Þjóðviljinn - 09.07.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.07.1958, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 9. júlí 1958 ! Þióðviliinn Útftefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn. — Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundssön. — Préttaritstjóri: Jón Biarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfásson, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Olafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V. i Príðb.iófsson. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Símí: 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 30 á mán. í Reykjavik og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaðar. — Lausasöluverð kr. 2.00. — Prentsmiðja Þjóðviljans. L____________________________________ Víli til varnaðar 4 Iþýðublaðið birtir í gærfor- ustugrein um verkalýðsmál og ræðir þar m.a. hvers vegna smáverkföll séu tíðari hér en í nágrannalöndunum ogminna öryggi í samningsmálum. Bendir hlaðið á að efnahags- kerfið sé hér lausara í reip- nnum en í flestum nágranna- löndunum og þess vegna telji verkalýðshreyfingin óhjá- kvæmilegt að geta lagt til bar- áttu með lágmarksfyrirvara, ef á þarf að halda. Síðan held- ur Alþýðublaðið áfram: „Enn- fremur ber að minnast sundr- ungarinnar í röðum verka- lýðshreyfingarinnar, þegar mál eins og þetta komast á dagskrá. Alþýðusamhand ís- lands or illa til forustu fallið eins og sakir standa. Deil- urnar um heildarsamtök verklýðshrej’fingarinnar veikja hana innanfrá og gera hana jafnframt áhrifaminni út á við en vera þyrfti. Kommún- istum hefur mistekizt að móta farsæla stefnu, sem öll verklýðsfélögin sameinist um og telji sér og samfélaginu til heilla" o. s. frv. Gegn þessari lýsingu teflir AI- þýðublaðið svo Alþýðuflokkn- um sem „hefur jafnan gert sér þessar staðreyndir Ijósar. Hann berst fyrir auknu ör- yggi í efnahagsmálunum og vill hlutast til um aukinn styrk og ríkara áhrifavald verklýðshreyfingarinnar inn á við og út á við“. Öryggis- leysi í samningamálum staf- ar þannig af áhyrgðarleysi kommúnista, og myndi allt líta öðru vísi út ef ábyrgð- artilfinning Alþýðuflokksins kæmist í fyrirrúm. 17n hvað segir reynslan um þessar kenningar; tökum til dæmis Sjómannafélag Reykjavíkur. Það er eina verklýðsfélagið á Islandi sem hefur hafið verkfall út af hinum nýju efnahagslögum, sem Alþýðuflokkurinn beitti sér fyrir við hlið Framsókn- ar. Önnur félög telja að vísu þessi l"g mjög hættuleg sér og hagsmunum sínum, en þau hafa viljað undirbúa aðgerð- ir sínar vel og af sem mestri ábyrgðartilfinningu. Félögin í Reykjavík og Hafnárfirði -efndu til ráðstefnu um þessi mál í vor — og þar mættu fulltrúar frá þeim öllum nema Sjómannafélagi Reykjavíkur. Stjóm þess félags taldi sig -ekkert hafa við önnur félög að tala, heldur hóf hún verk- fallsaðgerðir ein. ó hefði stjórn Sjómannafé- lags Reykjavíkur átt að gæta að sér öllum öðrum fremur. Farskipin hafa nu verið stöðvuð ár eftir ár af æinum starfshópnum eftir ann- an, oft fámennum hópum manna, og stundum hópum sem hafa haft býsna góðar tekjur í samanburði við verka- fólk almennt. Þessar stöðvan- ir æ ofan í æ hafa að von- um vakið mikla athygli og umræður, og andstæðingar verklýðshreyfingarinnar hafa notað þær sérstaklega til þess að bera fram kröfur um að réttur verklýðshreyfingarinn- ar yrði skertur og löggjöf sett sem torveldaði kjarabar- áttu launþegasamtakanna. Og stjórn , Sjómannafélags Reykjavíkur hefði ekki að- eins átt að gá að sér af þess- ari ástæðu. Verkfallsvopninu verður æfinlega að beita af ábyrgðartilfinningu og gætni. Verkfall á farskipaflotanum bitnar ekki aðeins á atvinnu- rekendum — sumir þeirra gráta það t. d. þurrum tár- um þótt farskipin stöðvist, eins og framkvæmdastjóri skipadeildar S.Í.S. Stöðvun farskipaflotans getur leitt al- varlegt tjón yfir þjóðarheild- ina, tjón sem magnar efna- hagsörðugleikana og veldur verulegri kjaraskerðingu. Og stöðvun farskipaflotans veld- ur verklýðshreyfingunni sjálfri miklu tjóni, t. d. bitn- ar það einna fyrst og alvar- Iegast á hafnarverkamönnum í Reykjavík, sem hafa þó mun lakari kjör en farmenn. Ein- mitt af þessum ástæðum bar stjórn Sjómannafélags R- víkur sérstaklega að hafa samráð við verklýðshreyfing- una í heild og freista þess af alefli að ná kröfum sínum fram án þess að til stórfelldra og-hættulegra átaka þyrfti að koma. Hvað skyldi verða sagt ef „kommúnistar“ — til að mynda í Dagshrún — leyfðu sér að beita verkfallsvopninu á hliðstæðan hátt og gert er af stjóm Sjómannafélags R- vikur, og létu starfshópa hjá sér stöðva sömu verkin til skiptis æ ofan í æ og ár eftir ár? Og hvað ura hina „ábyrgu forustu ?“ Það var borin fram sáttatillaga i farmanna- deilunni. Stjórn Sjómannafé- lags Reykjavíkur og samn- inganefnd mæltu einróma með þeirri tillögu — en þá kom í ljós að stjórnin naut engrar tiltrúar hjá félagsmönnum. Þeir felldu tillögu þá sem stjómin mælti hvað eindregn- ast með, og síðan hafa at- vinnurekendur sagt að for- ustumenn Sjómannafélagsins séu auðsjáanlega ekki við- ræðuhæfir; það sé ekkert hald í orðum þeirra og gerðum. Sáttatillagan var felld með aðeins sex atkvæða mun — þannig að mátt hefði ætla að lausn væri á næstu grösum — en síðan virðist stjórn Sjó- mannafélagsins engin ráð hafa séð til að tryggja þeirri lausn framgang, sem hún taldi þó rétta og góða, og málið hefur komizt í sjálf- < Sl/iílpnl ir nnrlir 1 íWpítIii vprnál Her °9 lö^la kom á vettvan9 i Oliiuciliai UIIUII lU«,ICglUVCIIIU. stórum stíl til þess að vernda sextán ára gamlan negrapilt, Ernest Green, pegar hann lauk stúdentsprófi í menntaskól- anum í bandaríska. bœnum alrœmda, Little Rock, en hvítir menn œtluðu að gera tilraun til að neita honum um aðgang að skólaslitahátíðinni. Bréflatur utanríkisráðherra íslendingar hafa orð á sér fyrir það að vera tregir til að svara bréfum, og hefur sú hegðun þeirra ekki þótt til fyrirmyndar. Þó munu fáir menn vera jafn bréflatir og sá íslendingur, sem falið hefur verið að standa í einna mik- ilvægustum bréfaskiptum, Guð- mundur í. Guðmundsson utan- ríkisráðherra. Síðustu mánuð- ina hefur hann fengið nokkur mjög mikilvæg bréf og orð- sendingar frá erlendum aðil- um: bréf frá brezku stjóminni þar sem stækkun fiskveiðiland- helginnar var mótmælt og haft í hinum ferlegustu hótunum við íslendinga, bréf frá vestur- þýzku stjóminni þar sem land- helgi íslendinga var mótmælt, bréf frá frönsku stjórninni þar sem landhelginni var mótmælt, orðsendingu frá dönsku stjóm- inni þar sem borin var fram tillaga um ráðstefnu í sam- bandi við landhelgismálið og orðsendingu frá ambassador Sovétríkjanna, þar sem lýst var viðurkenningu á 12 mílna fiskveiðilandhelgi umhverfis ís- land. Enn hefur Guðmundur f. Guðmundsson ekki svarað einu einasta þessara bréfa og skila-r boða, að því er vitað er; og að því er varðar orðsendingu dönsku stjómarinnar hefur því heldu. annig eru staðreyndimar og Alþýðuflokkurinn ætti sem minnst að tala um for- ustu sína. Stjórn lians á Sjó- mannafélagi Reykjavikur er víti til varnaðar, hættulegt verklýðshreyfingunni og þjóð- inni allri. Leiðin til að styrkja verklýðshreyfinguna og auka áhrifavald hennar er að víkja ævintýramönnunum í hægri klíku Alþýðuflokksins til hlið- ar, þeim mönnum eem reyna að sundra einu félaginu af öðru með aðstoð atvinnurek- enda og hegða sér eins og birtist í farmannadeilunni, þar sem þeir hafa völdin. margsinnis verið : lýsf yfir í dönskum blöðum að ekkert svar hafi komið írá íslandi um það mái. Utanríkisráðherra ís- lands er þannig éinstaklega bréflatur maður. , Þetta er þeim mun furðu- iegra serii svo var kömizt að orði í samkomulagi því sem s^tjórnarflokkaiYur ' gerðu uim. landhelgismálið: 24. maí s.l.: „Tíminii þaiigað tU reglugerð- in kemur til framkvæmda verður notaður tll þess að vinna að skilningi og viður- kenningu á. réttmæti og nauð- syn stækkunarinnar.“ Þetta verkefni átti ,að sfálfsögðu aðl hvíla á utanríikisráðherra; til þess gegnir hann því embætti. Og orðsendingár þær sem okk- ur hafa borizt frá‘erlendum að- ilum gáfu einniitt sérstakt í k : • ' . . tækifæri til þess að birta út- lendingum sjónarmið okkar. UtanríkisráðherraJ-tti auðvitað fyrir löngu að vera búinn að svara orðsendingu brezku stjórnarinnar, hrekja þær firr- ur og hótanir, sem þar er að finna, lið fyrir lið og túlka sjónarmið og rök fslendinga. Sílík orðsendmg hefði verið rakin í fréttum brezkra blaða og útvarpsstöðva og þannig komizt til almennings, og við eigum ekki aðrar leiðir betri til þess að flytja mál okkar, á erlendum vettvangi. Sama máli gegnir um orðsendingar Frakka og Vesturþjóðyerja. Og auð- vitað bar utanríkisráðherra að svara tillögum dönsku stjórn- •arinnar og skýrg með rökum hvers vegna íslendingar geta ekk; fallizt: á NATO-ráðstefnu, eins og þá sem þar var gert ráð fyrir; þumbaraleg þögn er hins vegar durtsháttur sem getur vakið þær hugmyndir hjá út- lendingum að við eigum eitt- hvað erfitt með að gera grein fyrir málstað okkar. Og ekki bar utanríkisráðherra síður að svara, þegar sovézk stjómar- völd lýstu yfir viðurkenningu á ákvörðun okkar, svo mjög sem sú viðurkenning styrkir ísland í landhelgisdeilunni. í þessu sambandi má minna á að þegar fiskveiðilandhelgin. var stækkuð úr þrem mílum í fjórar 1952 sendu Bretar einnig mótmælabréf með hótunum. Þáverandi utanrikísráðherra, Bjarni Benediktsson, svaraði þessari orðsendingu um hæi og gerði grein fyrir sjónarmiðum íslendinga í skýrú máli' og sagði m. a. „að ekki váéri hægt með milliríkjasamningi að af- sala réttindum til að taka einr hliða ráðstafanir um mesta vel- ferðarmál þjóðarinnar.“ Bjarni Benediktsson hefur á ýmsum sviðum orðið Guðmundi í. Guð- mundssyni óþörf fyrirmynd, hins vegar hefði sá síðamefndi að ósekju mátt læria af þeim fyrrnefnda hvernig utanríkis- ráðherra beri að svara bréfum um landhelgismál. Ýmsar ástæður má eflaust finna fyrir þögn og framtaks- leysi Guðmundar í. Guðmunds- sonar. Ef til vill treystir hann sér ekki til þess að semja þlögg sem grandskoðuð verða af öðr- um ríkisstjórnum. Ef til vill hefur hann ekki geð í sér til að verja aðgerðir, fslendinga eftir það sem á undan er geng- ið. Ef til vill á hann erfitt með að standa í bréfaskiptuin við NATO-þjóðirnar nú, eftir fyrri skeytasendingar sínar og við- töl. En hverjar svo sem ástæð- urnar eru, er augljóst að utan- ríkisráðherra hefur freklega brugðizt skyldum sínum, og ef svo heldur áfram ,er hann auð- sj^anlega ekki fær um að gegna Því starfi sem honum hefur verið falið. TIL liggur leiðio f-" }

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.