Þjóðviljinn - 09.07.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.07.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagtir 9. jutí 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (ð H.M. effirþankar: Brasilía land andstæina, sem sigraii fyrst Innávii „Nú eru aðeins 3 mánuðir 'þar til lokaþáttur heims- meistarakeppninnar hefst í Sviþjóð, og enn ríkir óstjórn í knattspyrnumálum Brasilíu! Leiðtogarnir eru óduglegir, og g'eta ekki leyst vandamál sín. Stjórnir félaganna eru ennþá verri, og leyfa leikmönnum BÍnum að gera það sem þeim sýnist. Flesta leikmennina skortir aga, og þjálfararnir hafa ekki hæfni til þess að leysa verkefni sín. Við þetta hætist svo að fólkið er illa opp alið“. Þannig skrifar eitt stærsta iþróttablað Brasilíu eem út kemur í Sao Paulo og heitir „Gazeta Esportiva", þrem mánuðum áður en lið þeirra átti að fara til Svíþjóðar til þátttöku í lokaþætti H. M. í knattspyrnu. Það gætti sem sagt mikillar svartsýni vegna þátttöku þessarar, ef von ætti að vera í þvi að vinna. í þeim eina leik sem Brasilía keppti í undirbúning'skeppninni, sluppu þeir naumlega eða með því að vinna Perú 1:0, og var það Didi sem eins og þeir sögðu bjargaði liðinu áfram. Það var því ekki að undra þótt nokkurrar svartsýni gætti meðal bæði blaða og for- ustumanna, Brasilía hafði tek- ið þátt í öllum heimsmeistara- keppnum sem stofnað hefur verið til og oft. komizt langt og var í úrslitum heima í sjálfri Ríó 1950, og tapaði þar 2:1 gegn grannríkinu Uru- 'guay, þár sem meira flóð tára rann í sorginni yfir tapinu en nokkru einni hefur runnið fyrr eða síðar, vegna knatt- spvrnu! { ILand andstæðna í knatt- spyrnu sem öðm Það hefur oft verið mörgum ráðgáta, að Bra^ilía hefur ekki náð þeim árangri í al- þjóðakepnni í knattspyrnu sem ætla mætti eftir þeim ótrúlega kna.ttsbvmuáhuea og öllum þeím frábæru leikmönnum sem þeir eiga. á hverium tíma. Það er í rauninni ótrúleg skýring að Brasili.a hefur aidrei, fvrr en nú. komið imeð bezta lið sitt í aibjóð- lega keppni. Borgirna.r Rió de Janeiro og Sao Paulo, eru knattspyrnustórveldin þar í landi og hafa þær borgir yfir- leitt fengið þann heiður að senda sína menn á slík mót. Milli þessara staða ríkir mikill „fjandskaþur" sérstak- lega í knattspvmu, og leikir þeirra í milli geta oft varðað Ííf eða dauða! Hvernig átti svo að eyða þessari misklíð og eameina þessi stórveldi og fá þau tii að sameinast um það að sigra í Svíþjóð? En það var meira en þetta fsem bar á milli í þessum á- tökum. í Rí.ó eru leikmenn að miklum meirihluta svartir, en í Sao Paulo flestir hvítir, en eem betur fer, eru kynþátta- vandamál óþekkt hjá Brasilíu- inönmim. Það eru hinar mis- % ÍMtóTTIR mrsrjCKii niHAM* uiLC/ane munandi leikaðferðir sem erf- iðast var að brúa. Rió-leik- mennirnir, nær undantekning- arlaust, leika fyrir fólkið, og vilja sýna því list sína og leikni, sem oft líkist meira sirkus eða sýningu, en skipu- lögð knattspyrna er meir lát- in eiga sig! í Sao Paulo er það öfugt, þar reyna leikmenn að leika skipulega, og flokks- leikurinn situr i fyrirrúmi. 1 síðustu sjö ár hefur Sao Paulo unnið Ríó, og hafa hin- ir svörtu leikmenn Ríó-borgar hlotið meiri frægð sem ein- staklingar, og má þar nefna mejin ein^ pg Didi Djalma og Niíton Sandos, og hinn snjaila Julinho sem nú leikur fyrir Fiornetinn í Italiu og kom -ekki til Svíþjóðar. Sem eagt: Ríó á betri ein- staklinga, en í Sao Paulo er það flokksleikurinn sem er mun betri. Þetta var ógæfan í augum fjöldans, og blað- anna. Ósamkomulag um niargt, — og leiðtoga Knattspyrnusamband Sao Paulo sendi Iþróttasambandi Brasilíu tillögur um fram- kvæmd, og þá var Rió-sam- bandið ekki lengi að senda sínar. Og svo urðu mikil átök um það hver skyldi hafa yfir- umsjón með þjálfun og vali liðsins o. s. frv. Mikil átök urðu um þetta, og því ekki að undra þótt fyrrnefnd blaðaummæli kæmu fram. Það ' fór svo að eiiginn þeirra sem mest var um deilt til að byrja með hreppti hnossið, en að lokum vár. yalinn maður að nafni Vicente Feola. — Kom þetta val mjög á óvart. Aldrei þessu vant valdi hann menn frá þrem borgum, eða Ríó, Sao Paulo og Santos. Hann valdi, sambland af eldri leikmönnum og ungum sem hafa mikla leikni og hraða. Hann valdi, mörgum til undr- unar, menn eem aldrei hafa sézt á leikvelli áður. Hann lagði áætlun xim þjálfun og leikaðferðir, á þeim stutta tíma sem honum var ætlaður til lokaþjálfxxnarinnar. Feola sagði við blaðamenn þegar í byrjun, að það væri hlutverk sitt að finna leik- menn og lið sem hefði álika siðgæði og skapfestu og Rnatt- spyrnukunnáttu. Við verðum að geta sent lið sem er sterkt, lið sem er ekipað viljasterk- um mönnum, með mikla ein- staklingsgetu, og hafa mögxx- leika til að glejnna þeim stað- bundnu erfiðleikum sem við eigum við að striða í Brasil- íu, þegar þeir fara. að leika í Svíþjóð, þar sem aðstaða og umhverfi er allt öðruvisi, sagði Feola. Leikmenn Brasilíu „þolreyndir" í fyrsta sinn í eögu Brasiliu voru leikmenninxir, ef svo mætti segja, þolreyndir. Var það fyrst og fremst að þvi er varðar úthald og þol, og reyndist þetta vel. Leiknin kom næst, enda voru leikmenn á því sviði komnir mjög langt. Með þeim var líka fylgzt af sérstökum læknum. Auk þess tóku ýmsir áhugamenn að eér að ræða við leikmenn til þess að efla innri styrk þeirra sem þeir töldu vera þann bezta þegar til þess kæmi að sigra lið sem voru svipuð að styrk og þeir sjálfir. Þeir verða að trúa á sig, trúa þvi að þeir geti orðið heimsmeistarar, eins og það var orðað. Með tilliti til þessa valdi Feola nokkra þrautreynda leikmenn sem gætu verið ,,kaldir“ á úr- slitastundum í alvarlegum leik og tvisýnum. Feola lagði nokkra áherzlu á að leikið væri meii-a eins og gert er í Evrópu, án þess þó að bann væri lagt við að leikmenn ef svo bæri undir, lékxx sér svolítið, sem einstak- lingar. Þessi áætlun virðist hafa staðizt og ái'angurs var þegar farið að gæta löngu áður en þetta lið Brasilíu fór til Sví- þjóðar. Góður flokksleikur Á s.l. vetri fór félagið Spartak frá Moskvu til Brasil- íu og lék þar nokkra leiki. Við það tækifæri lét hinn nýi landsþjálfari Rússa m. a. orð falla á þessa leið um leik Brasilíumanna: — „Brasilíu- mönnum hefur farið mikið fram nú undanfarið, og á ég þar við flokksleikinn. Áður áttu þeir góða einstaklinga, en nú leggja þeir mikla á- herzlu á samleikinn líka. Þeir hafa þó enn þann galla að þeir senda knöttinn sjaldan strax og á meðan verður sókn- in sein. Þegar um er að ræða að reka knöttinn eru þeir ó- viðjafnanlegir. Þeir lita ekki einu sinni á knöttinn! — En sjáið til a.ð þegar þeir fara að æfa eftir hinum nýju vísinda- legu aðferðum verða þeir ó- sigrandi“. Það stóð heima að þegar Brasilí.umenn komu til Svi- þjóðar höfðu þeir tileinkað sér aðferðir þessar, þar sem þeir sameinuðu leiknina, kraft- inn, hraðann og flokksleikinn, og við og við án þess að skemma neitt, veittu þeir á- horfendum þá ánægju að sjá hvað langt er hægt að komast í leiknj og snillibrögðum með knöttinn. Frá árangrinum .hefur áður verið sagt: Þetta gaf þeim heimsmeistaratitil- inn 1958. Þrekvirkis Feola, að sameina hin ólíku sjónarmið sem aldrei hafði áður tekizt, mun lengi minnzt í Brasiliu. Ymsar upplýsingar um knattspymuna í Brasilíu I Brasiliu er ekkert sérsam- band í knattspyrnu, en eitt allsherjarsamband íþrótta, og er knattspyrnan þar sem deild. í henni era 11.000 fé- lög með um 750.000 starfandi félagsmenn. Af þeim era um 4000 atvinnumenn. Laun þeirra eru þó mjög misjöfn. ,,Stjörnui'nar“ fá gífurleg laun, og við sölu leikmanna fá þeir 10% af söluverðinu. Ekki er hægt að koma fyrir keppni í knattspyrnu sem all- ir taka þátt í, eins og t. d. í flestum löndum Evrópu, landið er svo víðáttumikið, en það er keppt er í hinum ýmsu landshlutum, sem eru 14 alls, og þar eru deildakeppnir þar sem allir leika saman. Þó fer fram sérstök keppni milli 4 efstu liðanna úr Ríó og Sao Paulo sem er eiginlega óopin- ber landskeppni. Vasco da Gama lxeitir fé- lagið sem lengi var bezta lið Brasilíu, en nú eru það Bota- fogo og Flamingo sem era beztu liðin i Rfó og Corint- hians og Palmeiras í Sao Paulo. Stæsti knattspyrnuleik- vangurinn er í Ríó og heitir liann Maracana, og tekur um 200.000 manns. Brasilía er meira knatt- epyi'nuland en nokkurt annað land í víðri veröld og þó Bretland sé tekið með. Þaðan koma lí.ka listamennirnir sem á nýafstöðnu Heimsmeistara- móti vöktu meiri athygli á sér en jafnvel hinir margum- töluðu Bretar og Rússar. Jafnvel menn eins og Tom Finney, Doglas, Billy Whight frá Bretlandi og Simoniane, Alexandre Ivanov, frá Rúss- landi, evo eitthvað sé nefnt af þeim stjörnum sem fram komu, hverfa í skuggan fyrir: Didi, Pele, Vava, Santos og flestum af hinum hrasilísku meisturum. r Frjálsíþrótlamót IR hefst á Melavellimim í kvöld 3 menn keppa í tugþraut M.I. Frjálsíþróttamót ÍR og tug-| B-riðill. þraut Meistaramóts Islands Kl. 20.30: Kúluvarp, aukamenn hefst á íþróttavellinum á Mel- unum kl. 8 í kvöld. Alls eru 3 keppendur skráðir í tugþrautina, m.a. núverandi Vilhjálmur og da Silva leiðbeina Islandsmeistari Pétur Rögn- valdsson, KR og Valbjörn Þor- láksson, IR. Má húazt við skemmtilegri keppni, þó að reikna megi frekar með sigri Péturs, þar sem hann er reynd- ari tugþrautarmaður. Fyrri daginn verður keppt í 100 m hl„ langstökki, kúluvarpi, hástökki og 400 m hlaupi. Á morgun er ' hríctnlílíi svo keppt í 110 m grindahlaupi, -*■ AölUIViV.1 kringlukasti, stangarstökki, spjótkasti og 1500 m hlaupi. I kvöld verður einnig 4 X 800 m boðhlaup Ml og reikna marg- ir með, að sveit KR setji Is- landsmet. Kl. 20.55: Kúluvai'p tugþraut- ar og 400 m hlaup. Kl. 21.15: Hástökk tugþrautar og aukamenn strax á eftir. Kl. 21.40: 400 m hlaup tug- þrautar. Vei'ða sett met? Auk metvonar í 4 X 800 m boðhlaupi búast margir við meti í sleggjukasti, en þar koma tveir til greina, Þórður B. Sig- urðsson, KR og Einar Ingi- mundarson, ÍBK, en þeir liafa báðir kastað yfir 51 m í sumar. Hilmar Þorbjömsson, Á, keppir í 100 m hl. ásamt Guð- jóni Guðmundssyni, KR, Daníel Halldórssyni, ÍR og Þóri Þor- steinssyni, Á. Tveir þeir síð- ast nefndu keppa einnig í 400 m hlaupi. Gunnar Húseby verð- ur með i kúluvarpi, Jón Pét- ursson, KR og Sigurður Frið- finnsson, FH, keppa í hástökki og Einar Frimannsson, KR og Helgi Björnsson, ÍR, í lang- stökki. Tínxaseðill í kvöld: Kl. 20.00: 100 m hlaup (tug- þraut) og sleggjukast. Kl. 20.05: 4X800 m boðhlaup. Kl. 20.15: Langstökk tugþraut- ar og aukakeppni strax á eft- ir. KI. 20.25: 100 m hlaup, A- og Þrístökkvararnir heimsfrægu, da Silva og Vilhjálmur Einars- son, eru ekkj að telja eftir sér að hvetja æskuna til íþróttaiðk- ana og í gær voru þeir uppi á íþróttavelli milli kl. 5 og 7 að æfingum og gáfu urn leið ung- lingum tilsögn í þrístökki. N.k. iöstudag og þriðjudag’ munu þeir mæta á sama tima og geta þá allir, sem áhuga hafa á, kornið á íþróttavöllinn og notið tilsagn- ar þeirra. Aðgangur er að sjálf- sögðu ókeypis. Úrvalslið Framhald af 12. síðu. frá því að Danirnir myndu Ieika hér 4 leiki. Fyrsti leikui-inn verð- ur á föstudagskvöldið 11. þ. m. kl. 8,30 á Laugardalsvellinum við Fram. Annar leikurinn verð- ur mánudaginn 4. þ. m. á Mela- vellinum við íslandsmeistarana frá Akranesi. Þi’iðji leikurinn verður einnig á Melavellinum miðvikudaginn 16. þ. nx. við Reykjavíkui'meistara KR, og fjórði og aiðasti leikurinn á Laugardalsvellinum á föstudags- kvöldið 18. þ. m. við úi’valið af Suð-Vesturlandi, senx landsliðs- nefnd hefur valið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.