Þjóðviljinn - 14.02.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.02.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 14. febrúar 1958 ---—><«»*.»■ ¥f á*l> J'l* • £ \ . • Q 3. nóvember 1957, að Rússar Hata Bandankjamenn jatnað metm: geta sent hSllrat les,„ kJam. orkuhleðslu hvert á land sem Framhald af 7. síðu. magnsins" nefnilega mjög hátt. Þannig er kallað hlutfallið milli samanlagðrar þyngdar eldflaugarinnar þegar henni er skotið á loft og hleðslu þeirrar sem hún getur komið fyrir á braut umhverfis jörðina. Eld- flaugin sem bar Könnuð út í geiminn vóg 30 lestir og gervi- tunglið sjálft 13.5 kíló; hlut- fallið er þannig 1 á móti 2200. En mönnum telst svo til að hægt væri að minnka hlutfall- ið niður í 1 á móti 1000, jafn- vel með venjulegu eldsneyti, og Rússar hafa gert mikium mun betur með sérstaklega öfl- ugu eldsneyti sínu. • Hlutfall- ið þegar Spútnik fyrsti var sendur á loft hlýtur þegar að hafa verið minna en 1 á móti 500. í dag virðist sem sovézku tæknifræðingarnir geti lækkað það niður í'-l á móti:j100. A eftir í málm- vísindum Ástæðan til þess að Banda- ríkjamenn nota ekki þessar sérstakiega öflugu eldsneytis- tegundir er ekki sú, að þeir þekki þær ekki: Það hafa orð- ið talsverðar framfarir í Bandaríkjunum á síðustu ár- um í bór-efnavísindum og það er sennilegt að Bandaríkja- menn séu ekkert á eftir Rúss- um á þessu sviði. Það er í málmvísindum sem hinir raun- verulegu erfiðleikar virðast gera vart við sig. Því er nefnilega þannig var- ið að þegar þessar öflugu elds-< neytistegundir eru notaðar kemst hitinn í útblástursrörinu upp í námunda við 3000 stig. og krefst því málmblandna sem hafa alveg einstaka mót- stöðu. Þær er bæði erfitt að búa tíl og nota svo að gagn sé í. En einmitt á þessu sviði virðast Rússar hafa fundið tækni, sem stendur framar þeirri sem annars staðar þekk- ist. Farþegaþotur þeirra eru annars. til vitnis um þetta. Á- stæðan til þess ,að þrýstihreyfl- ar TU-104 og TU-114 eru nærri þvi tvöfalt kröftugri en sams konar hreyflar sem smíðaðir eru á vesturlöndum er sú að þeir geta unnið við mikiu hærri hitastig og meiri þrýsting. Þannig standa sakir nú Nú standa sakir þannig að Rússar hafa tilkynnt að þeir muni innan skamms senda upp Spútnik þriðja sem er á stærð við Frégate (frönsk farþega- bifreið), en Bandaríkjamenn verða að láta sér nægja lítil gervitungl á stærð við ofnrör. Spútnik annar sannaði þegar er. Könnuður sýndi að 4, fe- brúar 1958 gátu Bandaríkja- menn ekki sent á sama hátt nema nokkurra kílóa þungan og heldur meinlítinn hlut.“ Þjálfaðir í tækni- störfum Samkvæmt upplýsingúm frá „fslenzkum Aðalverktökum s.f.” áttu 18 íslendingar að fara til Bandaríkjanna í gær til að njóta þar þjálfunar í starfsgreínum sínum, á vegum Alþjóðasam- vinnustofnunar Bandaríkja- stjórnar. Af þessum 18 mönnum eru 10 vélamenn á krönum og vélskófl- um, 3 eru múrarar og 5 rafvirkj- ar. Hinn 29. f. m. fóru 6 raf- suðumenn utan sömu erinda. Rafsuðumennirnir 5 dvelja nú í Cleveland, þar sem þeim eru kynntar nýjungar í rafsuðu. Múraramir eig.a einkum að kynna sér flísalagnir í Detroit. Rafvirkjarnir heimsækja ýmis fyrirtæki er framleiða sjálfvirk stjórntæki af ýmsu tagi. Auk þess segir að áherzla verði lögð 'á að menn þessir kynni sér „slysavarnir, verkstjórn og verk- lýðsmál“. Ferð þeirra mun taka 2—3 mánuði. — Áður hafa all- margir menn farið héðan til þjálfunur í öðrum starfsgrein- um í Bandaríkjunum. Tilkynning ] liá skiifstofu ríkisspítalaima Verzlanir og iðnaðarmenn, sem enn hafa ekki fram- j vísað reikningum á ríkisspítalana, vegna viðskipta á árinu 1957, eru hér með áminntir um að gera það sem fyrst, eða ekki seinna en fyrir 20. febrúar n. k. ! Skrifslofa ríklsspítalanna, Klapparstíg 29. ! Bygsingarsamvinnufélag !®g- reglDmjanna í Reykþvík hefir lil sölu 4ra herbergja íbúð á Miklubraut 84. 1 íbúðin er á 1 hæð, 108 m2. j Þeir félagsmenn, er neyta vilja forkaupsréttar, sendi skriflega umsókn til stjórnarinnar, sem gefur allar ! nánari upplýsingar, fyrir 24. þ.m, ■ Stjórmn. V alentímisdagur Seljum í dag smekklega búkketta á kr. 25.00 pr. stk. í tilefni dagsins. BLÖM & ÁVEXTIB, Hafnarstræti — Sími 12717' og 23317. - KAUPIH IIAPPKKÆTTISSKUUDABKÉF F. I. 134 KBÓNUR 5KULDABRÉF Happdrœttislán Flugfélags íslands h.f. 1957 10.000.000.00 krónur, auk S% vaxta og vaitavarta fri 30. desember 1957 ti) 30. deaember 1963, eða samlala kr. 13.10a.000.00. Flugfélag lalands M. i Reykjavík lýsir hér með yflr þvl, að félagið akuldar basdhafa þessa brcfs kr. 134.00 Eitt hundrað þrjótíu og fjórar krónur Innifaldir í upphæðinni eru 5% vextlr oc vaxtavextir frá 30. desembcr 1957 til 30 desember 1963. Gjalddagi skuldabréfs þessa er 30. de.sember 1963. Verði skuidabréfinu ekki framvísað innan 10 ára írá gjalddaKa, er það ógilt. Falli happdrættisrtnningur á skuldabréf þctta. skal hans vitjað innan fjógrurra ára frá útdrætti, eila fellur réttur til vinnings niður. Um lán þetta gilda ákvæði aðalskuldabréfs daga. 18. desember 1957. Reykjavlk, 18. desember 1957. FLUGFÉLAG ISLANDS HJF. ./1 » Þér eflið með því íslenzkar flugsamgöngur um leið og þér mynd- ið sparifé og skapið yður mögu leika til að hreppa glæsilega vinn- inga í happdrættisláni íélagsins. Ómetanleg flngþjónusta „Flugfélag íslands hefur ætíð litið á það sem hlutverk sitt að ná til sem flestra landsmanna með flugsamgöngum. . . , . Hvergi í heiminum er flugið hlutfallslega eins mikið og hér á landi, og sézt á því hver er þörfin fyrir þessa starfsemi........Flugið er orðið þáttur í lífi þjóðarinnar, sem aldrei verður afmáður og mun halda áfram að þróast.“ Morgunblaðið — 7/2 1958. Herferð gegn Frpmhald af 1. síðu landi, hafa vakið míkinn ugg meðal brezks almennings. í gær báru 15 Verkamanna- flokksþingmenn fram tillögu um að ríkisstjórninni skuli ekki heimilt að gera neinn samning við Blandaríkj astjórn um eld- flaugastöðvar í Bretlandi, fyrr en þjóðin hefur fengið tækifæri til að sýna vilja sinn í þvi máli í almennum þingkosningum. Búizt er við því, að ríkis- stjórnin muni tilkynna í þéssari viku, að gerður hafi verið samn- ingur við Bandaríkin um fjórar eldflaugastöðvar í Bretlandi. Jafngilda. milljón lestum af TNT I gær var birt skýrsla brezku stjórnarinnar um hermál. Segir þar, að þrátt fyrir árangur Sov- étríkjamna í pmíði eldfiauga', muni hemaðaryfirburðir Vest- urveldanna fara vaxandi á næstu árum. Ástæðan sé að meðaldrægar eldflaugar frá stöðvum í Evrópu og víðar geti náð til allra helztu skotmarka í Sovétríkjunum, en það muni taka Sovétríkin nokkur ár að framleiða það magn langdrægra og markvissra eidflauga, sem nægi þeim til að ná samsvarandi aðstöðu gagnvart Vesturveldun- um. Þá er skýrt frá því, að fram- leiðsla vetnissprengja sé hafin í stórum stíl í Bretlandi. Sprengi- magn hverrar um sig jafngiidi milljón lestum af TNT eðá mejra. Sprengjuflugvélar af gerðunum Vulcan og Victor geti flogið með þessar sprengjur ein$ hátt og hratt og nokkur önn- ur sprengjuflugvél, sem nú er í notkun, Á nokkrum klukku- tímum sé hægt að dreifá sprengjuflugvélaflotanum . frá Bre'tlandi til stöðva í öðrum löndum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.