Þjóðviljinn - 05.06.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.06.1958, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 5. júní 1958 — ÞJÖÐVILJINN — (9 Svíar hafa mikla mögu- leika í HM-keppnínni — segir hinn enski þjálfari þeirra, George Raynor. Það þóttí á sínum tíma í mikið láðizt hjá Svíum, þegar þeir tóku að sér að sjá um framkvæmd "Jokakeppnmnar í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu. Þótti hæpið að þeir gætu hafa svo marga velli til sem nauðsynlegt var og haft þá í því standi sem FIFA gerði kröfu til. Var jafnvel um það rætt að þeir yrðu að flyja með eitthvað af þeim til ná- grannalandanna og voru þá vell- irnir í Kaupmannahöfn og Oslo helzt til umræðu. Það hefur komið á daginn að þeir voru fyllilega færir um að undirbúa þetta og í því sam- bandi hafa þeir leyst af hendi þrekvirki, og ekki lítur út fyrir snnað en að allt verði tilbúið í tæka tíð, 8. júní. „Eg geri ráð fyrir að það verði e'kki sama hjá okkur og var hj'á þeim í Rid de Janero 1950, áð þegar fyrstu leikirnir byrja yerði tnenn enn' að vinna við vellina," sagði aðalmaður undirbúnings- nefndarinnar, Holger Bergerus, irýlega í blaðaviðtali, og á þeim stöðum sem mest hefur verið að gert eins og á völlunum í Gauta- 'borg, Malmö og Rásunda, fullyrti hann að allt yrði tilbúið. Ber'gerus byrjaði að undirbúa <og skipuleggja mót þetta fyrir f jórum árum og hann viðurkenn- iT í viðtalinu að það hafi verið Jþað erfiðasta verk sem hann hafi hingað til tekið að sér. Hann sagði að þaS hefðu verið mörg -vandamál og erfiðleikar er þurft hefði að leysa, en það erfiðasta ibefði verið að fá yfirvöldin í Gautaborg og Malmö til að sam- þykkja stækkanirnar á völlunum þar. Nýi völlurinn í Gautaborg kost- ar um 25 milljónir sænskra kr., og í Malmö þurfti að nota um 8 milljónir. Völlurinn í Gauta- liorg rúmar um 51 þús. en í Malmö um 35 þús. áhorfendur. . ' Það hefur einnig verið erfitt að koma öllum fyrir sem sækja ætla mótið. Bergerus segist hafa notið reynslunnar sem hann fékk við framkvæmd HM í knattspyrnu ¦i. Rio de Janero og 1954 í Sviss. Hann sagðist hafa fylgzt með á 'báðum stöðunum, og tekið með sér heim það bezta í báðum lönd- imum og byggt framkvæmdir sín ar á þeirri reynslu. Möguleikar Svía í HM Svíar hafa heldur ekki slegið s'Jöku við hina íþróttalegu hlið 'keppni þessarar. Þeir hafa hjá sér enskan þjálfara sem heitir George Reynor, og er ekki nýr af nálinriT Hann hefur verið þar mörg undanfarin ár og fór frá þeim í hitteðfyrra, en hann kom svo til þeirra aftur þegar að jþví kom að undirbúa lið þeirra undir lokaþáttinn í HM. Hann er frá Yorkshire í Englandi og talar prýðilega sænsku. ¦ Reynor hefur nýlega átt blaða- viðtal um útlitið og segir hann þar m. a. „Eg afskrifa ekki þann mögu- leika að Svíþjóð geti orðið heims- raeistari. Eg er illa svikinn ef Svíar koma ekki meðal 10 beztu þjóða í knattspyrnu. Hann minn- ír á það að Svíþjóð hafi unnið gullverðlaun í London 1948 og að Svíar hafi orðið no. 3 í HM i Brasilíu 1950 og komizt í annað sæti í OLí Helsingfors, 1952. Siðan 1949 hefur Svíþjóð misst 42 af beztu leikmönnum sínum til atvinnumannaliða í ítalíu og víðar, og bendir hann á það gífur- lega uppbyggingarstarf sem hef- ur átt sér stað í Svíþjóð á þessum árum, . að fá stöðugt- sterkt og kröftugt landslið og að fylla strax í eyðurnar. þegar „stjörnurnar" hafa farið fyi-irvaralaust. Þurfum að fá atvinnumennina. Það var fljótt skoðun Raynors að Svíar þyrftu að fá nokkra af atvinnumönnunum sem farið hafa að heiman. Þannig skipað og með þeim sigurvilja sem þeir búi yfir eigi sænska liðið að geta staðizt samjöfnuð við hvaða lið sem er. leyti lakara fyrir þá. En Raynor er bjartsýnn. Kaynor spáir: Í blaðaviðtali gerir Raynor sér það til gamans 'að segja til um styrk liða og setja fram nokkra spádóma í sarhbahdi við leikina: Sovétríkin: Eiga sterkt lið, sem hefur það fram yfir Svíþjóð að hafa unnið í þau tvö skipti sem þau lönd hafa leikið saman með miklum mun. England: England kemur sterktt þrátt fyrir flugslysið við Munch- en þar sem nokkrir af beztu mönnum þeirra fórust. Ungverjaland: Lið með mikla leikni s'em hefur möguleika. Brasilía: Frábærir einstakling- ar — en skapgerð þeirra gerir þá oft taugaslappa fyrir þýðingar- mikla leiki. Það getur haft úr- slitaþýðingu hvernig þeir kunna við sig í Svíþjóð. Argentína: Ekki nógu tilbreyt- Þeir sem eru heima óg korria J ingasamir í leik sínum. Skora til með að vera i liðinu hafa æft yfirleitt mörk hjá mótherjum Skemnitiíegur leikur KR og FH í Haf narfirði C7 í sambandi við 50 ára afmæli Hafnarfjarðar og hátíðahöldin þar var handknattleiknum ekki gleymt, enda hafa Hafnfirðingar ekki sizt látið að sér kveða í handknattleik. Það var Hafnfirð- ingum mikill heiður og kærkom- ið að það var einmitt KR, sem - nú er íslandsmeistari í hand- knattleik, sem keppti við 'FH, en þeir hafa vérið harðastir keþpi- nautar um nokkurt skeið. í Há- logalandi hafa aðeins hundruð Hafnfirðinga getað séð þessi á- gætu" ííð saman, en þarna var tækifæri fyrir bæjarbúa að horfa á sinrt ' sigursæla ¦ fIokk leika vlði hina ágætu meistara. Og Hafnfirðingar létu ekki á sér s.tanda, því að víst er að nokkur þúsund voru samankomin til þess að horfa á leikinn, og þeir urðu ekki fyrir neinum vonbrigðum. í fyrsta lagi fóru leikar þannig að FHvann, þó ekki með nerna tveggja marka mun eða 16:14. I öðru lagi varleikurinn mjög góð- ur og. skemmtilegur frá upphafi til enda. Fyrri hálfleikur endaðí 6:4. Hafnfirðingar náðu ágætum hröðum áhlaupum, en KR-inga.r léku mjög öruggt óg fengu trufl- að hraða FH eins og mörkin sýna. KR getur líka þakkað Guðjóni í markinu að ekki fór verr, því að hann varði með þeim ágætum að fádæmi eru. Markmenn Hafnfirð- inga, Hjalti og Kristófer, vörðu einnig mjög vel, því að KR-ingar áttu mörg verulega góð skot. Þeg- ar komið var nokkuð úti í síðarí hálfleik höfðu FH-menn 7 mörk yfir, en KR-ingar voru engin lömb að leika sér við og svo fór að síðari hálfleikurinn varð jafn- tefli 10:10. Bezti maður KR-inga, auk Guðjóns, var Reynir sem átti mjog góðan leik. í liði Hafnfirð- inga náði Hörður alveg sérlega góðum leik, og einnig voru þeir Birgir, Ragnar og. Einar góðir. Hannes Sigurðsson dæmdi leik- inn og gerði það mjög vel. Sem sagt þessi leikur setti.svip á hátíðahöldin í Hafnarfirði. Þess má geta hér að í sambandi ' við hátíðahöldin í Hafnarfirði var komið upp sögusýningu um þróun bæjarins og getið þar félaga sem þar hafa sett svip á bæinn. Það þótti þó vanta að nafn Fimleika- félags Hafnarfjarðar skyldi ekki fyrirfinnast þar, og kom all illa við hina mörgu FH-inga sem unn- ið hafa gott starf í því félagi, og það félag hefur verið þar í hart- nær 30 ár. HxV. Eldvamarfræðsla 1. dagur: Frá vinstri: Xore Jonsson í stjóm sænska knattspyrnusain- bandsins, Ake Johansson fyrirliði Ianðsliðsins, Gunnar Gren „knattspyrnuprófessorinn" og flokkstjóri liðsins Nalle Halldén. vel, hlaupið í djúpum snjó, tekið þátt í sérstökum æfingum og æf- ingaleikurinn við Internazionale lofaði góðu, 3:3. Endanlega hefur .lið Svianna ekki verið valið en 22 menn hafa verið valdir til að vera fulltrúar landsins í keppni þessari. Sviar þurftu ekki að reyna sig við aðrar þjóðir til þess að komast í loka- keppnina og er það að mörgu sínum, vegna mistaka þeirra. Vestur-Þýzkaland: Lið sem býr sig undir hraSa og gegnumbrot. Hættulegt lið. Raynor spáir því að þessi lið komist í gegnum fyrstu lotu: Argentína, Vestur-Þýzkaland, Júgóslavía, Skotland, Svíþjóð, Ungverjaland, Sovétríkin og England. Framhald á 11. siði' Önnur deild: Víkingur vann Reyni 4:2 t_^ Liff Víkings: Valur Tryggvason, Gunnar Að- alsteinsson, Stefán Skaptason, Andrés Bergmann, Pétur Bjarna- son, Björn Kristjánsson, Bragi Björnsson, Jóhann Gunnlaugsson, Jón Stefánsson, Bergsteinn Páls- son, Óli Björn Kærnested. Lið Reynis: Hafsteinn Júlíusson, Sigurður Guðmundsson, Bjarni Sigurðsson, Vilhjálmur Ólafsson, Magnús Gíslason, Henrik Jóhannsson, Þórður Svavarsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Hörður Jóhanns- son, Eyjólfur Gislason og Gott- skálk Ólafsson. Dómari var Sigurður Ólafsson. Annar leikur annarrar deildar fór fram á iþrójltavelíinum á þriðjudagskvöld og kepptu þá Víkingar og Reynir, Sandgerði. Til að byrja með var leikurinn nokkuð jafn og voru Reynismenn' þó heldur ágengari. Þó voru það Víkingar sem skoruðu fyrst; var það hörkuskot og óverjandi fyr- ir markmann. Leikur Reynis- manna einkenndist um of af löng- um spyrnum og háum, en þeir voru frískir og fljótir. Víkingur náði heldur meiri samleik og leikmenn hans voru heldur leikn- ari og gerði það ef til vill gæfu- muninn. í hálfleik stóðu leikar 2:1 fyrir Víking, en Reynismenn skoruðu strax í byrjun síðari hálfleiks með ágætu skoti. í síðari hálfleik færðist nokkur harka og þrjózka í leikinn og varð hann fremur leiðinlegur á að horfa er á leið. Reynir missti markmann sinn útaf eftir að hann hafði fengið höfuðhögg og varð að bera hann útaf. Var það eftir hornspyrnu. Nokkru síðar fá Vík- ingar aftur horn og varð mark lúr því. Kyndiklefar og kyndifœld Reynslan er sú, að yfir 16% elds- og reyktjóna verða út frá olíukynditækjum. Þetta er stað- reynd, sém er umhugsunarverð, því 16% brunatjóna er stór upp- hæð árlega, sem landsmenn greiða í iðgjöldum sínum. ,Ep hvað þýðir að fást um það? Er það ekki óhjákvæmilegt, að eld- hætta fylgi eldstæðum? kunna menn að hugsa. Jú, — að vísu. Og það sem meira er, og allir þurfa að gera sér Ijóst, að þessi .eldhætta er enn mikil, þrátt fyrir nýjustu öryggistæki, s. s. sjálf- virka loka á olíurörum o. fl., það hefur reynsla tryggingarfé- Iaganna sýnt ótvírætt undanfarið. Það er orsök flestra meiri háttar brunatjóna af þessum sökum, að eingöngu er treyst á örj'ggisút- búnað og sjálfvirkni kynditækj- anna eða athygli og nákvæmni gæzlumanna (á vinnustöðum). En augnablikstruflanir á brennslu eða loftrás, smávægileg bilun á kynditækjunum eða eftir- tektarleysi eða fjarvera gæzlu-7 manns svolitla stund eru atriði,' sem ekki er hægt að útiloka. En við þessu er hægt að gera og j reyndar mjög auðvelt, og það er að búa svo um hnútana, að þessi smáóhöpp verði aldrei annað en smáóhöpp, þ. e. a. s.: aff einangra hættuna við kynditækin sjálf. — Það er helzt gert á þennan veg: 1) í kyndiklefum þarf umbím- aður að vera þannig-, að auk fá- anlegra öryggistækja á kyndi- tækin sé klefiira al-eldvarinn að innan, þ. e. að sé haim ekki lir steini skal klæða virneti og múr- húða vandlega veggi, loft og gólf og1 lætíff skulu dyrakarmar og hurð klædd blikki að innan. — Gleymiff ekkí dyrakarminum og gætið þess vel, a8 múrhúffun'in taki algerleffa fyrir allar ranfar meðfram rörum frá klefanum. 2) í verksmiðjum og verkstæff- um, þar sem ekki er hægt að koma því viff aff hafa kynditækin í sérstökum klefa, þarf allt timb- ur og önnur eldnæm efni í 'veggj- um og lofti nálægt kynditækjun- um aff vera klædd vírneti og múr- húðuff vandlega. Múrhúffun í lofti þarf aff ná talsvert út fyrir kynditækin, a. m. k. 1 m á hyern veg. — Járnhlutar, sem viff smá- óhöpp geta hitnaff mikiff, s. s. reykrör, þurrkarar, „cyklonar" (í mjölverksmiðjum) effa járnreyk- háfar ættu hvergi aff koma nær timburhlutum effa klæðingu en 30—40 cm. — Mikið öryggi er aff hafa niffurfall i gólfi, sem næst olíukynditækjunum. Sjómanna- dagurinn Framhald af 3. síðu Guðjón Loftsson 11 m. 04 sek. í reipdrætti báru starfsstúlk- ur frá 'frystihúsi ísfirðings 'h.f. sigur af starfsstúlkum frá Is- húsfélagi ísfirðinga h.f. 1 reipdrætti sjómanna sigruðu skipverjar á vélbátum skip- verja á Sólborgu. í knattspyrnu báru landmenn á vélbátum sig- ur af sjómönnum á vélbátum. Kvöldskemmtun var í Al- þýðuhúsinu. Þar voru verðlaun aifhent, Guðmundur Guðmunds- son, hafnsögum. flutti ræðu og á íþráttavellinum. Stjórnandi fjölmargt var þar til skemmt- unar. Dansað var í þremur sam'komuhúsum. Lúðrasveit lék á útiskemmt- unum, bæð; hjá báthöfninni og Harry Herlufsen. Veður var hið fegursta allan daginn. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.