Þjóðviljinn - 30.03.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.03.1958, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 30. marz 1958 Marzheftið er komið út Hvernig er sement framleitt? Á slóðum væringja — ferðasaga — Spennandi fram- haldssaga, þýdd af Gunnari Gunnarssyni Smámyndasaga og fleira efni. Munið að skila smá- sögum í keppnina fyrir 15. apríl. TIL SÖLU í Kópavogskaupstað Einbýlisliús. Útb. frá kr. 80 iþús. Nýlegt steinliús með 2ja iherb. íbúð og 3ja herb. íbúð. Nýlega|# 4ra lierb. íbúðarhæðir á vægu verði. 2ja og 3ja herb. íbúðir með vægum útborgunum. Hús í smíðum og grunnur með allmiklu timbri. Ný fiskbúð o.m.fl. NÝJA FASTEIGNASALAN. Bankastræti 7. Sími 24-300 og kl. 7,30—8,30 e.h. 18546. Plötusmiðir, járnsmiðir og rafsuðumenn óskast. Stálsmiðjan lii. Sími 24 4 00. Skrifstofnstúlka óskast. — Helzi búsett í Kópavogi. MÁLNING h.f. ..StaSSð við yfirlýsingar" Pramhald af 7. síðu hent, að baráttan fjrrir brott- flutningi setuliðsins verður ekki raunhæf fyrr en úrsögn Islands úr Atlanzhafsbanda- laginu verður sett á dagskrá. Að öðrum kosti er verið að bjóða þjóðinni einskærar blekkingar. Hersetumálið er alvarleg- asta og afdrifaríkasta vanda- mál, sem íslenZku þjóðinni hefur borið að liöndum um áratugi. En það hefur verið gert að aðhlátursefni. Það lít- ur ekki út fyrir, að hér sé ung þjóð að reyna að leysa höfuðviðfangsefni fullveldis síns, heldur er því líkast sem einhver háðfuglinn hafi gert sér það til gamans að breyta djúpum harmleik þjóðar í spott og skrípaleik. Eisen- hower Bandaríkjaforseti segir okkur, að friður ríki nú á jörð og mikil sæld með mönn- um og mammoni. Þá hlaupa fram tveir íslenzikir stjóm- málaflokkar með kosninga- kvíðann í haldinu og sam- þykkja yfirlýsingu um brott- för erlends hers af íslandi. No'kkrum mánuðum síðar lenda tvö af bandalagsríkj- um íslands, England og Prakkland, í stríði fyrir botni Miðjarðarhafs, flækt í sínu eigin neti og reyna nú að höggva þann hnút, sem þau fá ekki leyst. Og Eisenhower segir að ófriðlega líti út í heiminum, kennir hinum al- þjóðlega kommúnisma um glæpi og glappaskot banda- manna sinna, og er mjög svartsýnn á friðarhorfumar. Og eim hlaupa fram tveir íslenzkir stjórnmálaflokkar — og hlaupa frá kosningaloforð- um sínum. Og þeir geta án efa haldið áfram lengi enn að hlaupa frá þeim — hinir friðsælu vinir vorir, sem strendur eiga við Atlanzhaf, Tilboð óskast x nokkrar fólksbifreiðir, jeppa, strætisvagn, yfir- Ibyggða vömbifreið og litla kranabifreið, er verða til sýnis að Skúlatúni 4 mánudaginn 31. marz kl. 1—3 síðdegis. — Tilboðin verða opnuð í skrif- stofu vorri kl. 5 sama dag. Nauðsynlegt er að taka franx símanúmer í tilboði. Sölunefnd vamarliðseigna, AUSTURSTRÆTI PASKAEGG Fjölbreytt úrval Veið við allra hæíi SÍWAR: ISOAH - Nú snaraðist Karl inn og beindi skammbys3U að Þórði. „Þú siglir með okkur“, sagði hann hvasst, „við förum okkar leið undir seglum“ Karl var far- inn út affcur, er Þórður áfctaði sig á þessum orðum. Á meðan var áhöfnin önnum kafin við að binda 4 stor akkeri í endann á lmunni og koma þeim í sjo- inn. „Eg geri ekki ráð fyrir að þeir átfci sig á þessu strax“, sagði einn glottandi. „Og þegar beir vakna, blessaðir, þá verðum við horfnir veg allrar verald- ar“, sagði annar. munu án efa sjá um það. En það er kominn tími til, að þessi pólitísku hlaupa- gikkir okkar fari nú að lina á sprettinum, gefi sér tóm til að kasta mæðinni og hugsa ráð sitt. Þessir menn vitna sýknt og heilagt um „hið al- varlega ástand í alþjóðamál- um“ og nota öll áflog í heim- inum, stór og smá, að yfir- varpi, til að halda Islandi hersetnu, þessir menn ættu að íhuga ofurlítið nánar þær grundvallarbreytingar, sem orðið liafa í heiminum síðustu mánuði. Þeir ættu að hugleiða þá staðreynd, að með eld- flaugatækni nútímans er hægt að eyða, ekki aðeins hvert mannslíf á íslandi, heldur allt lífrænt efni, úr 8000 km fjar- lægð. Sá sem heldur því fram að hægt sé að ,,verja“ Island í stórstyrjöld, ætti ekki að eiga lögheimili annars staðar en á fávitahæli. Island á sér að- eins eina vörn, og hún heitir hlutleysi. Hlutlaust ísland getur átt kost á að lifa af stórstyrjöld. ísland í hernað- arbandalagi á sér enga lifs- von. Þetta eru staðreyndir, sem ekki verður um þokað. Því er það, að hlutleysis- stefnan er tekin að ryðja sér til rúnis á meginlandi Evrópu, og menn mega vera þess full- vísir, að hlutleysishreyfingin er ekki dægurfluga, heldur munu æ fleiri þjóðir skipa sér undir merki hennar og bera hana fram til sigurs, því að hún er þeirra eina von. Island lét verða það sitt fyrsta verk að lýsa yfir ævar- andi hlutleysi, er það var viðurkennt sjálfstætt ríki. Þá var þörf, en nú er nauðsyn. Því fyrr sem íslenzkir vald- hafar skilja þessa na.uðsyn því meiri Hkur eru á, að þjóðinni verði bjargað frá fjörtjóni. Og því meiri líkur eru á, að ekki komi til styrj- aldar. Ef svo heldur áfram sem til þessa, að þjóðir jarð- arinnar skipi sér í fylkingar, hver í sínu herfélagi, þá hlýt- ur að þvi að draga fyrr eða síðar, að þessar fylkingar sigi saman til orustu. Gegn slík- um örlögum verður engu öðru teflt en hlutlausum þjóðum svo mörgum, að þeim stórveldum, er þykjast ekki geta leyst vandamál sía nema með styrjöld, fallist hendur og læri að sætta sig við friðinn. Hlutlaust Island á ekki aðeins kost á að bjarga sjálfu sér frá tortím- ingu. Það á einnig kost á að leggja heiminum öllum lið- sinni sitt. Skáldaþáttur Pramhald af 6. síðu lega fjórara hendingar; fyrsta og þriðja hending heita frum- hendingar en önnur og fjórða hending síðhendingar. Stuðla- skipun ræður þeirri skiptingu en ekki rímið. Áður en lengra er haldið vil ég biðja lesendur þáttar- ins að senda mér athugasemd- ir við þann fi’óðleik sem þátt* urinn flytur, leiðrétta ef rangt er og krefjast nánari skýr- inga ef eitthvað er óljóst. Eins og ég gat um áður er til lítils að kenna mönn- um að.géra vísú ef þeir.skynja ekki- hljóm og samræmi þéirr- ar vísu sem ort er að regl* um þessum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.