Þjóðviljinn - 10.09.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.09.1958, Blaðsíða 7
— Miðvikudagur 10. september 1958 — ÞJÓÐVILJINN___(7 Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: UPPKASTIÐ 1908 AÐDRAGANDI OG EFNI í dag er liðin hálf öld, síðan frækilegasti kosninga- sig-ur íslenzkrar stjórnmála- sögu var unninn — sigurinn yfir Uppkastinu í almennurn þingkósningum 10. september 1908, þegar fyrrverandi meiri- hlutaflokkur hlaut aðeins níu þingmenn kjörna af 34 sam- tals. Islendingar hafa löng- um síðan verið stoltir af þeim kosningaúrslitum; það hefur stundum verið vitnað til frammistöðu þeirra þennan dag, þegar nokkurs hefur þótt við þurfa til að brýna skap þjóðarinnar. Uppkastið hefur orðið skuggalegt skjal ; vitund Islendinga; en líklega vefðist æðimörgum tunga um tönn, ef þeir væru beðnir að rekja greinar þess eða lýsa ágreiningsefnum í kosninga- hríðirini 1908. Það virðist því ekki alla til fundið að lýsa þeim nokkrum orðum í til- efni afmælisins. En ekkert efni ;skilst til hlítar annar- staðar en i sögulegu sam- hengi sinu, og verður því að líta ennþá lengra um jöxl í upphafi þessa máls. 1 frumvarpi því um heima- stjórh, sem lagt var fyrir Al- þingi 1902 og samþykkt þar í einu hljóði, stóð skýrum stöfum að ráðherra Islands skyldi bera sérmál landsins upp fyrir konungi „í ríkis- ráðinu". Ákvæði um uppburð íslenzkra sérmála í ríkisráði Dana hafði lengi verið Is- lendingum mikill þyrnir í augum; þeim virtist þiað við- urkenning þess, að sérmál þeirra væru einnig dönsk mál- efni. Það var ein höfuðrök- semdin gegn Valtýskunni, ár- in 1897—1901, að hún gerði ráð fyrir óbreyttu ástandi um þetta atriði: að ráðgjafi flytti sépnál landsins í ríkisráðinu. En 1902 þótti þingmönnum svo mikilvægt að fá ráðherra búsettan á íslandi, að þeim virtist ríkisráðsákvæðið að- eins lítill ljóður á góðu ráði — og samþykktu frumvarpið einróma, eins og sagt var. En áður sú samþykkt væri gerð, hófst andspyrnuhreyfing gegn ríkisráðsákvæðinu. Hafði Ein- ar Benediktsson forustu um hana fyrsta sprettinn og beitti sér fyrir opinberum -andmælafundi í öndverðum ágústmánuði 1902. Fundur- inn skoraði á þingmenn að nema úr frumvarpinu orðin „í ríkisráðinu". Samskonar á- lyktanir bárust þeim úr fleiri áttum, en þeir skelltu skoll- eyrum víð þeim öllum. Land- varnarsamtökin voru síðan stofnuð upp úr þessum ágreiningi. Tvö blöð þeirra, Dandv"rn og Ingólfur, hlupu af stokkunum upp úr ára- mótum 1902—1903. Landvörn entist að vísu ekki nema skamma stund, en Ingólfur varð höfuðmálgagn flokksins — vel ritað og áhrifamikið blað. Ritstjóri Ingólfs fyrstu tvö árin var Bjarni Jónsson frá Vogi, en þá tók við Bene- dikt Sveinsson yngri. í marz- mánuði 1907 gerðist Ari Jónsson (Arnalds) meðrit- stjóri blaðsins. Heimastjórnarfrumvarpið var endursamþykkt á þinginu 1903 — með einu gagnat- kvæði. Sá sem stóð þar einn Fyrri hluti uppi var þingmaður Barð- strendinga: séra Sigurður Jensson í Flatey, bróðurson- ur Jóns forseta. Það var rík- ráðsákvæðið, sem stýrði hendi hans. En þó Landvarnarmenn ynnu þannig ekki á í fyrstu lotu, héldu þeir ótrauðir á- fram baráttunni og mörkuðu sér bráðlega þá stefnu að Island yrði „frjálst og óháð sambandsland Danmerkur" — það sem síðar nefndist „frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Dan- mörku"; en með þeim heyrð- ust þó löngum ýmsar raddir, að alger skilnaður landanna væri framtíðarmiðið. Veturinn 1906 gerðust þau tíðindi að hinn nýi konungur Islendinga og Dana, Friðrik VIII, bauð íslenzkum alþing- ismönnum heim til Danmerk- ur á komanda sumri. Nær all- ir þingmenn fóru þessa för. X ferðarlok báru allir alþingis- menn sameiginlega fram þá ósk við ríkisþingmenn, fyrir frumkvæði Skúla Thoroddsens að samin yrðu ný lög um samband íslands og Danmerk-- ur. Skyldi nefnd manna, er kosin yrði af hvoru þingi um sig, semja lögin; og kæmu þau í stað stöðulaganna frá 1871. Alþingismenn báru enn fram nokkrar óskir í 'sam- einingu; en að lokum mælt- ist Skúli Thoroddsen sérstak- lega til þess, að íslenzk sér- mál yrðu framvegis ekki borin upp í ríkisráðinu. Þar er skemmst af að segja, að ósk alþingismanna um skipun nefndar til að semja uppkast að nýjum l"gum um sambamd Islands og Danmerkur var veitt; og var svo ráð fyrir gert, að hún tæki til starfa, áður mjög langir tímar liðu. En nú áttu Islendingar eft- ir að marka sér ljósa stöðu, áður samningar hæfust — gera sér fulla grein fyrir því hvað þeir vildu, ákveða hvers þeir skyldu krefjast, hvað þeir gætu fallizt á. Hinn 13. ágúst 1906 ritaði Bjarni frá Vogi grein í Ingólf, þar serrt hann túlkaði þá frumkröfu Landvarnarmanna að Island yrði skýrgreint í væntanlegu frumvarpi sem sambandsland Danmerkur með fullu drott- invaldi „yfir öllum sínum málum". Um haustið gáfu ritstjórar sex blaða út svo- nefnt Blaðamannaávarp, þar sem þeir lýstu því yfir að þ'eir vildu „styðja að því, að á- kveðin verði staða Islands gagnvart Danmerkurríki, svo sem hér segir: — Island skal vera frjálst sambandsland við Danmörku, og skal með sam- bandslögunum, er ísland tek- ur óháðan þátt í, kveðið á um það, hver málefni Islands hljóti eftir ástæðum landsins að vera sameiginleg mál þess og ríkisins. I öllum öðrum málum skulu Islendingar vera einráðir með konungi um lög- gjrf sína og stjórn, og verð; þau mál ekki borin upp fyrir konungi í rikisráði Dana". Ritstjórarnir voru þessir: Benedikt Sveinsson, Ingólf i; Björn Jónsson, IsafoH; Ein- ar Hjörleifsson (Kvaran), Fjallkonunni; Hannes Þor- steinsson, Þ jóðólfi; Sigurður Hjörleif sson, Norðurlandi; Skúli Thoroddsen, Þjóðvilj- anum. Benedikt Sveinsson segir í eftirmælum sínum um Bjarna frá Vogi, í Andvara 1927, að Einar Benediktsson hafi átt drýgstan þátt í Ari Jónsson flutti opinber- lega tillögu um þjóðfund á Þingvöllum sumarið 1907, sem lýsti yfir „vilja pjóðarinnar í sjálfstœðis- máli hennar". „Þennan dag fyrir hálfri öld lifðu íslendingar eina af sínum stóru stundum, og hetja hennar var Skúli Thoroddsen". Af baráttu Einars Bene- diktssonar gegn ríkisráðs- ákvæ&i heimastjórnar- fmmvarpsins 1902 hófst landvarnarhreyfingin, sem mótaði mjög sjálfstœðis- baráttuna heilan áratug. samningu Blaðamannaávarps- ins; og hafði hann „milli- göngu meðal blaðamanna". I blaði Landvarnarmanna, Ingólfi, kom sú tillaga fram 7. marz 1907, í grein eftir Ara Jónsson, að haldinn yrði „þjóðfundur" á Þingvöllum þá um sumarið; en áður hafði hugmyndin verið rædd manna milli. Það varð síðan að ráði að þeir fimm áðurnefndra rit- stjóra, er enn stýrðu blöðum, ásamt Einari Arnórssyni sem tekið hafði við Fjallkonunni af Einari Hjörleifssyni, skyldu boða til Þingvallafund- ar í júnílok; „og hugsum vér oss aðalhlutverk fundarins það, að láta uppi og lýsa yfir vilja þjóðarinnar í s.jálfstæð- ismáli hennar". Niðurstöður fundarins skyldu verða vegar- nesti íslenzku fulltrúanna í viðræðum við fulltrúa ríkis- þingsins í fyrirhugaðri sam- bandslaganefnd. Fundurinn gerði þá kröfu að sáttmáli um gagnkvæma afstöðu landanna yrði gerður á þeim grund- velli einum að ísland væri „frjálst land í konungssam- bandi við Danmörku, með fullu jafnrétti og fullu valdi yfir öllum sínum málum". Ef samningar tækjust ekki á þessum grundvelli, taldi fundurinn „eigi annað fyrir höndum en skilnað land- anna . . . ." Samþykktin markaðijt þannig í höfuð- greinum af þeirri stefnu, sem Landvarnarmenn höfðu löng- um haldið fram. Nú kom Friðrik VIII i heimsókn til íslands í júlílok 1907; og var hann ekki fyrr búinn að láta bugta fyrir sér á hafnarbakkanum en hann skipaði fyrirhugaða nefnd til að semja um samband land- anna. Áttu sæti í henni 13 Danir og sjö Islendingar. Þeir voru þessir: Hannes Hafstein, Jón Magnússon, Lárus H. Bjarnason og Steingrímur Jónsson úr Heimastjórnar- flokknum; en Jóhannes Jó- hannesson, Skúli Thoroddsen og Stefán Stefánsson úr Þjóðræðisflokknum — on svo hafði hinn gamli a'-^stöðu- flokkur Heimastjórnarmanna nefnzt frá 1905. Eftir Þing- vallafundinn dró mjög sam- an með Landvamarrii'nnum og Þjóðræðisflokki; og voru þeir löngu síðan I^allaðir einu nafni Sjálfstæðismenn, þó í tveimur flokkum væru. Þingflokkur Þjóðræðismanna samdi sérstakt erindisbréf handa fulltrúum sínum í sam- bandsnefndinni. I bréfinu var- mörkuð sú afstaða, sem þeir skyldu fylgja í umræðunum við fulltrúa ríkisþingsins. Þvi var sérstaklega lýst yfir, að Islard væri frjálst sambands- land Danmerkur með fullveldi yfir málum sínum öllum. Þ5 mætti fela Dönum að annast ýms mál í umboði íslendinga — „meðan um semur". Nefndin tók til starfa i Kaupmannahöfn um mánaða- mótin febrúar—marz 1908. Hún lauk störfum í öndverð- um maí um vorið — onr höfðu þá allir nefndarmenn, ís'^nzk- ir og danskir, að Skúla ^hor- oddsen einum undansk:'. '"ni, orðið ásáttir um „Uppkr-t a5 Ií"gum um ríkisréttarsamb^nd Danmerkur og Islands", w.ng og frumvarpið hét f'illti nafni. Það var í 10 gr"i"nm. I þeirrKfyrstu var tekið fram að ísland væri „frjálst o" sjálfstætt land, er eigi 'í">r&- ur af hendi látið .... P^n- mörk og Island eru þH^ í ríkjasambandi, er npcnist ve'di Danakonungs". t S. grein voru talin samei"-'^^^ mál landanna í átta lir\»m. Meðal þeirra voru utarrikis- málefni og „hervarnir A sj<>- og landi '...." I 5. grein vsft sagt að Danir nytu .iaf^rétt- is við íslendinga á IslanrK og Islendingar við Dani i Dan- mörku — og í grem:nr.i tryggðu Danir sér rHní-r jafnrétti á við Islendi'i"- tíl Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.