Þjóðviljinn - 24.12.1957, Side 32

Þjóðviljinn - 24.12.1957, Side 32
r 3 2) JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS 1957 C9 verið 25 meiriháttar katakomb- ur og 20 smærri. Þvi fleiri sem tóku kristni, því lengri göng þurfti að grafa til að rúma þá sem dóu, loks voru þessi göng orðin samanlögð svipaðrar lengdar og þjóðleiðin frá Rvík til Akureyrar og rúmlega það, eða álíka langur gangur og gömlum framsóknarmanni að fara pílagrímsferð frá ískrandi snúningsstól sínum við eitt- hvert skrifborð í Sambandinu í höfuðstaðnum eða forstjóra- sæti í rikisstofnun að upphafs- punkti dýrðarinnar í landbúra- útópíunni: Hriflu, ungur í annað sinn i harmsárri upprifj- un gleymdra hugsióna. Á miðöldum týndust þessar ’ katakombur nema það sem :! kennt er við heilaPan Sebasti- 1: an. En á 16. öld fóru þær að j: finnast aftur en hafa ekki verið !: fullkannaðar ennþá. Á fvrstu j! öldunum eftir sigur kristninnar streymdu pilagrímar í kata- i komburnar til að sækja sér dýrlingakjúkur og píslarvotta- sköflunga til þess að halda söfnuðunum í löndum sínum við efnið, geta bent þeim á bein úr frumherjunum, ó hve dýrlegt að líða fyrir Herrann, sæl er vist þeirra á himnum sem sitja við lambsins, stól. Kirkjurnar um löndin gátu haft drjúgar tekjur af beina- hrúgu úr katakombunum sem var geymd í því alirahelgasta, það þurftu ekki að vera svo mörg bein, bara þau væru á- reiðanlega, úr katabombunum. Það varð svo arðbært fyrir kirkjurnar að eiga katakombu- bein að eftirspurnin varð gífur- leg svo yfirvöldin rumskuðu ng tóku að vernda heimamarkað- inn með ýmsum ráðstöfunum, i eitt skifti voru tahn 28 vagn- hlöss af beinum sem voru flutt með viðhöfn í Panþeon,. algyð- ishofið forna, og það sem fyigdi þessum beinum átti að yfirstíga hina' óhreinu anda úr heiðni sem voru að læðupokast þarna í erindum andskotans, minna dugði ekki þar. í katabombunum hefur fund- ist list frumkristninnar, mál- verk sem hafa geymst í iðrum jarðarinnar þar sem veður náðu ekki að spilla þeim né siðlausar herþjóðir sem rudd- ust yfir rústir Rómarikis. Þarna eru myndir sem eru mál- aðar með litum sem eru unnir úr jarðveginum, þær sýna þætti úr lífi þessa fóiks, stundum frægar persónur í liðinu sem voru grafnar þarna, stundum safnaðarpresta eða helga menn, sjaldan eru myndaðir þættir úr lífi Krists og þau efni sem síðar eru tíðust viðfangsefni mynd- listarmanna eins og pislarsagan og krossfestingin eða upprisan koma aldrei fyrir þarna í jarð- göngunum. F’rá þessum timum er engin kirkjulist, *í kirkjun- um máttu engar mannamyndir vera, og voru ekki leyfðar þar fyrr en í iok fjórðu aldar, þá var farið að nota þær til að koma þeim sem kunnu ekki að lesa í samband við iúð lifandi orð sem varð að taka á sig mynd svo þgð næði að tengjast hugunum. Múnkurinn silast áfram og teymir eftir sér hópinn eins og gríðarlega langa tamda slöngu um krókótt göng með Ijós í hendi og kveikir annaðslagið á ofurlitlum mjóum hvítum kert- um sem hefur verið stungið í veggina hér og þar, einkum þar sem von er til þess að sjá eitt- hvert brak af beinum í hillu. Loftið er þungt og göngin eru mjó og dimm, og maðurinn í röðinni hugsar um hve lítið og hverfult lífið er í hinu tíma- bundna fyrirtæki líkama hans. Hve smár og óraunverulegur einn maður í hinum djúpu æð- um sem dauðinn ræður í rauð- brúnni öskuskorpu landsins. Maðurinn veit af annarri mannveru fyrir framan sig og annarri fyrir aftan. Er nokkur fyrir framan? er nokkur fyrir aftan? Þannig leiðist þessi lest yf- ir moldargólfið í göngunum. Hver verður ekki feginn að heyra rödd múnksa þó hann hafi ekki annan boðskap að flytja heldur en þann að í hill- unni þarna uppi séu bein af gömlum manni? Þó kemur þessi rödd eins og freisandi Kona með höfuðdúk Málverk úr katakombunum. kraftur til að rykkja einstalc- lingnum úr hinum hættulegu hugleiðingum einsemdarinnar og sameina hópinn með því að beina athygli allra á einn og sama púnkíinn. Hann þylur sömu setninguna á fjórum höfuðtungum: ensku, frönsku, þýzku og ítölsku, síðan heldur hann áfram tevmandi liðið til næstu sýningar þar sem hann þylur gjörsamlega áhuga- laust knappan hefðbundinn textann, hóp eftir hóp, ár eft- ir ár. Hann stendur andstuttur og gufaður upp af sínu ríkulega boldi, er ekki þarna niðri með hópnum heldur uppi utan á skorpu jarðarinnar. En kannski gerist það í ein- hverri af þessum litlu kapell- um eða bænaskonsum að stúlk- urnar norðan úr löndum sem eru svo glaðar í dag þegar þær hugsa um Piero og Luigi og Ricardo sem þær mættu á Via Veneto í gær og hafa boð- ið þeim út í kvöld, þær geta ómögu’ega stillt! sig um að koma þessum berfætta munki á sandölunum ofurlítið til. En hvað þ'að er fyndið að sjá hvernig tærnar glennast sundur eins og þófar á rándýrum! Og þá er hann allt í einu þar, þá fara skýringarnar að verða svo langar og ítarlegar, skegg- rótin gljáir og augun gúlpa og glampa e:ns og ljóskerin framan á stórri bifreið sem kemur á fleygiferð eftir autostrada í sóiskinínu og ökumaðurinn kveikir ljósin og deplar þeim móti öðrum farartækjum hins breiða vegar. Hvert liggur sá vegur? Og brúnkufli yppist allur við duflið og ryður fjálgur úr sér óvæntum fróðleik og segir sög- ur af hinum heilaga Sebastiani og gýtur augum snöggt að ljósu og síðu hári stúlknanna með tonsúruna í báli eins og eld- skrift á himni. Sá frómi Sebastianus sem katakombur þessar eru kenndar við var rómverskur hermaður á þriðju öld. Það komst upp að hann hjálpaði kmtnura mönn- um og því var hann handtek- inn af hermönnum Diocletiani sem var verst þokl^ður allra keisara af kristnum mönnum. Og hermennirnir sundurskutu hinn helga mann örvum sínum og gengu þannig frá honum að þeir þóttust öruggir um að hann væri dauður. En guðrækin kona fann hann og lífga|ji án þess að vitað sé að hún hafi verið gerðl að dýrðlingi fyrir svo mikla verðskuldan enda var það ekki til langframa því soldátar gripu Sebastianem sem nýrisinn upp frá dauðum og lömdu hann nú í hel með kylf- um. í það sinn reis Sebastianus uþp ódauðlegur í kirkjusög- unni. Málarar renisansins taka þesga frægu pex-sónu í málverk sitt. Á 15. öld sýnir Mantegna angurværan mann bundinn við brotna súlu sem skondrar frem- ur raunalega augunum út í blá- inn svo sem honum sé illt í maganum. Það er heilagur Se- bastian. Langar örvar standa í gegnum hann, fara inn um síð- una og oddurinn horfir út hinu megin eins og höfuðið á fugli úr hreiðri sínu, hann er ekkert að hugsa um það þessi geðprúði maður. Við fótstall hans standa bogskytturnar hæglátir og hugsi eins og smiðir að byggja hús. 7. Þegar fólkið kemur upp iir göngunum hefst æðisgenginn markaður í fordyrinu þar sem minjagripirnir eru seldir, ólund- in víkur þó ekki’ af hinum kringlóttu og krúnurökuðu hausum sem hanga eins og tungl yfir brúnum kuflunum; úti biða farandsalarnir og gremjast af því að fá ekki að fara inn og selja lika sitt gling- ur, þeir bíða úti. Þjónninn á kránni fyrir handan er kominn út lítill og nefskakkur til að reyna að ná einhverjum inn til sín, íssalinn ekur haltur hvítum vagni og er farinn að kalla: gelati gelati. Roskin kona eirrauð í framan og bústin í svörtum léreftskjól og silfurstrengir í svörtu hári kemur hlaupandi á strigaskóm með hampsólum, hún héldur á körfu með gulum appelsínum. Á undan henni rásar berfætt stúlkubarn í stutturn grænum kjól með rósamynztri, nett og smá eins og lítil brúða. Angel- ina Angelina, æpir konan í dauðans ofboði þegar barnið hleypur hlæjandi inn í ferða- mannahópinn sem er að koma út. Það er sem heróp, nú ráðast allir sem biðu með vöru sína að ferðafólkinu, og hver hamp- ar sínu með sindrandi mælsku. Hávaðinn verður svo mikill að hundarnir vakna i skugganum og hafa sig burt, drúpandi höfði, og veifa rófunni í hit- anum en svörtum ketti munk- anna kemur ekki til hugar að fara á stjá, hann pýrir augun- um af fyrirlitningu á þessu hávaðasama lifi sem ólgar úti fyrir ríki hinna dauðu. Mama, kallar litla stúlkan og teymir Ameríkumanninn með langa andlitið að ávaxtakörfu konunnar í svarta kjólnum, og hann kaupir tvær appelsínur. Og einn banan. að vér erum ætíð þjónar viðskiptavinarins Þökkum viðskiptin Gleðileg jól! Gott og farsœlt komandi árl Kaupfélag Austfjarða i Seyðisfirði Kaupfélag Austur-Skagfirðinga Hofsósi óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla. Þakkar viöskiptin á líðandi árí Kaupfélag Austur-Skagfirðinga í

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.