Þjóðviljinn - 14.02.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.02.1958, Blaðsíða 7
Franski elilflauga- og raf- einda.fræðingurinn Albert Ducrocq ritar grein i viku- blaðið L’EXPRESS uni bandaríska gervitunglið. Þjóðviljinn hefur áður birt útdrætti ur greinum hans unr sovézku spútnikana, og hér kemur útdráttur úr þessari síðustu grein hans. Ffcucrocq byrjar grein sína á að tilfæra nokkur ummæli sem bera vitni skiijanlegum fögnuði Randaríkjamanna yfir þessu afreki vísindamanna þeirra. Knowland, leiðtogi repúblikana á Bandaríkjaþingi, sagði að hér fengju þeir verð- ugt svar sem hefðu gefið upp alla von um Bandaríkin. Eisen- hower forseti átti ekki önnur orð en: Þetta er dásamlegt. Og almenningur sagði: „Við þurftum ekki nema fjóra mán- uði til að ná Rússum“. „Við eram aftur orðnir fyrstir“. „Við getum unnið kapplilaupið til tunglsins“. Og í einu blaðinu mátti lesa: „Gervitungl okkar fer þúsund kílómetrum hærra en spútnikinn.“ Aðalhöfundur bandariska gervitunglsins, sem skírt var Könnuður, hinn þýzkættaði vís- indamaður Wernher von Braun, varaði þó við of mikilli bjartsýni: „Enda þótt við gæt- um sótt fram með fimmtungi meiri hraða en Rússar, mynd- um við þurfa enn fimm ár til að ná þeim“. A sama hátt, með sama hraða Og' síðan segir Ducrocq: „Könnuði var komið fyrir á braut sinni á sama hátt og hin- um sovézku fyrirrennurum hans frá síðasta hausti. Og hann fer umhverfis jörðina í nokkurn veginn sömu fjar- lægðum frá jörðu og hraði hans er einnig sá sami: 29.250 km á klukkustund þegar hann er í 300 km hæð, en aðeins 23.500 km á klukkustund þegar hann kemst lengst frá jörðu, i 2.800 km hæð. Þessar tölur eru óumflýjanlegar, þar sem hraði gervitungls verður að vera í ákveðnu hlutfalli við hæð þess“. Hringlaga braut eftirsóknar- verðust Ðucrocq segir í þessu sam- bandi í neðanmálsgrein: „Þeg- ar um er að ræða gervitungl sem far,a umhverfis jörðina í lítilli hæð, eins og þau sem hingað til hafa verið send á loft, þá er hringiaga braut eftir- sóknarverðust hvernig sem á er litið. Og þegar gervitungli er skotið á loft þá er fyrir- fram gert ráð fyrir að koma því á hringlaga braut i ákveð- inní hæð. Könnuður átti þann- ig að fara á slíka braut í 480 km hæð. En vegna þess að hraði Júpiter C-skeytisins reyndist meiri en gert hafði verið ráð fyrir, varð brautin ekki hringlaga, heldur spor- baugslöguð". Af þessu verður ljóst að það er misskilningur að halda því fram að bandariska gervitungl- ið hafi það fram yfir spútn- ikana að það fari lengra frá jörðu. Það 'ber þvert á móti —. Fösutdágur 14. fébrúár 1958 1— ÞJÓÐVILJÍNN —1. (7 Hafa Bandaríkjameim jafnað metin í eldflaugakeppninni með Könnnði ? |2- þrep 11 Scrgeant lcldnaueai Franskur eldflaugafræðiugur gerir grein fyrir Könnuði og svarar þeirri spurningu því vitni að útreikningar bandarisku vísindamannanna hafi ekki staðizt eins vel og hinna sovézku starfsfélaga þeirra. Rafeinda- undur Síðan segir Ducrocq: „Fyrsta gervitungl Banda- ríkjanna er athyglisvert tækni- afrek, vegna þess að höfund- um þess hefur tekizt að koma fyrir flóknum og afar nákvæm- um útbúnaði, sem er mjög léttur (4,5 kg). Könnuður er hreinasta rafeinda-undur. í honum eru tvær örsmáar út- varpsstöðvar. Önnur stöðin sem hefur 60 millivatta styrkleika gengur fyrir tveim litlum kvikasilfursrafhlöðum sem end- ast munu um tvær vikur. Hún sendir út á 108 megariða tíðni. Hin stöðin, sem sendir á 108,03 megariðum, fær orku sína frá fótósellum sem komið er fyrir utan á gervitunglinu. Þessi út- búnaður var gerður af starfs- mönnum í rannsóknarstöð hers- ins í Fort Monmouth og sell- umar ættu að geta séð stöð- inni fyrir rafmagni á meðan Könnuður er á lofti“. Ducrocq gerir síðan grein fyrir því með hvaða hætti hægt er að láta sendistöðvamar gefa ýmiss konar upplýsingar um fyrirbæri í geimnum. Þannig hafa hitamælar Könnuðar á- hrif á tíðnina, sem breytist um 100 rið fyrír hvert eitt hita- stig. Á sama hátt má fá vitn- eskju um breýtingar á þrýst- ingi og um geimgeislunina. Það hefur að vísu síðar frétzt að tæki þau sem mæla áttu geim- geislana hafa skaddazt þegar ' gervitunglinu var skotið á loft. Nú hefur einnig frétzt að þagnað sé í i-afhlöðustöðinni, en hin gefur enn frá sér merki. Hverfandi lítil orka „Enda þótt rafeindatækni nú- tímans geti búið til mælitæki sem mjög litið fer fyrir“, held- ur Ducrocq áfram, ,,þá er því miður ekki hægt enn þá að hlaða miklu rafmagni í lítið efnísmagn og þess vegna hafa sendistöðvar gervitunglsins hverfandi litla orku til ráð- stöfunar (minni en. o,l vatt) — eða minni en notuð er til að fjarstýra leikföngum. Til að fá betri not af þess- ari litlu orku hafa Bandaríkja- menn notfært sér tækni þá sem felst í að hægt er að beina ákveðnum bylgjum í ákveðna sitt. Ástæðan til þess að þeir völdu hina háu tíðni 108 megarið, sem svarar til 2,79 metra bylgjulengdar, var sú að á þessu bylgjusvæði lúta bylgjurnar lögmálum ljóss- ins og fara því „eftir beinni iínu“ til jarðar. Einn' galli er samt á þessari lausn: Á sama hátt og bylgjur sjónvarpsins — sem einnig fara eftir beinni línu — koma ekki fram á öðrum viðtækjum en þeim sem eru innan „sjónarsviðs“ sendistöðvarinnar, verður ekki hægt að taka við bylgjum Könnuðar nema á þeim svæð- um jarðar sem hann þeysist yfir, þ.e. aðeins í örfá'ar mín- útur í einu. Erfið viðtaka Viðtakan verður enn erfið- ari vegna þess hve sendistöðv- arnar eru veikar. Radíó- amatörar um allan heim reyndu árangurslaust að fylgj- ast með ferðum Könnuðar: Það eru aðeins sérstaklega út- búnar stöðvar sem geta tekið við hinum stöðuga sóni hans. Bandarikjamenn hafa því komið upp heilli keðju slíkra viðtökustöðva, sem kölluð hef- ur verið minitrack og byggð var af rannsóknarstöð flotans, Naval Research Laboratory. Helztu stöðvarnar eru í Bloss- om Point (Maryland), Havana, Quito (Ekvator), Lima (Perú) og í Santiago de Chile, en aðr- ar stöðvar voru reistar á Ant- illaeyjum, í Suður-Afríku og í Ástralíu. Upplýsingar þær sem þessum stöðvum berast eru sendar með fjarritum til aðal- stöðvarinnar í San Diego (Kaliforníu), þar sem unnið er úr þeirn með rafeindaheila. Spútnik fyrsti sem hafði 32 kíióa þungar rafhlöður gat hins vegar sent út á 15 metra bylgjulengd kraftmikið bip-bip -bip sem heyrðist í hvers kon- ar viðtækjum um alla jörð- ina“. Ducrocq nefnir síðan fyrir- ætlanir Bandaríkjamanna um að senda marga fleiri litla spútnika út í geiminn það sem eftir er ársins. Hver um sig á að afla vitneskju um sérstakt eða sérstök fyrirbæri. „Frá vísindalegu sjónarmiði, seg- ir hann, „er ekkert við það að athuga að afla slíkrar vitn- eskju í smámolum. En slíkt tekur lengri tíma en þegar not- aðir eru stórir spútnikar, sem hafa að þvi er virðist fært Rússum á nokkrum vikum geysimikla vitneskju sem enn hefur varla verið lokið við að vinna úr. Hvers vegna? Ástæðan fyrir því að Banda- ríkjamenn kusu að koma upp mörgum litlum gervitunglum. Á þessari skýringarmyntl sést burðareldflaug banilaríska .gervi- tunglsins Könnuðar tii vinstri, borin saman við 12 hæða hús. Til hægri sést cldflaug af sönni gerð og með sama efnis- magnshlutfalli sem smíða yrði ef Bandaríkjamenn ætluðu að koma gervitungli, jafnþungu og Spútnik aimar var (500 kíló) út á braut umhverfis jörðina. Efsfc til vinstri er skýringa- mynd af einstökum hlutum burðareldfiangar Könnuðar. (Teikn- ingin er úr L’Express). er sú að þeir geta ekki komið miklum þunga fyrir á braut umhverfis jörðina. Hvers vegna? Hér er komið að einni veikri hlið á tækni þeirra. Bandarísk- ur iðnaður hefur unnið tví- mælalaus afrek á mörgum svið- um og þá einkum i rafeinda- tækni, eins og Könnuður er til vitnis um. En hann hefur að vissu leyti orðið aftur úr í eld- flaugatækni. Bandaríkjamenn skutu gervi- túngli sinu upp á braut sem haltar 35 gráður frá miðbaugi jarðar. Svo virðist sem þeir hafi viljað færa sér í nyt snúningshraða jarðar, og bæta þannig 1000 km á klukkustund við hraða eldflaugarinnar. Það er einnig eftirtektarvert að þeir notuðu fjögurra þrepa eldflaug til að koma Könnuði á braut sína. Rússum nægðu þrjú þrep og Vanguard-eld- flaugin sem átti að koma fyrsta gervitungli Bandarikjanna á loft hafði heldur ekki , fleiri En Vanguard — sem jafnvel von Braun telur fuUkomnari en Júpiter C — er ekki tilbúin og þess vegna kusu Banda- ríkjamenn fjögurra þrepa- eld- flaug, ‘en það er lausn sem sparaði þeim að nota mjög mikla þrýstiorku. Þegar Könnuður var senci- ur á loft var „hlutfall efnis- Framhald á 10. siðu. könnuðub og 1. Sergeant- cldflaug 4. þrep 3. þrep 3 Sergeant eldflaugar 1 Hedstonc eldfta-ue

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.