegar og : í samræmi við þá stefnu þess : að veikja verkalýðshreyfing- una og koma í veg fyrir sam- ¦ starf hennar við þá vinstri ' stjórn sem mynduð hefur ver- ! ið í landinu. Hitt hefur ýms- Um verið meira undrunarefni í að Alþýðuflokkurinn skyldi ' reynast svo heillum horfinn : áð veita höfuðandstæðingi al- ' þýðusamtakanna fullan stuðn- I ing til að brjóta stéttarsam- | tök iðnverkafólks undir á- : hrifavald sitt. Þessi stuðning- ' ur var íhaldinu látinn í té að | rAði fámennrar en ofstækis- * fullrar íhaldsklíku í Alþýðu- | fjokknum sem raunverulega ! er í andstöðu við ríkisstjórn- : iixa. Heiðarlegir Alþýðuflokks- inenn hafa þunga raun af Jjessu atferli og skilja hætt- 1 una sem í því felst fyrir : v«rkalýðsféi"gin og, framtíð ! stjórnarsamstarfsins. i : Samþykktin sem Morgun- blaðið er að grobba af frá íhaldsmönnum og íhaldskröt- um í stjórn Iðju er auðvitað gerð eftir pöntun frá yfirboð- mrum þeirra. íhaldið hafði lagt þá hernaðaráætlun að reyna að gera ríkisstjórninni 1 sem örðugast fyrir með því að spenna upp verðbólguna. Það var líka ætlun þess að hrekja verkalýðshreyfinguna trá öllum áhrífum á stjórn og Stjórnarstefnu. í því augna- miði að auðvelda framkvæmd bessarar áætlunar fengu iðn- ijekendur fyrirskipun um að hækka kaup iðnverkafólks ó- umbeðið. Þessi „rausn" iðn- rekenda átti að setja skriðuna af stað og íhaldið dreymdi um að hún skilaði því að nýju l tipþ í valdastólana. Þá átti að múna eftir iðnrekendum og gera skjótar ráðstafanir til að gera kauphækkunina að engu með hærri álagningu á iðn- aðarvörurnar. En það átti einnig að muna eftir fleirum og þá fyrst og fremst verka- lýðnum og launþegunum. Það var áætlun íhaldsins að fram- kvæma þá stórfelldu gengis- lækkun og fastbinda kaup- gjaldið. Það var sú kveðja sem launþegum Iandsins var ætluð eftir að íhaldið hefði fengið valdaaðstöðu að hýju. IVetta var vitað þegar verka- *¦ lýðsfélögin tóku almennt þá ákvörðun að segja ekki upp samningum að þessu sinni og fóru í því efni að ráðlegg- ingum Alþýðusambandsins og ef nahagsmálanefndarinnar. En það var fleira sem verkalýðs- félögin höfðu í huga við þá ákvörðun. Samtökin höfðu heitið ríkisstjórn vinstri flokk- anna stuðningi og starfsfriði til að berjast gegn óheillaþró- un verðbólgunnar og byggja upp öflugt og heilbrigt at- vinnulíf í landinu meðan reynsla væri að fást af að- gerðum hennar í efnahagsmál- unum. Það lá fyrir að kaup- mátturinn yrði sá sami 1. Júní n.k. og hann var í ágúst í fyrra þegar - ríkisstjórnin stöðvaði verðlag og kaupgjald. Var þó aðeins reiknað með þriggja stiga vísitöluhækkun 1. júní en komið er nú í ljós að hækkunin verður stigi hærri. Það lá einnig fyrir að sú verðhækkun sem orsakað- ist af álögunum á sl. vetri til aðstoðar við sjávarútveginn, væri nú þegar að mestu kom- in fram og ekki myndi ann- arra verðhækkana að vænta á næstunni en hugsanlegra hækkana á innlendum iðnað- arvörum vegna verðhækkunar á hráefni. í kvörðun verkalýðsfélaganna ** var því gerð að vel athug- uðu og yfirveguðu ráði. Þau vita að fenginni reynslu áð engum er aukin verðbólga háskasamlegri en einmitt verkalýðnum sjálfum og öðr- um launastéttum. En íhaldið varð fyrir sárum vonbrigðum og iðnrekendur sitja eftir með sárt ennið. Þegar svo er á- statt er ekki óeðlilegt að í- haldssendlarnir í stjórn Iðju séu látnir gefa frá sér hljóð og kvarta undan þvi að hern- aðaráætlun húsbændanna hafi mistekizt. Enginn heilskygn verkamaður, verkakona eða launþegi yfirleitt tekur minnsta mark á slíkum kvéin- stöfum. Þeir eru aðeins vott- ur um þann mikla og eftir- minnilega ósigur sem íhaldið hefur beðið og vonbrigðin sém hann hefur valdið í liði þess og þá ekki sízt meðal iðnrek- endanna sem ginntir voru til kauphækkunar sem þeir eru vonlausir um að fá endur- greidda. uffitíbínqsir rv6rcð«V Síðastliðinn sunnudag mun aö sjá á honum og því að hann situr ekki í !j Ólafi Thórs og létu sér ríkisstjórn með íhalds- nægja eina andlitsmynd mönnum, heldur í stjórn af báðum. Virtist váka sem setti í stjórnarsamn- fyrir greinarhöfundi, að ing sinn m. a. ákvæði úm enn vanti nokkuð á, að framkvœmd tillögunnur lauk Reykjavíkurbréfi mynd peirra Guðmundar frá 28. marz 1956, um Morgunblaðsins á því. að í. Guðmundssonar og Ól- brottflutning bandarísks reynt var að særa utan- afs Thórs renni einnig hers af Islandi. Hlýtw ríkisráðherra, Guðmund 1. saman í hugum fólks hér pað að teljast ráðlegt ®Ö Guðmundsson, til að herða heima, svo pár yrði engin flokkur hans reyni að gera sig í baráttunni fyrir sam- aðgreíning sjáanleg. ráðherranum skiljan- legt, áður en mjög langt j um líður, að vinsældir hans meðal Morgunblaðs- Því er ekki að leyna að manna eru í öfugu hlut- í núverandi ríkisstjórn, öllum porra stuðnings- falli við vinsœldir ham hefur verið í dálæti hjá manna núverandi ríkis- rríeðal fylgjenda núver- Sjálfstœðisflokknum frá stjórnar hafa orðið pað andi ríkisstjórnar, ej pví kunnugt varð um vonbrigði hve mjög nú- verða mœtti til pess áð skipun hans, sagt dálítið verandi utanríkisráðherra hann áttaði sig á pví, esÖ ómjúklega að Sjálfstæðis- hefur reynt að prœða mál- honum var ætlað að vera flokkurinn teldi pað ekki flutning íháldsins í um- utanrikisráðherra í vinsíri nóg að ráðherrann táli svo rœðum um alpjóðamál, og stjórn, en ékki hjú Bjartm suður í Bonn að par- pað svo að hann virðist Benediktssonar. lendir menn kynnu ekki stundum með öllu gleyma eiginlegum hugsjónum hans og peirra Morgun- blaðsmanna. Var ráðherr- anum, sem einn ráðherra fvTNT*#srr*\r^#^sr^r*r^N#\Tvr*w^rrvr*r*r«rvr^NT#* Kaupmaður kaupir bíl — — Dýrt leikíang — UM DAGINN sagði Velvakandi Morgunblaðsins frá bílkaup- um kaupmanns nokkurs hér í bæ, en kaupmenn eru sú stétt sem mest hefur kvartað undanfarið um slæma afkomu hjá sér og viljað fá að leggja meira á vöruna. Hefur Morg- unblaðið einmitt verið vett- vangurinn, þar sem slíkum kvörtunum hefur verið komið á framfæri. Bílkaupasaga kaupmannsins var í stuttu máli þessi: Kunnur leigubíl- stjóri hér í bæ átti Mercury 1957, glæsilega bifreið, sem mörgum varð starsýnt á á götunni. Þessa bifreið vildi kaupmaðurinn eignast — og eignaðist, en hún var skilj- anlega ekki gefin. Kaupmað- urinn lét fyrir hana bíl sem hann átti, Pontiac '55, og auk þess skitnar hundrað þúsund krónur í peningum! Sem sé: Kaupmaðurinn skipti á Mercury '57 og Pontiac '55 pg gaf hundrað þúsund krónur á milli. Það voru nú öll bágindin á þeim bænum! Áð sjálfsögðu skal tekið fram, að ég ábyrgist ekki að sagan sé „pottþéttur sannleikur". Hún var sem sé í Morgunblaðinu! En eigi að síður er hún gott dæmi um heilindi Morgunblaðsins í á- sökunum þess á ríkisstjórn- ina og aðgerðir hennar í verðlagsmálum. Dag eftir dag, viku eftir viku, hefur því verið lýst með sterkum orðum í Morgunblaðinu, hve aðgerðir stjórnarinnar kæmu hart niður á kaupsýslumönn- unum, manni hefur jafnvel skilizt, að þeir væru allflest- ir að komast á vonarvöl. Svo upplýsir þetta sama Morgun- blað, að sumir kaupmann- anna, a. m. k. hafa, þrátt fyrir harðærið, sem þeir eiga að búa við vegna aðgerða stjórnarinnar, efni á að kaupa sér dýr leikföng, ef því er að skipta. — ekki á ílæðiskeri staddur Bréf frá dýravini — DÝRAVINUR skrifar: — „Nú kvað eiga að gera það að skyldu að eitra fyrir refinn og minkinn. Sú aðferð við að útrýma villidýrum hér, hef- ur verið illa þokkuð, og margir ötulir refaeyðar nota hana alls ekki. Og nýlega rakst ég á grein eftir Carlsen minkabana, þar sem hann segist ekki eitra fyrir mink- inn. Þegar eitrað er þanaig fyrir dýrbíti út á víðavaagi, getur eitrið hæglega orðið öðrum saklausum skepnum að bana líka, t. d. fyndist aaér ekki ólíklegt, að með þeesu yrði erninum (örninni) át- rýmt með öllu, og teldí ég það mjög illa farið. Þá geta og hundar og jafnvel fleiri skepnur komist í eitrið og drepizt af því. Og þótt rafir og minkar séu hin mestu skaðræðisdýr, þá finnst cnér þessi aðferð við að tortíma þeim ómannúðleg og haxð- brjósta. Aðalsafnaðarfundtir I ¦ i Háteigssóknar, verður haldinn sunnudaginn 19. mai 1957 kl. 3 e. h. að lokinni messu í hátíðasal Sjómannaskólans, Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kirkjubyggingarmálið. Líkan og teikningar af fyrirhugaðri Mrkj«. safnaðarins verða til sýnis á fundarstað. 3. Önnur mál. Sóknaraefndia, • *anHKM*w »»«••¦¦*«¦*¦««*»¦»•• ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦PHI .¦¦¦¦¦¦ ¦¦¦¦¦ ¦ •¦ ¦ Lans staða ffiH •x-xhrX .1«!' s B Laus staða á byggingarefnarannsóknarstofu iðnaðar- • deildar. (sjá augl. atvinnumálaráðuneytisins í Lögbirt- : ingabl. 11. 5. '57) Byggingarverkfræðingur óskaBt. i ATVINNUDEILD HÁSKÓLANS, iðnaðardeUd : ¦ Aðalf undur Skógræktarfélags Reykjavíta verður haldinn þriðjudaginn 21. maí kl. 20.30 í Tjarnar- café. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Stjómin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.