Þjóðviljinn - 10.09.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.09.1958, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. september 1958 Vísinda- og fræðslukvikmyndir 1 dag, miðvikudaginn 10. september, hefst í Moskvu ráðstefna alþjóðasamtaka þeirra aðila, sem vinna að töku og gerð vísinda- og fræðilegra kvikmynda. Þessi ráðstefna er sú tólfta í röð- inni og mun standa yfir í hálfa aðra viku, henni verð- ur slitið laugardaginn 20. þ.m. Samtímis ráðstefnunni verður efnt til alþjóðlegrar vísinda- og fræðslukvik- myndahátíðar. Fyrir síðustu viku var vit- að að ráðstefnuna myndu sækja fulltrúar vísinda- og fræðslumyndadeilda kvik- myndafélaga og stofnana í þessum löndum: Austurríki, Bandaríkjunum, Belgíu, Búlgaríu, Englandi, Frakk- landi, Japan, Marokkó, Pól- landi, Rúmeníu, Sviss, Sovét- ríkjunum og báðum hlutum Þýzkalands, Sambandslýð- veldinu og Þýzka alþýðurík- inu. Gera má þó ráð fyrir að fleiri lönd sendi fulltrúa á ráðstefnuna, en búizt er við að þátttakendur frá Evr- ópu-, Asíu- og Af ríkuríkj- um verði alls um 150 tals- ins. Hvert það ríki, sem á full- trúa á ráðstefnunni, hefur rétt til að leggja fram og sýna eina eða fleiri vísinda- legar heimildarkvikmyndir, sem gerðar hafa verið á síð- asta hálfu öðru ári. Tíu beztu kvikmyndirnar, sem sýndar verða, munu hljóta viðurkenningu. Á sviði vísinda- og fræðslukvikmynda standa sovézkir kvikmyndagerðar- menn mjög framarlega og á síðustu árum hafa þeir sent frá sér fjölmargar slíkar myndir, sem alheimsathygli hafa vakið. Á síðastliðnu ári voru t.d. sendar á sýningar- markað í Sovétríkjunum 292 vísinda- og fræðslukvik- myndir, sem gerðar voru þar í landi. Er hér um að ræða bæði vísindakvikmynd- ir, sem fræðimenn fá einir að fullu metið, og svo fræðslu- myndir við hæfi alþýðu. Af þeim kvikmyndum, sem vak- ið hafa einna mesta athygli ^, :;-r-'m.' «:¦;¦¦: •/,::;..;•;¦::;,,::¦: ,, >'......, ;^r« Sovézka rannsóknarskipið Zarja í .Reykjavíkurhöfn. og notið almennastra vin- sælda, má nefna þessar: „Leiðin til stjarnanna" (það mun vera sama myndin og sýnd var í MÍR-salnum sl. vetur, ..Leyndardómar himingeimsins", ,,í heimi hljóðsins", „Framtíðin hefst í dag". „1 Kyrrahafinu" og f jölmargar .fleiri. Um þessar mundir vinna sovézkir kvikmyndagerðar- menn að töku nokkurra mynda, réttara sagt mynda- flokks, um fyrstu gervi- tunglin, spútnikana, frið- samlega notkun kjarnork- unnar og mörg önnur vís- indaleg efni sem nú eru efst á baugi. 1 kvikmyndaverinu í Moskvu er nú t.d. unnið að gerð alþýðlegrar fræðslu- kvikmyndar um alþjóðlega jarðeðlisfræðiárið. Verður þetta litmynd og sýningar- tími hennar hálf önnur klukkustund eða svo. Auk langs kafla um sovézku spútnikana mun í kvikmynd- inni m.a. verða lýst nokkuð leiðangri, rannsóknarskipsins „Zarja". Þetta sovézka skip var á sínum tíma sérstak- lega smíðað til þess að ann- ast segulmælingar í norður- höfum, þrímöstruð skonn- orta byggð úr eik, en frá- brugðin öðrum tréskipum að því leyti aðallega, að minnsti stálbútur eða járn- nagli fyrirfinnst hvergi í skipinu, ekki einu sinni í afl- vélinni. 1 upphafi fyrstu leiðangursferðarinnar hafði „Zarja" nokkurra daga við- dvöl hér á landi, eins og sumir lesendur munu ef til vill minnast, og var með- fylgjandi mynd af rannsókn- arskipinu tekin af því 1 Reykjavíkurhöfn á þeim tíma. Kvikmyndaverið í Moskvu vinnur að annarri fræðslumynd, sem vafalaust á eftir að vekja athygli líka, en hún fjallar um sovézka kjarnorkuísbrjótinn „Lenín". Atriði úr kvikniyndinni „Myrkviði skólanna"; kennarinn (Glenn Ford) og kona hans (Anne Francis). Athyglisverð mynd í Gamla bíói Fyrir tæpum þrem árum, nánar til tekið miðvikudag- inn 12. október 1955, birtist hér i kvikmyndaþætti Þjóð- viljans grein um nýjabanda- ríska kvikmynd, „Blaekboard Jungle" eins og hún hét á ensku. Mynd þessi hafði þá um haustið orðið víðfræg vegna þeirra f rétta, sem bor- izt höfðu um bann banda- ríska sendiherrans á ítalíu við sýningum hennar á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum. Nú er þessi fræga kvik- mynd loksins komm hingað til lands og GamJa bíó far- í Sverdlovsk er nú unnið að töku kvikmyndar um notk- un isótópa í jarðfræðivísind- um. Þess er að vænta, að ráð- stefna sú sem hefst í Moskvu í dag og áður er að vikið, verði til þess að tengja persónuleg kynning- arbönd kvikmyndagerðar- manna frá mörgum löndum og bæta þannig aðstæðurnar til enn aukinnar menningac- skipta þjóða í milli. ið að sýna hana undir ís- lenzka heitinu „Myrkviði skólanna". Hér verður að þessu sinni ekki fjölyrt um myndina, aðeins vakin verð- ug athygli á henni. Með að- alhlutverkið fer ágæta vel Glenn Ford, sem leikur fyr- irmyndar kennarann er ræðst til tækniskóla eins í einu af fátækrahyerfum New ' York-borgar. Fyrstu kynni kennarans af nemend- unum eru hreint ekki upp- örvandi, fyrsta skóiadegin- um lýkur með nauðgunartil- raun í bókasafni skólans. Leikstjórinn heitir Richard Brooks og er „Myrkviði skólanna", e.t.v. kunnasta mynd hans, ef undan er skilin sú síðasta „Bræðurnir Karamasoff", sem fullgerð var á þessu ári og áður hef- ur verið lítillega getið hér í kvikmyndaþættinum. Enda þótt deilt hafi ver- ið um gildi þessarar kvik- myndar verður því ekki neit- að að hún er áhrifamikil og sterk á köflum og því full ástæða til að mæla með henni. Girðingarstaurar brotnir — í landhelgi' Kveðskap- ur um herverndaðar íiskveiðar. MOSS skrifar: ,,I skemmti- iegri grein, sem Jónas vinur minn Árnason ritar í blaðið i dag, skýrir hann frá kart- öflu- og kálveiðum brezkra togara hér við land á und- anförnum árum. Þetta er svo sem ekkert einsdæmi. Velmet- inn bóndi vestur við Dýra- fjörð (old Derifjord á sjó- xæningjamáli hennar hátign- ar) skýrði mér frá því í sum- ar, að fyrir nokkrum árum hefði brezkur togari brotið íyrir sér ellefu girðingar- staura, — og síðan siglt til hafs. Hvort togarinn var með vörpuna úti, gat bóndinn ekki um, en sennilega mun hann hafa verið kominn inn fyrir jafnvel þriggja mílna tak- mörkin, fyrst. honum tókst að kála 11 girðingarstaurum". HÉR er svo kveðskapur um hinar hervernduðu fiskveiðar Breta í landhelgi Islands: Á íslandsmiðiun. Berserkjasveit Jóns Bola byssurnar púðri hlóð. 1 nafni Hennar hátignar haldið síðan til fanga var. —¦ Litaði kjölfar kugga kúgaðra þjóða blóð. Úti á Islandsmiðum er ástundað vopnað rán. Togarar Hennar hátignar í herskipaverndinni dorga þar. — Fordæming fellur um bóga, freyðir um stafna smán. Nú skyldi ágengni Islands aldeilis takmörk sett! Og umhoðsmenn Hennar há- tignar með heimsveldisrembing sögðu þar: — Hvern andskotann varðar okkur um alþjóða lög og rétt? títi á Islandsmiðum ofbeldið halloka fór. Berser'kir Hennar hátignar hafa fengið að reyna þar, að það er mönnum að mæta á Mar.'u Júlíu og Þór. Og hvort mun nú heimsveld- ishrokinn hafa baráttuþrek til jafns við hið íslenzka landvarnarlið, sem ISnds sins heiður — og fiskimið einbeitt og æðrulaust varði og aldrei af hólmi vék? Vísa. Seint vinnur Bretum sæmd og frægð sjórán á íslandsmiðum, þótt byssan sé upp á það bezta fægð, og biblían gyllt í sniðum. Unglingur óskast til að bera blaðið til kaupenda í HAFNMFIRÐI ísuðurbæ). Upplýsingar í síma 50648 kl. 7—8 á kvöldin. Framhald af 1. síðu. Kaupfélags Ilafnfirðinga við Strandgötu. Eftir því sem kunnugir sögðu þá hefur eklurinn að .öllium iíkindum komið upp í lager- herbergi inn af sjálfri búðinni og varð eldsins cld<i vart fyrr en hann brauzt fram í búðina. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins á skammrl stundu eða tæpum klukkutíma en talið er að tjón af völdura elds, reyks og vatns nemi hundruðum þúsunda króna. ' I búðinni, sem er með sjálfs- afgreiðslusniði, er verzlað með nýlendu- og vefnaðarvörur, sem hafa að sjálfsögðu stór- skemmzt við brunann. Kaupféla.gshúsið, sem er við hliðina á Hafnarfjarðarbíói, er tveggja hæða hús og er verið að byggja við það. Ekki var vitað um eldsupp- tök er blaðið fór í prentun, að öðru leyti en bví, sem hér að framan er haft eftir sjón- arvottum. EkkJ munu nein slys hafa orðið á mönnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.