Þjóðviljinn - 09.07.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 09.07.1958, Blaðsíða 10
30) — ÞJÓÐVÍLJINN — Miðvikudagur 9. júlí 1958 Emmeline framh. af 7. síðu hún látin laus, 26. maí var hún handtekin, 30. maí var hún lát- in laus 14. júní var hún hand- tekin, 16. júní var hún látin laus. 21. júní var hún hand- tekin, 24. júní var hún látin laus. Eftir hverja nýja hand- töku var frú Pankhurst leng- ur og lengur að ná sér. Og baráttan hélt áfram. Sylvia Pankhurst reyndi að gera árás á Downing Street í fararbroddi kvennahóps. Hún var handtekin, hóf hungurverk- fall og var aítur og aftur möt- uð með valdi. Frá 400 stöðum í landinu skipulögðu kvenrétt- indafélögin mótmælagöngur til Lundúna. Yfirborgarstjórinn í Dublin afhenti kvenréttinda- konunum ráðhúsið sem bæki- stöð. Margir prestar opnuðu kirkjurnar fyrir þeim. Ástand- ið var í rauninni orðið voniaust fyrir ríkisstjórnina. Sigraði á andlátsári sínu En þá hófst heimsstyrjöidin 1914. Emmeline Pankhurst varð gagntekin styrjaldaráhuga og kastaði kvenréttindabarátt- unni frá sér. Hún beitti öllum skipulagningarhæfileikum sín- um til þess að einbeita konun- um — ekki til baráttu gegn stríðinu og því auðvaldi sem hagnaðist á því — heldur til að taka upp vinnu í skotfæra- verksmiðjum og xannsóknar- stofum fyrir eiturgas. Áður hafði hún verið nefnd kven- skass og verið spottuð af skopteiknurum. Nú varð hún allt í einu hetja borgarastétt- arinnar,- Ásamt Christobal gekk hún um á götunum og rétti mönn- um í borgaralegum búliingi hvítar fjaðrir sem lítilsvirðing- arvott, af því þeir væru ekki komnir í stríðið. Og þegar hin dóttirin, Syivia, hélt tryggð við hugsjónir sínar og skipu- lagði friðarfund á Trafalgar Square, sendi Emmeline Pank- Pakhurst hurst ensku blöðunum þetta skeyti. „Eg mótmæli eindregið hinni heimskulegu og þjóð- hættulegu framkomu Sylvíu. Eg harma það að ég get ekki bannað henni að nota ættar- nafn okkar.“ 6. apríl 1918 var enskum kon- um veittur kosningaréttur, ef þær höfðu náð 30 ára aldri. Árið 1928 — sama árið og Emmeáne Pankhurst dó — fengu konur sama kosningarétt og karlmenn. Hún lifði þann sigur, sem hún hafði þrátt fyrir allt átt mestan þátt í að vinna. Á stjórnmálasviðinu hefur kosningaréttur kvenna valdið sáralitlum breytingum — bæði í Englandi og annarsstaðar. En þrátt fyrir það véfengir nú enginn þennan sjálfsagða rétt. Draumurinn um, að áhrif kvenna á þjóðþingum myndi bæta ástandið og koma í veg fyrir styrjaldir, rættist ekki. Baráttan gegn þeim kapital- isma, sem þarf á styrjöidum að halda, er ekki stríð kynj- anna, heldur stríð stétfanna. (Að mestu eftir danska skáldið Hans Scherfig) Sparifjársöfnun Framhald af 3. síðu það er þó mikið af innstæðufé barnanna vísitölutryggt. Uppeldislegt gildi En menr^ mega ekki um of horfa á fjárhæðina, sagði Snorri, heldur meta hið uppeldislega gildi, það gildi sem felst í því ef hægt er að fá börnin til að sóa ekki aurum sem þejm á- skotnast í heilsuspillandi sæl- gæti, sem getur Vakið nautna- þorsta er leiði börnin á glap- stigu. Þjóðin þarf að leggja nið- ur sóun verðmæta; læra virð- ingu fyrir verðmætum. „Það tilheyrir nú góðu upp- eldi“, segir danskur fræðslu- aálastjóri 1 ársskýrslu spari- fjársöfnunarinnar þar, „að kenna þeim að peningurinn á að vera þjónn en ekki herra og markmið sparsemi er ráðdeild með fjár- muni . . . “ Hér má segja að starfið hafi gengið vel á þvi ákveðna sviði sem því var markað í upphafi, sagði Snorri, hinsvegar mundi vissulega þörf nú, að það starfs- svið yrði stækkað. Hjartanlega þakka ég Hinu íslenzka prentarafélagi og samnings- aðiljum þess, stéttarsystkinum, samstarfsfólki, vinum og vanda- mönnum mikla sœmd og hlýja vináttu, tjáða mér í heimsóknum, hlómum, heillaóskam og dýrnuetum gjöfum á sjötugsafmæli mínu, og óska jafnframt öllum alls góðs. Hallbjörn Halldórsson ATVINNA Hreppsnefnd Borgarneshrepps hefur ákveðið að ráða mann á skrifstofu hreppsins, frá 1. sept. n.k., er annist ö!l venjuleg skrifstofustörf og fram- kvæmdasjóm í fjarveru sveitarstjóra. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til oddvita Borgarneshrepps, Þórðar Pálmasonar, fyrir 1. ágúst n.k. Borgr.mesi, 1. júlí 1958. Sveitarstjóri NAGLALAKK VARALITIR HREINSUNARKREM FOUN DATION-CRE AM NÆTURKREM VARALAKK CRKAM PUFF HANDÁBURÐUR GALA VÖRUR em seldar í öJum helztu snyrtivömverzlunum 1 og apótekum um land allt. Í ------------------ ■ { EINKAUMBOÐ: ji HEILDVERZLUN \ Peturs Peturssonar Dregið verður í 7. flokki fimmtudagi mi 10. julí 1 dag er síðasti söludagur. HflPPMÆTII HflSKÓLA ÍSLANDS. Nú sagði Kimi, perlukafarinn þeim sögu sína. Sjeik- azt allan undirbúning um borð í skipinu. Þegar inn Omar Ben Abas hafði boðið honum stóra fjár- skipíð hafði siðan sokkið fóm þeir í bátinn og er þeir upphæð, ef hann vildi vinna verk í hans þágu. Kimi, voru komnir alllangt frá skipinu þá var vél bátsins og vjnur hans Abdoel, ákváðu að taka verkið að sér, sett 1 gang og þeir stefndu til eyjarinnar. Field hafði en vissu ekkirt annað um það en að þeir ættu að sagt þeim að þeir þyrftu ekkj að hafa áhyggjur út af fara um borð « Hudson, klæddir eins og konur í fylgd þeim sem eftir vom. með konu sjeiksins. Field, 1. stýrimaður, hafði ann- Æskulýðsmót Isafirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Æskulýðsmót þjóðkirkjunnar var haldið á Núpi um síðustu helgi. Sóttu það nokkuð á ann- að hundrað unglingar ásamtj prestum og próföstum, 5 tals- ins. Við guðsþjónustuna þjón- aði sr. Sigurður Kristjánsson fyrir altari en sr. Eirikur Ei- ríksson prédikaði. í lok messunnar flutti Sig- tryggur Guðlaugsson, fyrrum skólastjóri á Núpi, en hann er nú 95 ára, ræðu og talaði liann í 25 mínútur. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.