Þjóðviljinn - 30.03.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.03.1958, Blaðsíða 9
Sunnudagur 30. marz 1958 — ÞJÓÐVILJINN — 97 keppendur á 21. Skíðamóti íslands sem Eáð er um páska A ÍÞRÓTTIR tHTSTJÚRl: FRtMANN HEUJASO* Listskautahlanp Búizt við harðri og skemmtilegri keppni í öllum greinum Eins og áður hefur verið getið um í fréttum verður Skíða- mót íslands haldið dagana 2.—7. apríl n. k. í nágrenni Reykjavíkur. Áformað er, skv. dagskrá mótsins, að það verði haldið við Skíðaskólann í Hveradölum, í Hengli og i Jósefsdal eða Vífilsfelli. Að sjálfsögðu getur orðið Kristjánsson, Reykjavík, Magn- breyting á keppnisstöðum ús Guðmundsson og Hjálmar vegna snjóalaga og mun þá Stefánsson frá Akureyri, Ein- reynt að tilkynna það með ar Valur Kristjánsson, Ólafs- nægum fyrirvara. Þegar keppnf firði, **. ■ Jóhann Vilbergssoni verður haldin langt frá þjóð- Siglufirði, og ísfirðingamir Jón veginum munu snjóbílar verða Karl Sigivrðsson, Bjöm Helga- til taks til þess að draga fóik son og Steinþór Jakobsson. á skíðum á mótsstað. Þá munu og verða veitingar á sömu Kyennagreinar stöðum. Aðgangseyrir að ’ mót- inu verður 10 kr. hvern ein- 1 kvennagreinunum, bruni, stakan dag. Þá geta menn og svigi og stórsvigi’ kePPa keypt sérstakt taumerki á kr. þær Jakobína Jakobsd6ttir, 25, sem gildir fyrir allt mót- Reykjavík- Marta B' Guðmuds- ið. Barnamiðar verða seldir á dóttir’ Isafirði og Kristín Þor- kr g greisdóttir, Siglufirði. Keppendur utan af landi eru 97 keppendur Keppendur á mótinu eru skráðir 97 frá 10 héruðum og íþróttabandalögum. Á miðviku- dag 2. apríl kemur út leikskrá með rásröð keppenda í öllum greihum ásamt öðrum upplýs- ingum um mótið. Leikskrá og mótsmerki verða seld við bíl- ana í bænum og á mótsstað. Allir þeir beztu Allir beztu skíðamenn lands- ins eru meðal keppenda á mót- inu og er erfitt að spá um úrslit í einstökum greinum, en þó þykir rétt að geta þeirra, ■sem sigurstranglegastir eru taldir. Ganga í göngu má nefna Þingey- ingana þá Jón Kristjánsson og bróður hans Steingrím. Isfirð- ingarnir Árni Höskuldsson og Gunnar Pétursson, Páll Guð- björnsson, Fljótum og Sveinn Sveinsson, Siglufirði, eru og skeinuhættir. Stökk I stökki eru meðal keppenda hinir gömlu og góðkunnu Sigl- firðingar, þeir Skarphéðinn Guðmundsson, Guðmundur Árnason, Jónas Ásgeirsson og Jón Þorsteinsson, eldri, en hann hefur ekki keppt á lands- móti síðan 1950. Einnig ber að nefna Ej-stein Þórðarson, Reykjavík. Norræn tvíkeppni I norræni tvíkeppni má nefna sem sigurstranglegasta þá Harald Pálsson, Reykjavík, og Svein Sveinsson, Siglufirði. i Alpagreinar I Alpagreinunum, bruni, svigi og stórsvigi eru flestir kepp- endur. Af þeim eru þekktastir bræðumir Eysteinn og Svan- berg Þórðarsynir og Stefán væntanl. í bæinn um og eftir helgina og munu flestir þeirra búa í Skíðaskálanum í Hverad. meðan á mótinu stendur. Ekki er að efa, að keppni verður tvísýn og skemmtileg í öllum greinum og áhorfendur margir, verði veður gott. Mótstjórnin vill hvetja alla unnendur skíðaíþróttarinnar til að gera sitt, svo að mótið verði sem skemmtilegast fyrir alla. Að endingu vill mótstjórn- in livetja alla þá, sem starf- að geta við mótið, og ekki hefur verið haft samband við enn, að gefa sig fram við hana. Hittumst heil á fjöllum um páskana. Eysteinn Þórðarson Um daginn birtust hér á síðunni myndir frá E\TÓpu- meistaramótinu í listhlaupi á skautum, sem lialdið var 5 Bratislava í Tékkóslóvakíu í vetur. I dag verða enn birt- ar inyndir frá mótinu. Til hægri er Tékkinn Karol Di- vin, sem sigraði í karlakeppn- inni, en til vinstri er Frakk- iim Calmat sem varð þriðji í röðinni. Franski langhlauparinn Alain Mimoun hefur enn á ný byrj- að að æfa sig fyrir alvöru, og er þeirrar skoðunar að hinir öldruðu fótleggir hans geti unn- ið hlaup ennþá. Mimoun vonar að hann geti látið eitthvað að sér kveða í maraþonhlaupinu á E.M. í sumar í Svíþjóð. Eftir að það var gert heyrin kunnugt að Emil Zatopek væri staðráðinn í því að hætta að hlaupa í keppni, og- þó ekki eldri en 35 ára, vaknaði spurn- ingin um það hvenær Mimoun mundi hætta og leggja hlaupa- skóna á hilluna. Hann eegir sjálfur að hann hafi verið með liugrenningar um þetta, „en ég er liræddur um að ég mundi verða veikur ef ég tæki upp á því að hætta. Líkami minn er gerður fyrir hlaup, þjálfun og keppni“. Mimoun er Alsírbúi og byrj- aði að hlaupa í Alsír fyrir síðasta stríð. í þá daga var litið á liann sem nokkuð góð- an hlaupara en ekki neina stjörnu eða stórhlaupara. Hann var hermaður í franska hernum og fékk starf sem þjónn hjá íþróttafélaginu Racing í París, og notaði þá tækifærið til þess að æfa sig á brautum vallarins. Hann notaði tímann vel. Nú hefur þessi ágæti hlaup- ari verið einn af þeim sem hafa staðið fremst í frönskum frjálsíbróttum í siðast liðin 12 ár. Hann æfir mjög reglulega, h.u.b. allt árið um kring. Hann lætur sig hafa það að hlaupa 20—25 km á hverjum degi, og það hvernig sem veðrið er. Það er líka föst regla hjá honum að hlaupa í Vincenne's-skóg- inum. Þegar hann kemur lieim segist hann vera þreyttur, en ekki eftir hlaupin. Sór að. lilaupa ekki maraþonhlaup aftur Og allt þetta leggur hann á sig til þess að geta lilaupið maraþonhlaup, þetta erfiða hlaup, sem hann eitt sinn sór að hlaupa aldrei aftur. Þennan eið sór hann eftir maraþon- hlaupið i Melboume, daginn eftir hlaupið. Þá fullyrti hann að hann mundi aldrei hlaupa maraþonhlaup aftur, en hann var þá ekki búinn að jafna sig eftir lilaupið, sem varla var von því að hann lagði allt sem hann átti í það. , Mimoun er þegar byrjaður að hlaupa í ár, og fyrir stuttu j j tók hann þátt í víðavangshlaupi í meistarakeppninni frönsku, en því hlaupi tapaði hann fyrir hlaupara sem heitir Alain Bernard. Þetta hlaup hef- ur Mimoun unnið 5 sinnum í röð. Það sýndi sig eftir hlaup- ið að Mimoun er góðúr iþrótta- maður og kann jafnt að sigra sem tapa. Hann hældi Bemard og lét í ljós milda aðdáun á honum, og þó er það ekki dag- legur viðburður að liaim tapi í löngum hlaupum. Mimoun var svo óheppiim að vera illa kvefaður er hlaupið fór fram og næstum þegjandi hás. Það tók Mimoun þrjá Ol- ympíuleika að vinna gullvei’ð- laun. 1 London var hann ann- ar í 10.000 m hlaupinu og í Helsinki varð hann annar, bæði í 5000 og 10.000 m hlaupi. Það var svo í Melboume sem hann vann gullverðlaunin, en þar varð Zatopek 6. Zatopek hætt- ir og tekur stöðu sína sem of- ursti í hernum. Mimoun er að- stoðarkennari við hinn franska íþróttakennaraskóla, og er það ekki sérlega vei launuð staða. Hann er giftur. og á eina dótt- ir sem fæddist daginn áður en hann vann maraþonhlaupið í Melboume. Margt þykir benda til þess að Mimoun vei’ði framarlega í maraþonhlaupinu á EM og fá- ir taldir líklegri til að sigra. Orðsending til félagsmanna í byggingarfélagi alþýðu í Háfnai'- firði. — Félagið hefur í hyggju að byggja tiu íbúðir. Félagsmenn er hug 'hafa á að eignast íbúðir þessar leiti upplýsinga lijá formanni félagsms, Tjamarbraut 5 eða gjaldkera félagsins, Sunnuvegi 7, mánudag þriðjudag eða miðvikudag næstkomandi, milli kl. 5 til 7 siðdegis. Stjórnin. NÝ SENDING Enskir kjólar Einnig hollenskar dragtir, svartar — giáar — Fruarstærðir. Verzlunin GUÐRÚN, Rauúarárstíg 1. ! '^f-r í ÆLm Þorir ekki að hætta að hlaupa, Kéldiir áð hánii verði veikur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.