Þjóðviljinn - 16.04.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.04.1958, Blaðsíða 7
MiÖy&\ic|»gi)r HPríi ::3ð5S£cc?í ÞJÓÐVJ’UINI'i^t (7 (§ I Herra forseti. Eg hef leyft mér að flytja á- samt hv. samflokksmönnum mínum frv. um Félagsmála- skóla verkalýðssamtakanna, sem hér er til 1. umræðu. Þessu frv. er ætlað að bæta úr þörf sem margir telja brýna og vaxandi á almennri fræðslu fyrir hinn mikla fjölda, sem skipar verkalýðssamtökin, um málefni samtakanna og þau mikilvægu verkefni, sem þeim er ætlað að leysa af hendi fyrir alþýðu landsins. Enda þótt sýnt sé að sú hug- mjmd að koma fræðslumálum alþýðusamtakanna í fastara og betra horf en verið hefur eigi vaxandi viðurkenningu að fagna tel ég ástæðu til að víkja nokkuð að höfuðástæðunum fyrir því að við flutningsmenn höfum kosið að beita okkur fyrir lausn málsins í því formi sem frumvarp okkar gerir ráð fyrir. Svo vill til að í grannlöndum okkar, Norður’öndum, hafa um áratuga skeið starfað skólar hliðstæðir þeim, sem hér er rætt um að stofnsetja. Reynsl- an af þeim skólum er sú að verkalýðshreyfing viðkomandi landa telur sér þá ómissandi. Svo vel hafa þeir verið sóttir að orðið hefur að auka þá með árunum og bæta nýjum við. Þegar þess er gætt að við fs- lendingar búum á margvísleg- an hátt við líkar aðstæður fé- lagslega og menningarlega virðast ríkar ástæður til að ætla að slíkar menntastofnanir gæfu hér svipaða raun, ef rétt væri á haldið. Miklu víðar um heim eru slíklr skólar starfandi og þykja hinar nýtustu stofnanir fyrir félagsfólk verkalýðssamtak- 'ánna, trúnaðarmenn þeirra og forustumenn. II Rejmslan af hinum erlendu verkalýðsskólum er augljós vísbending um það að Félags- málaskóli verkalýðssamtakanna eigi hér mikilsverðu hlutverki að gegna, þótt ekki.-telji ég hana þurfa áð hafa úrslitaþýð- ingu. Sterkustu röksemdirnar þarf ekki að sækja út fyrir landsteinana. Þær liggja fyrir, ef athuguð eru viðfangsefni ís- lénzku verkalj'ðshreyfingarinn- ar, sem án alls vafa munu váxa með hverju ári sem líður og reyna því meira á hæfni hennar, menntun og félagsleg- an þroska. Tökum t. d. eina af frum- skyldum verkalýðsfélags við félagsmenn sína: Samningsgerð við vinnuveitendur um laun, vinnutíma, aðbúnað á vinnu- stöðum, öryggisráðstafanir og hverskonar kjaraatriði. Sh'kar samningsgerðir krefjast víð- tækrar þekkingar ekki aðeins á högum þeirra sem við þær eiga að búa og eiga kjör sín og afkomu undir ákvæðum þeirra, heldur líka á fjölmörg- um sviðum félagsmálalöggjaf- arinnar svo sem vinnuiöggjöf, tryggingalöggjöf, öryggislögum o. s. frv. Og enn verður við slíkar samnjngsgerðir að kunna í meginatriðum skil á atvinnu- rekstri þeim, sem kemur við sögu og síðast en ekki sízt á þeim verkunum sem samnings- gerðin heíur á almenningshag. Þetta eina verksvið alþýðu- samtakartna krefst mikillar þekkingar, sem ætlazt er til að Fé’agsmálaskólinn hjálpi til að veita. Samningsgerðir við at- vinnurekendur eru nú í hönd- um margra hundraða stjómar- manna og forustumanna í verkalýðsfélögunum um land allt og eftrlit með framkvæmd þeirra í höndum enn fleiri trúnaðarmanna á velflestum vinnustöðvum verkafó’ks á sjó og landi. En úrslitavaldið í öll- um þessum málum er í hönd- um þeirra tugþúsunda manna og kvenna, sem samtökin skipa og hljóta að beita dómgreind sinni og þekkingu við endan- legar ákvarðanir. III Því fer þó viðs fjarri að hin beinu faglegu mál í þrengstu merkingu séu hin einu verk- efni verkalýðshreyfingarinnar nokkum sérskóla og að hún hafi getað alið upp fjölda vel hæfra forustumanna og kvenna úr sínum röðum. Svipuð ,,rök“ munu oft hafa hejrrzt áður þeg- ar um nýjungar í skólamálum hefur verið rætt. Ekki munu t. d. allir hafa verið sammála um hina víðtæku húsmæðra- fræðslu á sínum tíma og jafn- vel ekki um þörf búnaðar- fræðslunnar áður fyrr, en litla stoð hygg ég að röksemdir - gegn þeim þáttum menntunar teldust nú hafa. Víst er rétt að verkalýðs- hreyfing okkar hefur alið upp margt hinna mætustu manna og hæfustu, sem átt hafa sinn mikla þátt í þeim stórvirkjum, sem unnin hafa verið með þjóðinni siðustu 50—60 árin. Svo mundi sjálfsagt enn verða reyndin framvegis hversu sem um það málefni fer sem hér er um fjallað. En hér ber að setja markið enn hærra. Hver almenna fræðslu, sem hverjum maþní yrði ho’lt að hafa notið, til, hverrá starfa sem hann sið- ar yrði kvaddur i þjóðfélaginu. Því skyldi ríkið ekki kpsta ilikan skóla fýrir verkalj'ðs- i t . ■ hfeyiinguna eins og það. gerir að öllu leyti hvað bændaskól- ána snertir bg að verulegu leyti hvað við ketnur skóla samvinnuhreyfingarinnar og verzlunarstettarinnar og marga skóla fámennra starfsr stétía? VI í sambandi við hugmjmdina um sérskóla verkalýðsfélag- anna hefur komið ‘ fram sú Framsöguræða Biörns Jónssonar við 1. umræðu málsins í eíri deild Alþingis Félagsmdlaskóli verkalýðssamtakanna og að þau séu hin einu þeirra sem krefjast þekkingar og menntunar. Viðfangsefnin ná þvert á móti langt út fyrir þann ramma. Forganga verka- lýðshreyfingarinnar í atvinnu- málum þjóðarinnar í heild og nær því í hverri byggð sérstak- lega er alkunnug. Margvísleg afskipti af hverskonar fram- faramálum hið sama. Forusta um tryggingamál og margvís- lega löggjöf um réttindamál sem varða hagsmuni verka- lýðsstéttarinnar. Samstarf og skipti við ríkisstjórnir um efnahagsmál þjóðfélagsins. Bar- átta fyrir lausn húsnæðismál- anna. Rekstur hvíldar- og dval- arheimila almennings, rekstur félagsheimila, fjölþætt menn- ingarleg starfsemi. Barátta fyr- ir auknu vinnuöryggi á sjó og landi, efldum tryggingum. Bar- átta fyrir aukinni framleiðslu og fullkomnari atvinnutækjum — allt. eru þetta málefni verka- lýðslireyfingarinnar, misjafn- lega vel á veg komin, viðfangs- efni sem hún. mun glíma við næstu ár og áratugi. Og verk- efnin eru þess eðiis að þau halda stöðugt áfram að vera viðfangsefni hversu vel sem að þeim er unnið og hve góður árangur sem næst. Og þeim mun ekki fara fækkandi heldur þvert á móti. Jafnvel næsta framtíð mun trúlega, a. m. k. ef verkalýðs- hreyfingin fær aðstöðu til að gera sjálfa sig hæfa til þess, færa henni í hendur stórfelld- ari verkefni en nokkru sinni fyrr og ný svið opnast henni til starfa og áhrifa. IV Nú munu e. t. v. einhverjir segja ,að hingað til hafi verka- lýðshreyfingin getað sinnt verk- efnum sínum án þess að eiga félagsmaður þarf að fá aðstöðu til að afla séf slíkrar fræðslu að hann kunni góð skil á öllum helztu viðfangsefnum samtak- anna, hlutverki þeirra í þjóðfé- laginu og markmiðum. Öllum sem falinn er trúnaður sem stjórnarmönmum eða trúnað- armönnum á öðrum sviðum er það lífsnauðsyn. Margt ’ okkar þjóðlífi hefur breytzt á þá lund að aðstaða öll hefur farið versnandi fyrir hverskonar meiri háttar félags- hreyfingar að veita félögum sínum viðhlítandi upplýsingar og fræðslu í venjulegu félags- og fundastarfi einu saman. Menn kjósa nú fremur aðrar leiðir í þeim efnum. Öldin er nú orðin önnur en þegar fé- lagshreyfingar svo sem verka- lýðshreyfingin og samvinnu- hreyfingin voru tiltölulega fámennir áhugamannahópar og viðfangsefnin auk þess einfáld- ari og auðskildari. Eg hef hér í örstuttu máli lýst nokkrum forsendum fyrir nauðsyn þess að stofnaður verði Félagsmálaskóli verka- lýðssamtakanna. í því sam- bandi má Hka benda á að sam- vinnuhreyfingin hefur lengi átt sinn skóla og mun telja sér til- vist hans lífsnauðsjmlega, en samvinnuhreyfingin og verka- lýðshreyfingin eru um margt hliðstæðar. Að vísu er Sam- vinnuskólinn að verulegu leyti menntastofnun til starfsmennt- unar en er þó féiagsmálaskóli að verulegum þræði. Líkt er um skóla verzlunarstéttarinnar og bændaskólana. Félagsmála- skóli verkalýðshreyfingarinn- ar yrði einnig hvort tveggja í senn mennta-stofnun til starfs- þjálfunar framkvæmdamanna samtakanna og skóli sem veitti skoðun hjá einstökum mönnum að ekki væri líklegt að slíkur skóli yrði mikið sóttur og jafn- vel að nauðsynlegt mundi reyn- ast að greiða nemendum laún meðan á námi stæði. Erfitt er að sjálfsögðu að fullyrða um þetta mikilsverða atriði að ó- reyndu. Athyglisvert er þó að ótta um þetta hefur ekki orðið vart í verkalýðsfélögunum eða á þingi Alþýðusambands ís- lands þegar þetta mál hefur borið þar á góma og ættu þess- ir aðilár þó að hafa bezta að- stöðu tií að vita hug almenn- ings í þeSsu efni. Hin erlenda reynsla er líka athyglisverð að þessu leyti, með þeim þjóðum sem á margan hátt búa við lík skilyrði og við, Norðurlanda- þjóðunum. Skóli sænska Al- þýðusambandsins í Brunsvik hefur starfað óslitið frá ,1928 eða í 30 ár og fyrir 7 árum þótti sænsku verkalýðsfélögun- um nauðsynlegt að bæta við nýrri glæsilegri menntastofnun fyrir meðlimi sína, skólanurn í Runö. í Finnlandi tók fyrsti verka- lýðsskólinn til starfa fyr}r rúmum tug ára og reynslan af honum varð slík að fyrir tveim árum reyndist nauðsynlegt að setja annan skóla þar á stofn stærri og glæsilegri hinum fyrri. Með Dönum starfa nú tvéir verkalýðsskólar, þar af annar nýr. í Noregi hefur slík- ur skó’i starfað um aldarfjórð- ungsskeið. Eg hygg að það væri mikið vanmat á þroska íslenzka verkaljtðsins að ætla honum svq miklu minni vilja til menntunar en stéttarbræðrum hans á Norðurlöndum, að hann mundi láta sinn verkalýðsskóla veslast upp vegna lítillar að- sóknar meðan slíkar stofnanir sækja stöðugt á í grannlöndum okkar. Sá munur er áreiðanlega ekki á verkalýðsstétlinni hér og í Svíþjóð, Danmörku, Nor- egi og Finnlandi að slíkar á- . Ij'ktanir séu réttlæíanlegar. Sá reginmunur 'er hinsvegar á að með þessum grannþjóðum hef- ur alþýðustéttunum verið gefið tækifæri og aðstaða 'til að sækja "sina fé’agsmálaskóla meðan hér hefur ríkt tómlæti i þeim efnum, tómíæti sem nú er orðið til vansæmdar fræðslumálum þjóðarinnar. VII nýmæli hér á 'hv. A'hinpi. Núverandi hæst- ,■ virtur íe’agsmálaráðherrá bar fr,am á Albingi 1954 frv. um , gagnfræðaskóla verkalýðssam- takanna og enn flutíi hann ;á Alþingi 1955 frumvarp ura skóla verkalýðssamtakanna. ert hvorugt þessara frv. varð þá útrætt. Frv. þessi vöktu hina mestu athj’gli og áhugi verka- ■ Ij'ðssamtakanna fyrir íram- gangi þeirra kom fram í fjölda áskorana frá einstökum félög- um innan þeirra og einnig í einróma samþykkt Alþýðusam- bandsþings 1954. Frv. þetta er að meginefni hið sama og frv. Hannibals Valdimarssonar frá 1955, en þó breytt í nokkrum atriðum, Þannig er nú í frv. heimilað áð skipta námstímanum í tvö 3ja mánaða námskeið, ef betur xeyndist henta sú skipan en að halda skölann í 6 mánaða ■ samfelldu starfi. Þá eru gei-ðar minni háttar brejrtingar aðr- ar svo sem um stjórn skolans og greiðslu kostnaðar við rekst- ur hans, svo og um námsgrein- ,ar. En tilgangur þessa frum- varps er að öllu hinn sami og var með frv. Iiannibals Valdi- marssonar, enda nú flútt í fullu samráði við hann. Nú eins og áður er gert ráð fyrir því að stjórn skólans verði að mestu i höndum heild- arsamtaka verkalýðsfélaganna, svo sem tíðkast um Norður- lönd. Verkalýðshreyfingin er ekki og á ekki að vera háð rík- isvaldinu og mundi þvi að sjálfsögðu ekki una þvi að fræðslumál hennar yrðu sett undir þess stjórn, Verkalýðs- hreyfingunni sjálfri er líka bezt treystandi til að ráða fram úr þeim vandamálum, sem verða kynnu á vegi þess- arar stofnunar hennar. Flm. hafa þó talið rétt að tryggt yrði samráð við hið opinbera með því að félagsmálaráðu- neytið veldi einn mann í skóla- nefnd og staðfesti reglugerð fyrir hann, sem samin yrði af skólanefndinni. Um einstök ákvæði frv., að öðru leyti, tel ég ekki ástæðu til að fjölyrða nú við 1. um- ræðu. Til þess gefst að sjálf- j sögðu tækifæri þegar Það hef- ’ úr verið rætt í hv. heilbr,- og félagsmálanefnd og álit hennar ,, liggur fyrir. Flutningsmenn hafa talið rétt, þar sem hér er um að ræða algerlega nýja menntastofnun, að reyra ékki of fast að henni með lagabók- staf, svo verkalýðssamtökun- um, sem ætlað er að njóta hennar og stjóma henni gefist nægilegt svigrúm til að haga ýmsum framkvæmdaatriðum að vilja sínum og í samrásmi við rejmsluna jafnóðum og hún fæst. -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.