Þjóðviljinn - 24.12.1957, Qupperneq 22
2 2
!?. J «
L A B L AÐ
ÞJÓÐVILJANS 1957
Við búum okkur undir fer8;r
Fyrir nokkrum vikum hefðu
flest okkar sjálfsagt talið harla
ólíklegt að nokkurn tíma
kæmi að því að maðurinn hæfi
ferðalög tit tunglsins og v'íðar
út í geiminn, og að m.innsta
kosti hefðum við álitið að eng-
ínn maður sem nú er uppi ætti
eftir að lifa slík ferðalög. En
ýmislegt hefur gerzt einmitt
þessar síðustu vikur. Sólin,
stjörnurnar og tunglið okkar
eru ekki lengur einu hnettirn-
ir sem svifa um geiminn,
gervitunglin hafa bætzt í hóp-
jnn.
Leiðarvísir um
ferðir í geimnum
Þegar þetta er skrifað hafa
þegar verið send tvö gervi-
tungl út í geiminn og búast
má víð að þeim fjölgi á næst-
unni og nýju tunglin verði
Teikning af geimfari úr bók
Sternfelds. Geimfarinu er
skotið á loft í einu lagi, en
siðan skiptist það í tvo hluta,
sem haldið er saman af vír-
um. Þetta er grert tíl að
þyngdarkraftar gætl inni
geimfarinu eftir að það er
orðið þyngdarlaust .
bæði stærri og fullkomnari en
þau fyrstu. Sovézkir vísmda-
menn sem bezt mega vita um
þessi mál telja engan vafa á
því að koma muni að því að
menn hefji ferðalög til tungls-
ins og reikistjarnanna. Þeir
draga að vísu ekki dul á að
enn séu mörg vandamál óleyst
áður en svo geti orðið, en
þeir eru sannfærðir um að
vandinn verði leystur. Hingað
tjl hafa þeir staðið við orð sín.
Okkur er því óhætt að fara
að búa okkur undir slík ferða-
lög, afla okkur vitneskju um
hvemig þeim verður háttað.
Nú vill svo til að komin er út
á íslenzkil bók eftir sovézka
geimfræðinglnn A. Sternfeld,
sem getur gefið svör við spurn-
ingum okkar.
Tvenns
konar geimför
Þá er það fyrst farkosturinn.
Geimförin verða tvenns konar.
Önnur verða notuð til að kom-
ast út fyrir gufuhvolf jarðar,
en hin munu leggja af stað
frá geimstöð sem byggð verður
fyrr ofan gufuhvolfið. Fyrri
gerð geimfaranna mun minna
dálítið á kafbáta, en mismun-
urinn á þrýstingnum inni í
þeim og fyrir utan þau verður
miklu minni og veggir þess
geta því verið miklu þynnri en
kafbátanna. Þau verða samt að
vera traustlega smíðuð, og
veggirnir verða að geta stöðvað
útfjólubláa geisla sólarmnar.
Hinni gerð geimfaranna, sem
mynd er af á þessari síðu, er
ætlað að leggja af stað frá
geimstöð fyrir utan gufu-
hvolfið og með þeim verður
hægt að fara til tunglsins. Það
er þó ekki ætlunin að -þeim
verði lent á tunglinu, heldur
munu þau sveima umhverfis
það og gera athuganir á yfir-
borði þess. Geimfarið verður
knúið af tveim eldflaugum, sem
fá eldsneyti sitt úr þremur
geymum. Áfastar við það
verða tvær svifflugur sem not-
aðar verða til að koma áhöfn-
inni heilu og höldnu niður
gegnum gufuhvoifið til jarð-
ar.
Slik geimför verða smíðuð á
jörðu niðri, en einstakir" hlutar
þeirra verða sendir smám sam-
an með eldflaugum til geim-
stöðvanna fyrir ofan gufu-
hvolfið, og þar verða þeir sett-
ir saman.
Ferðinni er
heitið til tunglsins
Ferðin getur hafizt og henni
er heitið til tunglsins. Þegar
geimfarið er komið rétt í nám-
unda tunglsins, mun það taka
að snúast umhverfis það. Því
verður stýrt inn á ákveðna
halda. Geimförin til tunglsins
þurfa aðeins að láta eídflaugar-
hreyfla sína ganga fyrstu 2.000
km — það sem eftir er
leiðarinnar, þ. e. meira en 99%
hennar, halda þau áfram af
skriðþyngd sinni eiuni saman,
en stefnan verður að vera
mjög nákvæm. Geimfar sem
sent er til tiJnglsins með nauð-
synlegum byrjunarhraða mun
stöðvast 4.000 km frá mark-
inu, ef hraðinn er mmnkaður
I»ví meiri sem liraði eldflaugarinnar er, J>ví beimni verður
braut hennar, unz hún verður því sem næst samsíða yfir-
borði hnattarlns sem hennl er skotiö frf.; og veiður
liún að gervitungii.
braut umhverfis tunglið og á
henni mun það haldast, þar til
eldflaugarhreyflarnir eru settir
á stað aftur og heimferðin
hefst. Áhöfn geimfarsins fer
um borð í svifflugurnar tvær
áður en það berst inn í gufu-
hvolfið og svífur í þejrn tii
jarðar.
Það þarf minna eldsneyti til
tunglferðalags en maður skyldj
um aðeins einn metra á sek-
úndu. Enn meiri nákvæmni er
nauðsynieg þegar farið er
til reikistjarnanna. Minnkun
hraðans um eánn metra á
sekúndu getur þá þýtt að tug-
þúsundir, eða jafnvel hundruð
þúsunda kílómetra vanti upp
á. að ge mfarið komist alla leið.
Sé þannig farið til Júpiters
eftir braut, sem krefst 14.226
metra byrjunarhraða á sek-
undu, og hraðinn minnkaður
um einn metra á sekúndu,
mun vanta 400.000 km upp á
að það komist leiðar sinnar.
384.00 km
á 5 1 klukkustund
Fyrstu geimferðirnar verða
farnar til tunglsins, Þangað eru
,,aðeins“ 384.000 kílómetrar
og farí eldflaug frá jörðinni
með 11,2 km hraða á sekúndu,
verður hún komin alla leið eft-
ir 51 klukkustund. Fyrsta eld-
flaugn sem þangað verður
send verður' að sjálfsögðú
mannlaus. Fylgzt verður með
ferð hennar í útvarpi og senní-
lega kviknar í blossatundri
þegar hún lendir á tunglinu,
svo að hægt verði að fylgjast
með því í sjónaukum. Leiftrið
verður greinilegt ef eldflaugin
fellur á þann hluta tunglsins
sem sólin skin ekki á. Það
verður einnig hægt að láta
hana dreifa hvítu dufti yfir
stórt svæði á tunglinu, sem
sjást myndi frá jörðu.
Síðar verða sendar aðrar eld-
flaugar til tunglsins, sem ,geta
hald;ð sér á braut umhverfis
það i langan tíma. Tíu lesta
eldflaug myndi ekki þurfa
nema 12 lestir af fljótandi
eldsneyti til ferðarinnar, ef hún
leggur af stað frá geimstöð fyr-
ir ofan gufuhvolf jarðar. Farí
hún hinsvegar frá jörðinni
mun hún þurfa 150 lestir af
eldsneyti.
Það verður mjög fýsilegt.
að kynnast þeim helmingt
tunglsins sem alltaf snýr frá
jörðu. Til þess þarf að minnka
hraða geimfarsins niður í 1,7!
km á sekúndu, Með þeim hraða
mun geimfarið snúast umhverf-
is tunglið í tíu kílómetra fjar-
lægð og umferðartíminn verður
þá 1 klukkustund og 50 mín-
útur. í þeirri fjarlægð verður
hægt að greina með berum
augum hluti á tungl'nu sem.
eru 3 metrar á hver.n veg. Með-
1 miðjunni geimfar tU könnunarferðar umhverfis tunglið. I. I.agt af stað frá geimstöð. II.
Geimfarið hringsólar umhverfis tunglið. III. Brautin umhverfls tungllð. V. Gelmfarið á leið
frá tungllnu. V. Srffflugurnar Iosjui frá þegar geimfaríð nálgast jörðina, VI. Svifflugurnar
lendLi á jöröiiuiii