Þjóðviljinn - 04.01.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.01.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. janúar 1958 Ritstjórn: Loftur Guttormsson (ábm.), Hörður Berg- mann, Sigurjón Jóhannsson. Árni Björnsson stud. mag. hefur verið starfsmað- ur Alþjóðasambands stúdenta, (I.U.S.), er aðsetur hefarí.Prag, rúmt ár og er nú nýkominn heim. . ,,. . Hann mun segja nokkuð frá ýmsy,,v.arðjaji$i,,s,titáenfau heima og erlendis á næstu æskujýðssíðum., .... Ætíuriin var, og ér, að gera nokk'rá" grein fyrir helztu al- þjóðásamtökum stúdenta, sem venjulegá eru nefnd IUS og ISC-COSEC, svo/og þgikmg- . um sjajfs -fntin •-varðand);:: af- stöðu íslezkra stúdenta tíl þeirra. En þar sem skikkan- legustn ungmenni hafa nú á síðustu mánuðum látið frá sér á þrykk þvílíkt páfagauks- i hjal um þessi efni þar sem • taumur annars aðilans er ým- ist dreginn eða hinn svertur, sé ég mig tilneyddan að byrja á að höggva eftir því sem mis- sagt hc'_rur verið, svo að hrekklausir lesendur líti sið- ur fordómafullir á þesci skrif. Hér á ég einkum við fyrstu og aðra Moskvugrein Magn- úsar Þórðarsonr.r stud. jur. í Morgunblaðinu og grein Bene- dikt.; BíöacíítJa r;U.d. jur. í kosnin.'TabV^ Vöku í Háskól- anum í haust. Þriðja júrist- ans, Auðuns Guðmundssonar. get ég að engu. Ekki dettur mér í hug að væna tvo fyrrnefnda heiðurs- menn um vísvitandi ósann- indi í þessu sambandi, held- ur þykir mér einsýnt, að hér sé um að kenna ónógum, röngum og villandi heimildum. Það er auðvitað ofrausn að klípa enn einu sinni í hala- rófuna hans Manga Þórðar, en þar sem ég ann honum alls hins bezta efnahagslega, vil ég gjrrnan gefa honum tæki- færi til að skrifa 1—2 síðna syargrein í Moggann. ' Fyrsta hrösun hans í sam- baridi við IUS er, að hann telur sambandið annan af tveim aðstandendum Heims- mótsins í Moskvu. En málið er svo vaxið að í ágúst 1656 boðaði Álþjóðasamband lýð- ræðissinnaðrar æsku (WFDY) til stofnttindar nefndr.r þeirr- ar, 'er'sjá skyldi um undir- búning' mótsins og var öllum æskulýðs- og stúdentasam- tökum boðin þátttaka. Og nefndin var stofnuð og taldi yfir 100 manns, og þar át'ti IUS einn fulltrúa. Þessi fjöl- ' menna nefnd kaus svo aðra smærri (ea. 25), er hafa ; skyldi hið beina undirbúnings- sferf með höndum, og þar á meðal var fulitrúí IUS, sem reyndar tók ekki til stárfa í nefndinni fyrr en í apríl 1957. Hitt er svo annað mál, að ég trúi því vel, að sá maður hkfi sakir reynslu sinnar lagt meira af mörkum til undir- búningsstarfsins en margir aðrir, einkum að þvi er tók til stúdentadagskrárinnar. I, önjnur hrösunin er sú, og helzti - márgþætt, • áð: ''banrt slengir' 'og : ^rugiar>." samani WFDY, IUS og jafnvel Heimsfriðarráðinu og afgreið- ir allt heila klr.bbið á einri bretti,- "en það er vond aðferð og blekkingarsöm, þvi að hún gerir dáðir eins að allra og erfitt er fyrir þann sem ætiar að svcra ófrægingarskrifum ubi einn aðilann, að heada reiður á því, sem beint á v!ð. Þó er ótvírætt gefið í skyn, að IUS muni „teljast til hinna svoköiliiðii framvarðarsveita kommúriista", r.ð>það „hafi í einu og-öllu fylgt rússneskri pólitík mcð aödáunarverðri nákvæmni", cg að undir niðri hafi „kcmmúnistar bæði tögl og hagldir". Ennfremur, að IUS ha.'i ,.alla tíð sýnt herr- ''¦¦¦¦:-y:--/~y/::-:-::y^-vy-y^ Árni Björnsson unum í Moskvu takmarka- lausa undirgefni og aldrei tek- ið afstöðu til nokkurs máls, sem sýnt gæti „sjálfstæði þeirra og „hlutleysi", og hafi „mJög gerzt til þess að efla hatur og úlfúð þjóða milli, gefið út hatursfull níðrit um þjóðir Vesturlanda en áróð- ursbæklinga um Sovétríkin, þar sem öllu er sungið lof og dýrð." Nú er:það í fyrsta lagi úr hófi fram óskynsamlegur háttur. að fordæma þennan eða hinn aðilann og lýsa hann óalandi og óferjandi í dag /fyrir gerðir, sem löngu eru liðnar. Með shku hugarfari ættu íslendíngar. aldrei að geta -haft eðlileg samskipti við Dani eða selt Eretum fisk. Æðsta vald í málefnum IUS hefur þing þess, sem skal haldið eigi sjaldnar en á 2ja ára fresti: Þá er ákveðin stefna sambandsins og starf- semi í höfuðdráttum fram að næsta þingi, breytingar á lögum, nýir meðlimir koma inn og aðrir ganga úr o.sSw. Þess vegna hlýtur sambandið í rauninni að breytast frá þingi til þings og því ber okk- ur að líta á og meta starf- semi og skipulag IUS eins og verið hefur tfrá síðasta þingi, sem haldíð var í Prag 26. ágúst — 2. september 1956. En það nær engri átt og er blátt áfram óheiðarlegt að gera núverandi framkvæmda- nefnd IUS ábyrga fyrir hlut- um, sem ákveðnir voru og framkvæmdir af allt öðru fólki fyrir mörgum árum. Það væri eins og ef æstir hernáms- sinnar færu að ásaka Stúd- entaráð Háskólans, sem nú situr, fyrir það, að Stúdenta- ráð mótmælti kröftuglega ár- ið 1945 tilmælum Bandaríkj- anna i um : herstöðvar. Hvort 'gífuryrði Magnúsar:-eiga. alls. "líostar: við. um iíUS -;fyrir: síð-. asta þing,i;eF,;.önnurvsaga, og mætti þeyta'PPP. mikið og ó- frjótt rifrildi-ium, það. En ef við lítum á IUS frá seinasta . þingi, eins og mér finnst vera eina skynsamlega aðferð- in, og athugum svo fullyrð- inguna um að kommúnistar hafi þar tögl og hagldir, þá er rétt að gera sé-r eftirfar- andi ljóst: 1) Öll (og einungis) landsam- bönd stúdenta geta verið með- limir IUS.::" 2) Allir meðlijnir hafa jafn- an atkvæðarétt, en atkvæðum er ekki „úthlutað eftir geð- þótta kommúnista", eins og Benedikt Blöndal segir af guðdómlegri í'ávísi í kosninga- blaði Vöku í haust. 3) Meðlimasamböndin eru ó- bundin af ákvörðunum þings og framkvæmdanefndar IUS, séu þau þeim ósammála. Af þessu er augljóst, að séu „ókommúnisk" sambönd í IUS fleiri en „kommúnísk", hljóta hin ókommúnísku að ráða meiru um stjórn IUS. Segi hins vegar öll ókomm- únísk sambönd sig úr IUS, leiðir af sjálfu sér, að eftir það ,.hafa kommúnistar bæði tögl og hagldir." Þetta er" svo einfalt sem mest má verða. Til þ3ss að gera mönnum „valdahlutföllin" í IUS ljós- ari, er rétt að sýna, hvernig fulltrúaráðið (sekretariat), sem sér um daglegan rekstur sambandsins, er nú skipað, að því er varðar þjóðerni. Forseti: Tékkóslóvakía. Varaforsetar: Japán, Súd- an, Ecuadoi, USSR. Ritarar: Búlgaría", -Túnis; Kína, Indland, Iran, FEANF (Federation des Etudiants dAfrique Nóire en France), Bólivía. Féhirðir: A-Þýzkaland. Þess ber að geta, að aðild Bólivíu orkar tvímælis, þar sem tvö stúdentasambönd í landinu heimta að teljast full- trúar allra stúdenta landsins og vill annað aðild að IUS, en. hitt ekki. Var búizt við, að. þessu yrði ráðið til lykta á þingi bólivískra stúdenta í október eða nóvember s.l., en mér ekki kunnugt um af- drif málsins. Þá er fullyrðingin ^um, að IUS „hafi ætíð í einu og öllu fylgt rússneskri pólitík með I Ui *Þar sem engin landsambönd eru til, geta þó fleiri en eitt samband frá sama landi verið aðilar, séu þau öllum opin. ^ramh. á 10. síöu UTfflRRR «7S, Rúbbb , Síoasta. skcmmtun Moskvu- fara á fyrra ári var haldin í Tjarnarkaffi snemma í des- ember. Eins og frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu „tókst þegar í upphafi ferðarinnar góður félagsandi í hópnum, sem hélzt allan tímann". Þessi góði félagsandi hefur ágæt- lega við haldizt eftir heim- komuna og hafa verið haldnar f jórar stórar skemmtanir auk myndakvölds. Á hátíðinni þetta laugardags- kvöld var gefið út fjölritað veggblaðið, sem gefið var út á rússneska skipinu „Kooper- azia" sem flutti meginhluta hópsins heim. Blaðið nefndist Rúbbblan; undirfyrirsögn á forsíðu: Alþýðumánudags- morgunþjóðvilji / kemur út kl. 5 á morgnana / sem er — tímaspursmál. — Ritstjóii Rúbbblunnar, var Kristinn Pétursson skáld í Keflavík. Meginefni blaðsins er við- töl við helztu merkismenn um borð og þættirnir: Ur leiðar- bókinni og Mannfólk og konu- fólk, þar sem „allir sem þurfa að létta á sér um sosem eina kjaftascgu fá inni". Einnig eru í blaðinu ágætar skop- teikningar eftir Árna Elvar o. fl. ¦BJað þetta gefur. allgóða hugmjmd um þá þætti. fes.ti- valreisu, sem minnst er rætt^ um í dagblöðum, en þeim mun meira á mannamótum. Við getum ekki stillt okkur um að birta hérna dálítil sýnis- horn. Þetta viðtal við Jóhannes Bjarna Jónsson iðnnema birt- ist í 2. tbl. í tilefni af því að hann hafði verið skipaður for- stjórj utaníararstjórnar. ,,— Jæja, svo þér eruð orð- inn utanfararstjóri, Jóhannes? — Já, að sjálfsögðu, og var ekki vonum fyrr. —- Og hvernig gengur nú ferðin, Jóhannes? — Nálgumst óðfluga Island með allt að 10 sjómílna ofsa- hraða beint af augum. — Og' hvernig er heilsufarið um borð, Jóhannes? — Sjúklingar eru í harð- vítugri sókn, undir forystu fararstjórnar, og mikil á- stæða til að óttast að þeir nái mcirihluta og völdum á skipinu. Og setji heilbrigða í heilbrigðiskví. Og vaði svo sjálfir um skipið hellandi vodga og píví út í íahafið. Og má svo fara ef svo held- ur fram að skip vort verði ölcðum náhvelum og ísbj5rn- um að bráð. — Og hvaða ráðstafanir er hægt að gera í þessu voða- lega vandamáli, Jóhaanes. — Búinn að feia Kormáki Erlendssyni að þjálfa heima- varnarlið. Fyrsta heræfingin verður í kvöld eftir bartíma. — Og hvernig ætlið þér að haga starfi yðar, Jóhannes. — Til hægðarauka hyggst ég byrla hægðalyfjum í súpu fararstjórnarinnar. — Þér komið æði oft fram í útvarpi skipsins, Jóhannes. — Já, málæði hefur alltaf verið mín sterkasta hliíJ. , — Nokkuð fleira, sem þér vilduð segja að endingu, Jó- hannes. — Eg veiti öllura vegabréf án tillits til verðleika, út- svarsskulda og ógcldinna barnsmeðlaga. — Það er nefnilega. það, Jóhannes. — Eg mun einnig kapp- kosta að veita fólkinu alla aðra þjónustu. Eg er til" dæm- ,is reiðubúinn að drekka áfeng- isbölið frá fólkinu hér um borð. — Við þökkurn Jóhannesi ánægjulegt og uppbyggilegt viðtal, fullvissir þess, að hann muni vaxa. við hvern þann vanda, sem honum kana að mæta í hinu nýja starfi". Þetta sýni'-morn úr leiðar- bókinni verðui' að nægja.. „—• Klukkan 17.30 á að vera kóræfing. — Klukkan 18.00 eaginn mættur. ; — Klukkan 20.00. verður klukkan allt í cinu 19.00 — „seint komumst við til Rvík- ur með þessu áfrarrihaldi" segir Jói. — Klukkan 21.00 spilírí og dans. — Klukkan 22.00 dáaa og scngur. — Klukkan 23.00 söngtir og dáns. — Klukkan 24.00 söngar".

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.