Þjóðviljinn - 16.04.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.04.1958, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 16. apríl 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11 ERNEST GANN: Sýður á keipum 86. dagur það var lítill efi á að það var konan hans. Konan var fremur ófríð og hún fitlaöi vandræöalega við töskuna sína. Hún var feimin. Hún veit allt um þig, Connie — Kelsey hefur sagt henni þaö. Á leiðinni í veitingahúsið Brauð og vín, eöa kannski áður en þiö fóruö aö heiman úr þægilega húsinu ykkar, hefur hann sagt að stúlkan í hattageymslunni ætlaði aö gefa hcnum einhverjar upplýsingar — eins og hann var viss um að hún myndi gera ef hann biði nógu lengi. Frú mín góð, þú skilur þaö ekki, er þaö — hvernig þaö er aö ljóstra upp um mann? Eg er ekki viss um aö ég geri það heldur. Þú ert örugg og hefur ákveönar reglur aö styöjast viö, frú mín góö. Sumt fólk er heppið og annaö ekki. Þú gætir aldrei skiltð mig eöa þaö sem ég ’verö "áð- gefá, Þótt þú hefðir milljón ár til stefnu. Þaö er ekki þú sem þarft aö fara hjá þér, frú mín góö. „Þetta er konan mín, Connie,“ sagöi Keíseý. „Viö ætlum aö gera okkur dagamun í kvöld, og mig hefur alltaf langaö til aö boröa hérna.“ „Brúð'kaupsafmæli?“ Connie reyndi aö' brosa framaní konuna, en það var ekki auð'velt aö brosa á þessai'i stundu. Hún tók við hatti Kelseys og í’étti honum papp^- írsmiðann í staðinn. „Nei, ekki bi’úökaupsafmæli. Ný atvinna. Eg er búinn að fá starf á skrifstofu saksóknara.“ Dýri penninn sem Brúnó haföi gefiö þér til að nota í skólanum hafði skrifaö þessi orð á blaöið. Það hlaut að hafa verið penninn sem ski'ifaöi oröin, ekki þú sjálf. „Jæja . . . . er þaö gott?“ „Viö höfum beðið eftir því lengi.“ Oröin á bréfmiö- anum skýröu frá því hvar Brúnó Felkin van Báturinn. Nafniö sem Carl haföi svo oft rninnzt á. Báturinn sem skýldi honum Brúnó þínum, Connie. „Til hamingju, herra Kelsey.“ Kelsey vissi hvað hann átti að gera viö miðann. Hann var aö stinga honum í vasann núna . . . eins cg fatamiða. „Eg á ekki eftir að angra þig lengur, Connie“. „Hver gerir það þá?“ „Sennilega enginn . . . eftir þetta. Eg skal reyna aö^ sjá um þaö.“ Hann myndi ekki lesa miöann fyrr en hann var seztur, kannski ekki fyrr en hann væri búinn aö boi’öa. Hann þurfti þess ekki. Og fleygöu honum svo burt, Kelsey, gerðu þaö. „Þökk fyrir. Og verði ykkur aö góðu.“ Connié gaf yfirþjóninum bendingu. „Gott borð íxanda tveimur . . . viö gluggann. Þetta eru vinir mínir.“ Þau gengu niöur tröppurnar í veitingasalinn og litu ekki til baka, hvorki Kelsey né konan háns. Gott. Það var miklu betra. Kelsey var ekki einu sinni með hend- ina 1 vasanum, sem hann hafði stungiö miðanum í. Ó, frú Kelsey . . . ef ég á einhvern tíma eftir aö öölast þaö sem þú hefur! Hvernig má vera aö aöstæður tveggja kvenna séu svo ólíkar. Hugsaöu um hina tegund kven- fólks stundum, frú Kelsey. ÞaÖ víkkar sjóndeildar- hring þinn. Connie var í þann veginn að setjast í stólinn sinn. En stóllinn var svo opinn og óvarinn; hana langaöi tií að skríða undir eitthvaö eöa bakvið eitthvaö, fela and- lit sitt oí? hendur og alla þessa auðviröilegu persónu sem hét Connie Thatcher. Allt í einu gekk hún aö bara- um. Barmaöurinn kom í áttina til hermar og reyndi aö leyna undranarsvipnum. „Viltu eitthvað annaö en skiptimynt?“ sagöi hann með efasexj^-- í.röddi,pni. s, !. „Eg ætla aö fá konjak og vatn. Góða konjakiö, Néil.“ Hann hikaði og sagöi síðan ekki óvingjarnlega: „Eg býst ekki við aö þú gætir farið eftir reglunum og beöið þangað til búiö er aö loka? Þá gætum viö fengiö okk- ur konjak saman.“ „Nei. Eg hef þörf fyrir þaö núna . . . . þaö eru ekki margir viöskiptavinix’. Geröu það, Neil.“ „Ertu eitthvaö miöur þín?“ Hann valdi flösku úr hillunni fyrir aftan sig og' hellti í glas. „Dálítið“. Hún lyfti glasinu lítiö eitt og hann virti hana fyrir sér þegar hún bar það upp aö vöranum. „Hvaö amar að þér, Connie?“ Hun svaraöi engu. .0, Brúnó ........ ég elskaöi þig næstum því. Til dæmis vegxxa þess að þú kenndir mér að dreyma. Eix draunx- arnir þínir vora ekki góöir. Þeir breyttust í martraöir. „Eg er lengi búinn aö standa bakviö þennan bar“, sagði Neil. „Þú færö ókeypis kampavíixskassa ef þú segir mér eitthvaö sem ég hef ekki heyrt áður. Jæja, hveixær fór hann illa nxeö þig?“ „Það er nú einmitt þaö. Hann gerði þaö aldrei“. „Annar kvenmaður?“ „Nei. Og ég held þaö hafi aldrei verið neiix ömxur. Ef ég er aö gráta, Neil, þá er það vegna þess aö á nxai'gaix hátt á ég hoixum mikiö að þakka .... fyrir aö sýna mér hvaö ég vildi ekki. Yröii'öu hissa ef ég segði þér, að það sem ég þráði mest væri heinxili og börn?“ „Eftir einn drykk? Já, ég yi’öi alveg steinlxissa“. „Og þaö seixx nxeira er, ég lxeld ég sé búixx aö fixxixa mamxinn“. ,,Þú þarft ekki að ljúga til aö fá kanxpavíniö, Comxie“. Húix lauk úr glasinu og lagöi þaö á boröið. Hún horföi niöur í glasið og sneri því með hægö. „Þaö er skrýtiö, Neil, að ég skuli muna næstmxx allt sem hann sagöi —“. „Ertu aö tala um þann fyrri eöa þennaix ixýja?“ „Þennan fyrri. AÖ mörgu leyti var hann dásanxlegur. Eitt af því sem hann var vanur aö segja var..........þú veröur aö vera fyrsta flokks, Connie. Þú verður alltaf aö ganga meö hreykni og tíguleik..........“ „Og hvað“. „Þaö ætla ég að gera, Neil. Þótt mér sé ekki þannig innanbrjósts. Hann ætlast til þess af mér.“ „Alein?“ „Eg vona ekki, Neil.“ Hanxil krækti handleggnunx utan um masturstagiö og horföi í vindinn. Til var tvenns konar vindur aö hans áliti, haröui’ vindur og mjúkur vindur. í upphafi var oft aöeins hægt aö finha muninn á þeinx eftir minni, og þaö var ekki alltaf á því að byggja. Margir menn Geislaverkvn = Framhald af 5. síðu Víða í Sviþjóð hefur mælzt svo mikið magn strontíums að það svarar til um 10% af því magni sem talið hefur verið hættulegt, en forstöðumaður rannsóknanefndarinnar, dr. Thorsten Magnusson, lagoi á- herzlu á að i rauninni væru engin ákveðin takmörk fyrir hættunni. Hann sagði að e.t.v. væri þegai' komið yfir hættu- mörkin. „Rannsóknir okkar benda til, að meta verði að nýju hið ör- ugga (hættulausa) magn strontíums, og e.t.v. minnka það fimm eða tiu sinnurn", sagði hinn sænski visindamað- ur. i Einnig í Noregi Geislaverkun í loftinu \-fir Noregi var meiri í marzmánuði en nokkru sinn fyrr og ef mik- il úrkoma verður næstu vikur hlýtur geislaverkun á jörðu niðri einnig að aukast. Rannsóknastofnun norska hersins sagði að geislaverkun- in í marz hefði verið fimm sinn- um meiri en hún var að meðal- tali árið 1957 og þrisvar sinn- um meiri en nokkm sinni áð- ur, síðan mælingar hófust. Trúlofunarhringir. Steinhringir, Hálsmea 14 og 18 K1. gull. Við þökkum innilega öllum fjær og nær auðsýnda vinsemd og samúð við fráfall og útför dr. theol. MAGNtSAB JONSSONAR. Börn og tengdaböru. Bjólharðar og síóngur frá Sovétríkjunum fyrir- liggjandi. Síærðir: 560x15 700x15 500x16 (500x16 ,. 580x16 §00x16 825x20 1065x20 ’ 12Öux20 M.ars Tradins Á mörkum vetrar og sumars Kjólar af þessu tagi eru not- hæfir allt árið í okkar loftslagi. Þ%ir eru ágætir innikjólar á veturna og á sumrin er hægt að nota þá sem útikjóla þegar veður leyfir. Drappliti, röndótti kjóllinn er úr bómullarjersey. Hann er sportlegur og látlaus í snið- inu og er grennandi fyrir þreknar konur. Hinn kjóllinn er úr himin- bláu silkipoplíni með hvítum doppum og er ef til vill spari- legri. Mjótt rnittið er undirstrikað með mjúkurn föllum á mjöðm- unum og saumarnir frá mitti gefa fallega brjóstUnu, sem lientar vel þeim sem hafa fiat- an barm. ompany, Klapparstíg 20, —shni 1 73 73. Ödýrar ferm- ingarkápur Skærir litir. Verð frá kr. 995.00. Kápusalan, Laugaveg 11 (3. hæð til hægri) Sinii 1 59 82. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.