Þjóðviljinn - 17.05.1958, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.05.1958, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 17. maí 1958 ★ I dag er laugardagurinn 17. niaí — Bruno — 137. dagur ársins — Tungl í hásuðri ki. 12.28 — Árdegisháfiæði kl. 5.35 — Síðdegisháflæði kl. 17.52. 12.50 Óskalög sjúklinga. 14.00 Laugardagslögin. 19.00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálss.) 19.30 Samsöngur: Van VVood kvartettinn syngur og ieikur (plötur). 20.30 Tón'eikar: Norska dægur- lagasöngkonan Nora Brockstedt syngur; Al- ferd Jansen leikur undir á píanó, Sigurbjörn Ing- þcrsson á knotrabassa og Guðjón Ingi Sigurðsson á trommur. Jansen leikur einnig einleik á píanó. 21.00 Leikrit: ,,Æskuvinur“ eftir Edmon Sée, í þýð- ingu Emils H. Evjólfsson- ar (áður útv. 17. nóv. 1956). — Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leikend- ur: Þorsteinn Ö. Steph- ensen, Rúrik Haraldsson/ Regína Þórðardóttir, Bessi Biarnason og Lár- us Páisson. 22 10 Dansiög (plötur). 24.00 Dagskrárlok. V Á/i i s L E G T MIJMÐ mæðradaeinn á morgun. Kaup- ið mæðrablómin. Næturvar/Ja er í Ingólfs Apóteki, sími 11330 Slvaavarðstofan í Heilsuverndarstöðinni er op- in allan sólarhringinn. Lækna- vörður L.R. fvrir vitjanir er á sama stað frá kl. 18—8, sími 1- 50 30. Mænusóttarbólusetning í Hellsuverndarstöðinni Opið aðeins: Þriðiudaga kl. 4— 7 e.h. oe laugardaga kl. 9—10 fyrir hádegi. Næturvarzla er í Vestnrbæjarapóteki, sími 2- 22-90. Prentarinn Út eru komin 8.—10. og 11.— 12. tbl. 35. árgangs Prentarans, biaðs Hins íslenzka prentara- félags. Fyrra blaðið er ein- vörðurfgu helgað minningu Magnúsar H. Jónssonar, fyrrv. ■formanns prentarafélagsins, og flytur það kveðjuorð eftir þessa menn: Arngrím Ólafsson, Árna Guðlaugsson, Björn Jóns- son, Ellert Ág. Magnússon, Magnús Ástmarsson, Stefán Ögmundsson og Þorstein Hall- dórsson. — Aðalefni síðara b'aðsins er ýtarleg skýrsla um störf félagsins á liðnu ári, en auk þess flytur það minning- argrein um Vi'hjálm Sveins- son prentara eftír S.O. og af- mælisgrein um Kristián Á. Ág- ústsson prentara eftir Pétur StefáKsson. Sýningarsalurinn við Hverfis- götu Fyrsta kynningarrit sýning- arsálarins kom út í sambandi við ársafmæli salarins 28. apr- íl sl. Er það sex stórar síður og um helmingur þess mynd- ir. Annað efni er: SýningataJ salarins, en 24 sýningar voru haldnar á árinu. I>á er grein- in Þróun og bylting í evr- | ópskri myndlist eftir Gunn- í ar S. Magnússon. Oddur Ólafs- son skrifar um keramik og Valtýr Pétursson um Sýning- arsalinn. Kynningarritið er selt í láusasölu ,á 10 kr' í saln- um. Fimmtug er í dag Þórdís Einarsdóttir húsfrú á Eskifirði. Hún flutt- ist tveggja ára frá Vopnafirði til Eskifjarðar með foreldrum sínum Guðnýu Benediktsdóttur og Einari Pálssyni sem bæði voru Skaftfellingar og er yngst margra sy.stkina. Hún er gift Páli Guðnasyni frá Vöðlum við Reyðarfjörð og eiga þau 5 börn nærri öll uppkomin. Sölubörn Mæðrablómin verða afhent frá kl. 9 í fyrramálið í öllum barnaskólum bæjarins, í skrif- stofum Mæðrastyrksnefndar á Laufásvegi 3 og í barnaskólum Kópavogs. Minningarsjóður Sigríðar Hall- dórsdóttur. Systurnar í Góðtemplararegl- unni eru vinsamlegast beðnar um að koma kökum og öðru brauði vegna kaffisölu Sigríð- arsjóðsins í Góðtemplarahúsið kl. 10—12 f.h. á morgun, sunnudag. Kvenréttindafélag íslands Fundi félagsins, sem átti að vera 20. maí, er frestað til miðvikudagsins 28. þ.m. vegna útvarpsumræðna, MUNIÐ mæðradaginn á morgun. Kaupið FLUGIÐ Loftleiðir h.f. Saga kom til Reykjavíkur kl. 8 í morgun frá New York. Fór til Osló, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 9.30. Edda er væntanleg til Reykjavikur kl. 19.30 í dag frá Kaupmannahöfn. Gautaborg og Stafangri. Fer til New York kl. 21. SKIPIN Skipadeild SÍS Hvassafell fór 13. þ.m. frá Ventspils áleiðis til Austfjarða- hafna. Arnarfell fór framhjá Kaupmannahöfn í gær á leið til Rauma. Jökulfell fór frá Riga 15. þ.m. áleiðis til íslands. Dís- arfell fór frá Riga 13. þ.m. á- leiðis til Norðurlandshafna. Litlafell er á Akureyjd. Helga- fell er væntanlegt til Riga í dag. Hamrafell fór um Gíbralt- ar 15. þ.m. á leið til Reykja- víkur. H.f. Eimskipafélag Islands Dettifoss er í Reykjavík. Fjail- foss er í Hamborg, fer þaðan til Hamina. Goðafoss er i New York. Gullfoss fer frá Reykja- vík í dag kl. 12 á hádegi til Thorshavn, Leith og Kaup- mannahafnar. Lagarfoss fór frá Keflaví.k 14. þ.m. til Hald- en, Vismar, Gdynia og Kaup- mannahafnar. Reykjafoss fór frá Hamborg í gær til Reykja- víkur. Tröllafoss fór frá Reykjavík 15. þ.m. til New York. Tungufoss fer frá Akur- eyri í kv.öld til Ólafsfjarðar, Húsavíkur, Isafjarðar, Þingeyr- ar óg Reykjavíkur. M E S S U R Á M O R G U N : Laugameskirkja. Messa kí. 2 e.h. Aðalsafnaðarfundur í kirkjunni að guðþjónustunni lokinni. — Séra Garðar Sváv- arsson. Dómkirkjan. Messa kl. 11 árd. Séra Jón Auðuns. Engin síð- degismessa. Háteigsprestakall. Messa í Há- tíðasal sjómannaskólans kl. 2 e.h. — Séra Jón Þorvarðar- son, Fríkirkjan. Messa kl. 2. — Séra Þorsteinn Bjömsson. Forsætisráðherra Finnlands gistir ísland Forsætisráðherra Finnlands, Kuuskoski, kemur hingað ásamt konu sinni árdegis með flugvél Loftleiða frá New York. Forsæt- isráðherrann mun dvelja hér fram á sunnudag að hann held- ur áleiðis heirn með Loftleiðum til Osló. Tveir harðir bif- reiðaárekstrar Aðfaranótt fimmtudagsins um kl. 1 varð allharður bifreiða- árekstur á mótum Hverfisgötu og Barónsstígs. Voru það fólksbif- reið og vörubifreið, er rákust saman með þeim afleiðingum að fólksbifreiðin valt. Ekki varð neitt alvarlegt slys á mönnum, en bifreiðirnar skemmdust nokk- uð. Um sama leyti varð annar á- rekstur á mótum Holtavegar og Suðurlandsbrautar, einnig á milli fólksbifreiðar og vörubifreiðar, og kviknaði í vörubifreiðinni. Meiðsli urðu ekki teljandi á mönnum en bifreiðirnar skemmdust allmikið. R I K K A Mæðradagurine á morgun Mæöradagur/nn er á morgun, en þá safna konm’ fé til starfsemi mæóraheimilisins aö Hlaögeröarstööum. Þar dvöldu í fyrra 25 mæður og 33 börn um tveggja •mánaöa skeiö. Það var mikið átak sem mæðrastyrksnefnd gerði til að koma • Hlaðgerðarkotsheimilinu upp. Enn er þar margt á frum- býlingsstigi að vonum, enn vant- ar fé fyrir meiri og betri hús- búnaði og til að fullgera úti og inni. Aðeins það að koma lóðinni í lag kostar mikið fé, en nauð- synlegt er a.m.k. að koma þar upp einhverjum leikveili og leik- tækjum. Mæðrablómið verður selt á götunum á morgun. Verður það afhent til sölubarna í öllum bamaskólum Reykjavíkur og Kópavogi og í skrifstofu Mæðra- styrksnefndar Laufásvegi 3. Blómaverzlanir verða einnig opn- ar til hádegis á morgun, en 15% af andvirði seldra bióma. þá i-enna til starfsenii mæðrastyrks- nefndar. í fyrra voru 25 fátækar, ein- stæðar og þreyttar mæður 2 mánuði á Hlaðgerðarkoti, konur sem ella hefðu ekki átt kost hvíldar. í sumar er ætlunin að heimilið starfi í 3 mánuði. En til að svo megi verða þurfa menn að bregðast vel vð þegar þeim verður boðið mæðrablóm- ið. Það hafa Reykvíkingar áður gert, og svo mun og verað nú. Ölluitft brögðnm beitt Framhald af 1. síðu. sínum, James Morris, sem stadd- -ur er hér á landi og segir hann m.a.: „Langur tími er nú liðinn síð- an íslendingar hófu áróður fyr- ir stækkun landhelginnar, en til þessa hefur ekkert gerzt. Satt er það, .að þótt loftið sé efnafræði- lega tandurhreint, er það meng- að sögum og gagn-sögum og tjá- ir sú nýjasta, að þegar utanrík- isróðherrann kom af fundi Atl- anzhafsbandalagsins í Danmörku hafi hann haft með sér þær fréttir að Dulles hafi, þrátt fyrir allt, stutt sjónarmið Breta og lýst yfir þeirri afstöðu sinni, að einhliða stækkun íslenzku fisk- veiðitakmarkanna væri ekki æskileg ráðstöfun“. Fréttamaðurinn heldur áfram: „Það má vera að stjómin lýsi hreínlega yfir eignarhaldi á 8 mílum í viðbót; hún kann að slaka til og lýsa yfir 6 mílna landhelgi, eða húri kann að taka á sig þá áhættu að hefja samn- inga við þær ríkisstjómir sem hlut eiga að rnáli — en af þeim éru sú brezka, vesturþýzka og franska harðvítugastar". Hætti Guðmundur við yfirlýsinguna? Daginn áður minntist Sunday Times á framkomu Guðmundar í. Guðmundssonar á Atlanzhafs- fundinum í Kaupmannahöfn: „Eftir að Selwyn Lloyd hafði með naumindum forðað opinská- um átökum milli Bretlands og fslands á fundi utanríkisráð- herra Atlanzhafsríkjanna í Kaup- mannahöfn í síðustu viku, er. hann nú að íhuga nýjar leiðir til lausnar þessari deilu. Mér skilst að islenzki utanríkisráð- herrann, Guðmundur f. Guð- mundsson, hafi upphaflega ætlað sér að lýsa fomúega yfir í lok Atlanzhafsbandalags-ráðstefnunn- ar ásetningi lands síns um að stækka fiskveiðitakmörkin úr 4 mílum í 12. Með harðvítugu baktjaldamakki tókst brezku sendinefndinni að þröngva Guð- mundi til að hætta við þessa yfirlýsingu. Stjómir Bandaríkj- anna og Vesturþýzkalands tóku mjög virkan þátt í þessum að- gerðum". Síðan segir blaðið að nú verði brezka stjómin að hafa hraðan á, því „Albýðubandalag- ið undir stjóm kommúnista knýí stöðugt á ríkisstjórnina um að grípa til einhliða aðgerða“. Brezk herskip til íslands Blöðin geta þess að Bretar hafi nýlega sent til íslands her- skip, sem sérstaklega hefur það verkefni að annast um fiski- skipin, H. M. S. Hound, og seg- ir The Daily Thelegraph að litið sé á það sem hótun við ísland. íhaldsmaðurinn Patrick Wall spurði um það á þingi í s.l. viku hvað gert yrði til þess að ti-yggja hagsmuni brezkra togara ef ein- hver þjóð stækkaði landhelgi sína einhliða, en fulltrúi flota- málaráðuneytisins R. A. Allan svaraði með því að vísa til þess að þetta skip hefði nú verið sent til íslands og hægt yrði að senda tvö önnur með stuttum fyrir- vara. Um leið og Jóhanna birtist í klefa þelrra félaga sáu þeir að hún var ekki komin I neinu góðu skyni. Frank horfði hvasst á hana og spurði: „Hvað á þetta að þýða?" En hún Ieit aðeins kuldalega á þá og skipaði hranalega: „Úpp á þilfar.“ Við hliðina á skútunni lá vél- báturinn Orion. Jóhanna skip- aði þeim félögum að stíga um borð og þeir skildu að sérhver mótþrói var tilgangskuis. Hún myndi skjóta þá eins og hunda án þess að hika andar- tak.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.