Þjóðviljinn - 29.03.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.03.1958, Blaðsíða 4
4) — ÞJtoVILJINN —. Laugardagur 29. marz 1958 Freysteinn Þorbergsson: Elnwífji Smlslofis og Botvinniks 2. skáb G. marz Botvinnik opnar með drottn- ingarpeði eins og hann á vanda til. Smísloff svarar með Gamal-Indverskri-vörn. I fyrsta sinn í nær tvo ára- tugi velur Botvinnik nú liina svonefndu Semish-UDphygg- ingu, sem liefur verið m.iög vinsæl að undanförnu. Smisl- off bregður brátt út af alfara- leið og reynir að koma af stað sókn á drottningarvæng. En Botvinnik er vel á verði og ónýtir hernaðaráætlun Smisloffs með d.iúphugsuðum liðsflutningum. Þegar Smisl- off svo í 11. leik finnur ekki skarpasta framlialdið, verður staða hans fljótlega veik mið- að við öfluga bryngarða Bot- vinniks. í framvindu bardagans býð- ur Smisloff upp á peðsfórn í von um að ná gagnsókn. Bot- vinnik afþakkar með sterkari leið og vinnur peðið síðan með fallegum millileik, án þess að gefa nokkurt færi á gagnsókn. Skákin fer í bið með von- laúsa stöðu fyrir lie'msmeist- arann. Þróttmikil taflmennska hjá Botvinnik. 7. marz Smisloff gefst upp án frek- ara framhalds. Staðan er 2:0 fyrir Bot- vinnik. 2. skákin Hvítt: Botvinnik Svart: Smisloff 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0—0 6. Be3 a6. (Venjulegt er 6. — e5). 7. Bd3 Rc6 8. Rge2 Hb8 9. a3! Rd7 10. Bbl Ra5 11. Ba2 b5 (Skyssa. Eina vonin til jafnr- ar stöðu lá í 11. — c5 og ef 12. b4 þá Rc6). 12. cxb5 axb5 13. b4 Rc4 14. Bxc4 bxc4 15. 0-0 c6 16. Dd2 Rb6 17. Bh6! (Áð- ur en lagt skal til sóknar, er skipt upp á biskupum). 17. — Bxh6 18. Dxh6 f6 19. a4 Ra8 20. Hfbl f5 21. De3 fxe4 22. fxe4 Rc7 23. ,d5. (Það er kom- inn tími til að láta til skarar skríða á miðborðinu). 23. — cxd5 24. exd5 Bb7 25. Hfl! (Hrókurinn hefur lokið hlut- verki sínu á drottningar- væng). 25. — Dd7 26. Dd4 e6 27. dxe6 Rxe6 28. Dg4! (Ef 28. Dxc4, þá 28. — d5 og síð- an d4 með gagnsókn). 28. — Hfe8 29. Rd4 Dg7 30. Hadl Rc7 31. Df4 He5. Smisloff reynir öll meðul í von um gagnsókn, þar sem hann veit að verði ekkert að gert, munu hvítu peðin á drottningarvæng syngja hon- um útfararsálminn, en Bot- vinnik finnur fallega og ein- falda leið til þess að tryggja sér liðsyfirburði auk góði’ar aðstöðu að öðru leyti). 32. Rc6!! Bxc6 33. Dxc4+ d5 34. Dxc6 Hd8 35. Db6 De7 36. Dd4 Dd6 37. Hfel Hde8 38. Hxe5 Hxe5 39. b5 Re6 40. Da7 d4 41. Re4! Gefið. 3. skák 11. marz Skálcarinnar, sem hafði ver- ið frestað vegna minniháttar lasleika Smisloffs, var beðið með mikilli eftirvæntingu. Ekki sízt í liinum yfirfullu salarkynnum þar sem keppnin fór fram. Hvaða kerfi hefur Smisloff nú undirbúið gegn hinni nýju vörn Botvinniks? Þessari og ýmsum öðrum spurningum hefði vafalaust mátt heyra hvíslað í hótel Sovetskaja, ef fréttamaður hefði ekki sökum lasleika orðið að láta sér nægja að fylgjast með lceppn- inni í blöðum og útvarpi. Smisloff velur nú venjulegri og jafnframt skarpari leið heldur en í 1. skákinni. Bot- vinnik verður að berjast hat- rammlega fyrir j^fnun stöð- unnar. Heimsmeistarinn eyðir 50 mínútum af tíma sínum til umhugsunar um hinn einfalda 16. leik sinn í von um að finna leið til þess að geta notfært sér það litla stöðurými, sem hann hefur fram yfir andstæð- inginn. í 20. leik velur Botvinnik leið, sem mjög hefur verið gagnrýnd sem áhættusöm, en það er vafasamt að hann eigi þar völ á nokkru betra. Smisl- off hefur kóngssókn, en Bot- vinnik dregur úr hættunni með drottningarkaupum. Stað- an er þá lítið eitt betri hjá Smisloff, er honum í 28. leik verður á alvarleg iskyssa, sem kemur áhorfendum til þess að storma að sýningarborðunum. Hvað hefur komið fyrir Smisloff ? Slíks fingurbrjóts var ekki að vænta af heimsmeistara á 20. öld, jafnvel fcótt hann væri í nokkurri tímaþröng. Áframhald skákarinnar er aðeins fullnæging á þeim dómi, sem Smislöff hefur kveðið upp yfir sér með hin- um Ijóta leik, og því ekki þýðingarmikið, þótt hann berj- ist til síðasta manns. Staðan er 3:0 Botvinnik í hag. 3. Skákin Hvítt Smisloff Svart: Botvinnik Caro-Cann-vörn 1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. d4. (Algengara og að líkindum sterkara heldur en 3. Rf3, sem Smisloff lék í fyrstu skák- inni). 3. — dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Bg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 Rd7 8. Bd3 Bxd3 9. Dxd3 Dc7 10. Bd2 Rgf6 11. 0—0—0 e6 12. Kbl 0—0—0 13. c4 c5 14. Bc3 cxd4 15. Rxd4 a6 (Vita- skuld ekki 15. — Re5 16. De2 Rxc4 sökum 17. Hcl með sterkum hótunum). 16. De2 Bd6 17. Re4 Rxe4 18. Dxe4 Rf6 19. De2 Hd7 20. Hcl Dc5 21. Rb3 Dfðf 22. Hc2 Be7 23. c5 Hd5 24. c6 Bb6 25, Rd2 Dd3. (Ekki 25. — Dxf2 26. Rc4!). 26. Rc4 Bc7 27. Dxd3 Hxd3 28. Re5 ? (Tapleik- ur. Túlush mælti með 28. Be5 í Moskvuútvarpinu og Pravda, en það virðist ekki gefa neitt eftir 28. — b2! 29. Bxc7 Kxc7 30. Re5 Hd5! Hinsvegar virð- ist 28. cxb7+ Kxb7 29. Be5 gefa hvítum betri horfur, þótt svartur geti að líkindum einn- ig þá varið hendur sínar með 29. — Bxe5 30. Rxe5 Hd5 o.s.frv.) 28. — Hxc3 29. cxb7f Kxb7 30. Hxc3 Bxe5 31. Hb3f Ka7 32. Hcl Hb8 33. Hxb8 Kxb8 34. Hc4 Rd5 35 Kc2 h5 36. b4 Kb7 37. Kb3 Bd6 38. a3 Bc7 39. Hc2 Bb6 40. Kc4 Rf4 41. g3 (Hér fór skákin í bið). 41. — Rh3 42. f3 Rgl 43. f4 Rf3 44. a4 Rd4 45. Hd2 Rf5 46. a5 Be3 47. Hd8 Bf2 48. b5 Kc7 49. Hg8 axb5+ 50. Kxb5 Bxe-3 51. a6 Bf2 52. Ka5 g6 53. Ha8 Bel+ 54. Kb5 Rd6+ 55. Ka4 Rc8 56. Kb5 Bf2 57. Ka5 Ba7 58. Kb5 f6 59. Kb4 e5 60. fxe5 fxe5 61. Kc3 Bb8 62. Kd3 Rb6 63. a7 Rxa8 64. axb8D+ 'Kxb8 65. Ke4 Rb6 66. Kxe5 Rd7+ 67. Gefið 4 Gt#$/i£6r mmi i/£BÐ a/D aium mr/ A Bókamarkaðnum í Listamamiaskálanum eru 900 bóka tegundir. Happdrætti sem tryggir yður þriðju hverja bók gefins og auk þess dregið tvisvar í viku um málverkaprentun innrammaða eða eftir eigin vali. — Fjöldi ferra- ingargjafabóka. Af eftirtöldum bó'kum og fjölda annarra eru síðustu ei ntökin seld núna á markaðnum. Strið og friður, frægasta skáldverk veraldar öll 4 bindin kr 190.00 — Vídalíns postilia 1 skrautbandi kr. 200.00, — ísland þúsund ár, úrval ísl. ljóða í þúsund ár, þrjú bindi í skinni kr. 300.00 — Sagnakver Slcula Gíslasonar í útgáfu Sigurðar Nordal í skinnb. kr. 100.00.- — Ljóðasafn Stefáns frá Hvíladal í skinnb. kr. 120.00, — Ljóðasafn Páls Ólafssonar, í skinnb. kr. 120.00. —- Heimskringla með 500 myndum innb. 'kr 200.00. — Á víð og dreif, heildarútg. af ritum Árna Pálssonar, prófessors, skinnb. kr. 80.00. — Bókin um manninn með 600 myndum kr. 75—200.00. — Landnámabók íslands með litprentuðum landnámskortum í sk. kr. 195.00 — Ljóð frá liðnu sumri eftir Davíð Stefánsson kr. 144—190.00. Ný kvæðabók eftir Davíð Stefánsson kr. 100.00. — Kifsafn Gests Pálssonar, bæði bindin innb. kr. 120.00. — Ritsafn Ólafar frá Hlöðum skb. kr. 88.00. — Sagan af Þuríði formanni ib. kr. 90.00. — Allir á bókamarkaðinn í Listamannaskálan um, Opin frarn að páskimi. I dag opið kl. lOtil 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.