Þjóðviljinn - 30.01.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.01.1958, Blaðsíða 7
Finuntudagur 30. janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Það er orðinn siður hér á land að biðja afsökunar, ef menn langar að segja frá ferðum sinum. 33g bið engrar slíkrar afsökunar. Mér finnst ferðasögur skemmtilegustu bókmenntir og sjaldan svo illa sagðar, að ekki sé nokkurn fróðleik af þeim að hafa. Is- lendingum er þá illa brugðið, ef þá langar ekki lengur að hlusta á sögur af fjarlægum löndum og framandi þjóðum. Við erum eyþjóð og komum því lítið í beina snertingu við aðrar þjóðir, því langt er til næstu landamæra. En við eigum ekki öll heimangengt, og þess- vegna ekki nema eðlilegt, að við viljum fræðast eitthvað um umheiminn. ! Ég vil taka það fram i upp- hafi, að ég veit ekkert um stjómmálaviðhorf eða fjár- hagsástand í alþýðulýðveld- iriu Rúmeníu. Ég er hvorki stjómmálamaður né hagfræð- ingur, og leiði því hvort tveggja hjá mér. Mér var boðið að heimsækja landið af menningarstofnun þess, bæði til að. kynna íslenzka list að nokkru með sýningu, fyrir- lestri og blaðagreinum, og til að kynnast menningu lands- ins og listum. Ætlunin riieð erindum þessum er að segja frá nokkru af því, sem augað sá, eyrað heyrði og hugur nam. Rúmenía er 300.000 ferkíló- metrar að stærð, íbúatalan er 17 milljónir. í höfuðborginni, Búkarest, búa um tvær millj- ónir manna. Aðrar borgir eru ekki mjög stórar, enda hefur landið frá örófi alda verið bændaland. Það liggur að Svartahafinu, en Dóná renn- ur í bugðu meðfram landa- mærum þess að vestan og sunnan og skilur það þannig frá Búlgaríu að sunnan og i Júgóslavíu að vestan. Önnur lönd sem að því liggja eru Ungverjaland, Tékkóslóvakía, PóIIaml og Rússland, eða öllu heldur Okraína. Rúmenar rekja sögu ríkis síns aftur til þess tíma, er ; Rómverjar herjuðu á lands- svæði þessi og T'gðu þau und- ir veldi sitt árið 106. íbúar þessara héraða, sem þá hétu Dakar, voru margir hverjir teknir til fanga og fluttir sem ánauðugir þrælar til Rómar, þar sem þeir bj’ggðu mörg af stórhýsum keisaranna og minnísmerkjum. Þegar fram í sótti blönduðust rómversku hermennirnir íbúum landsins, og þegar Rómaveldi leið und- ir lok á 5. öld, urðu þeir inn- lyksa í landinu og mynduðu þannig kjama þeirrar þjóðar, er nú byggir það. Mál þeirra varð alls ráðandi og er enn 1 talið eitt af rómönsku eða latnesku málunum. En Rúm- enar vom eins og eyja í hafi slavneskra þjóða, svo að segja á alla vegu, og það fór ekki hjá því, að þeir yrðu fyrir menningarlegum og listrænum áhrifum frá nágrönnum sín- um. Þetta hafði einnig áhrif á mál þeirra, svo að talið er að það sé blandað slavnesk- um tungum að einum þriðja. Samt em þeir enn svipað- astir ítölum að skapferli, örir í lund bæði til gleði og sorg- ar, reiði og fagnaðar, en elskulegt fólk og ákaflega gestrisið. Síðar mynduðust þarna þrjú konungsríki, sem Rúmenía nú- tímans samanstendur af. Moldavía er þeirra elzt, stofnsett 1244, en Rúmenía á fjórtándu öld. Transylvanía er þriðja ríkið, en komst síð- ar undir yfirráð keisaradæm- is Austurríkis og Ungverja- lands. En þegar Tyrkir brut- ust inn í suð-austur Evrópu, urðu Moldavía og Rúmenía skattlönd þeirra og ríktu Tyrkir þar um langan aldur. Konungar þessara ríkja Magnús á. Árnason reyndu hvað eftir annað að sameina þau gegn Tyrkjum, en það var ekki fyrr en 1859 að það tókst og er 24. jan- úar mikill þjóðhátíðardagur þar í landi til minningar um þann atburð. 1877 hófu þeir stríð fyrir sjálfstæði sínu og ráku Tyrki af höndum sér með tilstyi'k Rússa. Eftir sameininguna völdu þessi ríki sér prins af þýzku Hoenzollem-ættinni til lcon- ungs, er nefndist Carol I. Prins þéssi var svo bláfátéek- ur, að sagt er að liann hafi komið í bættum fötum til Ríkisprentsmiðjan í Búkarest. landsins. Hann ríkti lengi og reyndist hinn mesti harðstjóri, undirokaði og skattpíndi landslýðinn, en auðgaðist sjálfur stóram og byggði' sér glæsilegar hallir og meðal annars þrjá fáránlega kastala uppi í Kaspíafjöllum, sem ég riiun síðar segja frá. Þegar Carol I. hélt hátíðlegt 40. stjómarafmæli sitt 1906, barst hann svo mikið á, að lands- lýðnum blöskraði, og bændur, sem orðið höfðu fyrir áhrifum af byltingunni í Rússlandi 1905, hófu hina víðtækustu stjórnarbyltingu, sem reynd hafði verið fram til þessa. Frjálslyndir og íhaldsmenn á þingi, sem aldrei hiöfðu á sátts höfði setið, sameinuðust nú og létu heill þjóðarinnar sitja í fyrirrúmi, en ekkert stoðaði. Konungur barði niður bylting- una með harðri hendi, fjöldi bænda var handtekinn og skot- inn og heil þorp' jöfnuð við jörðu. Ef rétt er munað, þá sam- einaðist Transylvanía ekki Rúmeníu fyrr en austurríska keisaradæmið liðaðist í sund- ur upp úr fyrri heimsstyrjöld- inni, og landamæri landsins urðu svipuð og þau eru nú. Saga Carols II., valdataka fasistanna með Antonescu í broddi fylkingar og hvernig þeir börðust með Þjóðverjum í byrjun síðarí heimsstyrjald- arinnar og hvernig verkamenn snerust á móti þeim og börð- ust síðan við hlið bandamanna — er svo ný. að hún er öllum í fersku minni. Strax eftir stríðið, eða 1945, fengu bændur, sem verið höfðu á- nauðugir landsetar um alda- raðir, jarðir sínar til eignar, sem breytt hefur afstöðu þeirra stórum og, að ég vona, bætt hag þeirra. Alþýðulýð- veldið var stofnsett 1947. Rúmenía samanstendur af þremur fyrrverandi konungs- ríkjum eins og áður er sagt, sem öll eru byggð sömu þjóð með sömu tungu og svo lít- ill munur þar á, að það er vart meira en framburðar- mismunurinn á norðlenzku og sunnlenzku hér á landi. En auk þe'rra eru ýmis þjóðar- brot í landinu, svo sem Ung- verjar, Þjóðverjar (Saxar), Serbar og Ukraínumenn, og svo Cyðingar, Tyrkir, Tartar- ar og Sígúanar. Rúmenía er ákaflega auð- ugt land að náttúragæðum, svo að segja má að þeir þurfi ekkert til annarra að sækja. Stcriðja er þar á byrjunar- stigi, en fái friður að hald- ast, eins og allir vona, þá er enginn vafi á þvi, að Rúmen- ía verður í framtíðinni eitt auðugasta land í Austur-Ev-: rópu. Qlia hefur lengi verið unnin þar úr jörðu, en á seinni árum hafa margar nýjar lindir verið opnaðar og talið er að olía sé allsstaðar í landinu. Auk olíunnar hafa þeir náttúrlegt gas, kol,. járn, gull, silfur, kopar og úran- íum, sem nú er mest eftirsótt allra jarðefna vegna kjarn- okunnar; marmara, sement, saltnámur, timbur og vatns- orku; og svo gnægð fiskjar úr Svartahafinu og Dóná. ★ Nokkru áður en ég fór frá Rúmeníu, fór ég í þriggja daga ferð til smábæjar, er heitir Olt og er í 300 kíló- metra fjarlægð frá höfuðborg- inni. Við fórum í bíl frá Menningarstofnuninni, en auk túlks míris voru tveir arkí- tektar, búlgarskur og rúm- enskur, með í ferðinni, Bær- inn liggur í dal, sem heitir einnig Olt, og áin sem renn- ur eftir dalnum ber sama nafn. Á þessari löngu leið kynntist maður landi og þjóð ef til vill betur en á margan annan hátt og skal ég því lýsa lienni nokkuð. I öllum þeiiri héruðum, sem við fórum um, virtist maís aðallega vera ræktaður, enda er hann aðalfæða almennings um land allt og borðaður svo að segja með hverri máltíð. Þeir gera úr honum þykkan jafning, sem er mjög bragð- góður og sjálfsagt holl fæða. Nú eru tilraunir gerðar með nýjar ræktunaraðferðir og fleiri tegundir. Þegar fram í sækir munu þeir. þurfa mikið af tilbúnum áburði og væri athugaridi fyrir okkur að tryggja okkur þar markað, þegar yið höfum nóg af þeirri vöru til útflutnings. Við vorum þarna á ferð á. laugardegi og var það mark- aðsdagur og umferð því mik- ií, Ekki voru bílarnir samt til trafala, því við mættum aðeins einum fólksbil á allri þessan leið, þ.e.a.s. á vegum úti. Aftur á móti var mikið um stóra flutningabíla, en aðal- umferðin voru vagnar af öll- um mögulegum gerðum, dregnir ýmist af hestum, ux- um,- irsnum eða múlösnum. Það vildi stundum verða taf- samt að komast í gegnum alla þessa þvögu, en bílstjór- inn okkar, sem var fyrrver- andi sveitamaður, sendi þeim óþvegnar kveðjur, ef lionum fannst þeir flækjast fyrir. Fyrst þegar út úr borginni er komið og á löngum ltöfl- um á allri leiðinni eru sveita- bæirnir í röð hver við ann- an beggja vegna vegarins, með ávaxtagörðum kringum húsin, og síðan peningshúsin og akr- arnir á bak vjð. Sum sveita- býlin eru ótrúlega lítil, varla meira en ein stofa og eld- hús. Þegar lengra út í sveitina kemur og umferðin fer að liðkast, tekur ekki betra við, því þar ægir saman öllum húsdýrum veraldar og það úti á þjóðbrautinni sjálfri: gæsir, endur, hænsni, uxar, kýr, asnar, svín og stórar sauð- fjárhjarðir, kettir og liundar — auk urmuls af börnum. Gæsunum þótti sér mj"g mis- boðið, görguðu ákaflega og sendu okkur tóninn um leið og við þutum framhjá. Mér var mikil raun að því að sjá veslings sveitahundana, þeir voru svo skinhoraðir að auð- séð var að þeim var aldrei gefið, en urðu að draga fram lífið á því, sem þeir gátu snapað sér sjálfir. Ef til vill hafa þetta verið flækings- hundar, en þeir voru svo dauf- ir í dálkinn, að þeir höfðu ekki einu sinni sinnu á að gelta að bílunum. Það þættu nú ekki hundar með hundum hér á landi. Bílstjóranum virt- ist standa hjartanlega á sama, þó hann æki yfir eina eða tvær hænur, svo ég var stöð- ugt á nálum, og á heimleið- inni ck hann yfir hund og drap hann samstundis. Ves- Framhald á 10. síðu. Magnús Á. Árnason: Frá Rúmeníu Kirkja frá 14. öld. * -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.