Þjóðviljinn - 04.01.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.01.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardasur 4. janúar 1958 gMÓÐVILJINN Útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýffu — Sónfallstanokkurinn. — Ritetjorar Magnús KJartansson (áb.). SigurSur OuSmundsson. — Fréttaritstjóri: J6n BJarnason. — BlaSamenn: Ásmunöur Sigurjónsson, OuSmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Slgurjón Jóhannsson. — Auelýs- ingastjóri: OuSgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiSsla, augíýsinear, prent- HnlSJa: SkólavórSustig 19. - Siml: 17-500 <5 linur). - AskriftarverS kr. 25 & man. i Reykjavik og nágrennl; kr. 22 annarsst. «- Lausasöluverð kr. 1.50. PrentsmiSJa ÞJóðviljans. Árvekni er þorf áramótaræðu forsætisráð- •*¦ herra staðfesti Hermann Jóhasson opinberlega það sem jvikið hefur verið að í Þjóðvilj- ^iium áður, að sterk öfl í 5?ramsóknarflokknum °S ' Al- þýðuf lokknum hafa barizt og berjast fyrir gengislækkun, en áð hún hefur strandað : á Al- þýðubandalaginu og verkalýðs- hreyfingunni. Þjóðviljinn birti í gær orðréttan þann kafla úr ræðu forsætisráðherra sem um þetta fjallar, og mun engum sem les þau ummæli dyljast, að í þeim felst sú opinbera staðfesting sem hér er rætt um. Þessi staðreynd er enn ein á- minning til alþýðufólks í land- inu um að engu hagsmunamáli vinnandi fólks fæst framgengt én baráttu, áminning um að aldrei má slakna á þeirri bar- áttu þó verkalýðshreyfingin eignist fulltrúa í samsteypu- stjórn. S!ík stjórnarmyndun þýðir oft einungis það að al- þýðan fær nýjan baráttuvett- vang, fær aðstöðu, oft mjög mikilsverða, til að berjast fyr- ir málum sínum einnig innan æðstu stjómar landsins. Hvað vinnst í þeirri baráttu .. veltur að langmestu leyti á þeira styrk, er alþýðan sjálf veitir fulltrúum sínum í ríkis- stjórninni. Róttæk verkalýðs- hreyfing kemur því aðeins mönnum . í ríkisstjórn lands síns að hún sé orðin svo sterk að ekki verði framhjá henni gengið. Og hún á ekki lengur menn í rikisstj'órn, fær ekki lengur þá aðstöðu að geta bar- izt fyrir hagsmunamálum al- þýðu einnig innan ríkisstjórn- ar, riema hún sýni árvekni og öflugan stuðning þeim félögum sem þar standa i daglegri bar- áttu fyrir alþýðumálstaðnum. Þannig eru úrslit hverra kosn- inga vandlega skoðuð og and- stæðingar verkalýðshreyfingar- innar reyna að lesa út úr töl- úm þeirra hvort afl hinnar rót- tteku verkalýðshreyfingar sé ¦síaxandi, eða hvort árvekni iieitinar sé minni. Úrslit kosn- ihga geta orðið merki, sem fifturhaldið les þannig úr að ohætt sé að leggja til atlögu gegn Hfskjörum og réttindum á.'þýðufólks. En kosningatölur g^etá líka orðið merki sem ekki verður lesið úr á annan veg en a5 einnig framvegis verði að hafa nána samvinnu við al- þýðusamtökjn um landsstjórn. K förgum er enn í minni dæmi •frá nýsköpunarárunum, frá árínu 1946. Að völdum sat sam- steypustjóm, nýsköpunar- stjórnin. Hún hafði þá þegar unnið stórvirki að nýsköpun atvinnuveganna, lífskjör al- þýöu um land aUt höfðu stór- batxiað. En nýsköpunarstjórn- iriiwiíör ekki, fremur en aðrar .saSri|téypustjórnir, neitt < kaer- ¦ ¦¦¦''•-; %-'? •-""--'."' • • leiksheimili. Um hagsmunamál alþýðu, og um sjálfa nýsköp- unina, varð að berjast dag hvern, bæði í ríkisstjórninni og utan hennar. En mikið skorti á að alþýðu manna væri þetta nægilega Ijóst. Árið 1946 var kosningaár, fyrst bæjarstjórn- arkosningar í janúar og síðar alþingiskosningar um sumarið. Úrslita þeirra kosninga var beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Og það kom í Ijós, að al- þýða landsíns, þeir sem vildu að haldið yrði áfram á braut stórstígrar nýsköpunar og stór- bættra kjara alþýðufólks um land allt, höfðu ekki nógsam- lega gert greinarmun á .þeim flokkum sem stjórnina mynd- uðu. Sósíalistaflokkurinn bætti að vísu við sig um eitt þúsun^ atkvæðum í Reykjavík' frá kosningunum 1942. Andstæð- ingar hinnar róttæku verka- lýðshreyfingar höfðu óttazt að fylgisaukning sósíalista yrði mun meiri. Ljóst var af úrslit- um kosninganna að alþýða landsins hafði ekki gert sér nægilega ljóst, að það var Sósíalistaflokkurinn og verka- lýðshreyfingin undir róttækri forustu sem gert hafði mögu- lega nýsköpunina, að það var beinn árangur af hinum ein- stæðu kosningasigrum Sósíal- istaflokksins 1942 að tókst að knýja aðra flokka til samstarfs urií hana. Og afleiðingin varð örlagarík. Afturhaldið taldi síg þess umkomið að sundra ný- sköpunarstjórninni haustið 1946, gera Keflavíkursamning og mynda í ársbyrjun 1947 rík- isstjórn til árása á lífskjör al- mennings. "VTú eru einnig framundan ör- •*¦ ' lagaríkar kosningar. Einn- ig nú er við völd ríkisstjóm sem í eru fulltrúar hinnar rót- tæku verkalýðshreyfingar. Þeir eru þar vegna þess, að í þing- kosningunum í fyrrasumar fylkti svo verulegur hluti þjóð- arinnar sér um Alþýðubanda- lagið, að það varð annar stærsti stjómmálaflokkur þjóðarinnar, En einnig nú, eins og 1946, mun vandlega gætt að úrslitum bæjarstjórnarkosn- inganna í janúarlok og kosn- inganna í stjórnir verkalýðsfé- laganna. Einnig nú er aðstaða sú sem róttæk alþýða landsins hefur unhið sér með því að vera þátttakandi í ríkisstjórn í hættu, ef í ljós kæmi, að al- þýðufólk hefði ekki þá árvekní og þann skilning til að bera, að veita nú einmitt Alþýðtibanda- laginu aukinn stuðning. Þess mun full þörf, eigi alþýðunni og þjóðarheildinní að verða það- gagn., að störf um vinstri stjómarinnar sem vonir. standa til. Ein aðvörunin í þá átt, eru . ummaeli forsætisráðherra um • gengisiækkunina/ ¦ ! í \ f f í f * í í í I í í \ \ \ i \ \ 5 \ í v \ ! í í isti Alþýðubandaiagsins t Guðmundur Vigfússon bæjarf ulltrúi Alfreð Gíslason læknir Guðm. J. Guðmundsson 'verkamaöur Einar Ögmundsson bílstjóri Sólveig Ólafsdóttir húsfrú Skúli NorðdaJil arkitekt . I Guðríður Kristjánsdóttir húsf rú Tryggvi Emilsson verkamaöur Ingólfur Sigurðsson iðnverkainaöur Lárus Bjarnfreðsson málari Böðvar Pétursson ver^unarmaður Ingvar Hangrxmsson fiskifræðingur j}(wm«*«t>^Mf^^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.