Þjóðviljinn - 17.05.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.05.1957, Blaðsíða 7
FSsfötiiag»r 17. rnai 1957 — ÞJÖ&VLhJINN r- (7 ; Sænskur bókmenntafræð- ingur hefur skrifað bók um Halldór Kiljan Laxness. Og þaö er ekkert kver: tvö bindi, 384 + 611 = 995 blaðsíður, auk nokkurra myndasíðna, skírnisbrot. Stærra rit hefur vist ekki verið samið um ís- lenzkan höfund; og fer vel á því, að svo mikil bók sé helg- uð svo dýru skáldi. Höfund- uriam er Peter Hallberg, fyrrum sendikennari við Há- skóla íslands, nú dósent í bókwienntum við háskólann. í Gautaborg. Við eigum honum skuld að gjalda. Fyrra bindið, „rannsókn á æskuyerki Laxness", nefnist Den store vavaren: Vefarinn mikii, enda er sú saga megin- viðfangsefni þess. Hið síðara heit&' Skaldens hus eftir þriðja bindi Ljósvíkingsins, undirtitill: Skáldskapur Lax- ness frá Sölku Völku til Gerplu. Otgefandi verksins er Rabén & Sjögren / Vi í Stokkhólmi; fyrra bindið kom út árið 1954, en hið síðara á asestliðnu hausti. Þjóðvilj- inn sagði frá þeim báðum í aliMeanum fréttum, sem þau koMu út; en það var alltaf æthrón að greina frá þeim nokfcru gerr, og er mikil hneysa hve lengi það hefur dregfet. Það er vesæl huggun að sum önnur blöð okkar hafa ekki einusinni frétt að bókin hafi verið skrifuð, og munu þau raunar aldrei frétta það. íPeter Hallberg segir í for- mála fyrra bindis: „Það ligg- ur í hlutarins eðli, að ævisaga fær hlutfallslega mikið rúm í íýsingu á æskuskeiði rithöf- undar, áður en list hans þroskast og skáldskaparein- kenni hans ákvarðast. .... í síðara bindinu ... skipa ævi- atriði þrengri sess. Persóna skáldsins hverfur að baki verkum þess eða samsamast þeim. Hin listrænu vandamál skáldskaparins verða höfuð- atriði". Nú kynnu ýmsir að ætla að síðara bindið sé þeim mun veigameira sem bækur stór- skálds skipta meira máli en fábreytt ævi þess. Þó er það ugglaust, að íslenzkum lesend- anda er fyrra bindi verksins drýgri fengur en hið síðara. Mvi Laxness var ekki fá- breytt í æsku, en alveg sér- staklega erum við ókunnugri yngri árum hang en síðari Verkum. Peter Hallberg segir Okkur t.d. fátt nýtt um Atóm- stöðina, en það er hvorki þrot né endir á stórtiðindum af andlegum umbrotum Laxness í Vefaranum mikla. Allt fyrra bindið og þrír fyrstu kapítul- ar hins síðara eru stórmerki og opinberanir: heimsköpun- arsaga Halldórs Kiljans Lax- ness, og það er ovíst hún verði öðru sinni betur sögð. Þegar hér er komið verki Hallbergs, hefur Laxness komizt að varanlegri niður- stöðu um sjálfan sig og ver- öldina, hann hefur sleppt guði og fundið manninn — og hef st nú handa um þau stór- virkl, sem urðu honum frægð og* íslandi vegur. Útlendir menn munu lesa greinargerð- ir Hallbergs um þau verk af ódignuðum áhuga; en okkur löndum hans, sem erum hand- gengnir þeim, kemur nú færra á óvart áður í þessu verki — það eru ekki aðrar eins stór- f réttir lengur. Sannarlega kemur þó sitthvað merídlegt og sbemmtilegt á daginn, svo sem um þróunarferil sagnanna í handritum skálds- ins og sannsögulega atburði sem það vinnur úr — það ,er mikil bókmenntasaga. Hóf- semi höfundar í ályktunum og dómgreind hans bregðast ekki fremur en fyrr. Manni virðist hann kannski ekki skyggnast eins djiipt í greinargerðum um Ljósvíkinginn og Islands- klukkuna og okkur fyndist á- stæða til; eh allt mái hans ber vitni einlægri virðmgu fyrir skáldskap Laxness og næmum skilningi á marg- slungna list hans, svo og kunn- áttu í bókmenntakönnun og nákvæmni um meðferð stað- reynda. Bókin er yndislestur frá upphafi til enda, verkið lofar meistarann. Og skulum við nú drepa á efnisskipan þess. Vefarinn miMi skiptist i 11 kapítula, en hver kapítulí f marga undirkafla. Þar segir hans." Siðan eru sérkapítular um allar seinni skáldsögur Kiljans, einn um Russlands- ferð, annar um Rauða penna, hinn þriðji um andlægni og hiutlægni í stíl skáldsins — samtals þúsund blaðsíður af hlutlægri bókmenntasögu, sannferðugri ritskýringu. Við grípum niður í verkið á einum stað og lesum undan og ofan af um Rauða kverið, sem við höfum.. aldrei áður heyrt getið. Laxness sendir Stefáni Ein- arssyni slitrin af þessu hand- riti frá Los Angeles í október 1929. I meðfylgjandi bréfi kveðst hann hafa skrifað Rauða kverið í Þýzkalandi og Austurríki veturinn 1921-'22, handritið hafi verið um 300 síður ef hann muni rétt, upp- haf bókar sem aldrei hafi orðið lokið. Þessu handriti lýkur samt á 192. bls., en 83 síður vantar þó inn á milli — það eru þannig til 109 bls. af Rauða kverinu. Hallberg kveður það fyrst nefnt í bréfi rote Biichlein", af því mér þótti ekki sæma að skrifa slík stórmæli nema með rauðu bleki: en það táknar blóð". Peter Hallberg hefur úr mörgum , stað borizt efni í Peter Hallberg verk sitt, auk alls þess sem liggur prentað eftir Laxness: skáldverk, greínar, ræður, \ið- töl. Hann heftir t.d. orðið sér $t0rv@rfc um Immss fremst af uppvexti, sbóla- göngu og fyrsta skáMskap Laxness. En hann fór fyrst til útlanda 17 ára að aldri; 19 ára heldur hann af stað öðru sinni að sigra heiminn, og næsti kapítuli heitir ISvrópa eftiretríðsáranna. Þá segir af siðaskiptum Laxness og klausturvist, 4. kapítuli: Heima. á íslandi 1924-25. Fimmti kapítuli f jallar um „ytri sköpunarsögu" Vefarans mikla, en síðan kemur efn- isútdráttur. Þá er kapituli um Tíðarandann og nútíma- manninn, annar um Konuna og Vefarann mikla, kafli um stílfyrirmyndir, Vefarinn mikli og íslenzkur veruleikur og að lokum Vefarinn mikli sem persónulegt skilriki. Pyrsti kapítuli í Húsi skáMs- ins segir af dvöl Laxness f 9 • Halldór Kiljan Laxness heima 1926-1927, næsti: 1 Ameríku 1927-1929, þriðji: Alþýðubókin — sósíalisminn, fólkið, ísland. Þessir 2 síðari kaflar, sem eiga að því leyti sammerkt að Alþýðubókin var skrifuð I Ameríku, eru nær 90 bls. að lengd; og skýr- ir höfundur það þannig í for- mála seinna bindis að „reynsla (Laxness) á þessum tíma leggur í svo ríkum mæli gruiininn að öllu síðara verki höfundar til Einars Ölafs Sveinssonar, frá Leipzig, 28. október 1921. Segir Laxness þar að hann sé einmitt núna að draga saman efni í heim- spekiritið sitt. 1 bréfi til sama mauns, rituðu á Fjóni 20. september 1922, kveðst hann vinna. 14-16 stundir á dag að Rauða kverinu og muni ljúka þvf eftir 10 daga. 1 janúar 1923 skrifar hann Jóni Sveinssyni frá klaustr- inu í Clervaux, að Rauða kver- ið lýsi þróun sinni síðustu ár- in heima á Islandi, ævintýr- um sírium fyrstu árin í út- löndum áður en hann kynntist kaþólsku kirkjunni, leit ungs manns að fótfestu, manns sem þreifar sig áfram gegnum hvert heimspekikerfið af öðru, án þess að finna það sem hann leitar — unz hann að lokum uppgötvar bænina og mátt hennar. Þar lýkur bók- inni. Þá kveðst hann hafa von úm að bókin komi út með vorinu; Guðm. G. Hagalín, ritstjóri á Seyðisfirði, hafði boðizt til að gefa hana út. Sú ráðagerð rann þó út í sand- inni, og Rauða kverið var aldrei prentað. Samt er það á dagskrá enn um hríð, 17. ágúst 1924 skrifar höfundur Jóni Helgasyni að nú ætli hann að endurskoða og stytta handritið, en 5. nóvember um haustið segir hann sama inanni að hann hafi stórverk í smíðum og láti þann hluta kversins, sem ekki verði kast- að, ganga inn í það. Þetta stórverk var Heiman ég fór, sem var héldur ekki prent- að, fyrr en 28 árum síðar; og má hér skjóta því inn, sem segir þar um kverið: „Eg man hvernig ég hugs- aði þá: það sem hefur komið fyrir sál mína er efni í bók, hugsaði ég, settist síðan að borðinu og fór að skrifa þessi stórtíðíndi. Eg skrifaði í sex vikur samfleytt og nefndi blöðin á þjóðversku „Das úti tim ótalmörg bréf skálds- ins til ýmsra manna; hafa nokkrir þeir helztu þegar ver- ið nefndir, en að« auki má nefna bréf til fyrri konu hans og Erlends í Unuhúsi. Þá skulu nefnd handrit Laxness, en hann skrifar ævinlega mörg handrit að sögum sínum og hefur gætt þeirra flestra af fágætri dygð. Sjálfur hef- ur hann og verið óþreytandi að svara, munnlega og bréf- lega, spurningum höfundar jafn óðum og hann samdi verkið; og að lokum er engu líkara en Hallberg hafi lesið öll blöð á fslandi síðan 1920. Hefur hann aflað sér ýtar- legri og traustari þekkingar á ævisögu, þroskaferli og vinnubrögðum Laxness en nokkur maður annar; enn- f remur er hann svo margf róð- ur um sögu okkar næstliðinn mannsaldur, og svo vel heima í ýmsum atburðum sem skáld- ið gerir sér að yrkisefni, að vart skeikar. í sannleika sagt: sá sem þetta ritar þefur ein- ungis f undið eina'Smávægilega villu í verkinu. TDIagan um að flytja íslendinga suður á Jótlandsheiðar er ekki „hist- orisk" — Jón Sigurðsson blessaður diktaði þessa sögu eitt sinn er hann þurfti að taka Dani í karphúsið. Fótur- inn fyrir sögu Jóns mun vera dönsk tíllaga frá 18. öld að flyt,ia 500 tslendinga til Vest- urindía. Aðdáun Hallbergs á list Laxness leynir sér hvergi. Hinsvegar koma ýmsir and- stæðingar hans á vettvangi dagsins við sögu, og er hlut- lægni höfundar í allri frá- sögn þeim mun merkilegri. 1 þessu sambandi má vekja athygli á því að Hallberg tel- ur síður en svo að hin sósí- alíska sýn Laxness, pólitísk- nr skilningur hans, hafi væng- stýft skáldskap hans — eins og sumir veiklyndir landar halda stundum fram. 1 lok þriðja kapítula síðara bmdia lýsir höfundur þvi skilmerki- lega, hvernig sérstök lifsýa og þjóðfélagsskilnúigur fái Iyft skáldskap í hæðir, hvem- ig skoðanabrigði Laxness eftíE Vefarann mikla hafi leyst skáldlega orku hans úr læð- ingi. Munu fáar ályktanir í þessari réttsýnu bók fara sanni nær. Ég drep á annað atriði, semi ýmsum mun þykja ekki síður raunaleg^t. Það kemur sein sé é daginn að ýms þau atvik, sem Hvatar-konur og Varðar* félagar kalla ljótust og fárán- legust í skáldskap Laxnessj hafa raunverulega gerzt í þjóðf élaginu; en það, sem allir hafa orðið sammála um aS kalla „fegurst" í verkum, hans, átti að jafnaði hvergi stoð nema í hjai'ta hans, í draumi hans. Má nú telja sennilegt að þeir, sem mest hafa borið sig upp undan lús- inni í Sjálfstæðu fólki, hafi einhverntíma þurft að klora sér í höfðinu af mjög hlut- kenndum ástæðum. Ritið er stórt, en enginn. ætli að efnið sé fullrætt. Það kemur jafnvel fyrir að höf- undur tæpir aðeins á efni, sem ætti skilið gaumgæfilega at- hugun. Síðasta setningin á 508. bls. síðara bindis er dæmj þess. Á því er ekki nokkur vafi að Laxness dulWæðir „með nokkrum hætti" sína eigin reynslu í sögu Þormóðaí' kolbrúnarskálds í Gerplu, (og enn er frægðin á dagskrá i Brekkukotsannál). Laxness hefur yfirleitt rætt margt iim frægð og frama á síðustu ár- um, og sýnist viðhorf hana markast af þeirri fullvissu að hvortveggja sé eftirsókn eftir vindi. Þorsteinn Erlíngs- son sagði að „. . . .heimsfrragð er köld, hversu vítt sem liún nær". Halldór Kiljan Laxness virðist skrifa undir þau orð, þótt hann beri vel raun frægð- arinnar í útlendum samkvam- um þar sem brosið er skyMu- kvöð. Það verða samdar doktcrs- ritgerðir og aðrar góðar bæk« ur um hverja einstaka skáld« sögu Laxness, um sérstök at« riði í verkum hans, um af- mörkuð tímabil í lífi hans -*• senn verða bækurnar um hanrj fleiri en bækurnar eftir hann, Enn er sitthvað á huldu nm ævi hahs og yerk fram tll þessa, en það kemur allt á dagi'nn. En það er trúa míra að langur tími líði þangað til honum verður helgað an;iað verk jafnmikið og rit Peters Hallbergs, svo vel stutt frum- heimildum, svo ýtarlegt urja manninn og list hans í hiild. Víst er um það að Vefíiinra mikli og Hús skáldsins vcrða alla daga grundvallarrit urra Halldór Kiljan. Laxness — Peter Hallberg hefur í hinut mikla verki sínu unnið starf brautryðjandans; þeir gerrí síðar koma standa um m^rgt á herðum hans, byggja á Veim grunni sem hann lagði. Verk hans er mikilvægt fraralag til íslenzkrar bókmennta- og" menningarsögu; Peter Hall- berg verður héðau af íslenzk- un ríkisborgari með líkunrt hætti og Konrad Mavirer og Kristján Rask. BJB.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.