Þjóðviljinn - 10.09.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.09.1958, Blaðsíða 10
2)" ÓSKASTUNÐIN ÓSKASTUNDIN — (3 LEIKSYSTURNAR Leikrit i 3 þáttum. Leikendur: Lilla, Lóa leiksystir henn- ar, Gummi bróðir Lillu, Mamma Lóu. 1. þáttur. (Mamma er í eldhús- inu að búa til matinn) Lóa: (kemur hlaupandi inn) Mamma má ég fara út á róluvöll að hitta Lillu? Mamma: Já, já, en mundu mig um það, að koma ekki seint heim. Lóa: Já, mamma mín. Bless. (Kyssir mömmu sína og fer). 2. þáttur. Sviðið: Róluvöllurinn. (Lóa og Lilla eru að vega salt.). Gummi '(kemur til foeirra): Jæja, þama er- um þið þá. Eg var búinn að leita um allt. Lilla: Ósköp hefur þú þá leitað illa. Gummi: Komið þið að geta gátur. Egskalbyrja: Hvaða nef fær aldrei kvef? Lilla: Brúðunef. En nú má ég byrja: Hvaða auga er upp á gátt, opið bæði dag og nátt, en þó er það sjónlaust þetta skinn? Lóa: Það er augað á nálinni. Gummi (við Lillu): Hvaða tölustaf finnst þér bezt að skrifa? Lilla: 7. Gummi: Hvaða litur finnst þér fallegastur? Lilla: Bleikt. Gummi: Hvaða skepnu viltu helzt eiga? Lilla: Kisu. Gummi: Ha, ha, hæ. Viltu eiga bleikan kött með 7 lappir. Hí á Lillu. LiIIa: Eg vissi þetta ekki. Lóa: Gummi, hvort viltu eiga, það sem yfir stökk, ofan í datt, eða eftir sat á bakkanum. Gunni (hugsar sig um): Eg held ég vilji það sem ofan í datt. Lóa: Ha, ha, ha. Þú vilt eiga skóinn af kerl- ingunni. Það sem yfir stökk var kerling, en það sem eftir sat var skítur. Lóa: Gummi, við verð- um að fara heim. Klukk- an er orðin 7. Lilla: Bless Lóa. Sjá- umst aftur á morgun. Lóa: Bless. (Veifar). 3. þáttur. Næsta dag. Lóa er að þvo upp og syngur: Til þín blitt mun bergmál bera, blíða kveðju vinur frá mér. (Bankað á dyrn- ar). Lóa: Kom inn! LiIIa (opnar hurðina, kemur inn): Sæl Lóa. Þú ert að syngja Bergmál. Lóa (hálf skömmustu- leg): Já. Lilla: Viltu koma í göngutúr. Lóa; Já, þegar ég er búin að þvo upp. Llla: Eg skal þurrka, svo þú verðir fljótari. (Þurrkar.) Lóa: Þá erum við bún- ar. Hvar er Gummi. Llla: Hann er með kvef, svo að mamma vill ekki láta hann fara út. Mamma (kallar): Lóa, komdu snöggvast. Lóa: Já. (Þær fara inn). Mamma: Nei sæl og blessuð Lilla mín. Lilla (feimin): Komdu sæl. Mamma: Þið ætlið vist að fara út að leika ykk- ur, eða hvað? Lilla og Dóra: Jú, jú. (Þær fara). (Tjaldið). Myndin Framhald af 1. síðu. gerður, nákvæmlega eins og hatturinn þinn." Annar sagði: „Fötin eru ákaflega vel máluð, hvert smáatriði er rétt." „Já, já",sagði ríki mað- urinn óþolinmóður. „En hvað um andlitið? Finnst ykkur Það líkt?" Þriðji gesturinn athug- aði málverkið gaumgæfi- lega langa stund. Þá sagði hann: „Ja, það má þekkja skeggið." Mynd úr sveitinni, eftir 13 ára telpu. Sjötti dagur Páskanornin eftii Selmu Lagerlöf . Hann bíður ekki boð- anna, þó að hann sé gamall og gigtveikur, heldur snýr sér snöggt við og hleypur léttilega, eins og strákur, upp trjágöngin. Og hann nemur ekki staðar fyrr en hann kemur inn í skóg- inn hinum megin við veginn, En við krakkarnir er- um nú farnir áð ná okk- ur eftir hræðsluna og hlæjum dátt að hræðslu hinna. Við eltum páska- nornina, sjáum ráðskon- una vaða að henni með kaffiketilinn, Brún fæl- ast, Óla í Seli á flótta og Lárus og Magnús reiða upp axirnar. Og við höfðum aldrei á ævi okkar hlegið annað eins. En hlægilegast af öllu er þó, þegar Pétur gamli kemur hlaupandi og ætlar inn í skrifstofu pabba. Pabbi spyr, hvað sé um að vera, en Pétur gamli gefur sér varla tíma til að svara. Sein- ast kemur það upp, að hann ætli að sækja byssu og skjóta þessa öfreskju, sem sé að hlaupa í kring- um húsið. Það er auðséð, að karl- inn er í veiðihug. Og það var von. Hann hafði reynt á hverju ári, að minnsta kosti í fimmtíu ár, að skjóta páskanorn- ir, en aldrei hitt melna..' Loksins sá hann þó eina. Og súi skildi fá fyrir ferðina! (Endir.) Skemmtileg útstilling í Bókabúð KRON Þessa dagana hefur verið einkar skemmíi- leg gluggaskreyting í Bókabúð KRON í Banka- stræti. Þar eru til sýnis skólatöskur og til að vekja frekari eftirtekt á vörunni er1 haganlega fyr- irkomið nokkriun mynd- um eftir böro. Þessar myndir eru teiknaðar af nemendum í Miðbæjar- skóla undir handleiðslu Jóns Guðmundssonai teiknikennara. SKRITLA Móðirin: „Hérna eru tvær kökur, önnur handa þér og hin handa systur þinni". ¦¦¦^¦-r-na Pési: „En hvernig á ég að fara að því að þekkja þær í sundur? Jú, nú veit ég, hvernig ég á að fara að þvi: Eg bít dá- lítið skarð í kökuna hennar systur minnar og þekki hana á því." Nú haustar að Einhverja nóttína koma skógarþresíirnir1 að tína reyniber af trjánum áður en þeir leggja í langferðina yfir hafið, en það eru ekki þeir sem koma með hausíið það gera lítil börn með skólatöskui'. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. september 1958 Uppkastið 1908 Framhald á 7. síðu. fiskveiða í íslenzkri landhelgl. 1 9. grein voru ákvæði um endurskoðun laganna. Sam- kvæmt þeim gátu íslendingar ekki sagt upp þremur hinna sameiginlegu málaflokka, he'dur yrðu þeir að bíða þess að Danir fengju þeim umráð þeirra af fúsum vilja. Það var konungssambandið, utanríkis- málin og hervarnirnar, • Skúli Thoroddsen bar fram allmargar breytingartillögur við þetta „uppkast", áður en nefndin lauk störfum. Hann lagði til að í stað orðanna: ísland er frjálst og sjálfstætt lard, er eigi verður af hendi látið, kæmi svofellt ákvæði — stutt og laggott: „ísland er frjálst og fullveðja ríki". Hann lagði til að eftir ákvæð- ið um sameiginlegar hervarn- ir Dana og Islendinga kæmi ný málsgrein: „Herskaparum- búnað og herskaparráðstafan- ir má ekki gera á Islandi nema stjórnarvöld Islands hafi veitt til þese samþykki sitt. — Leitazt skal við sem fyrst að fá friðtryggingu Mns íslenzka ríkis viðurkennda að alþjóðalögum". Ein tillaga hans miðaði að því að auka va'd íslendinga yfir fiskisvæð- unum við landið. Hann samdi 9. grein upp frá rótum; og var þar kveðið svo á að Is- lendingar gætu eftir tilgreind- an áraf jölda slitið einhliða öllu sambandi við Dani, nema konungssambandinu. Það voru utanríkismálin og hervarnirn- ar, sem Skúli hafði í huga með þessu ákvæði. Skúli lét nokkra greinar- gerð fylgja breytingartillög- um sínum og lýsti þar wk- um sínum fyrir því, að hann gæti akki fallizt á frumvarpið. „Ástæða mín fyrir þessu er sú", sagði hann, „að ég tel það nauðsynlegt til að full- nægja hinni íslenzku þjóð og varðveita hið góða samkomu- lag meðal beggja landanna, að lagafrumvarpið beri það ljóslega með sér, að ísland sé fullveðja ríki og ráði að fullu öllum sínum málefnum og njóti í alla staði jafnrétt- is við Danmörku, og sé að- eins við hana tengt með sameiginlegum konungi. En. eftir mínum skilningi er fyr- ir þetta girt, þegar einstöK mál (utanríkismálefni og her- varnir á sjó og landi) eru undanskilin uppsögn þeirri, sem 9. grein heimilar, en fengin í hendur danskra stjórnarvalda með slíku fyrir- komulagi, að Island getur því aðeins tekið þátt í þeim eða fengið þau sér í hendur, að löggjafarvald Dana samþykki .... Eg finn ekki, að sú mót- bára sé á neinum rökum byggð, að hin fyrirhugaða sjálfsstjórn Islands í utanrík- ismálum eínum geti, ef til vill, leitt tU erfiðleika gagn- vart öðrum löndum, þvi auð- vitað sjá bæði ríkin jafnt hag sinn í því að gæta hinnar ná- kvæmustu varkárni í þvi, sem snertir skipti þeirra við önnur ríki. Að líkindum mundu og ekki heídur verða vandræði úr því, að frið- trygging hins íslenzka ríkis yrði viðurkennd að alþjóða- lögum". Skúli gerði einnig grein fyrir því, hve ákvæði 5. greinar um jafnrétti Dana og Islendinga í hvoru landi um sig væri varhugavert. „Þessi skipan er ekki heim- iluð í lögum ------ og miðar því að takmörkun á löggjaf- arvaldi beggja landa, því sem nú er,"og þegar borin er saman íbúatala Islands og Danmerkur, þá getur þessi takmörkun komið óheppilega niður við einstök tækifæri á ó- komnum tímum, séð frá ís- lenzku sjónarmiði". Því má nærri geta að Skúli Thoroddsen hefur ekki átt auðveldan leik: að standa einn uppi gegn hinum nefnd- armönnunum öllum, íslenzk- um og dönskum. Hann veikt- ist líka um vorið, áður nefnd- in lyki störfum; og mun of- þreyta hafa valdið nokkru um sjúkleik hans. Hann kom ekki heim fyrr en í júníloK, þegar baráttan um Uppkast- ið var komin í algleyming, og tók lítinn þátt í kosninga- baráttunni um sumarið. Ejarni frá Vogi og Sigurður Lýðsson li"gfræðinemi önnuð- ust ritstjórn Þjóðviljans í kosningahríðinni. En allt tim það verður hlutur Skúla í sigrinum yfir Uppkastinu ekki ofmetinn. Það er jafnvel ó- sennilegt að Þjóðræðisflokkn- um hefði verið léður styrk-- ur til að rísa gegn frum-, varpinu, ef allir fulltrúar hans í nefndinni hefðu fall- izt á það. Landvarnarmenn hefðu vissulega hafið baráttu gegn því; en það er mjög ó- sýnt, hverju þeir hefðu feng- ið áorkað — smæsti stjórn- málaflokkur þjóðarinnar. Enda bar þeim það andstreymi að höndum að einn höfuðfor- ingi f lokksins, Jón Jensson yf _ irdómari, snerist gegn honum í málinu og gerðist einhver mikilvirkasti málsvari Upp- kastsins. Sjálfstæði og mann- dómur Skúla Thoroddsens 1 millilandanefndinni varð þjóð- inni eldstólpi þá mánuði sem í hönd fóru; röksemdir hans og tillögur mótuðu í höfuð- greinum málflutning frum- varpsandstæðinga í kosninga- baráttunni. Sá veldur miklu sem upphafinu veldur, stend- ur þar. Þennan dag fyrir hálfri öld lifðu Islendingar eina af sínum stóru stundum, og hetja hennar var Skúli Thoroddsen. (Niðurlag á morgun). Ðimma tekur óðum LJÓSAPERUR 15—25—40—60—75—100 watta. Sérlega endingargóð tegund. Sama verð og áður. Gefum afslátt, þegar um stærri kaup er að ræða. Véla- og raftækjaveizlunin, Bankastræti 10. — Sími 12852. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.