Þjóðviljinn - 16.04.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.04.1958, Blaðsíða 10
£() J,c{ 10) ÞJÓÐVILJINN —■ Miðvikudagur 16. apríl 1958 fþróttir Framhald af 9. síðu Viðureign þeirra Karls Maack og Ragnars Thor'steinsson var jöfn og þurfti aukaleik til að útkljá. Leikirnir fóru þannig að Karl vann að lokum, 10:15, 18:16, 15:12. Rafn Viggósson vann Gunnar Ólafsson 15:7 og 15:12, en Rafn tapaði svo fyrir Karli 15:5 og 15:7. Fyrri hálfleikur úrslitaleiks- ins var til að byrja með nokk- uð jafn og stóðu leikar um skeið 4:4, en eftir það tók að draga í sundur með þeim og eftir að leikar stóðu 8:6 komst Karl ekki á blað í fyrri hálf- leiknum, sem endaði 15:6. — I síðari leiknum var Óskar mun harðari og þó hafði hann tek- ið þátt í tvíliðaleik karla rétt áður en einvígi þetta hófst. Kvað svo að sókn Óskars að iiann hafði fengið 9 stig þegar mótherjinn hafði ekkert. Leikn- Þjóðaratkvæði Framhald af 5. siðu. kveðið að slík atkvæðagreiðsla skuli fara fram í no'kkrum borgum og sambandslöndum, sem þeir ráða yfir. I gær var lýst yfir því af hálfu stjórnarinnar í þinginu í Bonn, að slík atkvæðagreiðsla llvort sem væri í einstökum sambandslöndum eða öllu land- inu, bryti í bága við grund- •vallarlög landsins. Auk þess hefur stjórnar- meirihlutinn á þingi neitað að taka lagafrumvarp sósíaldemó- krata um þjóðaratkvæða- greiðslu til umræðu í þinginu í þessari viku. um lauk með glæsilegum sigri Óskars 15:2 sem mun hafa komið öllum á óvart. Ilalldóra Thoroddsen og Sig- ríður Guðmundsdóttir unnu tvíliðakeppni kvenna. Fyrri leikinn í keppni þessari unnu Guðmunda Stefánsdóttir og Kristín H. Kristinsdóttir bær unnu Júlíönu Isebarn og Hjördís Jónsdóttur með 15:9 og 15:12. Til úrslita kepptu svo Halldóra Thoroddsen og Sig- ríður Guðmundsdóttir, sem sátu vfir í fyrstu umferð, við þær Guðmundu og Kristínu. Unnu bær Halldóra og Sigríður með nokkrum yfirburðum eða 15:8 og 15:12. Vagn Ottósson og Halldóra Thoroddsen unnu tvenndar- kennnina. Fyrri hálfleikur keppni þessarar var mun jafnari en gert var ráð fyrir, en vera má að Vagn hafi verið að reyna- hvað hann mátti beita sér því sem áður var frá sagt meidd- ist hann í vetur og var nokk- urn tíma frá æfingum og er ekki en búinn að jafna sig. Hálfleikurinn endaði 15:9. Það virðist sem Vagn hafi talið að hann gæti beitt sér nokkuð meir en hann gerði í fyrri hálfleikn- um því seinni leikinn unnu þau 15:0. Það voru Pétur Nikulás- son og Sigríður Guðmundsdótt- ir sem urðu að lúta svona í Iæ"ra haldi. I úrslitunum léku þau Vagn og Halldóra sVo við Einar Jónsson og Júlíönu Isebarn, og var þar um algjöra yfirburði að ræða. Urslitin urðu 15:4 og 15:2. Vann og Þórir Jónsson nnnu tvíliðaleik karla. 1 þessari keppni voru 18 keppendur og fóru leikar sem hér segir: Ragnar Thorsteins- son og Lárus Guðmundsson unnu Guðlaug Þorvaldsson og Sigurgeir Jónsson 15:10 og 15:6. Kristján Benjamínsson og Kristján Benediktsson unnu Gunnar Ólafsson og Svend Gejl eftir aukaleik úrslit: 12:15, 15:6 og 15:4. Vagn Ottósson og Þórir Jóns- son unnu Pétur Nikulásson og Pétur Georgsson. 15:7 og 15:1. Einar Jónsson og Óskar Guð- mundsson unnu svo þá Krist- jánana tvo með 15:3 og 15:12. 1 undanúrslitum léku svo Einar Jónsson og Óskar við Ragnar og Lárus. Unnu þeir fyrri leikinn með nolckuð ótrú- legum yfirburðum, því að bæði Ragnar og Lárus eru van- ir og góðir leikmenn en fyrri hálfleiknum lauk með 15:3 og' um skeið var staðan 8:0 og -nokkru síðar 11:1. í síðari hálfleik sóttu þeir Ragnar og Lárus sig. Þó var það svo að Einar og Óskar höfðu komið stigunum upp í 13:5, en það undarlega skeði að leiknum lauk með 15:12 aðeins fyrir þá Einar og Ósk- ar. I úrslitaleiknum sýndi Vagn enn yfirburði í badminton og átti frábærlega góðan leik. Kom þar til góð staðsetning og öryggi í öllum slögum og slag- hörku. Nokkrar stöður í leikn- um: 6:1, 13:1, 13:2, 14:3, 14:4 og lokatala 15:5. 1 síðari hálfleiknum voru yf- irburðirnir meiri. 7:1, 13:1, 13:2, 13:3 og lokatala 15:3. Var þetta góð ,,genei-alnrufa“ fyrir landsmótið í Stykkishólmi nú eftir nokkra daga. Ráðstefna Framhald af 12. síðu. þátttökuríkin til að auka verzl- unarviðskipti sín. Hann lagði milda áherzlu á að hin sjálfstæðu Afríkuríki varðveiti hlutleysi sitt, láti ekki ánetjast og standi utan við deilur sórveldanna. Nkrumah varaði við hinni nýju tegund heimsvaldastefn- unnar, sem nú beitir efnahags- legum tálbeitum til að ná tak- marki sínu. Forsætisráðherrann talaði lika um þá brýnu nauðsyn, að hætt yrði tilraunum með kjarna- og vetnisvopn, og sagði í því sambandi m.a. „Vindur- inn, sem þeytir geislavirkum skýjum, þekkir engin landa- mæri.“ Fjárlagafrumvarp í Bretlandi Emory, fjármálaráðherra Bretlands, lagði fjárlagafrum- varp stjómarinnar fyrir neðri deild þingsins í gær. Samanlögð útgjöld ríkisins nema samkvæmt frumvarpinu 5.500 milljónum sterlingspunda. Langstærsti útgjaldaliðurinn eru hemaðarútgjöld. Til þeiira eru áætluð 1.418 milljón sterl- ingspund. Tveir næsthæstu útgjaldalið- irnir em 540 millj. sterlings- pund til sjúkratrygginga og 434 millj. til menntamála. Fjármálaráðherrann sagði að jafnværi hefði komizt á í efna- hagslífi Bretlands undanfarið, og væri nú komið tækifæri til að stöðva verðbólguna og jafn- vel lækka verðlag. Knattspyrnumenn Framhald af 12. síðu. franka vegna brotthvarfs knattspymumannanna. Einn hinna horfnu er mið- framherji Monaco-félagsins, og átti hann að leika í landsleikn- um í dag. Prestar semji æviskrár Framhald af 3. síðu Til þess að safna á hagkvæm- an hátt sem gleggstri vitneskju til skráningar þeirrar, sem fram- kvæma ber samkvæmt lögum nr. 30 1956, virðist einsætt að ætla prestum að senda æviskrárrit- ara upplýsingar um alla þá ís- lenzka ríkisborgara, 15 ára og eldri, er þeir jarðsyngja. Þeir þekkja bezt til eða fá að minnsta kosti ýtarlega frásögn af lífs- ferli þeirra, er andast. Prestum er heimilt lögum sam- kvæmt að halda prestþjónustu- bókum heima, stundum allt að því 50 ár. Þjóðskjalasafninu er því einatt óhægt og jafnvel ó- mögulegt að ná til þeirra. Marg- ir íslenzkir prestar hafa og löng- um unnað þjóðlegum fróðleik og sumir þeirra unnið mjög þýð- ingarmikil störf á þeim vett- vangi. Virðist því eðlilegt og nauðsynlegt að kveðja þá til samstarfs í þessum efnum. Ættu á þennan hátt að fást traustar heimildir til spjaldskrárgerðar- innar, án þess að því fylgi ýkja mikil aukin fyrirhöfn, Um frumvarp þetta hefur ver- ið haft samráð við biskup, þjóð- skjalavörð og æviskrárritara. VORRYMNINGARSALA heldur áíram. — Nýjar geroir teknar íram daglega KARLMANNASKÓR með leður og svamp- sólum. Ntí kr. 190.00. Áður kr. 308.00. KARLM ANN AMOKKASlNUR NÍJ kr. 180.00. <Áður kr. 298.00. KVENSKÓR með hælum Nt) kr. 100.00. Áður (kr. 266.50 KVENSKÓR, sléttbotnaðir. NÓ kr. 100.00. Áður kr. 198.00. 0PNUM KL. 8 Gerið góð kaup. Rýmingarsalan stendur til helgar. AÐALSTRÆTI 8 Þórður sjóari Karl skreiddist á fætur og stóð öskureiður frammi „Látum svo vera, ég fæ tækifæri seinna, setjið hann fyrir Þórði. „Eg skal kenna þér . . .“ hreytti hann út í bönd og látið hendur standa fram úr ermum." Niðri úr sér og greip til byssunnar. „Hættu þessu“ skipaði nuddáði Þórður auma öxlina. „Þetta lítur illa út fyr- Sylvia mynduglega, „þeir gætu heyrt skotið á her- ir mér“, hugsaði hann, „en hver veit nema að þeir skipinu.“ Karl stakk byssunnj ólundarlega í hylkið. korni hér um borð — það er alltaf von til þess.“ Miídi að þeir hitt- nst ekki fyrr Framhald af 6. síðu þátttakendur. Tilgangur hans er einn og aðeins einn; hin gamalkunna og alræmda nei- kvæða „barátta gegn kommún- ismanum“. Undir því merki veiða flestir sótraftar á sjó dregnir, eins og nýjasta dæmið sannar á eftirminnilegastan hátt. — n. OfbreiSiS Þ]6Svil)ann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.