Þjóðviljinn - 09.07.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.07.1958, Blaðsíða 7
Miðvíkudagur 9. júlí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (7 "r 1- J f slenzkar konur íengu kosningarétt árið 1915 og höfðu konur Þá óvíða um heim hlotið þau réttindi. Það sem hér gekk sæmilega greið- lega kostaði víðtæka bar- áttu í mörgum löndum öðrum. I Svisslandi, þar sem ýmsir telja lýðræði til fyrirmyndar, hefur kvenþjóðin t. d. ekki enn liein pólitísk réttindi. Baráttan fyrir kosningarétti kvenna tók á sig næsta ævin- týrlega mynd í Englandi á ár- unum fyrir heimsstyrjöldina fyrri. Nafnið Emmeline Pank- hiirst er óleysanlega tengt þess- um kynlega þætti enskrar sögu. Og þrátt fyrir pólitiska glámskyggni og einstrengings- hátt og ofstæki átti hún sér hina merkustu sögu í kvenna- samtökum Englands og hinni alþjóðlegu kvenfrelsishreyf- ingu. Um persónulegt hugrekki hennar og skipulagshæfileika og herkænsku verða ekki skípt- ar skoðanir. 1 ár eru hundrað ár líðin siðan þessi einkennilega kona fæddist. Hún fæddist í Man- chester 1858. Faðir hennar, Roberij Gouíden, var í frjáls- lynda flokknum, og á heimil- ínu var mikið rætt um stjóm- mál. I heimavistarskóla í París var Emmeline í herbergi með Noéme Rochefort, sem var dótt- ir kommúnardsins fræga de Rochefort, sem slapp nauðug- lega eftir Parísarkommúnuna. Vinkonan hafði þau áhrif að Emmeiine varð ákafur lýðveld- issinni og baráttumaður fyrir félagslegum umbótum. 21 árs gömul giftist hún dr. Richard Pankhurst, sem var kunnur í Englandi fyrir störf sín að menningarmálum og félagsmál- um. Súffragetturnar Dr. Pankhurst hafði 1870 borið fram frumvarp á þingi um kosningarétt kvenna. Þegar því var iiafnað stofnaði hann „Kosningaréttarnefnd kvenna“, en hún varð upphaf hinnar harðvít,ugu baráttu brezkra kvenna fyrir kosningarétti. Fé- lagar þessarar hreyfingar voru nefndar súffragettur (dregið af , sufirage sem þýðir atkv'æði). Fi-ú^.Pankhurst tók frá upphafi 'þátt í nefndinni. Böráttan fyrir kosningarétti kvenna í Englandi varð svo harðvítug vegna þess að þar var réttarstaða kvenna lélegri en í nokkru öðru Evrópulandi. Konur máttu nema, en þær máttu ekki taka próf og ekki fá embæíti. Faðirinn einn hafði föreldrarétt yfir börnunum. Giffar ' kohur höfðu ekki um- ráð yf-r séreign sinni. Skilnað- arlögin : gerðu konur réttlaus- ar, ef hjón skildu. Ef kona yf- irgaf eiginmann sinn, t.d. vegna þess að hann misþyrmdi henni, var hægt að flytja hana til baka með ofbeldi. Einnig á sviði 'félágsmála, að því er varðaði sveitastjyrk, ellistyrk o. s. frv. voru konur leiknar verr en karlmenn; Öll löggjöf- in einkenndist af fyrirlitningu á ,konum, refsingar fyrir -, nauðganir, kvennasölu og mis- þ.otkun þaroa voru oft frá- munalega mildar, oft aðeins lágar sektir. Árið 1869 hafði Jolm Stuart Atburður sem vakt mikla athygli í Lundúmun. Hvenfrelsis* konan Helen Ogston verst með hundasvipu karlmönnum sem reyna að kasta henni út af opinbermn fundi í Albert Hall. Mill gefið út hið fræga rit fitt „Undirokun konnunnar". Mill skrifar: „Frá brúðkaupsaugna- blikinu til dauðastundarinnar er konan hlekkjuð þeim manni, sem hún hefur bundizt, með líkama og sál og öllu sem hún á; hann ræður yfir tilveru hennar að öllu leyti; hann ræð- ur yfir vilja hennar í öllum tilbrigðum; hann getur hagnýtt vinnuafl hennar að eigin geð- þótta og eignir hennar; þótt hann verði með timanum að óþokka og verðskuldi aðeins hatur og fyrirHtningu, þá er engin leið burt fvrir hana; hvert sem hún kann að vilja leita nær hann til hennar og getur beitt siameinuðu valdi ríkis og kirkju til þess að beygja hana undir okið á nýj- an leik.“ Enuneline Pankhurst (til vinstri) og dóttirin Crista- bel í hciðursbúningi/ sjúffrg- gettanna: FangaJdæðum úr ensku kvennafangelsi. • i'. ií Tl/íi ..J, rfi .rn(»-;.>r '.wð-'- kom til Manchester og hélt þar ræðu á. fundi. Á fundinum breiddi dóttir Emmeline Pank- hurst, Christabel, út borða me'ð | áletruninni „Konur fái atkvæð- isrétt“ og hún tók aftur og aftur frám í fyrir ræðumann- inum með fyrirspurnum um af- | stöðu stjórnarinnar til þess |: máls. Henni var kastað á dyr, en þá efndi hún til fundar á götunni; lögreglan dreifði þeim fundi. Christabel Pankhurst var handtekin og dæmd í átta daga fangelsi. Báðar dætur frú Pankhurst, Christabel og Sylvia, urðu nafntogaðar súffragettur. Fundurinn í Manchester varð upphaf harðvítugrar baráttu. Fyrst konurnar fengu ekki leyfi til að flytja mál sitt með löglegu móti, urðu þær að berjast „ólöglega“. Frú Pank- hurst ög dætur hennar skipu- lögðu samtök kvenna hvar- vetna. Á stjórnmálafundum var gripið fram í fyrir ræðumönn- um, þar til konunum var kast- að á dyr. Sendinefndir voru sendar til allra ráðherra og þær neituðu að fjarlægja sig ef ráðherrarnir fengust ekki til að taka á rnóti þeim. Árið 1908 tókst frú Pankhurst að eyði- leggja ræðu stjómmálamanns og fá furídarmenn til að hlusta á sig í staðinn, en síðar rudd- ist fólk inn í salinn, henti í hana fúleggjum og misþyrmdi henni. En hreyfingin magnaðist. Á fundi í Hyde Park talaði hún yfjr 13.000 konum. Öllum brögðum var beitt til að korna í veg fyrir að konur fengju að koma inn á fundi, en þær voru hugvitssamar; þær földu sig á loftum og í kjöllurum dögum saman áður en halda yrði nieð þær sem pólitíska fanga en ekki eins og glæpa- menn. Ríkisstjómin tók þá upp þá alræmdu aðferð að mata þær með ofbeldi, en hún jafngildir hreinum pyndingum. Slöngu var troðið gegnum nef- ið, niður vim vélindað og ofan í maga. Konurnar fengu blóð- nasir og krampa og fannst þær vera að kafna. Sumar fengu fæðu ofan í lungun og urðu al- starfsemi". Kviðdómurinn dæmdi hana seka en mælti með mildustu refsingu ,,með tilliti til þess að hvatir hennar eru án efa göfugar". Hún var dæmd í níu mánaða fangelsi. Mótmælaalda reis um allt land- ið. 100 þingmenn og blöðin Daily N’ews og Mancliéster Guardian tóku máli kvennanna. Frú Pankhurst hóf hungur- og þorsta-verkfall, og þar sem hún. var farin að heilsu, varð að láta hana lausa. pnUHliiþ' Pankhurst 100 ára Vm baróttu brezkra kvenna fyrir almennum kosningarétti Ofsóknir og spott Frú Pankhurst komst í skóla- nefndina í Manchester og fram- færslunefndma og kynntist hönnungum þeim sem hin harðneskjulega brezka löggjöf olli. Síðar — eftir áð dr. Pank- hurst lézt 1898 »— var hún ráð- in til starfa á hagstofunni. Hún hafði meðan maðurinn var enn á lífi stofnað sjálfstæða kvennahrejriingu, sem- hafði safnað 275.000 undirskriftum undir áskorun til ríkisstjórn- arinnar. Árið 1903 stofnaði hún „Samtök kvenna um félagsmál og stjómmál", en tveimur ár- um síðar gerðist sá atburður sem olli þvi að samtökin vöktu almenna athygli og breyttu um baráttuaðferðir. Eftir samíellda stjóm í næst- um því mannsaldur fór íhalds- flokkurinn frá og við tók frjálslynd stjóm. Formaður frjálslyndm, Grej’. lávarður, átti fund, þær klifruðu yfir þök og létu sig síga ofan í salinn úr þakgluggunum. Þær hlekkjuðu sig við ljósastaura og grindverk í Downing Street, svo að ekki væri hægt að fjarlægja þær meðan þser héldu ræður. Mátaðar með ofbeldi Ensku kvenfrelsiskonurnar fengu fljótlega að kenna á því að ensku dómararnir voru karl- menn. Það var farið með þær eins og hættulega glæpamenn, þær voru dæmdar í hegningar- vinnu og til vistar í einmenn- ingsklefum, en karlmaður sem. hafði barið frú Pankhurst nið- ur Var t. d. aðeins dæmdur i 10 króna sekt. Árið 1910 var frú Pankhurst búin að sitja í fangelsi 14 sinnum. Fangelsuðu konurnar hófu hungurverkföll til þess að farið varlega veikar. Dag nokkum í nóvember reyndu konurnar að ryðjast inn í þinghúsið. Lögreglan hegðaði sér mjög ruddalega, 59 konur urðu fyrir svo alvar- legum óverkum, að tvær þeirra létust siðar. Á fundi i Albert Hal! skoraði frú Pankhurst á konurnar að beita nú öllum að- ferðum „öðrum en þeim sem geta haft lífshættu í för með sér“. Rúður voru brotnar á skipulegan hátt. Þúsundir kvenna gengu um í Lundúnum með stórar töskur fullar af grjóti og brutu eins margar rúður og þær komust yfir. Þær stofnuðu einkennisbúnar á- hlaupasveitir og riddaraliðs- deildir. Þær klifruðu gegnum glugga inn til ráðhqrranna. Þær köstuðu fiugritum yfir þinghúsið úr loftbelg. 5. marz 1912 var frú Pank- hurst handtekin og ákærð fyr- ir „samsæri og undirróðurs- Púðurkerlingar í póstkassana Rúðubrotin héldu áfram. Símar voru eyðilagðir, síma- leiðslur klipptar sundur. Kom- ið var við auman blett á ensku karlmönnunum þegar konur fóru að eyðileggja golfvellina þeirra. Einkennilegt atriði var „sti'íðið gegn póstkössunum". Það voru settar púðurkerling- ar í póstkassana í Lundúnum og síðar brennandi hlutir eða saltsýra. Konur helltu einnig saltsýru á sporvagnabrautirnar. Þær köstuðu sprengjum i mannlaus hús. Leikhús og járnbrautarstöð brunnu tji kaldra kola, og þegar Llcyd George var svo seinheppinn að segja að gott barefli væri bezta ráðið gegn konunum, brenndu þær nýja húsið hans til kaldra kola. 24. febrúar 1913 var frú Pankhurst handtekin fyrir í- kveikju, og 3. apríl var hún dæmd í þriggja, ára hegni ig- arvinnu. Á sama tíma var lýst banni við öllum fundum, kvennablöðum og fjársöfnun- um. Emmeline .Pankhurst lýsti yfir hungur-, þorsta- og vöku- verkfalli, og enn urðu yfir- völdin að láta hana lausa. En ekki var hún fyrr búin að ná sér en hún var handtekin á nýjan leik. „Katta og músa“- lögin frá 1913 heimiluðu slíkar handtökur í sifellu. 3. apríl var hún dæmd, 12. aprí! var Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.