Þjóðviljinn - 30.01.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.01.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagnr 30. janúar 1958 VILIINN ngeíandt- SamelnlngarfloKlcur alÞyöu - BósianstaíioKicunm. Rltstjórai Líasjnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson - Fréttaritstjóri: Jód Biarnason. - Blaðamenn: Ásmunóur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon tvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. - Auglýs- tngastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent uniðja: Skóiavórðustíg 19. — Síml: 17-500 (5 línur) - Áskriftarverð kr. 25 é «>&d í Reykjavík ov nágrenni; kr. 22 annarsst Lausasöluverð kr 1.50 Prentsmiðja ÞJóðviljans Er ekki nóg komið? Tffafi menn nokkx-u sinni ver- ið í vafa um að það réði úrsUtum í átökum við íhald og afturháld landsins hvort vinstri menn stæðu saman í ó- rofa fylkingu eða gengju sundraðir til orustu þá hafa hínar nýafstöðnu bæjai'stjórn- •arkosningar endanlega skorið úr. í þeim kaupstöðum þar sem vinstri flokkar stóðu sam- an að framboðum eða víðtæk . vinstri eining tókst gengu þeir •með sigur af hólmi yfir íhald- inu. En þar sem sundrungin •ríkti, þar sém vinstri kjósend- ur gengu fram i mörgum fylk- ingum gegn öf'ugum andstæð- :ngi, bar íhaldið af þeim sigur- orð. /Árlagaríkastan ósigur biðu ” vinstri flokknrnir í Reykja- vík þar sem íhaldsflokki auð- braskai'anna og spillingarafl- anna í bæjarmálunum tókst að safna um sig yfir tuttugu þúsund atkvæðum og fá tíu fulhrúa kjöi'na af fimmtán. Fui’trúatialan glefur þó ekki a'étta mynd af styrkleikahlut- föllunum, Vegna margskipting- arinnar fellur svo mikið at- kvæðamagn dautt hjá andstæð- ingum íhaldsins að þúsundir atkvæða koma ekki til greina við úthlutun fuiltrúa. ^etta þarf að verða öllum einlægum og sönnum vinstri mönnum til mikillar viðvörunar í framtíðinni. Þeim er ekki sigurs von í mörgum og sundurleitum flokkum sem deila innbyrðis og takast sundraðir á við íhaldið. íhald- ið ræður yfir slíkum áróðurs- mæíti og svo ótakmörkuðu fjármagni að á allt öðrum vinnubrögðum þarf að halda eigi baráttan gegn því að bera árangur. Fyrir þessu eru líka dæmin utan af landsbyggðinni bar sem önnur vinnubrögð voru viðhöfð. íhaldsandstæð- ingar sigra glæsilega á Akra- nesí, ísafirði, Selfossi, Hellis- sandi og víðar, þar sem þeir :næta íhaldinu öflugir og sam- einaðir. Óháðir vinstri menn, .indir forustu Fínnboga Rúts Vaidimiarssonar, vinna nýjan stórsigur í Kópavogi, af því fólkið sjálft lét ekki aftur- haldsklíkur flokkanna sundra sér. Sama gerist í Neskaup- stað þar sem aðalforustumenn Alþýðuflokksins ganga til samvinnu við Alþýðubandalag- íð og listi þess fær hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Hins- vegar fær íhaldið hreinan meirihluta fulltrúa í Vest- mannaeyjum, Keflavík og Sauðárkróki þar sem það gat fengizt við andstæðingana í mörgum fylkingum, að ó- gléymdri Reykjavík, þar sem íhaldið bætir við sig tveimur bæjarfulltrúum af þeirri orsök einni að það fékkst við sundr- aða andstæðinga. ¥*að er nú áríðandi að öll al- *• þýða og vinstri menn dragi réttar ályktanír af úrslitum kosninganna. Hér dugir ekki lengur að láta gamla og úrelta fordóma skipta liði alþýðumál- staðarins og hlaða undir íhald- ið, áhrif þess og valdaaðstöðu. Eigi íslenzkri alþýðu að verða sigurs auðið í átökunum við í- haldið verður hún að standa saman í órofa hejld bæði í stéttarfélögum sínum og á sviði stjórnmálaátakanna. Og hún verður með sameiginlegu aflí að tiTggja þá pólitik í framkvæmd sem er í samræmi við hagsmuni og hugsjóhir hins vinnandi fólks, en hafna hálfvelgju og' hiki sem ekki leiðir til annars en leggja í- haldinu í hendur áróðursvopn- in og aðstöðu til að evðileggja allt traust á vinstri stjórnar- stefnu um lengri eða skemmri tíma. Þetta eru lærdómar kosninganna á sunnudaginn og þeír sem ekki vilja skilja þá hafa einhver önnur og annar- legri sjónarmið en að þjóna málstað og hagsmunum ís- lenzkrar alþýðu og vinstri stjómarstefnu. jig umfram allt verða heiðai- legir Alþýðuflokksmenn að taka fram fyiúr hendur þeirra skemdarverkamanna sem hafa verið að vega að vinstrí mönn- um -í verkalýðsfélögunum með því að afhenda íhaldinu stjórn- ir og forustuaðstöðu í samtök- un.um. Þau vinnubrögð verður að stöðva án tafar og skilyrð- islaust. Alþýðuf’okkui'inn hef- ur nú sjálfur uppskorið ávöxt þeirrar iðju Áka Jakobssonar •og samstarfsmanna hans. Með henni er ekki aðeins vegið að grundvd’li varkalýðsfélagjanna og undirstöðu stjórnarsam- starfsins, heldur einnig verið •að venja fylgjendur Alþýðu- flokksins á að líta á íhaldið setn æskilegan samstarfsaðila, Og úfkoman verður sú, að kjósendur Alþýðuflokksins hætta að gera greinarmun á í- haldinu og Alþýðuflokknum og íhaldið hefur að lokurn betur með yfirburðum sínum í á- róðri. Það er þe*ta sem veldur fv’gbhrrni Alþýðuflokksins. Óheilindi’i og tvískinnungur- inn hefnir sín á grimmilegan hátt, Erj er nú ekki nóg kom- ið t:l þess að vitibomir menn í flokktnjm, einlægir verklýðs- sinnar og raunverulegír vinsti'i menn taki ráðin af óheillaöfl- unum, útsendurum ihaldsins? Undi’- viðbrögðum þeirra er það nú e. t. v. fyrst og fremst komið hvort kosningaúrslitin á sunnuds’únn vei-ða jákvæð eða neikvæð fyrir þróun íslenzkra stjórnmála og baráttuaðstöðu alþýðunnar í landiínu þegar allt kemur til alls og stundir líða. Reíði kúgaðrar þjóðar yfirsterkari dollurum og Sk'jólsfœSingar Dullesar hrökiast frá völdum i Venezuela viÖ litinn orÖsfir lyegar Simon Bolivar, frelsis- hetja Suður-Ameriku, hafði tekizt að heimta frelsi föður- lands síns, Venezuela, úr hönd- um spanskra nýlenduherra, spáði hann fyrir þrem af ríkj- unum, sem hann hafði átt þátt í að stofna. Bolivar kvaðst á- líta, að Ecuador myndi verða klaustur Suður-Ameriku, Kol- umbía háskólinn en Venezuela hermannaskálinn. Flestum Ven- ezuelabúum finnst að spádóm- urinn um framtíð lands þeirra hafi rætzt alltof vel. Hugsjón Bolivars um þjóðfrelsi og lýð- ræði hefur löngum átt erfitt uppdráttar í ríkjunum sem þakka honum sjálfstæði sitt, Romulo Gallegos en hvergi hafa þær verið harkalegar troðnar undir hæl- um hermannastígvéla en í ætt- landi frelsishetjunnar. Alla nítjándu öld tók hver hernað- areinræðisherrann við af öðr- um í höfuðborginni Caracas. Lýðræðislegir stjórnarhættir náðu 'aldrei að festa rætur. Evrópsk auðfélög tóku að nytja náttúruauðæfi Venezuela. Þegar reynt var að stemma stigu við yfirgangi þeirra sendu Bretland, Þýzkaland og Italía flotadeildir á vettvang og létu þær halda uppi hafnbanni á landið veturinn 1902 til 1903, Evrópsku auðhringirnir urðu brátt að láta undan síga fyrir band'arískum, sem áratugum saman hafa ráðið yfir atvinnu- lífi Venezuela. Þeir fengu lipr- an samverkamann þar sem var herforinginn Juan Vicente Gomez. Hann stjórnaði Ven- ezuela óslitið frá 1908 til 1935 af einstakri grimmd og harð- ýðgi en við mikla velþókn- un Bandaríkjastjórnar og bandarísku olíufélaganna, sem lagt hafa undir sig mest all- an olíuauð landsins. TTernaðareinræði hélzt þótt Gomez væri allur tram til ársins 1945. Þá tóku nokkrir ungir liðsforíngjar höndum saman við lýðræðissinnaða sjórnmálamenn, veltu einræð- isstjórninni úr völdurn og efndu tíl einu, frjálsu forseta- - kosninganna, sem fram hafa farið í sögu Venezuela. Rorn- ulo Gallegos, frægt skáld og frambjóðandi Accion Ðemo- cratica, flokks með sósíal- demókratiska stefnuskrá, var kjörinn forseti með miklum meirihluta. Stjórn hans :sat að völdum til 1948. Þá þóttu horfur á að hún myndi verða við háværum kröfum verka- lýðshreyfingarinnar um að Erlend tíðindi þjóðnýta að minnsta kosti eitt- hvað af hinum erlenda olíu- iðnaði. Var þá ekki að sökum að spyrja, herforingjaklíka hóf uppreisn undir forustu Pérez Jiménez, forseta herráðsins. Hin þjóðkjöma stjórn hrökkl- aðist frá völdum og Gallegos forseti flýði land. í útlegðmni birti hann beizkyrta greinar- gerð, þar sem hann sakar starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins í Caracas, utanríkis- ráðuneytið í Washington og stjómendur bandarísku olíufé- laganna um að hafa hjálpað Jiménez að myrða lýðræði og frelsi í Venezuela, til að varð- veita gróðaaðstöðu bandarísku auðfélaganna óskerta. Jiménez hafði stutt lýðræðis- byltinguna 1945, en nú vann hann markvisst að því að afla sér einræðisvalds. í fyrstu var hann landvai'naráð- hrundu niður vegna illrar að- búðar. Ótaldir eru þeir, sem létu lífið eða hlutu örkuml í pyndingarklefum leynilögregl- unnar í aðalstöðvum hennar í Obispo fangelsinu í Caracas. Stúdentauppreisnir og verkföll, sem barin voru niður með harðri hendi, báru vithi um ó- vinsældir einræðisstjófnarinn- ar, en hún hafði öflúgah bak- hjarl, Bandaríkjastjórn ’og bandaríska ajiðhringa. Her Og lögregla Venezuela ferigu bandarísk vopn eftir þörfum, Eisenhower sæmdi Jiménez bandaríska heiðursmerkinu Legion of Merit (Verðleika- fylkingin) fyrir að stjóm hans starfaði „í anda vináttu og samstarfs við Bandaríkin“ og Duiles utanríkisráðherra lýsti yfir að stjóm Jiménez væri „ríkisstjóm af þeirri gerð, er Bandaríkjunum fellur bezt“. /Tlíuþef leggur af velþóknun ” bandarískra stjómarvalda á blóðveldinu í Venezuela. Landið flytur út meii-i olíu en nokkurt annað ríki og fram- leiðslumagnið skipar þyí í ann- að sæti í röð olíuframleiðslu- xík'ja. Erlent fjárm^gn sem nemur fimm mi’ljörðum doll- ara hefur verið fest í oliuiðn- •aði Venezuela. Af þeirri upp- hæð eru þrír milljarðar . frá Bandaríkjunum en afgangur- inn mestallur brezkt fjármagn. Olíuframleiðslan í Venezuela nemur nú um 2.500.000 olíuföt- Á miðri myndinni sést Marcos Pérez Jiménez, hinn fallni ein- ræðisherra Veneznela, á velmektardögum sínum. Hann er þarna að ræða við verndara sinn og aðdáanda John Foster Dulies, ut- anrikisráðherra Bandaríkjanna (til hægri). herra í herforingjaklíku, sem stjórnaði Venezuela, en 1952 hrifsaði hann forsetaembættið með því að láta falsa úrslit forsetakosninga. Hann lét banna starfsemi stjórnmáia- flokka og leynílögreglan hund- elti öll samtök, sem talin voru andvíg stjórninni. Stjórnarand- stæðingar voru hundruðum og þúsundum saman hnepptir í fangabúð'ir á eyjum í mynni Oronieofljótsins, þar sem þeir um á dag og koma 40% a henni í hlut bandaríska1 félags ins Creole Petroleum Comp any, eins af dótturfélögun Standard Oil of New Jersey auðsuppsprettu Rockefellerætt arinnar, Afgjöld olíufélagann. nema 70% af ríkistekjun Venezuela. Sá hluti af olíuauð Venezuela, sem staðnæmzt h.ef ur í landinu, hefur að mesti leyti runnið í vasa fámennra Framhald á II. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.