Þjóðviljinn - 04.01.1958, Síða 4

Þjóðviljinn - 04.01.1958, Síða 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 4. janúar 1958 Ritstjórn: Loftur Guttormsson (ábm.), mann, Sigurjón Jóhannsson © © Árni Björnsson stud. mag. hefur veriö starfsmað- ur Alþjóðasambands stúdenta, (I.U.S.), er aðsetur hefur í.Prag, rúmt ár og er nú nýkominn heim. Hann mun segja nokkuð frá ýmsy,. yáVðgív4iustúdeþ);aSir heima og erlendis á nœstu œskufýðssíðum., r,u . Ætlúnin var, og er, að gera helzti márgþætt, ■ áð ■ •h'anii ásþa þing,i;er;iönnur saga, og Þess vegna hlýtur sambandið í rauninni að breytast frá þingi til þings og því ber okk- ur að líta á og meta starf- semi og skipulag IUS eins og verið hefur frá síðasta þingi, sem haldið var í Prag 26. — 2. september 1956. það nær engri átt og er blátt áfram óheiðarlegt að gera núverandi framkvæmda- nefnd IUS ábyrga fyrir hlut- um, sem ákveðnir voru og framkvæmdir af allt öðru fólki fyrir mörgum árum. Það væri eins og ef æstir hernáms- sinnar færu að ásaka Stúd- entaráð Háskólans, sem nú situr, fyrir það, að Stúdenta- ráð mótmælti kröftuglega ár- ið 1945 tilmælum Bandaríkj- anna upi herstöðvar. Hvort ’ 'gífurýrði Magnúsar. eiga alls :1roatatc! vuý.um ílUS. ifyiár,; síð-, nokkra' grein fyrir helztu al- þjóðasamtökum stúdenta, sem venjulegá eru nefnd IUS og ISC-COSEC, sv</ og ])enkíug- um sjálfs mtín -varðandí;|f-, stöðu íslezkra stúdenta til þeirra. En þar sem skikkan- leguslu, ungmenni hafa nú á síðustu mánuðum látið frá sér á þrykk þvílíkt páfagauks- hjal um þessi efni þar sem taumur annars aðilans er ým- ist dreginn eða hinn svertur, sé ég mig tilneyddan að byrja á að höggva eftir því sem mis- sagt hc/’ur verið, svo að hrekkiausir lesendur líti síð- ur fordómafullir á þessi skrif. Hér á ég einkum við fyrstu og aðra Moskvugrein Magn- úsar Þórðarsonar stud, jur. í Morgunblaðinu og grein Bene- diktð BiönfiaU. ntud. jur. í kosningab’að' Vöku í Háskól- anum í haust. Þriðja júrist- ans, Auðuns Guðmundssonar. get ég að engu. Eklú dettur mér í hug að vænr tvo fyrrnefnda heiðurs- menn um vísvitandi ósann- indi í þessu sambandi, held- ur þykir mér einsýnt, að hér sé um að kenna ónógum, röngum og villandi heimildum. Það er auðvitað ofrausn að klípa enn einu sinni í hala- rófuna hans Manga Þórðar, en þar sem ég ann honum alls hins bezta efnahagslega, vil ég gjarnan gefa honum tæki- færi til að skrifæ 1—2 síðna sva.rgrein í Moggann. Fvrsta hrösun hans í sam- bandi við IUS er, að hann telur sambandið r.nnan af tveirn aðstandendum Heims- mótsins í Moskvu. En málið er svo Vaxið að í ágúst 1956 boðaði Álþ jóðasamband lýð- ræðissinnaðrar æsku (WFDY) til stofnfiundar nefndr.r þeirr- ar, er sjá skyldi um undir- búning mótsins og var öllum æskuiýos- og stúdentasam- tökum boðin þátttaka. Og nefndin var stofnuð og taldi yfir 100 manns, og þar átti IUS einn fúlltrúa. Þessi fjöl- menna nefnd kaus svo aðra smærri (ca. 25), er hafa skyldi liið beina undirbúnings- sferf með höndum, og þar á meðal var fulltrúí IUS, sem reyndar tók ekki til stárfa í nefndinni fyrr en í apríl 1957. Hitt er svo annað mál, að ég trúi því vel, að sá maður hafi sakir reynslu sinnar lagt meira af mörkum til undir- búningssferfsins en margir aðrir, einkum að því er tók til stúdenfedagskrárinnar. t önnur hrösunin er sú, og slengfr -'og rugiárui éaraan'- WFDY, IUS og jafnvel Heimsfriðarráðinu og afgreið- ir allt heila klr.bbið á einu bretti^ en það er vond aðferð og blekkingarsöm, því að hún gerir dáðir eins að allra og erfitt- er fyrir þann sem ætlar að svara ófrægingarskrifum um einn aðilann, að heada reiður á því,. seni beint á v'ð. Þó er ótvírætt gefið í skyn, að IUS muni „teljast til hinna svoköiluðu framvarðarsveita kommúhísta“, rð ■ það „hafi í einu og- öllu fylgt. rússneskri pólitík racð aödáunarverðri nákvæmni“, cg að undir niðri hafi „kcmmúnistar bæði tögl og hagldir". Énnfremur, að IUS hsdi „aila tíð sýnt herr- Ámi Bjömsson unum í Moskvu takmarka- lausa undirgefni og aldrei tek- ið afstöðu til nokkurs máls, sem sýnt gæti „sjálfstæði þeirra og „hlutleysi“, og hafi „mjög gerzt til þess að efla hatur og úlfúð þjóða milli, gefið út hatursfull níðrit um þjóðir Vesturlanda en áróð- ursbæklinga um Sovétríkin, þar sem öllu er sungið lof og dýrð.“ Nú er það í fyrsta lagi úr hófi fram óskynsamlegur háttur að fordæma þennan eða hinn aðilann og lýsa hann óalandi og óferjandi í dag ,fyrir gerðir, gem löngu eru liðnar. Með slíku hugarfari ættu íslendíngar aldrei að geta haft eðlileg samskipti við Dani eða selt Bretum fisk. Æðsta vald í málefnum IUS •hefur þing þess, sem skal haldið eigi sjalanar en á 2ja ára fresti: Þá er ákveðin stefna sambandsins og starf- semi í höfuðdráttum fram að næsta þingi, breytingar á lögum, nýir meðlimir koma inn og aðrir ganga úr o.s frv. mætti þeyta •WPP . mikið og ó- frjótt rifril^iium það. En ef við lítum á IUS frá seinasta . þingi, eins og m.ér finnst vera eina skynsamlega aðferð- in, og atliugum svo fullyrð- inguna um að kommúnistar hafi þar tögl og hagldir, þá er rétt að gera sér eftirfar- andi ljóst: 1) Öll (og einungis) landsam- bönd stúd.enta geta verið með- limir IUS.í:' 2) Allir meðlimir hafa jafn- an atkvæðarétt, en atkvæðum er ekki „úthlutað eftir geð- þótta kommúnista11, eins og Benedikt Blöndal segir af guðdómlcgri í'ávísi í kosninga- bláði Vöku í liaust. 3) Meðlimasamböndin eru ó- bundin af ákvörðunum þings og framkvæmdanefndar IUS, séu þau þeim ósammála. Af þessu er augljóst, að séu „ókommúnísk“ sambönd í IUS fleiri en „kommúnísk", hljóta hin ókommúnísku að ráða meiru um stjórn IUS. Segi hins vegar öll ókomm- únísk sambönd sig úr IUS, leiðir af sjálfu sér, að eftir það ,.hafa kommúnistar bæði tögl og hagldir." Þetfe en svo einfalt sem mest má verða. Til þess að gera mönnum „valdahlutföllin" í IUS ljós- ari, er rétt að sýna, hvernig fulltrúaráðið (sekretariat), sem sér um daglegan rekstur sambandsins, er nú skipað, að því er varðar þjóðemi. F'orseti: Tékkóslóvakía. Varaforsetar: Japan, Súd- an, Ecuador, USSR. Ritarar: Búlgaria', -Túnis, Kína, Indland, Iran, FEANF (Federation des Etudiants d'Afrique Noire en France), Bólivía. Féhirðir: A-Þýzkaland. Þess ber að gcta, að aðild Bólivíu orkar tvímælis, þar sem tvö stúdentasambönd í landinu heimta að teljast full- trúar allra stúdenta landsins og vill annað aðild að IUS, en. hitt ekki. Var búizt við, að þessú yrði ráðið til lykta á þingi bóliviskra stúdenta í október eða nóvember s.l., en mér ekki kunnugt um af- drif málsins. Þá er fullyrðingin riim, að IUS „hafi ætíð i einu og öllu fy’lgt rússneskri pólitík með >:Þar sem engin landsambönd eru til, geta þó fleiri en eitt samband frá sama landi verið aðilar, séu þau öllum opin. ^amh. á 10. siðu Rúbbb . Síðasta skemmtun Moskvu- fai’a á fyrra ári var haldin í Tjarnarkaffi snemma í des- ember. Eins og frá hefur verið skýrt í Morgunblaðinu „tókst þegar í upphafi ferðarinnar góður félagsandi í hópnum, sem hélzt allan timann“. Þessi góði félagsandi hefur ágæt- lega við haldizt eftir heim- komuna og hafa verið haldnar fjórar stórar skemmtanir auk myndakvölds. Á hátíðinni þetta laugardags- kvöld var gefið út fjölritað veggblaðið, sem gefið var út á rússneska skipinu „Kooper- azia“ sem flutti meginhluta hópsins heim. Blaðið nefndist Rúbbblan; undirfyrirsögn á forsíðu: Alþýðumánudags- morgunþjóðvilji / kemur út kl. 5 á morgnana / sem er — tímaspursmál. — Ritstjóii Rúbbblunnar, var Kristinn Pétursson skáld í Keflavík. Meginefni blaðsins er við- töl við helztu merkismenn um borð og þættirnir: Úr leiðar- bókinni og Mannfólk og konu- fólk, þar sem „allir sem þurfa að létta á sér um sosem eina kjaftasögu fá inni“. Einnig eru í blaðinu ágætar skop- teikningar eftir Árna Elvar O. fl. Blað þetta gefur allgóða hugmynd um þá þætti. festi- valreisu, sem minnst er rætt um í dagblöðum, en þeim mun meira á mannamótum. Við getum ekki stillt okkur um að birta hérna dálítil sýnis- hom. Þetta viðtal við Jóhannes Bjarna Jónsson iðnnema birt- ist í 2. tbl. í tilefni af því að hann hafði verið skipaður for- stjóri utaníararstjómar. ,,— Jæja, svo þér eruð orð- inn utanfararstjóri, Jóhannes? —• Já, að sjálfsögðu, og var ekki vonum fyrr. — Og hvernig gen.gur nú ferðin, Jóhannes? — Nálgumst óðfluga ísland með allt að 10 sjómílna ofsa- hraða beint af augum. — Og' hvernig er heilsufarið um borð, Jóhannes? — Sjúklingar eru í harð- vítugri sókn, undir forystu fararstjói-nar, og mikil á- stæða til að ótfest að þeir nái mcirihluta og völdum á skipinu. Og setji heilbrigða í heilbrigðiskví. Og vaði svo sjálfir um skipið heilandi vodga og píví út í íshafið. Og má svo fara ef svo held- ur fram að skip vort verði ölóðum náhvelum og ísbjörn- um að bráð. —• Og hvaða ráðstafamr er hægt að gera í þessu voða- lega vandamáli, Jóhannes. — Búinn að fela Ko-rmáki Erlendssyni að þjálfa lieima- varnarlið. Fyrsta heræfingin verður í kvöld eftir bartíma. — Og hvernig ætlið þér að haga starfi yðar, Jóhannes. •— Til hægðarauka hyggst ég byrla hægðalyfjum í súpu íararstjórnarinnar. —- Þér komið æði oft fram í útvarpi skipsins, Jóhannes. — Já, málæði hefur alltaf verið mín sterkasta hlið. — Nokkuð fleira, sera þér vilduð segja að endingts, Jó- hannes. — Eg veiti öllum vegabréf án tillits til verðleika, út- svarsskulda og ógoldinna barnsmeðlaga. — Það er nefnilega. það, Jóhannes. — Eg mun einnig kapp- kosta að veita fólkinu alla aðra þjónustu. Eg er til dæm- ,is reiðubúinn að drekka áfeng- isbölið frá fólkinu héc um borð. -— Við þökkum Jóha.nnesi ánægjulegt og uppbyggilegt viðtal, fullvissir þess, að hann muni vaxa við hvern þann vanda, sem hónum karrn að mæta í hinu nýja starfi1' . Þetta sýnióhorn úr leiðar- bókinni verður að nægja. „— Klukkan 17.30 á að vera kóræfing. — Kluklcan 18.00 eiuginn mættur. —- Klukkan 20.00 verður klukkan allt í binu 19.00 — „seint kömumst við til Rvík- ur með þessu áframhaldi" segir Jói. — Klukkan 21.00 spilírí og dans. — Klukkan 22.00 daas og söngur. — Klukkan 23.00 söngur og dans. — Klukkan 24.00 söngur“.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.