Þjóðviljinn - 24.12.1957, Qupperneq 11
JÓLABLA3 ÞJÓSVILJANS 1557 »1
Fyrir réttum tveim hundruð
árum reikaði fátækur drengur
um þorpsgöturnar í Fuendetod-
os á hálendinu spænska. Ara-
gónska hásléttan, þar sem þorp-
ið liggur, er meðal þurrustti
staða í álfunni. Hún er aðeins
græn fjóra til fimm mánuði
ársins, svo skrælnar hún a£
þurrkum og hita, verður mó-
brún og lífvana. Hvergi er á
eða lækur, hvergi tré eins langt
og augað eygir, en miskunnar-
laus ofbirta sólarinnar leggst
eins og bölvun ofan á fótækt
leiguliðanna. Drengurinn reikar
um göturnar berfættur og tötur-
klæddur með krítarstubbinn í
vasanum; það er eina dýrmætið
sem hann á. Hann heldur um
hann í vasanum, lítur flóttalega
umhverfis sig öðru hverju, og
þegar enginn sér til, brégður
hann krítinni á liúsvegg; liann
er lítill og hrokkinhærður og
viðbragðsíljótur, þurfi hann að
taka til fóta. Samt eru húsvegg-
irnir be'vri en leirskorpan á
akrinum, þar sem hann dundar
sér í miðdegishvíldinni, meðan
acirir sofa; undir stÖkkunum
með stráhattana yfir andlitinu.
En þar getur hann aftur á móti
setið á einmæli við drauma
sína á meðan hann teiknar,
brosað og slett til höfðinu og
talað upphátt. Því handan við
hásléttu.na hillir upp turnana- í
borginni Zaragoza. í þeirri borg
er sagt að til séu menn sem
búi til myndir með litum, já
stórar myndir.
Stundum er likt og maðurinn
megi sín einskis gegn örlögum.
Hann er dæmdur til þess að
eiga sjáifan sig einan að við-
mælanda ævilangt. Umhverfið
er veggur, sem aldrei rofnar;
ófædd afrek mannsins verða
öll að rúmast í skurn hugans
En stundum er líkt og aðeins
þurfi örlítið atvik til að opna
glufu f þennan vegg; þá blasir
veraldarútsýnin við og ekkert
fær hamlað.
Og þar sem drengurinn reik-
ar u.m göturnar í Fuendetodos
þennan dag, kemur hann að
þorpskirkjunni þar sem gamall
munkur er að bera út ýmislegt
dót og snyrta til fyrir stórhátíð.
Meðal þess er lítið og snjáð íré-
skrín, se;n hefur um aldir stað-
iö á einu hliðaraltarinu. Hann
ætlar að bæta um það og riraga
á það lit. Góða stund sveimar
drengurinn í kring um litina
og skrínið, svo spyr hann hvort
nrunkurinn vilji lofa sér reyna.
Gamli inaðurinn virðir dreríg-.
inn fyrir sér, brosir og réttir
honum síðan hvorttveggja, lit-
ina og skrínið.
Varla liafði hevrzt' tii kvcld'
kiukknanna út á akurinn, þeg-
ar drengurinn tók á rás upp í
þorpið, og kvöld eftir kvöld
sat hann við skrínið sitt í kirkj-
unni, féklc að sjá tréskurðar-
myndir og koparstungur í bók-
um, byrjaði aftur, grét og mál-
aði yfir, unz loks einn dag, að
hann skilaði munknum ski'ín-
inu með þurrum litum, feiminn
og hróðugur í senn. A því var
mynd af tilkomu vorrar frúr.
Gamli maðurinn virti fyrir sér
skrínið og drenginn. Svo klapp-
Aíaja h'm nakta.
flokk með nautaatsmönnum,
lcemst niSur til strandar og
þaðan til ítaliu. En afrek hans
í því landi listanna eru þó fyrst
um sinn af sama tagi. Hann
verður ástfanginn, og auðvitað
Björn Th.
Björnsson:
aði hann á kollinn á honum og
sagði: Þú þyrftir að komast
til Zaragoza, kallinn minn.
Eitthvað á þessa leið hafði
gamla fólkið í Fuendetodos
söguna um fyrsta listaverk
Francisco Goya. Þegar spænska
borgarastyrjöldin brauzt út,
193G, stóð skrínið ennþá á altari
þorpskirkjunnar þar.
Atvik þetta, þótt lítið væri,
leiddi til þess, að karteusar-
munkurinn og presturinn á
stáðnum réðust í að koma Goya
til náms hjá málaranum José
Martinez, sem þá var forseti
listaháskólans í Zaragozt. Við
vitum það eitt um Goya llin
næstu árin, að hann var ekki
við eina fjölina felldur, var
skapbráður og mikill fyrir sér,
og er hann kvaddi borgina eftir
nokkurra ára nám, fór hann
þaðan ó flótta undan yfirvöld-
unum.
Iféðan lá leið hans til Madrid.
Þar tókst honum að komast í
skóla hjá málaranum Bayeu.
sem hafði laá einmitt verið kjör-
inn heiðursfélagi konunglegii
akademíunnar og naut rnikils
álits. En þótt G-oya. byðust
þannig nýjar framaleiðir, stillt-
ist skap hans ekki að lieldur.
Nóitt -eina finna mcnn hann,
jjar sem hann liggur í blóði
sínu á götunni með dólk í
hryggnum, — hann heyr ein-
vígi, syngur ástaljóð fyrir neð-
an gluggann hjá ríkum míra-
dórum og gerir í stuttu máli
allt það, sem við norðurbúar
ætlumst til að sannur spánvei’ji
geri. Seinna gengur hann í
skal það vilja honum til, að
ástmær hans er nunna. Hann
brýzt inn í klaustrið um nótt
og hyggst nema hana á brott.
Fyrir tiltækið er hann dæmdur
til dauða. Það bjargar þó höfði
hans, að spænski sendi’nerrann
í Róm er aldavinur kennara
hans, Bayeu, og gengur í per-
sónulega ábyrgð fyrir hann.
Nú virðist sem Goya haíi
hlaupið af sér hornin um sinn.
Hann staðnæmist í Ítalíu árin
1707—1771, sezt að í Parma og
verður djúpt snortinn af mál-
verkurn Antonios Correggio, er
starfaði þar í borg á árunum
1518 til 1530. Einnig rná telja
víst,.að hann ha.fi. orðið fyrir
verulegum áhrifum af list fen-
eyska málarans Tiepolo, en
hann starfaði í Madrid síðustu
ár ævi sinnai’ og lézt þar um
þetta leyti, 1770. Það er í
Panna, sem Goya kemur fyrst
opinberléga fram a sjónarsvið-
ið. Listaháskólinn þar efnir til
samkeppr.i. svo sem títt var á
þeiní árum, og velúr að verk-
efni: Hannibal horfir í fyrsta
sinn suður yfir Alpa til Ítalíu.
Goya tekur þátt í samkeppninni
og hlýtur önnur verðlaun. Því
miður er myndin nú glötuð, en
niðurstaða dómnefndarinnar er
ennþá til og gefur okkur nokkra
hugmynd um, hvert list Goya
stetnir. Þar segir: Akadcmíið
hefur með ánægju skoðað aðra
myndina, sem sýnir bæði fallegt
pensilfar, sterka tjáningu í and-
liti Hannibals og tígulega lík-
amsreisn þessa mikla herfor-
ingja. Ef herra Goya hefði far-
ið eilítið nær þeim skilyrðum,
sem keppninni voru sett, og
haft heldur meiri hömlur á lita-
meðferð sinni, hefðu honum
vafalaust verið veitt fyrstu
verðlaunin.
Héðan snýr Goya aftur til
Madrid, og þetta sama ár, 1771,
er hann kvaddur til þess að
skreyta dómkirkju Vorrar Frúr
í Zaragoza og stígur nú af einu
virðingarþrepinu á annað
hærra. Fyrrverandi kennari
hans, Bayeu, er nú orðinn kon-
unglegur hirðmálari, og er
Goya kvænist systur hans,
verður hann um leið aðstoðar-
málari við hirðina. Þessi nýi
. sess jafngildir ekki aðeins auði
og .metorðum, heldur er hitt
mikilvægara, að með þessu
gefst honum í fjrrsta sinn tæki-
færi til að kynnast listaverkum
hins mikla landa síns og fyrir-
rennara, Velázquez.Áþeim tím-
um voru engin listas.öfn til,
heldur héngu myndir Veláz-
quez í hallarsölum Prado og
Escorial, en þar áttu þeir c-in-
ir jnngengt, sem hirðjnni voru
tengdir.
Flestar niyndir Goya eru
máiaðar í einni lötu, með breið-
um pensli og eldsnöggu hand-
bragði, enda var Goya.svo ill-
ræmdur innan hirðarinnar fyr-
ir að unna fyrirsætum sínum
hvorki Iivildar né matar með-
an á verkinu stóð, að það tald-
ist til hreystiverka að sitja fyr-
ir hjá honum. Og hirðfólkið
kvartar undan því í bréfum, að
hann-sé ófáanlegur til að hagga
pensilfari, hversu svo sem þeim
líkar, er í hlut á. Velázquez
málar hægara, með rólegum
virðuleik, og lætur sálarlíf
fólksins sem fyrir situr ekki
koma sér tiltakanlega mikið
við. Það er iiturinn, hið þýða
en hijómmikla pensilfar, sem
er a'Sal lians cg það sem Goya
erfir fyrst og fremst. En Goya
er ekkert óviðkomandi, sem að
manninnm V6it. Oftast er iiann
gagnrýninn og beizkur, en
stundum grípur hrifningin
hann, ólm og óbundin. Stundum
eru það nautaötin, stundum há-
tíðarnar niðri við ána, þar sem
þúsundir manna skemmta sér
við söng og leiki, — og stundum
eru þsui fagrar konur sem seiða
snilidina úr penslum hans.
Þannig cr til dæmis hin frSega
mynd hertogafrúarinnar af
Alba, sem va.r sögð ástmær
hans í leynum. Plann málaði
af henni mynd — handa her-
togenum — þar sem hún liggur
klædd á legubekk; Maja ves-
tita. Eftir hann látinnjfannst
önnur,.mvnd. jafnstór, þar sern
hún liggur í sömu stellingum
á sama legubekk, en er nakin.
Smágei’ líkami henrar er full-
ur yndisþokka, svipur hennar
og silkiliægindin sem hún hvíl-
ist á fela í sér riautnleg makindi.
Goya er maður mikilia and-
stæðna Að vísu er hann orðinn
hirðmálari, gerir uppdrættina
að hinum mikla vefnaði í við-
hafnarsali haliarinnar, gengur
meira að segja um með nýfengið
aðalsnafn — Francisco de Goya
y Lucientes — og ber sig tígu-
lega. Að vísu er hann kvæntur
og á meira að segja tuttugu
börn við konu sinni (þótt aðeins
eitt þeirra kæmist á legg), en
blóðið er enn liið sama og fyrr.
Hann nýtur þess af heilli hug
að taka þátt í nautaati en dansa
menuetta við fölleitar hirð-
meyiar, skáiar glaðari við laun-
morðingja og landshornalýð en
' stj örnumskreytta tignarmenn
akademisins. Enda kynnist Goya
skúggéhHðum spænska þjóðfé-
lagsina flestum betur. Þau
kyiini verða honúm ekki að-
eins til sögusagna, heldur svo
beinskeyttar og beizkrar ádeilu,
að furðulégt má teljast að
sþænska yfirstéttin hafi þolað
honum þnð. Frægastar þessara
mynda er röð af 80 koparstíing-
um, sem hann nefnir „Los
oaprichos“ og ggfur út árið
1799. Þar ræðst hahn ekki sízt
á klerkasíéttina fyrir blindni
h.ennar og hræsni. og lætur
svipu liugmyndaflug.sins og
há'ðsins riða um bak henni á
hinn óvægilegasta hátt. Á einni
mýridinni sjáum við guðsmann-
inn, sem iiellir olíu á lampa
djöfuls'ns, raeðan hann snýr sér
hræscislega undan og glóttir.
Ji* 2
Blóðdagurinn 3. tnaí 1808.