Þjóðviljinn - 14.02.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.02.1958, Blaðsíða 6
6) ÞJÓÐVILJINN —■ Föstudagur 14, febrúar 1958 'N ÐVILJ Útgefandl: Samelningarflokkur alþýSu — SdslaliBtaflokkurlnn. — Rltstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Slgurður Guðmundsson. — Préttaritstjórl: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmunúur Slgurjónsson, Guðmundur Vigfússon, fvar H Jónsson. Magnús Torfi Ólaísson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- InBastJóri: Guðgelr Magnússon. — Ritstjórn, aígreiðsla, auglýsingar, prent- amiOJa: Skólavörðustíg 19. — Sírni: 17-500 (5 línur). — Áskriftarverö kr. 25 á aaan. 1 Reykjavík og nágrennl; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverö kr. 1.50. Prentsmlöja ÞJÓÖviUans. Siaðreyndir lþýðublaðið hefur að undan- förnu ástundað mjög ein- kennilegan málflutning. Það segir að ,,kommúnistar“ séu „óskafjendur íhaldsins“ og seg- ir að síðan þeir komu til sög- unnar hafi ekkert lát orðið á sigrum Sjálfstæðisflokksins, fylgi hans „hafi tvöfaldazt síð- an kommúnistar urðu sterk- ■ ustu andstæðingar þeirra í bæjarstjórn Reykjavíkur“ . Allt er þetta bo'tniaus upp- spuni. Sjálfstæðisflokkurinn ■t hefur haldið velli í Reykjavík 1 undanfarna áratugi, það hafa oröið' ‘•"■’eiflur á fylgi hans, en það heíur haldizt kringum he'ming kjósenda í flestum kosningum. f þingkosningun- unj 1937 fé.kk Sjálfstæðisflokk- urinn þannig 56.1% atkvæða í Reykjavík, nú tveimur ára- tugum síðar fser hann 57,7%. En Alþýðublaðið segir að fylg- ið hafi aukizt um helming; það er nokkuð mikil rausn — ofan á Magnús Ástmarsson. Og hver er dómur kjósenda um það hverjum þeir treysti bezt til baráttu við í- haldið? í meira en aldarfjórð- ung hafa tveir verkalýðsflokk- ar með sósíalistíska stefnuskrá tekizt á um fylgi reykvískra kjósenda. Sameiginlegt fylgi þeirra hefur skipzt^ þannig innbyrðis milli þeirra í nokkr- um kosningum á þessu tíma- bili: Albingiskosningar: 1934: Alþýðuflokkur 83,2% Konimúnistafl. 16.8% 1337: Alþýðuflokkur 60,1% Kommúnislafl. 39,9% 1942: (fyrri) Alþýðufl. 38,3% Sósíalistaflokkur 61.7% 1942: (síðari) Alþýðufl. 35,6% Sósíalistaflokkur 64,4% 1946: Alþýðuflokkur 39,5% Sósíalistaflokkur 60.5% 1949: Alþýðuflokkur 37,8% Sósíalistaflokkur 62,2% 1953: Alþýðuflokkur 42,4% Sósíalistaflokkur 57,6% Bæ.jarst jórnarkosningar: 1958: Alþýðuflokkur 29,8% Alþýðubandalag 70,2% Þannig er dómur kjósenda í þeirri innbyrðis baráttu sem verkaiýðsflokkarnir hafa háð, og ætti Alþýðublaðið að spara sér allt tal um „óskafjendur íhaldsins" í því sambandi. Hverjir andstæðingar skyldu vera Sjálfstæðisflokknum æski- legri en þeir sem hafa hrapað úr 34,1% atkv. 1934 niður í 8,2% atkvæða nú, sem hafa hrapað úr sex bæjarfulltrúum niður í einn (sem þar að auki hefur gerzt próventukarl íhaldsins)? jóðviljinn rifjar ekki upp þesear staðreyndir til þess ð hælast um, því það er ekki fir nægu að hælast fyrir þá xm efla vilja fylgi sósíalist- ikra hugsjóna í Reykjavík. ær tölur sem hér hafa verið efndar segja aðeins hálfa >gu. Fylgi verkalýðsflokkanna mianíagt hefur á þessu tíma- ili verið sem hér segir: AI- ingiskosningarnar 1934: 41%; bingiskosr.ingarnar 1937: 5,1%; alþingiskosningarnar ’rri 1942: 45,4%; alþingis- Dsningarnar seinni 1942: 5,9%; afþingiskos(nin gamar 1946: 47,1%; alþingiskosning- arnar 1949: 44%; alþingiskosn- ingarnar 1953: 37,3%; bæjar- stjórnarkosningarnar 1958: 27,5%. Þróunin hefur þannig verið mjög neikvæð siðustu 10 árin, og það eins þótt reiknað væri með fylgi Þjóðvarnar- flokksins sem stundum hefur talið sig boða sósíalistísk stefnumið. Skyldi þessi íhugun á þess- ari þróun ekki vera frjórri en endalaus metingur um það hvorum verkalýðsfloktoum hafi veitt betur í innbyrðisá- tökum þeirra (auk þess sem Alþýðublaðið ætti sérstaklega að forðast slíkan meting af á- stæðum sem fyrr eru greindar). Ein meginskýringín á þessu fylgistapi er án efa einmitt hinar endalausu deilur fiokk- anna; enda þótt þær hafi breytt innbyrðis hlutföllum þeirra hafa þær hrundið fjöi- mörgum mönnum frá, skapað vantrú og tortryggni á getu hinnar sósíalistísku hreyfing- ar. Alþýðublaðið hefur sjálft sagt frá því að fjölmargir Al- þýðuflokkskjósendur hafi kos- ið íhaldið að þessu sinni af ótta við að hinn sósíalistiski flokk- urinn myndi fá of mikíl völd! Þegar baráttan er komin á slíkt stig er vissulega ástæða til að horfast í augu við staðreyndir og spara sér pex og meting. ^essar ofsalegu deilur eru þeim mun fáránlegri sem engir tveir flokkar í íslenzkri póliíík ættu að eiga auðveld- ara með að vinna saman. Það þarf ekki annað en líta á stefnuskrá flokkanna og sam- eiginleg viðhorf þeirra til ým- issa brýnna vandamála. Þeim mun fáránlegra er það að í þeim tveim ríkisstjórnum sem flokkarnir hafa tekið þátt í saman skuli sambúð þeirra hafa verið slík að þriðji flokk- urinn — langt til hægri — hef- ur einatt orðið að vera sátta- semjari þeirra á milli! Alþýðu- blaðið og Þjóðviljinn hafa að sjálfsögðu skiptar skoðanir um það hverjum slík átök hafi verið að kenna, og stoðar lítið að deila um það, ef samkomu- lag fengist um hitt að slikum vinnubrögðum verður að breyta. Sósíalistaflokkurinn var stofn- aður til þess að sameina alla íslenzka sósíalista, Alþýðu- bandalagið var nýtt spor í þá áttina, en verkinu er engan veginn lokið enn og það hefúr aldrei verið brýnna en nú. í ijósi þeirrar þróunar sem orðið hefur í Reykjavík síðasta ára- tuginn hlýtur þetta verkefni að skirskota sérstaklega til hvers þess manns sem trúir á hug- sjónir sósíalismans. Og eins og jafnan fyrr er viljinn eina vandamálið, ef hann er nægur verða fox-m og fyrirkomulag ekkert vandamál. Reynslan frá fjölmöi'gum stöðum utan Reykjavíkur hefur sannað að íslenzkir sósíalistar eru þess megnugir að Viiina saman af drengskap og heilindum þótt þá kunni að greina á um ýmisiegt utan lands og innan. Innbrot unglinga — Fer afbrotahneigð unglinga vazandi? Fyrir nokkrum dögum sögðu blöðin frá því, að uppvíst væri orðið um allmörg innbrot er unglingspiltar eða drengir um og innan við ferraingu hefðu framið. Vissulega er þar um alvarlegt mál að ræða; og ef það er rétt, sem margir halda fram, að afbrotahneigð unglinga fari mjög í vöxt, þá veitti ekki af að gerð væri rækileg gangskör að því að athuga hvort slíkt á sér ekki einhverjar viðráðanlegar or- sakir. Hverskonar dægrastytt- ingar er unglingum hér boð- ið upp á? Hverskonar kvik- myndir er þeim boðið upp á? Hverskonar lesefni ? Hvers- konar danssamkomur? Það er auðvitað hægur vandi að segja sem svo, að æskulýð- urinn í dag sé nákvæmlega eins og æskulýðurinn hefur alltaf verið, án þess að rök- styðja þá fuilyrðingu nánar. Því verður tæplega neitað, að unga fólkið nú býr við betri kjör og betri aðstæður að flestu leyti en nokkru sinni fyrr, enda er það yfir- leitt áhyggjulaust og sællegt fólk. Og oft er talað um heil- brigðan æskuþrótt, lífsgleði unga fólksins, o. þ. h. Satt er það, æskan í dag er þrótt- mikil, enda ekki beygð af erf- iðum kjörum, mótlæti ýmis- konar, vosbúð og vondu at- læti í uppvextinum. En þrátt fyrir þetta fiimst manni oft, að það sé fyrst og fremst heil- brigði, sem skortir í þrótt hinnar gjörvulegu æsku nú- tímans, og eiginleg lífsgleði finnst mér síður en svo rik- ari þáttur í fari ungling- anna núna en t. d. á uppvaxt- arárum mínum. Ef maður virðir fyrir sér framferði ung- linga á t.d. skemmtisamkom- um, þá fer varla hjá því að manni finnist það miklu frem- ur einkennast af lífsleiða en gleði. Sjálfsagt finnst ýmsum að þessar hugleiðingar eigi lítið skylt við afbrot unglinga, en ég held einmitt, að eirðax-- leysið, rótleysið, sem svo mik- ið ber á í þjóðfélaginu, eigi drjúgan þátt í afbrotum ung- linganna. Vegna þessa rót- leysis eru þeir veikari fyrir áhrifum frá kvikmyndunum og tímáritunum, sem beinlínis virðast við það miðuð að vekja afbrotahneigð áhrifa- gjarnra unglinga, tímarit sem ganga undir nöfnum eins og Afbrot, Sök, Lögreglumál, o. fl. ,,Það er fallegt og nauð- synlegt að vinna, því þaÍJ gefur hjartanu rósenad og ’.á- nægju .... “ lætur Halldór Kilj- an lífsreyndan öldung segja í einu skáldverixi sínu. Þetta eru tvímælalaus saiínindi, én einmitt þetta viðhorf til vinn- unnar held ég að hafi setið ískyggilega á hakanum í nauðsynlegri, en því miður alltof einhæfri kjarabarát,tu síðustu áratuga. Vinnugleði var notað sem skammaryrði í setuliðsvinnunni á hernáms- árunum; og sá hugsunar- háttur, sem að baki liggur k orðið rík ítök hjá allt of mörg- »m, einkum yngra fólkími. Vinnugleðin, gleðin við að exn- beita sér að ákveðnu verk- efni og ná árangri, Iýtur í mörgum tilfellum í lægra haldi fyrir einhverri eirðar- leysiskennd eða einskæra kæruleysi. Því ber vitanlega. að fagna, að þess munu fá dæmi nxx orðið, að unglingum sé ofboðið svo með erfiði og harðræði í uppvextinum, að þeir bíði þess vart bætur, en illa er það farið ef vinnu- leiði, eða jafnvel fyrirlitning á vinnu kemur í staðinn. EÆ1 sú er raunin, að afbrotahneigð unglinga fari mjög vaxandi, þá tel ég, að það eigi ekki sízt rót sína að rekja til þess að ekki hefxir verið séð um, að unglingarnir hefðu jafnan nóg holl verkefni fyrir stafni, heldur er þeirra miskunnai’- laust freistað með miðlungi hollum dægrastyttingum, sem þeir reyna að drepa tímann við á eirðarleysisflökkti sínu. appelsínur frá SflfdmiMflr °9 ósúror í IBLUE ]J Mntvörubúdi r \r R °1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.