Þjóðviljinn - 12.09.1958, Qupperneq 3
Það sitja 5—6 strákar á
grasbekk í skini götuljóss-
ins. Þeir horfa saman og
ræða eitthvað af miklu
kappi og alvöru.
— Það væri gaman að
tala við þá þessa, segir Jó-
hannes, strákarnir halda
líka fundi. Þetta er blaða-
maður strákar, viljið þið
tala Við hann? Það skrikir
eitthvað í strákum, en svo
þagna þeir aftur og svo virð-
ist sem þeir hafi ekki mik-
inn áhuga fyrir blaðamönn-
um.
E,n síðar um kvöldið
mætti ég einu þessara
drengjaandlita á öðrum stað,
í öðru húsi. Hann brosir.
— Já, ég var einn af
hópnum sem þú sást í
kvöld, segir hann.
— Um hvað voruð þið að
tala?
— Landhelgina.
Og svo fæ ég að vita að
þeir ræði um að Bretinn sé
þjófur sem ræni mönnum
og steli fiski.
— Hefðirðu farið i land-
helgisgæzluna ef þú hefð-
ir verið stærri?
— Jahá! En það máttu
ekki fara yngri en 18 ára.
Það er eftirsjá í röddinni.
— Hvað ertu gamall?
— Nýorðinn ellefu.
Einn afdrifaríkasti sigur-
inn sem Bretar hafa unnið
með fallbyssukjöftum sín-
um í islenzkri landhelgi síð-
ustu daga er sá að kenna
jafnvel börnum á strönd Is-
lands:
Bretinn er þjófur. Br'etinn
rænir mönnum og siffelur
fiski.
Heimsókn Hennar
hátignar
Bretar heiðruðu kjördæmi
sjávarútvegsmálaráðherrans ís-
lenzka með mannránum úti á
Norðfjarðarflóa; voru svo
nærri að jafnvel norðfirzku
trilubátarnir sáu til þeirra. En
þegar ég var á leið til Norð-
fjarðar var svo komið að Bret-
ar höfðu um 1 herskip á 1
og V3 úr togara í .iandhelgi. en
síðan flýðu' þeir af Nörðfjarð-
arflóa norður að Slétíu.
Og hvað segja svo Norðfirð-
ingar um herskipaheimsókn
Hennar hátignar? Fyrst skul-
um við ræða við Ingvar Þor-
leifsson, stýrimann á Norð-
fjarðarbátnum Gullfaxa.
— Finnst þér, Ingvar, við
hafa rétt til 12 mílna land-
helgi?
— Já, ábyggilega höfum við
það, — og þótt lengra væri.
— Telur þú að það hefði átt
að færa mörkin lengra út?
— Það þarf að lagfæra
grunnlínupunktana. Eg myndi
hafa dregið grunnlínu frá Hval-
bak. Raunar hefði ég talið rétt
að halda sig við gömlu land-
heigismörkin eins og þau voru
áður en. Danir seldu landhelg-
ina okkar fyrir flesk.
En þessi afstaða breytir á
engan liátt sams'öðti okkar
með 12 mílna landhelginni.
Enginn hér, sem vill
slaka neitt til
— Eg tel það mesta hags-
munamál okkar, heldur Ingvar
er
„Bretinn rænir mönnum og stelur fiski“
áfram, að hafa landhelgina
sem stærsta. Og ég tel að' það
hefði heldur ekki átt að leyfa
íslenzkum togurum veiðar inn-
an línunnar.
— Þú vilt þá ekki slaka til
frá 12 mílunum?
— Það kemur ekki til mála
að semja um neinskonar afslátt
frá 12 mílunum.
— Er þetta almenn skoðun
hér?
— Já, Eg veit ekki um neinn
og hygg ekki að nokkur maður
fyrirfinnist hér seni vildi á
nokkurn hátt slaka til frá
kröfunni um 12 mílna land-
lielgi.
Það kveikti reiðina
— Hvað finnst þér um fram-
ferði Bretans?
— Mér finnst það ótuktar-
legt,
— Áttirðu von á að þeir
myndu haga sér þannig?
— Já ég átti von því, fyrst
Ingvar Þorleifsson stýri-
maður á Gullfaxa.
þeir höfðu verið með þessar
yfirlýsingar sinar urðu þeir að
sýna einhvern mótþróa. Iiins-
vegar hélt ég varla að þeir
myndu kom.a með herskipin, Ef
þeir hefðu <tkki komið með
herskipin myndi reiðin ekki
hafa blossað svona upp hér.
Við hefðum þá aðeins litið
á mótþróa þeirra sem gikkshátt
þjófa.
Bíðum vetrarveðranna
Hvernig heldurðu að slíkar
veiðar gangi hjá þeim?
— Þeir munu aidrei . geta
fiskað neitt svona í hópum únd-
ir eftirliti, Við skulum bíða
eftir skammdegisveðrunúm og
sjá hvað þeim dugir þá her-
skipavemd'in óg afgreiðsla á
hafinu.
Bretinn tapar
— Hefurðu þá ekki trú á að
þeim takist þessar ve'iðar?
— Eg er i engum vafa um að
þeir gefast upp á þessu. Við
þurfum aðeins að vera nógu
rólegir og ákveðnir.
— Hvað viltu láta gera fyrir
þá ef þeir leita hafnar?
— Þeir eiga enga þjónustu
að fá, nema Iæknishjálp að
sjálfsögðu. Annað á ekki að
gera fyrir þá meðan þeir við-
urkenna ekki landlielgina.
— Ertu ánægður með land-
helgisgæzluna?
— Já, prýðilega. Okkar menn
liafa staðið sig með ágætum.
•— En það þarf fleiri skip og
fleiri flugvélar fyrir landhelg-
isgæzluna,
Þurfum allt landgrunnið
Næst hittum við Ilörð
Bjarnason, formann á Enok.
— Hvað segir þú um land-
helgismálið?
— Eg tel 12 mílna landhelgi
aðeins spor í rétta átt. Við
teljum að við þurfum að ráða
yfir miklu meira, -— við þurf-
um allt landgrunnið, en það er
ekki til umræðu nú.
Það þarf næst að rétta
grunnlínurnar. Faxaflói og
Breiðifjörður fá mikið svæði
við þessa útfærslu, en hér
eystra þarf að miða grunnlín-
una við ytri staði en er gert.
Við fiskum utar
— Bátarnir hérna sækja
mikið út fyrir línuna. Bátar
sem ganga 9—10 mílur róa 2
til 2V2 tíma út — og það köll-
um við ,,Miðslóðir“, svo þú
sérð það. Við róum 16—20
mílur út fyrir. Og Gullkistan,
mið sem stundum er sótt, er
40—45 milúr úti í hafi.
Vonum að fá frið
— Eruð þið þá óánægðir?
— Nei, það eru allir ánægð-
ir með að fá 12 mílur og við
hér eystra höfum bundið mikl-
ar vonir við það. 12 mílur
víkka geysilega það svæði sem
við fáum frið á og við teljum
að kannski geti þetta haft þau
áhrif að við þurfum ekki að
sækja mjög út fyrir 12 mílur.
Fiskur jókst geysilega
— Við byggjum það á reynslu
stríðsáranna, heldur Hörður á-
fram. Fiskur jókst þá geysi-
lega. Þá var tundurduflabelti
hér fyrir austan og við rérum
mikið út í duflin .....
— Duflin!
Föstudagur 12. september
Ragnar Sigurðsson
hafnarstjóri.
— Já, við gátum ekki ann-
að, við höfðum ekki önnur mið.
Við lögðum yfir duflin og skár-
um línuna frá þegar hún fest-
ist i duflunum.
Það liefur líka sýnt sig að
Hörður Bjarnason
formaður á Enok.
1958 — ÞJÖÐVILJINN — (3
flugvélar. Verið gæti að heppi-
legt væri að hafa hraðbáta
með ströndinni til að aðstoða
flugvélar.
Upplýsingaþjónusta
landhelgisbrjótanna
— Landhelgisbrjótarnir hafa
góðar upplýsingar um það, seg-
ir Hörður ennfremur, hvar
varðskipin halda sig. Við höf-
um séð til þeirra hér fyrir ut-
tn. Þeir hafa sig á burtu áður
en varðskipin koma. T. d. sá-
um við einn í dumbungsveðrí
og slæmu skyggni liífa upp eft-
ir 20 mínútna tog og sigla beint
til liafs, en eftir liálfa aðra
klukkustund kom varðskip!
Þá höfum við frið
— Þrátt fyrir þetta hef ég
ekki trú á því að nokkur í
landi hér eystra láti í té vitn-
eskju um ferðir varðskipanna,
vita heldur ekki um þær. Lík-
legast að landhelgisbrjótarnir
láti vitneskju berast sin á milli
um ferðir varðskipanna.
Eins og ég bjóst við
—- Varstu ekki hissa á her-
skipainnrás Breta?
— Nei! Þetta er nákvæmlega
eins og' Bretar hafa verið við
aðrar þjóðir, cða hvernig liög-
uðu þeir sér ekki í Súez?
Bretar hafa alitaf verið með
yfirgang. Við vitum um all-
marga brezka togaraskipstjóra
sem hafa híft upp meðan þeir
voru að fara yfir linur bát-
anna, til að eyðileggja þær
ekki, en aðrir hafa sullazt yfir
hana og sumir jafnvel siglt eft-
ir henni auðsjáanlega til þess
eins að eyðileggja hana.
Brezkir togarar hafa mikið
gert af því að sigla þvert yfir
línuna hjá okkur 60—70 föðm-
um fyrir framan okkur í stað
þess að fara fyrir aftan, og
margir síðan beygt út eftir
henni til þess að eyðileggja
sem mest.
Verið að landa nokkrum fiskum sem Bretinn gat ekki
stolið frá Norðfjarðarbátunum.
Allt að helming línu
— Það hefur oftast verið í
hverjum róðri að einhver bát-
ur hér hefur tapað einhverju
af línu í togarana. Stundum
allt að helmingi línunnar, eða
10 bjóðum af 24. Oftast hefur
þetta verið utan landhelginn-
ar, en ekki utan alþjóðalaga,
því linurnar hafa .verið greini-
lega merktar.
Hvernig stóð á því?
•— Nei, heldur Hörður áfram,
ég hef séð þ'að mikið til Bret-
ans að ég er ekkert hissa á
Framhald á 10. siðu
fiskur hefur aukizt við fjög-
urra mílna landhelgina, eink-
um ýsan. Það var betri veiði
í fyrra en áður. Þess vegna
vonum við að fiskstofninn auk-
izt við þessa stækkun friðaða
svæðisins fyrir togveiðum.
Anægður með land-
helgisgæzluna
— Ertu ánægður með land-
helgisgæzluna?
— Já, ég er ánægður með
aðgerðir liandhelg'ÍGgæzluínnar,
okkar menn hafa staðið sig
mjög vel. En við þurfum vitan-
lega að fá fleiri skip og fleiri