Þjóðviljinn - 16.04.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.04.1958, Blaðsíða 3
«?er 'i'tf. m: ^ut^trsm/ iuhjijwgów ---Miðvikudagur 16. april 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 í páskaferð með Páli Arasyni Prestar Semjí ð&VÍSkrár Hér á eftir fer frásögn ungrar þýzkrar stúlku, Barböru, sem vinnur hér á Elliheimilinu, og fór í ferð' meö Páli Arasyni í Öræfi um páskana. Spánverji, Don Juan að’ nafni, teiknaði myndirnar, en í ferö þessari voni 65 ferða- langar af 8 þjóðernum, þar á meðal erlendir stúdentar, sem stunda íslenzkunám hér í Háskólanum. Þrátt fyrir hráslagaveður með stormhviðum, hittust á skírdag 65 ferðalangar af 8 þjóðernum til þess að taka þátt i Öræfaferð með Páli Arasyni. Allir voru ferðafúsir, en ýmsir svartsýnir því að margir reyndir íslending- ar höfðu varað okkur við að fara þessa ferð og reynt að skjóta okkur skelk í bringu með sögum um kulda og regn. Þeir virtust líka hafa rétt fyrir sér, því ekki höfðum við ekið nema eina klukkustund þegar önnjrr „afturlöppin“ á einum bílnum tók að lamast, og ekki tókst að skipta um dekk nema með því að nota járnsög. Útlendingarnir urðu mjög hrifnir af stórkostlegri fegurð hinna mörgu fossa, sérstaklega Seljalandsfossi, sem fellur eins og fíngerð slæða niður í djúpið, og Skógarfossi, sem fellur með miklum dyn fram af berginu. Það var orðið skuggsýnt, þeg- Páll óð árnar með vatnsstöng í hendi og virtist ráða yfir ó- brigðulu öryggi til að finna vöð á öllum ánum. Allt í einu kom rauður traktor í ljós og héldum við þá, að við værum komin á áfangastað. Það reyndist þó ekki vera, heldur var hér á ferð bóndi, sem bauð fram hjálp sína til að lóðsa okk- ur siðasta spölinn yfir sandinn. Það var glæfralegt að sjá, hvern- ig hjnn stóri rauði bíll Páls ösl- aði yfir hinar leirbrúnu, hættu- legu jökulár, svo að farangur- inn sveiflaðist til og frá. Og svo þessi óendanlega sandauðn, ým- ist dökkgrá eða bláleit. í bak- sýn voru fjöllin, og í norðri blasti Skeiðarárjökull við eins og breiður skjöldur. Á laugardag vorum við kom- in að bænum Hofi í Öræfum og þá var komið sólskin. Við skoðuðum með aðdáun litlu torf- kirkjuna, sem byggð hefur verið Hof í Öræfum. ar bílarnir fjórir óku gegnum hina víðáttumiklu hraunbreiðu, Nýja-Eldhraun. Þegar eftir kom- una til Kirkjubæjarklausturs bjóst ferðafólkið til að taka sér náðir. Brátt voru allir sofn- aðir. Það var greinilegt að fyrsti ferðadagurinn hafði reynzt mörg- um erfiður. Morgunhm eftir var bjartara um að litast. Tindar fjallanna í kring voru að mestu leyti sýni- legir. Og nú byrjaði eiginlega hinn æviintýralegi hluti ferðarinnar. Vð ókum yfir síðustu brúna og urðum algjörlega að treysta á . hæfni bílstjóranna og traust- leika bílanna. Fæstir höfðu hug- mynd um, hvað kynni að bíða okkar. Við áðum á Núpsstað, sem er síðasti bærinn sem kom- ið er að áður en lagt er á hina miklu sandbreiðu. Við dáðumst að hinum giljóttu klettum, sem stuðiabergið setur svip sinn á. Girðingarhliðið lokast að baki okkar, og við leggjum á sand- breiðuna. Straumhörð vatnsföll, sem koma frá fjarlægúm fjöll- um hafa óaflátanlega markað spor sin í Skeiðarársand. Sjö þessara stríðu vatnsæða urðu á vegl okkar, ef hægt er þá að tala um veg á þessum slóðum. Við hverja á urðum við að stiga út úr bílunum ög leita að vaði en vélar bilanna varð að þétta áður en lagt var i árnar. upp eftir fyrirmynd hinnar gömlu, sem komin var að hruni. Því næst bjuggumst við til að ganga á jökulinn. Þetta var fyrsta jökulganga margra í hópnum og hápúnktur ferðar- innar. Við óðum snjóinn yfir mýrarnar við jökulröndina. Þá tók skinandi jökulbreiðan við og lokkaði okkur til sín, stöðugt hærra og hærra. Blár himinninn speglaðist í vatni hinna djúpu jökulsprungna, sem vatnið draup í með ólgandi nið. Sumstaðar ginu við mjög djúpar og hættu- legar sprungur með snarbröttum veggjum og lokuðu leiðinni á breiðu svæði. Sumir lentu ofan í sprungum með vatni. Var á- horfendum mikil skemmtun að horfa á slíka baðgesti, og með mikilli kátínu voru þeir látnir hafa fataskipti og fara í þurr föt. Við komum að austasta bæn- um í Öræfum og áðum þar skamma hríð. Kvöldsób'n varp- aði enn einu sinni gullnum geisl- um á jökulinn. Um kvöldið, þeg- ar fólk var komið í svefnpok- ána voru fjöll og jöklar íslands og fegurð sandanna rómuð á mörgum tungumálum. En því miður var komið að kveðjustund, en að skilnaði klifum við fjöllin fyrir ofan bæinn. Við dvöldum um stund á hinum sögufrægu bæjum Svínafelii og Skaftafelli. í ná- Páll Arason grenni þessara bæja sáum við nokkurn trjágróður, sem annars er svo sjaldgæfur á íslandi. Á miðjum sandinum brotnaði öxull í „Ólínu“. Og nú byrjuðu erfiðleikar að steðja að. Einn bíllinn festist í sandbleytu í miðri á, veslings farþegarnir voru dregnir í vatninu til lands, þeim sem stóðu þurrir á bakk- anum til óblandinnar ánægju. Við náðum til Kirkjubæjar- klausturs eftir ævintýralega ferð í myrkrinu, og daginn eftir kom- um við til Reykjavíkur, upphafs- og endastaðar leiðangursins, eft- ir greiða ferð. Eg hygg að enginn ferðalang- anna muni gleyma þessari ferð, sem sannaði okkur stórbrotna og áhrifamikla náttúrufegurð ís- lands, og gestrisni og hjálpsemi íbúa þess. Þökk sé þér, Páll Arason. Vinningar í A-flokki happdrættisláns ríkis- sjóðs Dregið var í gær í A-flok!ki happdrættisláns ríkissjóðs. Hæstu vinningamir komu á þessi númer: 75 þús. kr. á nr. 42637, 40 þús. kr. á nr. 92172, 15 þús. kr. á nr. 75828, 10 þús. kr. á nr. 95603, 109690 og 12888. (Birt án ábyrgðar). Frumvarp um breytingar á lögunum um skráningu íslendinga Menntamálanefnd efrideildar Alþingis flytur fram- varp um viSbótargrein viö' 6. gr. laga um skráningu ís- lendinga til stuönings mannfræöi- og ættfræöirannsókn- um hér á landi. Er iagt til að þessi ákvæði bætist við. „Prestar þjóðkirkjunnar og izt er samkyæmt lögum þessum. prestar eða löggiltir forstöðu- menn annarra trúfélaga hér á landi skulu skrá á sérstök eyðu- blöð, er þjóðskjalasafnið lætur þeim í té, alla íslenzka ríkisborg- ara, 15 ára og eldri, er þeir jarð- syngja. Skulu eyðublöðin útfyllt nákvæmlega og send æviskrár- ritara i lok hvers árs. Nú jarðsyngur annar en hlut- aðeigandi prestur lík, og skal hann þá senda sóknarpresti á- samt dánarvottorði þær upplýs- ingar um hinn látna, sem kraf- Sóknarprestur skal í árslok gefa æviskrárritara skýrslu um alla þá, er skráðir eru greftraðir í kirkjubók hans á árinu, og sé þess þar jafnan getið, hver jarð- söng“. I greinargerð segir: Frumvarp þetta er flutt að beiðni menntamálaráðuneytisins. Nefndarmenn hafa óbundnar hendur um breytingartillögur. Frumvarpinu fylgdi svohljóðandi greinargerð: Framhald á 10. síðu. Nýr verzlunarstaður löggiltur í Dalasýslu Alþingi afgreiddi sem lög í fyrradag frumvarp um löggild- ing verzlunarstaðar að Skriðu- landi í Saurbæjarhreppi í Dala- sýslu. Eru lögin þannig: 1. gr. Að Skriðulandi við vega- mót Vesturlandsvegar og Skarð- strandarvegar í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu skal vera löggiltur verzlunarstaður. 2. gr. Lög þessi öðlast gildi, þá er atvinnumálaráðuneytið hefur ákveðið takmörk verzlun- arlóðarinnar samkvæmt lögum nr. 61 10. nóv. 1905 og birt i B- deild stjórnartíðinda. Frumvarpið er flutt af Frið- jóni Þórðarsyni og fylgdi því svohljóðandi greinargerð: Eitt af elztu samvinnufélögum á landinu, Kaupfél. Saurbæinga í Dalasýslu, er 60 ára um þess- ar mundir. Aðalhvatamaður að stofnun þess var Torfi heitinn Bjamason skólastjóri í Ólafs- dal. Félagið hefur um áratuga- skeið rekið verzlun við Salt- hólmavík hjá Tjaldanesi i Saur- bæjarhreppi. Þar er löggiltur verzlunarstaður frá 1895, sbr. lög nr. 41 frá 13. des. það ár. Hafnarskilyrði eru þar engin að segja má, enda Gilsfjörður grunnur og útfiri mikið. Hefur uppskipun á vörum þvi reynzt mjög erfið og kostnaðarsöm þrátt fyrir mikinn dugnað og atorku margra Saurbæinga, sem þar hafa lagt fram krafta sína við hin verstu skilyrði. Það varð því að ráði að flytja verzlunarstað- inn upp í sveitina, þar sem hann liggur vel við samgöngum á landi. Keypti félagið landsspildu að Máskeldu í Saurbæ við vega- mót Vesturlandsvegar og Skarð- strandarvegar. Þar hefur nú ver- ið reist myndarlegt nýtízku verzl- unarhús á skömmum tíma. Var það vígt í 60 ára afmælisíagn- aði félagsins fyrir stuttu og staðnum valið nafnið Skriðu- land. Er það von manna, að þar megi verzlun og viðskipti Saurbæinga njóta hagsældar á komandi árum. Frumvarp þetta er flutt til að löggilda hinn nýja verzlunar- stað. Myndirnar sem fylgja þessum límun em báð- ar úr kvikmyndum, sem Austurbæjarbjó sýnir þessa dagana. Sú efri er úr ensku myndinni „RoklíSÖngvarinn“ og sýnir aðalleikandann Tommy Steel, hinn eina sanna. I mynd þessari þykir söngvarinn sýna útvíræða leikhæfileika, framkoma hans er glettin og léttur blær yfir henni allri. — A minni myndinni sjást þau Lila Leeds og Alan Baxter, sem leika aðal- hlutverkin í bandarísku kvikmyndinni „Lyf- seðill satans“. Mynd þessi fjallar um eitur- lyfjanautn og þá andstyggð, spillingu og vol- æði sem henni fylgir. Þess er sérstaklega getið í auglýsingiun um myndlna, að Lila Leeds hafi sjálf verið eiturlyfjaneytandi um skeið og getiþví byggt ieik sinn á eigin reynslu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.