Þjóðviljinn - 30.03.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.03.1958, Blaðsíða 6
•6 ) — - i" 30: márz 1938 mÓÐVIiJINN Útftefandl: SamelninBarflokkur alþýSu — Sóslallstaflokkurinn. — Rltstjórar Maenús Kjartansson, Sigurður OuSmundsson (áb.). - Préttaritstjórl: Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Ouðmundur Vlgfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. - Auglýs- lngastjóri: Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar. prent- smiöja: Skólavörðustíg 19. — Síml: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 25 á món. í Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. - Lausasöluverð kr. 1.50 Prentsmlðja Þjóðviljans. V.- Gengislækkuuin -- „þriðja leiðin” og fjaran Alþýðublaðið hefur að undan- förnu haft í frammi næsta brosleg mannalæti í sambandi við umræður um efnahagsmál- in. Hefur blaðið látið í veðri . vaka að til stæði að fara svo- nefnda „þriðju leið“ til lausn- ar á fjárþörf ríkissjóðs og út- flutningssjóðs og að sú leið væri runnin frá spekingum Al- þýðuflokksins. Til áréttingar bessu hefur blaðið svo minnt á þá goðsögn flokksstjórnar- íundar Alþýðuflokksins að upp- taótarkerfið hafi gengið sér til faúðar. Um gengislækunarboð- skap afturhaldsins í Framsókn hefur blaðið hins vegar sagt, . að ekki sé unnt að framkvæma hann vegna yfirlýstrar and- stöðu verkalýðshreyfingarinn- ar. En ekkert orð hefur sézt úm það að Alþýðuflokkurinn héfði út af fyrir sig ekki getað gengið inn á gengislækkunina, ef hún mætti ekki svo harðri andstöðu verkalýðssamtakanna. Það er opinbert leyndarmál að sterk öfl í Alþýðuflokkn- úm hafa mjög verið inn á geng- islækkunarboðskap afturhalds- ins í Framsókn, þótt þau muni írúlega lúta í lægra haldi vegna óttans við afstöðu verka- íýðshreyfingarinnar og Alþýðu- bandalagsins. Það hefði áreið- ajnlega ekki staðið á Alþýðu- flokknum nú fremur en 1939 þegar forkólfar hans renndu níður gengislækuninni sællar minningar. Og tvískinnungur hægri aflanna í Alþýðuflokkn- lim sést bezt á því, að Alþýðu- 'blaðið er látið leggjast flatt fyr- ir ófyrirleitnustu kröfunum um aukna fjárþörf hins opin- 'bera, þótt það ætti að vita, að sá vandi sem við er að fást verður því erfiðari sem sú f jár- þörf er talin stærri í sniðum. Fleipur Alþýðublaðsins um töl- ur í þessu sambandi er ábyrgð- arlaust gaspur og tilraun til skemmdarverka og ekkert ann- að. Það situr sannarlega sízt á ráðVysingjum Alþýðuflokks- ins að vera með hnútukast í garð ráðherra Alþýðubanda- lagsins í sambandi við þessi rnál. Þeirra framlag er vissu- lega ekki svo burðugt að þeir h.afi efni á slíku. IJ’n ef Alþýðuflokurinn býr -* yfir vizkusteininum, hvers veffna sk'-Irii há aðeins fara með hálfkveðnar vísur í stað þess að botna þær og kynna almenningi góðgætið sem flokkurinn ætlar að leggja á borð almennings. Ætli or- sökin sé ekki sú að hér sé að- tins um skrum og mannalæti að ræða. S.jálft hefuf blaðið við- urkennt að hér verði ekki við komið neinum „töfrabrögðum". Og þó ér talað af yfirlæti um „þriðju leiðina" — hvorki geng- islækkun eða millifærslu — eða „a.m.k. nýtt form“ einsog blaðið kemst að orði í gær. Hvað á þessi leikaraskapur að þýða? Alþýðublaðið ætti að vita að það er ekki formið sem máli skiptir, heldur hitt hvaða verk- anir þær ráðstafanir sem gerð- ar eru hafa á rekstur fram- leiðslunnar, kjör álmennings og efnahagskerfið í heild. Allt annað er orðaleikur og tilraun til að villa um fyrir fólki. Það situr sízt á ráðleysingjum Alþýðufloklcsins að rang- túlka afstöðu Alþýðubanda- ins, eins og gert er í Alþýðu-; blaðinu í gær með þeirri full- yrðingu að stefna þess sé „hara að láta reka“ og „allt sé í lagi“. Þáð er þvert á móti Alþýðu- bandalagið og verkálýðshreyf- ingin sem lágt hafa núverahdi ríkisstjórn til það lífvænlegasta í stefnu hennar og starfi og þá einnig í efnahagsmálum. Það var sízt af öllu frá Alþýðu- flokknum runnið að uppbygging atvinnulífsins var gerð að meginþætti í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar varðandi efnáhagsmálin. Það var Alþýðu- bandalagið í umboði verkalýðs- samtakanna sem lagði á þetta megináherzlu og fékk því framgengt þrátt fyrir takmark- aðan skilning vissra aðila. Og það eru einmitt þessir sömu að- ilar sem hafa tafið fyrir fram- kvæmd þessa stéfnumáls, ekki sízt varðandi togarakáupin sém heitið var við myndun stjórn- arinnar, og enginn hefur örðið annars var en Alþýðuflokkur- inn láti sér þau vinnubi’ögð vel l.ynda. Enginn hefur a.m.k orð- ið var við, áhuga af hans hálfu fyrir því að við þetta fyrirheit yrði staðið, nema síður sé. Verður e.t.v. tækifæri síðar til að rifja upp þátt hans í að tefja fyrir málinu. Ef ræða á efnahagsmálin í al- vöru en ekki með því mark- lausa fimbulfambi sem Alþýðu- blaðið hefur haft í frammi, verða menn að gera sér ljóst að stórfelld aukning framleiðsl- unnar og þar af leiðandi öflun nýrra framíeiðslutækja er und- irstaðan og það eina sem dugir til frambúðar. Hinn þátturinn er svo að framkvæmdir lands- manna séu miðaðar við hag- ræn sjónarmið en hvorki brask á sviði stjórnmála eða fjármála. ■ Vitanlega tekur það nokkurn tíma að afla nýrra framleiðslu- tækja og að þau skili auknum gialdeyri í þjóðarbúið. Bið- tímann á að nota til skynsam- legra bráðabirgðaráðstafana eins og gert hefur verið síðan stöðvunarstefnan leysti verð- bólguþróunina og íhaldskoll- steypurnar af hólmi. Þeir sem halda að unnt sé að skera á hnútinn með því að lækka gengi krónunnar eða fara ein- hverja dularfulla „þriðju leið“ að því marki að rýra lífskjör alþýðunnar fara villir vegar og lenda inn á blindgötunni sem liggur til áframhaldandi verð- bó'gu og stöðvunar frarn- kvæmda og framleiðslu. Á- fangastaður þeirra verður fiar- an fræga, þar sem Ól^fur Thórs strandaði skipi sínu og Alþýðu- blaðið sétti að þekkja af af- sþurn. Skáldaþáttur _Ritstjórt: Sveinbjöm Beinteinsson. Fæstir þeir, sem yrkja fer- henda vísu stöku sinnum, gera. sér grein fyrir því hvað slík vísa er í rauninni marg- brotin smíði. Til einnar fer- skeytlu þarf fjórar ljóðlínur tuttugu og sex atkvæði, fjór- tán áherzluatkvæði og hin tólf •áherzlulaus, þá þarf sex stuðla, eða f jóra stuðla og tvo höfuðstafi, ef menn vilja held- ur orða það svo, ennfremur þarf fjögur orð í rím. Ekki má hræra þessu efni í eina bendu eftir því sem andi vís- unnar heimtar, lieldur verður hver hlutur að vera á sínum stað svo rétt hljómfall náist. Auk alls þessa þarf að koma til vit og metnaður skáldsins eigi vísan að vera skáldskap- ur. Margir geta ort rétt kveðna vísu án þess að kunna skil á þessum reglum, sem sagt, án þess að til staðar sé verk- fræðileg kunnátta í byggingu ferhendrar vísu. Ef menn finna það á sér án verulegrar íhugunar hvort vísa er rétt ort eða ekki, þá er sagt að þeir hafi brageyra, og er það hliðstætt því að margir geta sungið og náð lagi þó ekki geri þeir sér grein fyrir lög- málum söngfræðinnar. Það er sennilega lítið unnið við fræðilega greiningu á bragar- háttum frá sjónarmiði skáld- skapar að minnsta kosti. Ef ein eða tvær kynslóðir van- rækja að nema og kenna brag- list þjóðarinnar, þá deyr þessi einkennilega list út og verður að dauðum bókstaf. En ef Is- lendíngar missa tökin á stuðl- um og hrynjandi ljóða sinna þá eru þeir búnir að glata meginstyrk íslenzkrar tungu. Vera má að þjóðin telji sér hagkvæmt að selja þessa eign sína eins og aðrar fleiri, en ekki er það til virðingarauka. Vegna þesS að ýmsir hafa óskað þess að í þættinum komi fram fróðleikur um bragarhætti og undirstöðuat- riði í Ijóðagerð, þá mun ég í nokkrum þáttum reyna að leiða í Ijós helztu atriði þessa máls. Nákvæm fræðsla um þetta efni mundi fylla margar stcrar bækur, svo hér verður stiklað á stóru. Ég var búinn að telja upp ýmsa þá hluti sem þaff í eina vísu og er þá næst að gera grein fyrir því hvernig þetta ér sett saman í vísu. Fyrst er að gera sér ljóst hvað orð- in merkja. Það er nokkuð breytilegt •hvað menn kalla hinar reglu- bundnu línur sem vísan skipt- ist í. Snorri nefnir þær vísu- orð, en þnð nafn kann að villa nútímamenn. Einatt er talað um ljóðlínur og mun það vera .algengasta fræðiheitið. Ég get vel fellt mig við að línur í kvæði séu nefndar ljóðlínur, en kann ekki. við nafnið, þeg- ar um' vísur undir rímnahátt- um er að ræða. Almennast er að kalla línur í vísu hend- ingar: að vísu var rim í kvæð- um kallað hendingar til forna, en orðið rím hefur nú útrýmt þeirri merlringu orðsins svo vel má nota það í hinni al- mennu merkingu. Orðið hend- ing hefur ymsa kosti fram- yfir orðin vísuorð eða ljóð- lína og verður notað hér í þeirra stað. Orðið rím er ekki mjög fornt í málinu sem nafn á því er áður var nefht hend- ingar þ.e.a.s. samhljpma ■ orð í ljóði. Tímatalskerfið var nefnt rím áður. Eitt elzta dæmi um hina yngri merkingu orðsins er að finna í Hátta- lykli Lofts ríka, en hann var ortur nokkrum áratugum eft- ir að rimnagerð hófst á fs- landi. Það má ætla að orðin rim og ríma hafi orðið sam- ferða inn í málið. Um upp- runa þessara orða mætti margt segja, en þvi verður sleppt hér. , _ ■ ý -r.-, .•„ I ferhendri vísu eru yitan- ^rairh. á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.