Þjóðviljinn - 16.04.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.04.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. upríl 1958 ^ ShóðviliinnI tUíicíttXim. tíarncimnBarlioKiiur aipyöu - tíoslalistaílokkunnn. - Rltstjórai MaKnús Kjartansson. Sigurður Ouðmundsson (áb.» Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. Elaðamenn- Asmundur Sigurjónsson. Ouðmundur Vigfússon tvar H Jónsson, Maguús Torfl Ólafsson. Sigurjón Jóhannsson. - Auglýs- lngastjóri: Ouðgeir Magnússon Ritstjórn, afgrelðsla auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. Síml. 17-500 (5 línur> - Áskriftarverð kr. 25 á mán í Reykjavík or négrenni: kr 22 annarsst Lausasöluverð kr. 1.50 Prentsmiðja ÞJóðviljans Hótanir Breta Mildi að þeir hittust ekki fyrr en nú dánsks : heimavarnarliðs sem ljretar hafa nú rétt einu sinni uppi hinar harkaieg- nstu hótanir við tslendinga. Aðalfulltrúi þeirra á ráð- atefnunni í Genf hefur lýst yfir því að brezka stjórnin muni hafa ákvarðanir ráð- stefnunnar að engu, ef hún samþykki stærri landhelgi en 6 mílur, og er sú yfirlýsing skýrt dæmi um hugarfar valdsmannanna í þessu „for- ustulandi lýðræðisins". Og í samræsmi við þessa yfirlýsingu hefur forustumaður fiskkaup- manna í Hull krafizt þess að brezka flotanum verði stefnt gegn Islendingum, ef fisk- veiðatakmödkin hér verði stækkuð mema en upp í sex mílur. Auk þess eru svo hót- anir um hvers kyns efnahags- legar hefndarráðstafanir, sem íslendingar þekkja frá fyrri tíð. Brezka heimsveldið hótar því þannig að ræna auðlindir íslendinga með ofbeldi, með flotaárás og hervaldi, ef rík- isstjórnin láti ekki af þeirri álrvörðun sinni að stækka fiskveiðatakmörkin verulega. etta eru á'kaflega lærdóms- ríkar hótanir. Um býsna langt skeið hafa vissir aðilar lýst Bretum sem sérstökum vinum og verndurum Islend- inga, og margar greinar hafa verið skrifaðar um það að Is- lendingar haldi frelsi sínu og sjálfsforræði úti í miðju At- lanzhafi i skjóli brezka flot- ans. Islendingar hafa verið látnir ganga í sérstakt hern- aðarbandalag við Breta og ekki skortir fögur orð um það að þetta bandalag eigi sérstaklega að vernda smá- þjóðimar, sjálfsákvörðunar- rétt þeirra og fullveldi, né iilspár um það hversu ógnar- lega íslendingum myndi fam- ast ef þeir nytu ekki skjóls- ins af Engilsöxum. Nú hef- ur öll þessi áróðursbygging verið felld rétt einu sinni, og Islendingum birtist ofurljóst sú staðreynd að Engilsaxar em ekkí að hugsa um hags- muni okkar heldur sína, og þegar hagsmunirnir rekast á er ekki hikað við að beita of- be'di til þess að reyna að kúga af okkur réyinn en öll fögru orðin í Atlanzhafs- bandalagssamningnum hafa ekki meira gildi en blekið sem þau vom pámð með. Skyldi ékki allur þorri Islendinga á- lykta sem svo að sjá’fsagt sé að við segjum okkur úr sam- tökum við þær þjóðir sem æv- inlega snúast gegn rétti okk- ar og hagsmunum, þegar á á að herða, og beita þeim hót- unum sem freklegastaar ger- ast milli óvinaríkja? Brezka ljónið er orðið ská'd- að og illa tennt, heims- veldið hefur orðið að slepna stórþjóðum sem það merg- saug og arðrændi um langa tíð — en það hefur enn þrek til að níðast á smáþjóðum. Bretar urðu að sleppa Ind- landi en þeir geta níðzt á í- búum Kýpur og látið hina vösku herskara sma beita skólaböm ofbeldi. Bretar hafa átt I stöðugum hrakfömm í Arabalöndunum en þeir geta beitt valdi sínu við Klkújú- menn í Kenýja, hrakið þá af jörðum sínum svo að Bretar geti nýtt þær í sína þágu og fram’eitt vélknúna gálga sem fluttir em milli þrælabúðannp og notaðir óspart. Bretar urðu að heykjast á ofbeldis árás sinni á Egypta, en þeir geta hótað því að ráðast f Islendinga og vinna hér þam- si.gur sem breyttist í smánar legustu hrakfarir við Súes skurð. Varla er ástæða ti' að draga í efa að brezk? heimsve’dið sé svo voldugt a/ það geti unnið hernaðarsigra hér við land, en valdamenrt IBreta ættu að vera farnir að læra það að það er ekki her- valdið sem ræður úrslit- um þegar t.il lengdar lætur heldur rétturinn þrátt fyrir | aUt. Þótt Bretar hafi i hót-1 unum og þótt þeir fylgi hót- unum sínum eftir í verki munu þeir bíða ósigur fvrir Is- lendingum í þessum átökum, vegna þess að við höfum réttinn okka.r megin og vegna þess að málstaðnr okkar er í samræmi við þróunina um allan heim. Brezkir ráðamenn ættu sannarjega að hugsa s’g lengi um áður en þeir ta.ka ákvörðun um það að bæta nýiu blaði í þá smánarlegu sögu ofbeld’s og hrakfara sem þeir hafa skráð um langt skeið. ¥>áðamenn Breta munu fá að ** sannreyna það að íslend- ingar eru ekki svo skapi farn- ir að þeir bogni fyrir hót- unum, heldur mun dólgsiiátt- urinn verða til þess eins að þjappa þjóðinni saman í eina heild. Brezki sendiherrann ætti að varast að draga nokkrar ályktanir af þvi að Alþýðublaðið, málgagn utan- ríkisráðherrans, steinþegir um hótanir Breta í gær, og að Morgunblaðið, málgagn, stærsta stjómmálaflokksins, felur þær inni í blaðinu und- ir fyrirsögninni „Brezkir tog- aramenn kveðast nú sætta sig við 6 sjómílur“!! Almennings- álitið mun einnig knýja þessi blöð til þess að túlka málstað íslendinga gegn erlendri á- sælni og siðlausum hótunum Sú ákvörðun íslendinga að tryggja sér rétt yfir auðlind- um sínum mun aðeins styrkj- ast af viðbrögðum brezkra vaidamanna; við emm reiðu- búnir til })ess að taka á okk- ur hvef.ia þá erfiðleika sem sjálfstæðisbarátta okkar kann að hafa í för með sér, og við munuin vinna sigur yfir brezka heimsveldinu. Ilin heilaga „barátta gegn kommúnismanum“ hefur oft sameinað ólíkustu öfl en þó mun sjaldan éða aldrei hafa sézt kynlegri þrenning í þeim herbúðum en sú sem kom fram á fundi Frjálsrar menningar í Gamla bíói á fimmtudags- kvöldið var. Er það sérstætt sálfræðilegt viðfangsefni hvemig þeir menn gátu stigið upp í ræðustól hver á eftir öðr- um og þótzt vera samherjar. Gunnar Gunnarsson kom fyrstur til þess að boða frelsi og menningu. Nánustu af- Mermingin í ræðustóli frelsisins skipti hans af þeim málum voru sem kunnugt er þjónustu- verk hans við nazistana þýzku, en fyrir þau þáði hann dokt- orsnafnbót, heimboð og heið- urslaun. Hann dáði frelsið svo einstaklega að hann skrifaði þýzku nazistunum mikið sam- fagnaðarbréf þegar þeir höfðu máð Austurríki út af vera.’dar- kortinu, og hann var svo ein- lægur vinur menningarinnar að hann lagði á sig mikið ferðalag til þess að halda ræð- ur og lesa upp fyrir storm- sveitirnar þýzku eftir að heimsstyrjöldin síðari var skollin á, í hernuminni Tékkó- slóvakíu og í víg’ínunum þar sem dátar Hitlers biðu fyrir- mæla um að ráðast inn í Dan- mörku, Noreg, Holland, Belgíu og Frakkland. Nú fyrir nokkr- um dögum voru liðin rétt 18 ár síðan hann var kvaddur á fund Hitlers, og er nú aðeins annar til frásagna um það hvað þeim fór á milli — en er þöguli um það efni, svo tíðrætt sem hon- um verður þó um frjálsa menningu. Næstur ræðumanna var Frode Jakobsen, danskur mað- ur. Hann hafði kynnt sér af kappi ofurmenniskenningar Nietzsche þegar Danmörk var hemumin, en gekk þá í and- spyrnuhreyfinguna, varð þar einn af forustumönnum og vann mörg ágæt afrek. En þegar stríði iauk var hann orð- inn fráhverfur því að sinna aðeins fræðistörfum um ofur- menniskenningar, hann vildi halda áfram að berjast. Beitti hann sér því fyrir stofnun álti í’ fyllingu tímans að berj- , ast í senn við danska kommúnista og rauða herinn. Segja Danir að honum líði aldrei vel nema þegar hann er í einkennisbúningi; er hann einn ólmastur stríðsmaður með- al þeirrar friðsömu þjóðar, enda álíka lágur í loftí og Napóleon. (Frode Jakobsen skýrði frá því í Morgunblaðinu á dögun- um að hann hefði stjórnað og borið ábyrgð á aftökum þeim sem frelsissveitir Dana fram- kvæmdu á stríðsárunúm og í stríðslok. Gunnar Gunnarsson gaf það í skyn í Árbók sinni 1945 að hann hefði vart lífi haldið ef hann hefði verið í Danmörku í stríðs’ok. Það v’ar sönn guðs mildi að Gunnar og Frode skyidu ekki hittast fyrr en nú). Þriðji ræðumaðurinn var svo Áki Jakobsson. Þegar Gunnar Gunnarsson gerðist máivinur Hitlers var hann talinn einn óbilgjarnasti kommúnisti á ís- landi. Þegar Frode Jakobsen stofnaði heimavarnarlið sitt Nýlega las, sá er þessar línur ritar, bók nýtútkomna hjá Máli og menningu, eftir rúmenska skáldjð Zakaría Stancu, og heitir bókin í þýð- ingu Halldórs , Stefánssonar Berfætlingar. Höfundur lýsir í bók sinni bændakúguninni í Rúmeníu af þvílíkri nákvæmni, þvílíkum einfaldleik og raun- sæi, að fágætt má teljast. Hann skýrir stóryrðalaust og ] látlaust, hvemig smábænda- stéttin var barin áfram til vinnu hjá gósseigendum, - hvernig svipuhöggin merktu líkami hennar ævilangt, hvera- ig bændur voru drepnir án dóms og laga, ef þeir reyndu að ná þó ekki væri nema rr- litlu broti af rétti frjálsra manna, aðeins til að draga fi’am líf’ð. Hann lýsir, hvernig konur þeirra og ungbörn voru á sama hátt barin til ævi- langra örkumla, ef þau af- köstuðu ekki nógu mikilli vinnu á ökrum jarðeigend- anna. Því bændaalþýðan átti auðvitað ekkert land, enga jörð — og engan rett. Þetta var allt fyrir tíma alþýouhyltingarinnar, á tím- um hins vestræna „lýðræðis" og á tímum höfðingjavalds. Og svo í morgun las ég í Tímanum 3. apríl, prédikun eir.hvers spekings þeirra um Atlanzhafsbandalagið og hin- ar „ófrjálsu þjóðir“, en svo heita á máli blaðsins þjóðir eins og Rúmenar, eftir að þeir brutust undan takmarkalausri kúgun og þrælkun gósseig- endanna. Smábændur þessa bændalands við Dóná hafa víst að dómi hins íslenzka „bændablaðs" misst frelsið, er þeir losnuðu undan þræl- dómsoki stórjarðeigendanna, undan grimmd þeirra og pynd- gegn kommúnistum var hann talinn óbilgjamari kommúnisti en nokkru sinni fyrr. Og ekki sízt þótti óbi’gimi lians koma fram í því hversu takmarka- lausa virðingu hann bar fyrir hernaðarmætfi Sovétríkjanna. Að minnsta kosti er ekki lið- inn óratugur síðan Aki boðaði þá kenningu af miklu kappi að Sovétríkin æt-tu að sehda Rauða herinn vestur yfir Evr- ópu (til átaka við heimavamar- lið Frode Jakobsens) ög binda þannig endi á átökin í heimin- um. Bar Áki sig mjög illa yf- ir því að kenning hans fékk. engar undirtektir meðal ís- lenzkra sósíalista, þótt hitt tæki í hnúkana að sovézkir va’damenn reyhdust algerlega frábitnir þvilíkum leiðbeining- um. Enda fór þá fljótlega svo að Áki Jakobsson leitaði at- hvarfs hjá þeim sem gjarnari eru á að flíka valdi sínu og veifa morðtólum hvenær sem olnbogarúm býðst. Ýmsir myndu að óreyndu hafa talið óhugsa^di að slík þrenning gæti staðið að nokkr- um samtökum, en nú vitum við að sameiginlega heita þeir „Frjáls menning". Einkenni þessa félagsskapar er það að hann er ekki borinn uppi af neinni jákvæðri'stéfnu, engum lífsviðhorfum sem sameini Framhald á 10. síðu. ingum, undan hinni vonlausu drepandi örbirgð. Síðan hinni frjóu akurj"rð landsins var skipt milli þeirra, heita þeir i dálkum bændablaðsins ís- lenzka ófrjálsir. Þeir og aðrar þ.jóðir Austur-Evrópu sem vildu ekki lifa undir óafmáan- legum merkjum sv'punnar, sem ekki vildu kjósa hörnum sínum ævilangar þjáningar hungurs og misþvrminga, sem fundu að þeir áttu kröfu til að fá að lifa, þéir falla allir undir þá skilgreiningu hins íslenzka bændablaðs, að þeir séu meðal hinna ófrjálsu þjóða heimsins. Eg vildi að Mál og menning gæti sent hverjum íslenzkum bónda bók Staneu. Hún er hollur lestur ölíum þeim, sem, reynt er að blekkja, forheimska og vílla. Hún lýs- ir lífi alþýðu, sem auðvalds- blöðin kalla „frjálsar þjóðir“. Hún bregður birtu á það „frelsi“, sem Tímanum finnst til mikillar fyrirmvndar, og er tekinn að hælast um — ekki síður en Morgunblaðið, að ekki skuli fleiri þjóðir hafa misst það dásamlega „frelsi", sem rúmensk bænda- alþýða átti við að búa, á.samt svo fjölmörgum öðrum þjóð- um heims. Og hvílika ham- ingju þakka þeir kumpánar Atl anzhaf sbandala ginu. Það er engum furðuefni, þó Morgunblaðið og braskarar og landss"lumenn hafi þessi sjónarmið. Af þvílíkum er tæplega annars von. En að fulltrúar bændastéttarinnar, eins og Framsókn vill láta kalla sig, skuli hælast um yf- ir viðhaldi hungurs og kúgun- ar í heiminum, það er nöpur tilhugsun. ' Bónðasonur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.