Þjóðviljinn - 30.03.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.03.1958, Blaðsíða 3
I ■’» Sunnudagur 30. marz 1958 — ÞJQÐVILJINN — (3 vetur. Sumir hafa einnig að vinna önnur ung stúlka, sent þeim heil orðasöfn. Guðrún Magnúsdóttir, sem Sagði hann, að í talmálinu einnig leggur stund á íslenzk lifði enn fjöldi orða, sem fræði. Hún var að raða seðl- aldrei hefðu vérið skráð á um í Orðabók Sigfúsar bækur, og væru þessar upp- iBlöndals. En það er víst ekki lýsingar almennings þvi mjög á hverjum degi, sem þeir hafa mikils virði. Á þennan hátt svona góða gesti, orðabókar- fengist einnig vitneskja urn menn, enda voru þeir í sól- mismunandi merkingu . og skinsskapi. notkun orða í ýmsum hlut- Dr. Jakob sagði, að margir um landsins. Hins vegar útlendir fræðimenn hefðu skortir bæði-fé og starfskrafta einnig leitað til þeirra, bæði til þess að vinna skipulega að bréflega og munnlega, og þessari söfnun. ýmsar ritgerðir hefðu verið Hvenær verður hafizt handa skrifaðar, er sæktu efni í um útgáfu bókarinnar? orðasafnið. Sömuleiðis hefði Enginn er farinn að hugsa t.d. prófessor Halldór Hall- Starfsmenn orðabókarinnar við vinnu sína: Ásgeir Blöndal Magnússon (til vinstri), dr. Jakob Bene- fyrir því ennþá. Sjálf orða- dórsson fengið þar mikið af diktsson (í miðið) og Jón A ðalsteinn Jónsson (til hægri). söfnunin mun enn taka mörg heimildum til doktorsritgerð- ar sinnar. Orðabók íslenzkrar Við Islendingar erum stolt- ir af tungu okkar og tölum oft um það með nokkru yf- irlæti, hversu vel forfeðr- unum tókst um aldaraðir að varðveita hana lítt- breytta á meðan frænd- þjóðir okkar, er eitt sinn töluðu sama mál og við, glötuðu og breyttu svo tungutaki sinu, að þær skilja ekki lengur hina sameiginlegu frumtungu fremur en hebresku. Hitt látum við gjarnan liggja í þagnargildi, að síðustu öld- ina höfum við a. m. k. að einu leyti revnzt miklir eftirbátar frændþjóðanna í ræktarsemi við tunguna. Þær hafa allar samið og gefið út fullkomnar orða- bækur yfir mál sín, margra binda verk, er kostað hafa áratuga starf og mikið fé. Slík orðabók íslenzkrar tungU er hins vegar engin til ennbá, — en að henni er unnið, og það starf er þess vert, að því sé meiri gaumur gefinn en gert hef- ! ur verið. Síðastliðinn föstudag lagði ég leið mína upp á efstu hæð í Háskólanum þeirra erinda, að leita mér fræðslu um Orða- bók Háskóla íslands, en hún er þar til húsa í þremur litl- um, samliggjandi stofum í norðvestur hoi’ni byggingar- innar. Dr. Jakob Benediktsson, forstöðumaður orðabókarinn- ar, tók erindi mínu vel og leysti góðfúslega úr öllum spurningum mínum, þótt ekki væri alltaf fróðlega spurt. Einnig sýndi hann rnér hvern- ig verkið er unnið og þann á- vöxt, sem það þegar hefur bor- ið, — fj'ilmarga kassa fulla af seðlum, sem orðin eru skráð á ásamt tilvitnunum í þær bækur, sem þau eru tek- in úr. Auk dr. Jakobs eru tveir aðrir fastir starfsmenn við orðabókina, þeir Ásgeir BlÖn- dal Magnússon,- kand. mag., og Jón Aðalsteinn Jónsson, kand. mag. Voru þeir. báðir að vinna þarna. Fjórði maður- inn, sem þama vinnur að staðaldri, Árni Böðvarsson, kand. mag,, var hins vegar fjarstaddur. Hann er að safna orðum úr nútímamáli í við- bótarbindi við Orðabók Sigfús- ar Blöndals, en það orðasafn verður svo síðar notað við samningu stóru orðabókarinn- ar. Hvenær hófst vinnan við orðabókina ? spyr ég dr. Jakob fyrst. Árni Kristjánsson, kand. mag., nú menntaskólakennari á Akureyri, byrjaði að vinna við orðasöfnun á vegum Há- skólans veturinn 1944—’45, en árið 1947 komst fast form á starfið. Það ár veitti Alþingi fasta fjárveitingu til verksins á f járlögum og vorum við þrír ráðnir að orðabókinni, Árni. Ásgeir Blöndal Magnússon og ég. Árni lét af störfum við orðabókina árið 1952 og var Jón Aðalsteinn ráðinn í hans stað litlu síðar. I orðabókamefnd hafa þeir verið frá upphafi prófessor Alexander Jóhannesson, for- maður, en liann var aðal- hvatamaður þess, að verkið var hafið, prófessor Þorkeb Jóhannesson og prófessor Ein- ar Ólafur Sveinsson. Ég renni augum yfir kassa- raðirnar, sem þekja næstum heilan vegg, og spyr: Hvað eruð þið búnir að skrá marga seðla? Nú munu komnir í safnið j/fir 600.000 seðlar. Ja, það er margur seðill- inn hugsa ég og spyr, hvort þeir hafi skráð þetta allt sjálfir. Því neitar dr. Jakob. Við lesum bækurnar yfir og merkjum við orðin, sem upp á að taka. Síðan hafa bæði stúdentar í íslenzkum fræðum og aðrir skrifað þau á seðlana ásamt tilvitnunum. Það er fjöldi manns, sem hef- ur unnið að þessu bæði í sjálf- böðavinnu og fyrir lítilsháttar borgún. Hvernig er háttað vali þeirra bóka, sem orðteknar eru? Það eru orðteknar allar prentaðar, islenzkar bækur frá Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar 1540 til miðr- ar 19. aldar. Er einungis fátt eitt eftir óoi’ðtekið af bókum frá þessu tímabili. Eftir þann tíma hafa komið út svo marg- ar bækur, að ekki er hægt að orðtaka þær allar, og verður því að velja úr þeim. Er enn mikið óunnið við þá orðtöku. Ég inni dr. Jákob eftir því, hvort þeir orðtaki ekki hand- rit líka, en hann tjáir mér, að handritin frá þessum tíma séu svo mörg, að ekki sé vinn- andi vegur að orðtaka þau. Einnig eru til svo margar gerðir af sumum ritum, að erfitt væri að velja, hverja þeiri’a ætti að orðtaka. Einu handritin, sem þeir hafa orð- tekið, eru orðasöfn, öll, sem til eru í söfnum hér á landi. í erlendum söfnum eru hins vegar mörg óorðtekin orða- söfn og er þar mest um vert orðabók Grunnavíkur-Jóns. Er orðasöfnuninni að verða, lokið ? ár með sámá starfsliði, og úr- vinnslan eða ritstjóm bókar- innar mun taka álíka langan tíma og söfnunin. Otgáfa svip- aðra orðabóka erlendis hefur tekið áratugi. Annars er þétta fj'rst og fremst spurnin um fjárveitingu, því að starfs- liðið þarf að auka, ef verkinu á að miða hraðar áfram, en hingað til liefur aðeins verið unnt að halda í horfinu, þótt fjárveiting Alþingis hafi hækkað nokkuð. — Upp- haflega kostaði Sáttmálasjóð- ur verkið að hálfu, en nú nær framlag hans ekki svo miklum hluta sökum breytts verðlags. Dr. Jakob Benediktsson að leita í seðlakassa. Á myndinni sést að eins hluti af kössunum, sem seðlasafnið er geymt í. Nei, það er geysimikið verk eftir ennþá við að orðtaka bókmenntir síðustu 100 ára. Árni B"ðvarsson hefur þó ein- vörðungu orðtekið bækur frá síðustu 30 árum, og í Orða- bók Sigfúsar Blöndals eru mest ox-ð úr bókmenntum tímabilsins frá 1850—1920. Ég spyr dr. Jakob, hvort þeir hafi safnað orðum með öðrnm hætti en af bókum. Og hann segir mér, að þeim hafi verið sendur fjöldi orða víðs- vegar að af landinu. Sýndi hann mér þrjá kassa með um 7-8 þúsund seðlum, er þeim höfðu borizt m. a. gegnum út- varpsþætti þá um íslenzkt Hefur ekki þegar orðið mik- ið gagn að þessu verki ? Jú, það er óhætt að segja, að verkið hefur þegar orðið að miklu liði og er farið að ganga inn í starf Háskólans. Baaði prófessorar og nemend- ur í íslenzkum fræðum hafa haft mikil not af orðasafn- inu. Hafa ófáir nemendur sótt i það heimildir til prófritgerða sinna og stundum xuinið þær hér að meira eða minna leyti. Og ég sá, að dr. Jakob hafði lög að mæla, þ\i að þarna sat ung stúlka, Sól- veig Kolbeinsdóttir að nafni, og vai' aö grúska í seðla- kössum í sambandi við kandí- mál, er þeir orðabókarmenn datsgróf^ritgerð sína í íslenzk- hafa séð um siðastliðna tvo um fræðum. Þama var lika Hvernig er það, á ekki orða- bókin að taka líka til forn- málsins, þótt einvörðungu sé safnað til hennar orðum úr prentuðum bókum eftir 1540? Jú, nú er verið að gera í Kaupmannahöfn orðabók yfir fornmálið, er nær til þess tíma. Orðtöku til þeirrar bókar er nú í þann veginn að ljúka, og mun fyrsta bindi hemiar sennilega verða gefið út inn- an fárra ára. Verður hún því væntanlega öll komin út á undan þessari. Er ætlunin að taka eftir henni öll orð úr fornmálinu án frekari tilvitn- ana 1 önnur rit og nota hana þannig sem heimild að því er það varðar. Er nokkuð hægt að gizka á, hvað þessi orðabók muni verða mörg bindi ? Nei, það fer eftir því, hvað mikið yrði tekið upp í hana af dæmum, til skýringar ein- stökum orðum. En það er aftur spurning um fjárveit- ingu, hversu mikið er hægt að vanda til bókarinnar. Æskilegast væri, að hún yrði sem fullkomnust og hægt væri að taka næg dæmi til þess að sýna glöggt merk- ingu og málfræðilega notk- un orðanna. Svona bók verð- ur ekki gefin út nema einu sinni. Hafið þið orðtekið ákveðin rit nákvæmar heldur en önn- ur ? Já, við höfum orðtekið ná- kvæmlega mörg bókmennta- verk, einkum ýmissa meiri- háttar höfunda, svo að verða mætti að gagni við rannsókn á verkum þeirra, t.d. eigum við mjög stórt orðasafn úr Guðbrandarbibliu, gott safn úr Lærdómslistafélagsritun- um, ritum Jónasar Hallgríms- sonar, Jóns á Bægisá, Egg- erts Olafssonar og Hallgríms Péturssonar. Það em ekki mörg orð hjá honum, sem liafa farið fram hjá okkur. En hvað um daglegt tal- mál? Það er mikið vandanaál, hversu mikið er óprentað af ritum frá 17. og 18. öld og eklti rejmzt unnt að orðtaka önnur handrit en orðasöfn. Á síðari árum hefur að vísu verið prentað nokkuð af rit- um frá þessum öldum, en það er hverfandi hjá því, sem ó- prentað er. Og það, sem prentað er af þessum bók- menntun, er ákaflega einhæft, að langmestu guðfræðirit. Orðasafnið frá þessum tímum gefur því ekki eins aíhliða mynd af málinu og æskilegt Framhald á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.