Þjóðviljinn - 12.09.1958, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.09.1958, Síða 6
fi) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 12. september 1958 móÐVIUINN Útsefandl: BamelnlnsarfloMnir alþýOn — Bósíallstaflokkurlnn. — Rltatjórari Masmús KJartansson (áb.), £lgur6ur Guðmundsson. — PréttaritstJóri: Jón fiJarnason. — BiaGamenn: Asmundur Sigurjónsson, GuGmundur Vlgfússon. var H Jónsson. Magnús Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson, Sigurður V.- ***-iðb1ófsson. — AuglýsingastJóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, af- greiðsla. augiýslngar. prentsmiðJa: Skóla.örðustíg 19. — Sími: 17-500 (ð linur). — AskriftarverG kr. 30 á mán. í Reykjavík og nágrenni; kr. 27 ann- arsstaGax. — Lausasöluverð kr. 2.00. - Prentsmiðja ÞJóGvilJana. Alvarleg þróun í efnahags- inálum essa dagana eru að dynja yfir landslýðinn nýjar og stórfelldar afleiðingar af efna- bagsráðstöfununum síðast liðið vor, þegar horfið var frá stöðvunarstefnu þeirri sem Alþýðubandalagið hafði mótað og framkvæmd hafði verið með góðum árangri um tveggja ára skeið. Umskiptin birtast ljóslega af því að þeg- ar núverandi stjórn tók við, kom hún í veg fyrir að land- búnaðarvörur hækkuðu í verði haustið 1956, en nú hafa mjólk og mjólkurafurð- ir hækkað um 9—32% og höfðu þó hækkað fyrr á þessu ári. Kjöt og aðrar landbún- aðarafurðir munu svo hækka á hliðstæðan hátt á næstunni. Einnig hefur fiskur hækkað mjög verulega í verði, 10— 29%, mest þær tegundir sem algengastar eru. Þetta eru á- hrifin sem efnahagsráðstaf- anirnar hafa á matvæli þau sem íslendingar framleiða sjálfir, en í allt sumar hafa innfluttar vörur verið að hækka í verði, sumar mjög verulega. Nú á nokkrum mán- uðum hefur verðlag hækkað margfalt örar en áður hafði orðið nm árabil; þróuninni verður helzt líkt við það sem gerðist eftir gengislækkun þá sem íhaldið framkvæmdi 1950. l>eynslan hefur þegar sannað að allt það sem Þjóðvilj- inn sagði um efnahagsráð- stafanirnar s.l. vor hefur reynzt rétt. Ráðstafanir þær sem knúðar voru fram eftir hörð átök eru ekki aðeins ranglát ,,lausn“ á efnahags- vandamálum þjóðarinnar; þær eru engin lausn. Verðbólgu- skriðan veldur því að verð- mæti íslenzku krónunnar minnkar; verðlagið hækkar, vfeitalan hækkar, kaupið hækkar að krónutali — og eftir vissan fíma blasa sömu vandamálin víð verri en áð- ur, þegar kollsteypan er full- komnuð. Hinum raunveru- legu viðfangsefnum hefur að- eins verið frestað, en frest- urinn kemur öllu efnahags- kerfinu á ringulreið, leiðir erfiðleika og kjaraskerðingu yfir launþega, en verður ein- vörðungu til hagsbóta verð- hólgubröskurum og skulda- kóngum. Það er engin tilvilj- un að það var Samband ís- lenzkra samvinnufélaga undir forustu Vilhjálms Þórs og Eysteins Jónssonar sem knúði fram efnahagsráðstafanirnar s.l. vor; nú hafa skuldir þess fjTÍrtækis lækkað en fasteign- ir hækkað, og mismuninn greiðir almenningur. Verkalýðshreyfingin hlýtur að taka þessi nýju við- horf til mjög alvarlegrar at- hugunar. Það voru alþýðu- samtökin sem knúðu fram stöðvunarstefnuna sumarið 1956 eftir látlausa verðbólgu- þróun um 10 ára skeið. Illu heilli höfðu verkalýðssamtök- in ekki styrk til að tryggja framhald þeirrar stefnu á s.l. vori, og því er nú svo komið að draugur verðbólgunnar ríður húsum á nýjan leik. Verkalýðshreyfingin hlýtur að fylgja aðvörunum og mótmæl- um sínum eftir með því að 'hefja gagnsókn, bæði til þess að rétta hlut verkafólks og til þess að tryggja aftur stjórnai-stefnu sem sé í sam- ræmi við hagsmuni vinnandi fólks og þörf þjóðarinnar. Verkalýðshreyfingin er eina aflið sem megnar að tryggja slíka gagnsókn, en til þess þarf stefnufestu og samheldni innan samtakanna; til þess þarf að bægja burt þeim ann- arlegu öflum sem reyna að sundra samtökunum innanfrá. Reynslan frá.s.l. vori er ein- mitt gleggsta sönnun þess að verkalýðssamtökin megna ekki að gegna hlutverki sínu meðan háðar eru harðvítugar deilur innan þeirra og agentar atvinnurekenda hagnýta sér þær deilur til hins ýtrasta. 1/erkefni alþýðusamtakanna ’ er nú þvíþætt. Þau verða að tryggja kjör meðlima sinna, snúast til varnar gegn áhrifum verðbólgunnar. Sú 5 % kauphækkun sem fólst í efnahagslögunum og hliðstæð viðbót sem ýmis félög hafa tryggt sér í sumar hrekkur ékki til, eins og Dagsbrúnar- menn hafa skilið og reynsla síðustu daga sannar bezt. Jafnframt verður verkalýðs- hreyfingin að hefja gagnsókn til að tryggja sér þá virðingu og þau áhrif á stjórnmála- sviðinu, að ekki sé unnt að ganga i berhögg við vilja hennar og hagsmuni. Um það verkefni þarf alþýðufólk hvar sem er á landinu að samein- ast í kosningum þeim til al- þýðusamhandsþings sem framundan eru, til þess að tryggja það að þingið verði tákn um einhug og staðfestu verkalýðssamtakanna.. Það er vitað að enn verður reynt að kljúfa og sundra, að sendlar atvinnurekenda munu enn fá til fylgiliðs við sig undan- sláttarmennina og uppgjafar- postuluna í hægri klíku Al- þýðuflokksins, en gifta verka- lýðssamtakanna og öll efna- hagsþróun á íslandi er háð því að þeim tilraunum verði hrundið á sem eftirminnileg- astan hátt. „Að gefa óþokka á kjaftinn” Þegar Gunnar Thoroddsen taldi stóryrði eiga við Morgunblaðið skýrir svo frá í gær að Gunnar Thoroddsen hafi flutt ræðu um landhelgis- málið á Blönduósi og rekur efni hennar. Kemur í ljós að Gunnar hefur haft það eitt um landhelgismálið að segja að frammistaða ríkisstjórnar- innar hafi verið „öll með end- emum“ — vegna þess að hún lendum her, þegar aftur og aft- ur er reynt að sökkva skipum okkar. Það er mesta áhyggju- efni Gunnars borgarstjóra. Gunnar borgarstjóri vill sem kunnugt er láta það orð af sér fara að hann sé einstaklega kurteis maður og prúður í orð- um. En séntilmennskan getur hrunið af honum. Fyrr tæpum tveimur árum flutti hann einn- ig ræðu utan Reykjavíkur, að því sinni í Rangárvallasýslu. Hann ræddi þar um árás Breta á Egyptaland og sagði að með þeirra árás væri aðeins verið að „gefa óþokka á kjaftinn“. „Óþokkinn“ var Nasser þjóð- höfðingi Egypta, og þeir sem fengu , á kjaftinn“, svó að not- að sé hið smekklsga orðalag borgarstjórans, voru hundruð karla, kvenna og barna sem létu lífið í rústunum í Port Said. Þá varð borgarstjórinn sem sagt svo hrifinn að öll kurteisishræsnin flettist utan af honum og eftir stóð stór- yrtur málsvari ofbeldis o g hryðjuverka. Með árás sinni á fslendinga segjast Bretar einnig vera að „gefa óþokka á kjaftinn“ Það er dálítið erfitt fyrir Gunnar Thoroddsen borga-rstjóra að taka undir þau ummæli eins og nú standa sakir. Þess vegna felur hann sig nú aftur bak við kurteisishræsnina og biður íslendinga að forðast að nota þau orð, sem íslenzk tunga hef- ur skapað um illræðismenu. eins og þá sem nú traðka á sjálfstæði okkar. Þau orð vill Gunnar fá að nota einn — og við vitum af reynslunni hvern- ig hann notar þau. Menntastofnun Bandaríkjanna á Is- landi auglýsir náms- og ferðastyrki Á málí Gunnars Thoroddsens heita ofbeldisverk Breta „að gefa óþokka á kja£tinn“. vildi ekki fylgja dönsku stefn- unni sem leiðtogar Sjálfstæðis flokksins boðuðu. Um fram- ferði Breta, árás þeirra á fs- land, fullveldi okkar og sjálf- stæði sagði Gunnar Thorodd- seu ekki eitt einasta orð. Hins vegar kvartaði hann mjög und- an því að íslendingar hefðu haft í frammi „strákslegar sví- virðingar og ókvæðisorð um Breta og þjóðhöfðingja þeirra“ en það „væri smánarblettur á þjóðinni og spillti fyrir málstað hennar.“ Við erum sem sé ekki nógu kurteisir íslendingar, ekki nógu fágaðir í orði og stimamjúkir og álútir, þegar á okkur er ráðizt, þegar lög- gæzlumenn okkar eru beittir ofbeldi og fangelsaðir af er- Menntastofnun Bandaríkj- anna hér á landi (Fullbright- stofnunin) mun á næsta ári gera tillögur um veitingu nokk- urra ferða- og námsstyrkja handa Islenzkum háskólaborg- urum til framhaldsnáms við bandaríska háskóla á s'kólaári því, sem hefst í septembermán- uði 1959. Er hér um að ræða tak- markaðan fjölda ferðastyrkja, sem nægja til þess að greiða ferðakostnað milli Reykjavík- ur og New York og heim aftur, og auk þess nokkra námsstyrki sem einungis verða veittir þeim er þegar hafa lokið háskóla- prófi og hyggja á frekara nám vestan hafs. Stofnun sú í Bandaríkjunum, sem nefnist Institute of Inter- national Education. og starfar að því að aðstoða erlenda stud- enta, er óska eftir þvíi að Ef ve! er að gáð.... Vér vissum pað reyndar. í sífellu, öld fram af öld var atað í kúgaðra blóði hið sláandi sverð. Og enn er hér ránsferð í annarra landhélgi gerð og enn bætist sortí á slitinn og flekkaðan skjöld. Að íslenzkri strönd hafa válegir vígdrekar sótt og „verndari smápjóða“, Bretinn er hjá oss í nótt. En áleitin spurning að íslendings hugskoti fer er álengdar heyrir hann vopnanna glamur og klið. Er floti og her „yðar hátignar“ rœningja lið sem herjar á vopnlausa pjóð, til að skemmta sér? Já slík var pín hermennska og heiður um aldirnar gegn af hverju er að gorta og miklast, ó brezki pegn? Hvar birtist sú reisn er vér vœntum af voldugri pjóð? Hvers virði er réttur hins smáa og samstarf vort allt? Var lýðrœðisglott pað ei langtímum hrjúft og kalt sem Ijósntrýnið prýddi en lieimti sín völd fyrir blóð? Er sagan frá Kenya, Súez og Kýpur — um náð og sigra hins brezka drengsskaps — ef vel er að gáð? En fólslegri árás var aldrei á smáríki gerö sem átti til varnar sinn fána, sitt stolt og sinn rétt. En seinna mun finnast í sögunni kátbrosleg frétt að sjaldan fór rœningi háðslegri ofdirfskuferð. Og víst „yðar hátign“ par verðugur fulltrúi er sem vopnaði landhelgispjófurinn sigraður fer. Óskar Þórðarson frá Haga. stunda nám vestan hafs, mun sjá um að útvega þeim skóla- vist, sem styrkina hljóta, en sumir þeirra eru veittir af Bandaríkjastjórn, og er ætlað, að þeir nægi til greiðslu á dvalarkostnaði og öllum skóla- gjöldum yfir skólaárið. Ferða- styrkirnir verða svo veittir samhliða námsstyrkjunum, þannig að þeir geti komið þeim að gagnþ sem hafa hlotið námsstyrkina. Þessir styrkir eru einungis ætlaðir íslenzkum ríkisborgur- um, sem þegar hafa lokið há- skólaprófi eða munu ljúka því fyrir 15. júní 1959. Þeir um- sækjendur, sem ekki eru orðn- ir 35 ára að aldri, munu að öðru jöfnu ganga fyrir um styrkveitingar. 1 Þeir, sem hug hafa á að sækja um styrki þessa, skulu skrifa hið fyrsta eftir um- sóknareyðublöðum, en þau þurfa þeir síðan að fylla út og senda til stofnunarinnar fyrir föstudaginn 26. september næstkomandi. Utanáskriftin er: Menntastofnun Bandaríkj- anna á íslandi, Pósthólf 1059,, Reykjavlk. KVEÐJA til Carolínu E. R. Siemsen frá vini. Kæra vinkona. Nú ert þú horfin sjónum okk- ar. En við, sem áttum því láni að fagna að kynnast þér og heimíii þínu, munum vissulega geyma í huga okkar minning- una um göfuglyndi þitt, hjálp- •semi og fórnfýsi. Þú helgaðir líf þitt hugsjón sósíalismans. Hugsjón friðar, jafnréttis og. bræðralags. Og með hinu mikla óeigingjarna brautryðjenda- starfj þínu, fyrir hagstæðari lífskjörum lítilmagnans, hefur þú.sjálf reist þér þann minnis- varða í hugum íslenzkrar al- þýðu, -sem. hún mun vissulega telja sig bezt varðveita með því að taka upp merki þitt, fyrir friði og farsæld allra landsins barna Blessuð sé minning þín. Sveinn Guðmundsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.