Þjóðviljinn - 30.01.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.01.1958, Blaðsíða 10
 10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 30. janúar 1958 Frá Rúmeníu Framhald af 7. síðu. lings hundurinn hefur ef til vill verið betur kominn dauð- ur, en að lifa þessu auma lífi, þó það sé ófrávíkjanlegt lög- mál hverrar líftegundar að vilja lifa eins lengi og líft er. Mér skildist þá hvað átt er við með ,,hundalífi“. Rúmenskar konur eru yfir- leitt ekki fríðar, en hafa skap- gerð stóra eða ,,karakter“, og duglegar eru þær. Fegursta konan sem ég sá, var Sigúana- stúlka. En sveitakonur hafa óvanalega tigna, fallega og frjálsmannlega framkomu og göngulag, er stafar af því, að þær bera allar sínar byrðar á höfðinu. Sé um þungar byrð- ar að ræða, hafa þær ofurlít- inn þófa á kollinum, og jafn- vægistilfinning þieirra er svo örugg, að þær snúa h"fðinu snöggt við í iimferðinni og fylgjast með ölju. Jafnvel í borgunum er.u þs^r auðþekkt- ar, því göngulag þeirra breyt- ist aldrei. Þær hika ekki við að leggja hálfpoka af korni eða kartöflum, borð eða stór brenniknippi á höfuð sér. Sveitamenn aftur á móti bera ekkert á hnfðinu, bera yfir- leitt ekki byrðar, heldur aka vögnum sínum. Þeir eru flest- 'ir háir, grannir og spengi- legir. Aðalerindið til Olt var að skoða munkaklaustur, sem er 35 km innar i dalnum, falið í skógi kastaníutrjáa. Klaustr- ið er byggt á bökkum árinn- ar Olt, sem er mikið vatns- fall með bergvatni. Þaðan sér til fjalla allt í kring, sem eru skógivaxin upp á efstu brún- ir, að undanskildum fáeinum berum skriðum og klettum og hvítum saltskellum. Skógur- inn var að búast sínum brúnu haustlitum. Þaðan sést einnig hvar áin brýzt fram úr gljúfr- um í fjallaskörðunum. Klaustrið er byggt í þrem- ur rctthyrndum álmum með hvítum veggjum. Hluti af því er safn kirkjulegra muna, sem hefur að geyma íkona og aðrar helgimyndir, fagra tré- skurði og skrautverk úr málmi, aðallega silfri og pjátri. 1 miðjum húsagarðin- um er klausturkirkjan, gerð úr múrsteini og gibsi, byggð 1393. Hún þykir eitt glæsi- legasta verk sinnar tegundar þar í landi frá þeim tíma. Stíllinn er að nokkru leyti býzantískur og skreytingin hefur orðið fyrir áhrifum frá öðrum Vestur-Asíu stílum. Hlutföll öll virðast næstum fullkomin. Þegar inn er kom- ið í kirkjuna, eru veggir allir og hvelfingar þaktar skreyt- ingum, íkonum og öðrum helgimyndum. Sumar mynd- irnar hafa haldizt frá upp- hafi, en farið ofan í aðrar, eða þær gerðar upp að nýju. Fyrir vesturlandabúa, sem vanur er að skoða myndir í afmcrkuðum reitum, verður •þetta ofhlaðið, og hann veit ekki hvar hann á að byrja að skoða eða enda. Þetta var á sunnudegi og við hlýddum þarna messu, er munkarnir sungu einraddað. Þeir voru allir svarthærðir og svartskeggjaðir, í svörtum hempum, með svarta sívala hatta á höfðunum, sem vafð- ir voru svörtum slæðum er V m* i-4 héngu á bak aftur. Mér varð þarna innanbrjósts eins og heiðnum víkingum, forfeðrum okkar, hefur hlotið að verða, er þeir hlýddu messu í fyrsta skipti á meginlandinu. Kirkj- urnar munu ekki hafa .verið • ósvipaðar, messuathöfnin lík og söngurinn sami, gregor- iskur. Karlaraddirnar hljóm- uðu fallega, en frumstætt, því hljómnæmi hússins eða ,,accoustic“ var sérlega góð. 1 kirkjunni voru engir bekk- ir, aðeins fáein sæti úti í krókum, svo söfnuðurinn stcð í hnapp fyrir framan gráturnar. Menn voru sífellt að signa sig, en þegar söfn- uðurinn lagðist á hnén, urð- um við heiðingjarnir að vikja aftar í kirkjuna, eða gera eins. Við völdum fyrri .kost- inn. Kirkjan er grísk-kaþólsk eða ,,orþódox“ eins og þeir kalla hana. 1 Rúmeníu er nú algert trúfrelsi eins og hér á landi. Menn voru stöðugt að koma og fara. Efnaðri bændur komu í kerrum dregnum af hest- um, ef, liestá skyldi kalla. Ég hef aldrei séð aðrar eins dróg- ar, og enginn bóndi á íslandi hefði verið þekktur fyrir að koma t’d kirkju á öðrum eins farkosti, enda hefðum við hvert um sig kært hann fyrir ómannúðlega meðferð á skepnum. Kláragreyin voru svo skinhoraðir, að hryggir og hnútur stóðu út úr skinninu eins og á gömlum kúrn og telja mátti hvert rif á síðum þeirra. Á einum þeirra draup auk þess vessi og tár úr aug- um hans. Þegar ég hafði orð á þvi við borgarbúana, hvers- vegna bændur í þessu frjó- sama landi fóðruðu ekki hesta sina. betur, ypptu þeir aðeins öxlum og fannst ekkert at- hugavert við það. Sinn er sið- urinn í landi hverju og svo má víst illu venjast að gott þyki. Sannara væri ef til vill að segja, að menn hefðu van- ist því illa svo mjög, að þeir væru hættir að koma auga á það. ★ Á bakaleiðinni frá klaustr- inu skoðuðum við biskupsset- ur og biskupskirkju, sem er í útjaðri bæjarins Olt. Ak- braut lá upp að setrinu með fögrum trjám á báða bóga, en við hliðið sátu ölmusu- menn rétt eins og á Hólum og í Skálholti til forna. Húsaskipan var ekki ósvipuð og á klaustrinu, nema hér voru veggir allir sléttir og skjannahvítir og línur hrein- ar, en stíllinn hvergi nærri eins tilkomumikill. Hér var einnig sungin messa og menn að kaupa kerti og kveikja á þeim, signa sig og krjúpa. Þetta var auðug kirkja, bjart- ari og með nýtízkulegri skreytingum, klerkar allir i sannkölluðum litklæðum, og kirkjan hafði efni á því að hafa vel æfðan blandaðan kór með þjálfuðum röddum, há- um sóprönum og djúpum bössum. En allt þetta skorti seiðmagn hins aldna klaust- urs. ★ Á leiðinni frá Búkarest til Olt tókum við á okkur ofur- - lítinn krók, og komum í þorp- ' ið þar sem foreldrar bílstjór- ans búa. Þar voru legsteinar hafðir í minningarlundum heima við húsin, en ekki í kirkjugörðunum. Þar þótti mér einnig einkennilegt að sjá drengi, sem voru að koma úr skólanum, ganga berfætta, en méð þykkar loðhúfur á höfð- unúm. ‘ Hér frétti bílstjórinn, að ungur frændi hans í næsta þorpi væri í þann veginn að gifta sig. Fórum við því næst þangað og var tekið þar með kostum og kynjum. Sveitabrúðkaup er ekkert smáræðis fyrirtæki, mikill undirbúningur og glaumur og gleði, sem stendur í þrjá daga samfleytt. Gestum er Þjcðbúningur í Transylvaníu boðið þannig til brúðkaups, að feður brúðhjónanna fara um þorp sín og nærliggjandi þorp með tréflösku, sem heit- ir plosca og hlýtur að vera af sama uppruna og orðið flaska, en í henni er þjóðar- drykkur þeirra Rúmena, er nefnist tsvíka, sem er heima- bruggað plcmubrennivín. Þeir sem drekka af flöskunni, hafa þar með þegið boðið. Ókkur var óðara boðið tsvíka og þáðum við það fli og urðum því gestir í brúðkaupinu. Stórt jólatré stóð við hliðið, allt skreytt að öðru en kert- um, en yfir hliðinu var spjald, sem bauð gesti velkomna, hvort tveggja merki þess að brúðkaup færi hér fram. Við fengum að skoða hús- ið hátt og lágt. Þar var allt snyrtilegt og smekklegt, í- saumur kvennanna og skart- klæði og útskurður karlmann- anna — allt listfengt mjög. I fyrsta herberginu, sem kom- ið .er inn í, er stór bakara- ofn meter á hæð, breiður og langur og flat.ur að ofan. Þar ofan á sofa börn og gamal- menni á vetrum, þegar .kalt er í veðri. Önnur herbergi voru borðstofa, svefnherbergi, gestastofa og eldhús.. R.úm- enski arkitektinn benti mér á, að í húsinu væri enginn nagli, he-dur allt geirneglt; allt efni er heimafengið og á þakinu spónn, sem verður að endur- nýja á 25 ára fresti. Útihús voru byggð úr traustum tré- Nú hófst máltíðin og stóð í 3—-4 tíma og mikið drukkið með, en ölvun sást ekki á nokkrum manni. Fyrst var borin fram steikt svínahúð, en hún var svo seig, að ég vann ekki á henni. En með henni var borin svínasulta, sem var mjög góð. Þá kom þjóðarréttúrinn, sem ég kann nú ekki að lýsa, en tilsvarar okkar hangikjöti. Það voru margar tegundir matarkjms vafðar innan í . hvítkálslauf og soðið þannig. Aðallega virtist það vera einhver korn- tegund og svínakjöt og ými's- legt fleira og svo mikið af kryddi, en þó ekki of sterkt. Þetta var ljúffengur réttur, en þá fór bóndinn. út í garð sinn og tíndi ávcxt af jurt, sem heitir Cili eða, tsíli og gaf okkur. Hún var svo sterk, að það var eins og eldstólpinn stæði ofan úr kokinu og nið- nr í‘'mága7"Að lo'k'ú'm komu svo kjötteningar og hæhsni. Við fórum nú að gera ökk- .ur--;-ýmislegt til skemmtunar, meðal ánnars gaf- ég öllum Þegár við nálguðurbst býlSð/i: karlmönnunum og sumum kon- lét bílstjórinn flaútuna ganga . unum í nefið, en hnerrarnir í álcafa, hliðinu var hrundið : gengu eftir endilöngu borðinu upp og við ókum inn í húsa- og jók það mjög á 'kátínuna. garðinn með miklu offorsi, En nú kom nokkuð fyrir, svo allt varð að víkja, hundar, sem minnti mig á, að ma-nn- kettir, hænsni og börn og legt eðli er allsstaðar og á aðrir gestir. En hljómsveitin öllum tímum eins. Eg hafði kom á móti okkur til að beðið um nafn og lieimilis- fagna okkur og bóndinn með fang brúðgumans, því ég ætl- tréflöskuna á lofti. aði að senda þeim ofurlitla Fagnaðurinn fór ailur fram brúðargjöf, og var mér gefið í húsagarðinum í þægiiegu heimilisfang föður hans, þar októbersólskininu. Og nú var Sem við vorum stödd. En þá borið fram sérstakt borð tók brúðurin okkur afsíðis og lianda okkur, stólar sóttir inn bað mig fyrir alla muni að í bæ og á þá lagðir drif- senda það ekki þangað; hún hvítir koddar úr rúmum hafði þegar rifizt við tengda- manna, fagurlega útsaumaðir, móður sina og ætlaðj sér ekki til að sýna að við værum að stíga fæti á það heimili hfeiðursgestirnir. Var nú bor- framar; ef ég sendi gjöfina ið fram nóg af tsvíka og rós- þangað, mundi sú gamla taka rauðu víni, sem mikið er hana í sína vörzlu og þau framleitt af í þessum hér- mundu aldrei fá að sjá hana. uðum. Hvorugt þótti mér En allar veizlur taka enda gott, en maður vandist þessu 0g við urðum að komast til furðu fljótt, enda allir í há- Búkarest um kvöldið. Veizlu- tíðaskapi. Var nú mikið skál- gestir slógu hring um okkur að, sem á þeirra máli heitir og við kvöddum alla með iioroc og urðu allir að klingja handabandi, en hljómsveitin glösum saman. Gestir voru fylgdi okkur fast upp að bíl- alltaf að koma og var þeim hurðunum. Bílstjórinn ók svo öllum fagnað á sama hátt, af geyst úr hlaði, að allt ætlaði hljómsveitinni og með tré- um koll að keyra og ég hélt fl skunni. að hann mundi velta bílnum Brúðurin var í drifhvítum ega minnsta kosti rekast á kjól, fagurlega útsaumuðum, grindverkin sitt hvoru meg- með málmsveig á höfði ekki jn vegarins. En þetta tókst ósvipaðan skautinu okkar, en slysalaust. Hann hefur ef til í stað liálfmánans mvndaði víh viijað sýna hvert geysi- •þetta sveig um höfuð stúlk- iegf farartæki bíll hans var, unnar, en hvít siæðan náði ega ef fjj vjjj hefur hann verið niður á kjólfaldinn, Brúðgum- búinn að fá heldur mikið inn, guðmóðirin og guðfaðir- tsvíka í kollinn. Mér geðjaðist inn bám öll merki í barm- gamt sérlega ve, við bílstiór. inum, sem gerð voru úr til- anll) jafnvel þó hann yrði búnum blómum og víra- hundgreyinu að bana. Á æsku- mynstii. árum mínum hefði ég aldrei Matseldin fór fram undir fyrjrgefið honum það. En berum lnmni, í ofurlitlu byrgi þannig eykst manni umburð. að húsabaki. Þar var eldað arlyndi með aldrinum í þremur stórum jámpottum^___________________________________—- með háum fótum og viðar- báli undir á jörðinni. Hljómsveitin samanstóð af fiðlu, harmóníku og sjmbal og svo.stórri og lítilli trumbu, sem tvær konur skijitust á að hamra á, en sungu þess á milli. Þær voru öll Sigúanar og léku allan daginn af eld- legu fj'ri, aðallega þjóðlög, en þess á milli nútíma dans- lög fyrir unga fólkið, sem dansaði af fjöri á sjálfri jörð- inni og þó að þetta væri þriðji dagurinn. grindum, en fyllt á milli með leir og hálmi. Þökin voru úr strái. Brúðguminn var ekki heima, því hann var að sækja hljóm- sveitina, en allir aðrir voru í óðaönn að undirbúa viðburð- inn. Brúðurin var 19 ára og ljómandi lagleg. Hún bar rauðan borða um mittið, merki þess að hún væri jóm- frú. Mér duttu í hug Græn- landsvísur Sigurðar Breið- fjörðs. Ég hafði orð á því, að mér þætti brúðurin ung, pilturinn var 25 ára. En það var nú cðru nær. Sveitastúlk- ur giftast úr því þær eru 15 ára, og kallast piparmeyjar séu þær ekki útgengnar áð- ur en þær ná tvítugsaldri. Því miður máttum við ekki tefja lengur þarna og gát- um því ekki setið allt brúð- kaupið, en lofuðum að koma aftur á heimleiðinni á mánu- dag-/' síoastá dag fagnaðar- ins. Á sunnudaginn fór kirkju- athöfnin frám. Á máttudag stóðúm við svo méð' ánségju við löforð ökkár'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.